Enn ein þjóðin gefst upp á evrunni

Öllum aðildarríkjum ESB ber að taka upp evru sem gjaldmiðil. Allmörg þeirra hafa þó þráast við og reyna nú hvert af öðru að komast hjá því af ótta við hörmulegar afleiðingar sem komið hafa í ljós hjá fjölmörgum evruríkjum, einkum á jaðri evrusvæðisins.

AFP fréttastofan birti þá frétt s.l. mánudag að ekki væri nægur pólitískur stuðningur fyrir því í Póllandi að taka upp evruna sem gjaldmiðil landsins. Þetta hefur pólska dagblaðið Gazeta Wyborcza eftir Donald Tusk, forsætisráðherra landsins.

Fram kemur í fréttinni að fyrir vikið sé ekki raunhæft að Pólverjar taki upp evru sem gjaldmiðil sinn fyrir árið 2019. Breyta þyrfti stjórnarskrá Póllands til þess sem kallaði á stuðning 2/3 þingsins. „Við höfum ekki slíkan meirihluta og við munum ekki hafa hann á næsta kjörtímabili heldur.“ Danmörk og Bretland voru fyrstu ESB-ríkin sem harðneituðu um seinustu aldamót að taka upp evru en Svíar fylgdu brátt í kjölfarið eftir að upptöku evru var hafnað í þjóðaratkvæði.

Pólverjar gengu í Evrópusambandið árið 2004 og eru skuldbundnir samkvæmt aðildarsamningi sínum að taka evruna upp sem gjaldmiðil sinn strax og efnahagsleg skilyrði þess eru uppfyllt. Pólsk stjórnvöld hafa hins vegar dregið lappirnar í þeim efnum og hafa meðal annars sagt að þau vildu sjá hvaða áhrif efnahagserfiðleikarnir á evrusvæðinu hefðu á það.

Evrusvæðið samstendur af 18 ríkjum: Austurríki, Belgíu, Eistlandi, Finnlandi, Frakklandi, Grikklandi, Hollandi, Írlandi, Ítalíu, Kýpur, Lettland (nýlega samþykkt), Lúxemborg, Möltu, Portúgal, Slóvakíu, Slóveníu, Spáni og Þýskalandi. Aðildarríki ESB eru hinsvegar 27 talsins og verða 28 með inngöngu Króatíu. Auk Danmerkur, Bretlands og Svíþjóðar hafa Búlgaría, Litháen, Rúmenía, Tékkland og Ungverjaland ýmist komið sér undan því að taka upp evru eða þau hafa ekki uppfyllt skilyrðin sem væntanlegum evruríkjum eru sett og notað þá staðreynd sem afsökun fyrir því að taka ekki upp evru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þessi grein er þvæla á mörgum stigum.

Aðildarríki Evrópusambandsins eru í dag 28 talsins. Ríkin með evruna er 17 talsins, verða orðin 18 frá og með 1-Janúar-2014. Þá tekur Lettland upp evruna og gengur í evrusvæðið [eurozone].

Pólland hefur ekki gefist upp á því að taka upp evruna. Upptaka evrunar er ennþá á dagskrá í Póllandi, þó svo að ljóst sé að upptaka evrunar þar í landi mun taka tíma.

Hvenar Pólland tekur upp evruna er vont að segja til um, enda er Pólland ekki í ERM-II í dag og þarf að vera þar að lágmarki í tvö ár áður en þeir geta tekið upp evruna sem gjaldmiðil. Ásamt því að uppfylla önnur skilyrði sem fylgja því að taka upp evruna sem gjaldmiðil.

Pólland og evran: http://ec.europa.eu/economy_finance/euro/countries/poland_en.htm

Pólland mun taka upp evruna á endanum. Það er bara spurning um tíma, enda mun það verða óþægilegt fyrir Pólland að verða umkringt evruríkjum í framtíðinni eins og stefnir í að verði raunin eftir nokkur ár.

Jón Frímann Jónsson, 10.7.2013 kl. 17:29

2 identicon

Farðu nú að ná smá taki á sjálfum þér, maður. Það er of pínlegt að horfa á þig engjast í eigin veruleikafirringu og þráhyggju.

Það er vitnað í pólska forsætisráherrann. „Við höfum ekki slíkan meirihluta og við munum ekki hafa hann á næsta kjörtímabili heldur.“

Hvað er það sem þú skilur ekki?

Jésús hvað þú ert óhugnarlega heimskur vitleysingur.

palli (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 21:08

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

palli, Afhverju eru menninir í hvítu göllunum ekki búnir að ná í þig?

Jón Frímann Jónsson, 10.7.2013 kl. 22:12

4 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Jón Frímann skrifar: "Þessi grein er þvæla á mörgum stigum. Aðildarríki Evrópusambandsins eru í dag 28 talsins. Ríkin með evruna er 17 talsins, verða orðin 18 frá og með 1-Janúar-2014. Þá tekur Lettland upp evruna og gengur í evrusvæðið [eurozone]."

Hann lætur eins og hann sé að leiðrétta eitthvað. Þó stendur þetta allt skýrum stöfum í greininni. 

Vinstrivaktin gegn ESB, 10.7.2013 kl. 22:59

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Í greininni stendur að ESB ríkin séu 27 og verði 28 þegar Króatía gengur í sambandið. Greinin er hins vegar dagsett 10. júlí eða 9 dögum eftir að Króatía gekk í ESB. Það eru því klárlega staðreyndarvillur í greininni.

Það að í miðri kreppu hjá ESB náist ekki að fá 2/3 hluta þingmanna til að fara út í það sem þeir álíta óvissuför segir ekki að það vanti stuðning við það að taka upp Evru. Orð forsætisráðherrans segja aðeins það að meðan þessi óvissa ríki þá náist ekki sá aukni meirihluti sem til þarf.

Sigurður M Grétarsson, 10.7.2013 kl. 23:31

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Allt veit Sigurður M. Grétarsson, er möguleiki að pistillinn hafi verið skrifaður síðustu helgi en ekki settur á bloggið fyrr en í gær?

Þannig að pistillinn gæti hafa verið réttur þegar hann er skrifaður.

Kveðja frá London.

Jóhann Kristinsson, 11.7.2013 kl. 09:54

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er vegnja að miða skrif pistla við að þeir verði réttir þegar þeir eru birtir en ekki þegar þeir eru skrifaðir. Það er þá hægt að gera breytingar hafi eitthvað óvænt komið upp á fyrir birtingu. En það að Króatía gengi í ESB 1. júlí síðastliðin var búið að vera ljóst í heilt ár.

Sigurður M Grétarsson, 11.7.2013 kl. 12:55

8 identicon

"Það að í miðri kreppu hjá ESB náist ekki að fá 2/3 hluta þingmanna til að fara út í það sem þeir álíta óvissuför segir ekki að það vanti stuðning við það að taka upp Evru."

?!?

Hefur greindarvísitala ESB gjörsamlega hrapað nýlega? Nógu slæm var hún fyrir.

Og ekki er það skárra að fara í hártoganir út af aukaatriðum um fjölda landa í ESB, sem enginn er ósammála um.

Eins og ég hef alltaf sagt, það er eitthvað stórt og mikið að í hausnum á ESBsinnum. Þeir ganga einfaldlega ekki heilir til skógar.

palli (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband