RÚV rétttrúnaður og evrópsk einokun

Fréttamenn hjá RÚV "útvarpi allra landsmanna" komast alltaf við þegar að þeir segja frá hinum miklu tilskipunum og regluverki ESB. Þetta regluverk virðist alveg gagnrýnislaust njóta takmarkalausrar velvildar og virðingar fréttastofu RÚV. 

barnabilstoll

Það sást best í liðinni viku þegar að Fréttastofur RÚV fjölluðu ítrekað í nokkra daga með upphöfnum hætti um barnabílstóla voðann frá henni Ameríku. www.ruv.is/sarpurinn/frettir/01072013-26

Engu var líkara en sjálfur Guð almáttugur hefði loksins fengið málið og útvarpsstöðin Omega segði frá. Engin gagrýnin hugsun, enginn rök, samanburður eða trúverðug dæmi um þennan voða, aðeins að hér væru komnar í gildi tilskipanir frá ESB samkvæmt óskeikulum stöðlum sem bönnuðu alla þessa stórhættulegu barnabílstóla frá Ameríku. 

Að athuguðu máli er í raun ekkert sem bendir til þess að Bandaríkjamenn kæmust upp með að framleiða stórhættulega barnabílstóla fyrir sinn stóra heimamarkað og flytja svo líka út í stórum stíl til annarra þjóða, eins og þeir hafa gert lengi. Engar fréttir um alvöru skaðsemi þessara bandarísku stóla. 

Ef um gallaða eða hættulega stóla væri að ræða er alveg víst að slík mál færu nánast strax fyrir bandaríska dómstóla og framleiðendur og söluaðilar vörunnar yrðu bókstaflega teknir í nefið. Bandarískt réttarkerfi er þekkt fyrir að vera það lang harðasta í heimi þegar kemur að gallaðri vöru eða hættulegum hlutum. Þegar USA var stór markaður okkar fiskafurða urðu íslenskir fiskframleiðendur að búa sig undir að mæta milljarða dollara fjárkröfum og ákærum um morð og misþyrmingar frá Bandarískum lögfræðistofum ef fiskstykki frá þeim innihélt svo lítið sem eitt fiskbein sem rataði öfugt ofan í kok einhvers bandarísks neytenda.


En það er alveg ljóst að aðeins eitt vakir fyrir fyrir ESB bjúrókratinu með þessum tæknihindrunum og það er að stöðva samkeppni frá USA með því að banna innflutning Bandarískra bílstóla á evrópskan markað. Þessi tilskipunar della veitir evrópskum framleiðendum einokunaraðstöðu á þessum markaði sem bitnar nú á okkur og öðrum neytendum í Evrópu með talsvert hærra verði og minna úrvali af barnabílstólum en annars þyrfti að vera. 


En ESB sinnaðir fréttamenn RÚV sjá málið eins og venjulega aðeins út frá þröngu sjónarhorni  ESB ráðstjórnarinnar í Brussel. RÚV og ESB rétttrúnaðurinn þar líkist í þessu æ meira hinu Austur Þýska Ríkisútvarpi DDR sem ævinlega flutti gagrýnislausar og upphafnar fréttir af  óskeikulum tilskipunum ráðstjórnarinnar þar.     

Minnast má þess frá sjönda áratug síðustu aldar þegar Austur Þýska Ráðstjórnin bannaði Kóka Kóla drykkinn, þá sagði DDR útvarpið að sjálfssögðu frá þessum stór skaða sem Austur þjóðverjum hefði nú verið forðað frá eftir að rannsóknarstofur Ráðstjórnarinnar þar höfðu fundið andlega skaðleg snefilefni í þessari voðalegu drykkjarvöru frá hinni ógurlegu Ameríku. 


Eftir sára reynslu og vonbrigði síðustu aldar ber alvöru vinstra vinstra fólki sem vill láta taka sig alvarlega að vera gagnrýnið og sífellt á verði gagnvart öllum svona heilaþvætti fjölmiðla, rétttrúnaði, miðstýringaráráttu og kæfandi ráðstjórn.      /GI


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

"vinstri-vaktin" alltaf að hæðast að sjálfri sér. Meiri húmoristinn hann Björn Bjarnasonur.

Gísli Ingvarsson, 9.7.2013 kl. 15:17

2 Smámynd: Elle_

Núna vilja þeir stoppa vandaða vöru frá Bandaríkjunum.  En við erum ekki í þessu yfirráðaveldi og ég skil ekki hvað þessi lög þeirra ættu að koma okkur við.  Íslenskir stjórnmálamenn ættu alvarlega að hafa hópa af óhlutdrægu fólki í að skoða öll lög þaðan meðan við erum enn í EES.  Hættum í EES (og Shengen) eða í það minnsta yfirförum samninginn vandlega. 

Sammála Gunnlaugi að fólk ætti að vera vakandi fyrir hlutdrægum fjölmiðlum.    

Elle_, 9.7.2013 kl. 21:19

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Staðreyndin er að í flestum tilfellum eru staðlar til prófunar á öryggisbúnaði ökutækja og tækjunum sjálfum.

ESB hefur tekist að snúa þessum stöðlum eftir eigin höfði, til að koma í veg fyrir innflutning.

Í sambandi við barnabílstólanna þá standast bandarískir stólar fyllilega þessa alþjóðlegu og viðurkenndu staðla, en ESB þykist hafa bætt við sinn prófunarstaðal svo aðrir verði útilokaðir af þeirra markaði.

Þegar kemur að árekstursprófunum þá hafa Bandaríkin aftur bætt mikið við þann alþjóðastaðal sem um þannig próf eru. Þeir bæði gera árekstrarpróf á meiri ferð og einnig svokölluð 25% próf. Þetta er utan staðalsins og ESB hefur gert athugasemd vegna þessa. Jafnvel þó bandarísk fyrirtæki geri einnig árekstrarpróf á sínum bílum eftir aðlþjóðastaðlinum og bæti hinum við, svipað og ESB gerir gagnvart barnabílstólum, telur ESB innflutning bíla frá Bandaríkjunum sem farið hafa í slík aukapróf, ólöglegann.

Af hálfu ESB virðist því ekki mega fara útfyrir alþjóðastaðla í prófunum, NEMA það þjóni sambandinu.

Gunnar Heiðarsson, 10.7.2013 kl. 06:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband