Áskrift að mennskum atvinnu-afruglurum í Brussel veltir milljörðum

Skrifræði Evrópusambandsins er svo mikið að flestir þeir sem eiga hagsmuna að gæta gagnvart einhverjum stofnunum ESB þurfa að ráða sér fyrir ærið fé atvinnu-afruglara til að finna það efni sem varðar þá og kemur úr skjóðum skriffinna Brussel-borgar. Þessir afruglarar eru mennskir og vinna hjá sérstökum lobbíistafyrirtækjum sem taka þetta hlutverk að sér. Það efni sem þeir sía úr haug þeirra skjala sem skrifræðið sendir frá sér er sniðið að þörfum hvers geira fyrir sig og er þetta kallað ,,monitoring“. Þjónustan er ekki ókeypis, en flestir þeir sem þurfa á sérhæfðum upplýsingum að halda eru tilneyddir til að kaupa sér slíka þjónustu, þótt megnið af því efni sem unnið er úr sé aðgengilegt á netinu eða í versta falli í útgefnum skjölum, þá er magnið sem framleitt er á degi hverjum svo yfirþyrmandi að nauðsynlegt er að fara þessar leiðir. Miklir hagsmunir geta verið í húfi fyrir ýmsa aðila að hafa rétta mynd af stöðu þeirra málaflokks en fyrir óvana er nánast ógerlegt að finna réttu gögnin í öllu gagnaflóðinu. Þeir þurfa því að kaupa sér ,,augu og eyru“ atvinnulobbíista í Brussel og stundum einnig talsmann: ,,munn“ til að láta sjónarmið sín komast til skila.

Það eru ekki einungis útgefin skjöl sem skoða þarf, heldur mýgrút af uppköstum af tilskipunum eða öðrum ESB-gjörðum sem send eru til valinna lobbíista og mikilvægt getur verið að hafa aðgang að til að reyna að hafa áhrif á vinnslustigi meðan á ákvarðanatöku stendur.

Þennan veruleika ætti að hafa í huga þegar verið er að fegra þá mynd að Íslendingar muni með aðild að ESB geta komið að ,,öllum málum“ á undirbúningsstigi og í ákvörðunarferli.

Upplýsingaöflun er milljaðramarkaður með einhverja tugi þúsunda á launaskrá. Þessi duldi kostnaður við að fá sjálfsagðar, útgefnar og opinberar upplýsingar, er vísast vel falinn í bókhaldi ótal fyrirtækja og stofnana.

Þá hefur oftsinnis þurft að benda á ýmsa hagsmunaárekstra vegna hinnar fjölmennu stéttar lobbyista, sem sumir hverjir koma beint úr herbúðum ESB.

11_7.png

Frekari upplýsingar og umfjöllun má meðal annars finna hér og hér.

- ab


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hálfvitaskapurinn heldur áfram á Vinstri vaktin gegn ESB, enda ekki við öðru að búast af þeim kommúnistum sem hérna hýrast og eru ekki ennþá búnir að fatta það að þeir eru úreldir, og í raun útdauðir eins og Sovétríkin. Það að vísa í tvo vefi sem augljóslega eru á móti Evrópusambandinu er engin nýlunda hérna, nema að núna er búið að bæta inn nýjum vef hingað inn sem ég er vissum að Evrópuandstæðingar munu vísa mikið í á næstu árum.

Reyndar sá ég eftir smá skoðun að þetta er afskaplega ómarktækur vefur (publicserviceeurope.com), þar sem hann hikar ekki við að birta fréttir sem hafa engan grundvöll í raunveruleikanum. Hérna er gott dæmi um slíka frétt, og var blaðamaðurinn leiðréttur alvarlega í athugasemd við þessa frétt og hans málflutningur hrakin beint til föðurhúsanna.

Hvað hagsmunaaðila varðar, þá njóta þeir engra sérstakra réttinda. Þó hafa komið upp spillingarmál á undanförnum árum sem hafa leitt til þrengri reglna varðandi það sem sérhagsmunaaðilum er heimilt að gera til þess að koma málstað sínum á framfæri.  Hægt er að finna reglur ESB um sérhagsmunaðila, ásamt skýrslum og fleira lesefni hérna.

Þetta með skrifræðið í Evrópusambandinu er goðsögn, eins og farið er yfir hérna (tengill fyrir þá sem ekki eru með áskrift að The Times þá er greinina að finna hérna). Það vinna færri fyrir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins en vinna í Breska tollinum.

Það vinna vissulega margir fyrir Evrópusambandið í heildina. Aftur á móti búa 507 milljónir manna innan Evrópusambandsins í dag, og er fjöldi aðildarríkja Evrópusambandsins núna í dag 28 talsins.

Greinin hérna að ofan [sem þessi athugasemd er tengd við] er því ekkert nema lygaþvæla samin af afskaplega óheiðarlegu og þröngsýnu fólki sem vill ekki kynna sér málin og lifir afskaplega þröngsýnu og fordómafullu lífi.

Jón Frímann Jónsson, 11.7.2013 kl. 17:56

2 Smámynd: Elle_

Jón Frím. ætti að lesa betur um sambandið sem er að eyða lýðræðinu.  Gömul nýlenduveldi með forræði og stjórn yfir öllum sambandsríkjunum.  Og ætla líka að refsa, stjórna og valta yfir fullvalda ríki.  Mæli með að hann lesi alltaf Evrópuvaktina og Vinstrivaktina fyrir svefninn

Elle_, 12.7.2013 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband