Svör frá fleiri frambjóðendum

Varðar spurningar Vinstri vaktarinnar um ESB afstöðu frambjóðenda í forvali 

Vinstri vaktinni hafa nú borist svör tveggja frambjóðenda sem höfðu áður sent svör á netfangið vinstrivaktin@gmail.is en í skilaboðum voru menn beðnir að senda svör á vinstrivaktin@gmail.com. Flestum er kunnugt að lénið "gmail" hefur endinguna "com" en ekki "is" enda ekki séríslenskt fyrirbæri. En slík pennaglöp geta vissulega hent sig að skrifa þarna is í stað com og gerðust meira að segja á einum stað í skrifum blaðamanns Vinstri vaktarinnar.

Í þeim skilaboðum sem send voru á sms til frambjóðenda var netfangið aftur á móti rétt og þeir sem gerðu tilraun til að senda á vitlaust netfang hafa fengið skilaboð frá sínum netþjóni um að netfang þeirra hafi ekki virkað. Hinir sem sendu okkur fengu þakkir fyrir veitt svör.

Þeir sem hafa nú sent okkur svör á rétt netföng eru þeir Andrés Ingi Jónsson og Kristinn Schram. Vinstri vaktin þakkar þeim svörin og hvetur aðra til að senda okkur svör og við munum birta þau jafnskjótt og þau berast. 

Af gefnu tilefni skal tekið fram að vefurinn hefur vitaskuld birt öll svör sem hafa borist. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm, í raun og veru er verið að koma sér undan að svara þessum beinskeittu spurningum, með þeim fyrirvara að þeir hafi samþykkt að sækja um á sínum tíma.  Þá var spurningin um að kíkja í pakka.  Nú hefur það komið í ljós að það er enginn pakki til að kíkja í, engar undanþágur varanlega, og ekkert nema að samþykkja það sem fyrir er lagt af hálfu ESB.  Þannig að þetta eru bara undanfærslur og að leiða málin á dreyf. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2012 kl. 20:48

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Sammála! Jafn loðið og áður. Ég fær ekki betur séð en við, harðir andstæðingar ESB aðildar og þar með þjónkunar við alþjóðakapitalismann, séum nauðbeygð(ir) til að stofna nýjan flokk. Allir frambjóðendur í forvali VG hér í Rvík hafa svikið hugsjónir sósíalismans og eru ekkert annað en ómerkilegir endurskoðunarsinnar (þ.e. kratar) - allir sem einn!

Torfi Kristján Stefánsson, 23.11.2012 kl. 21:50

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Torfi Kristján. -

Ég er að mörgu leyti sammála þér, þó að ég sé ekki svo mikill svona "sósíalisti" eins og þú, en þó.

Ég virði þig alla vegana fyrir að sjá í gegnum allt heila húmbúkkið !

ESB stjórnsýslan og það helsi allt saman þjónar nefnilega aðeins tveimur viðurstygilegum en ólíkum herrum.

Annar þeirra er mjög upphafinn Evró Búró Kratisminn, en hinn þykist vera sjálfur frjálshyggju kapítalisminn frumborinn, báðir dýrka hvorn annan leynt og ljóst.

En þessi Búro frjálshyggu kratismi er samt sem áður í viðjum skrifræðis og gerspilltrar forræðishyggju, sem báðum líkar.

Hvorugt þessara stjórnsýslu fyrirbæra, sem samt sem áður í sjúklegu eðli sínu hallast að hvort öðru þjónar alþýðunni eða fólkinu sem við þessa nauðhyggu og geðsjúku tvíhyggju míðstýringarinnar býr.

Alþýðan sjálf mun aldrei njóta góðs af þessu gerspillta ofstjórnar kerfi og mun aldrei njóta neins af þessum ósköpum.

ESB stjórnsýslan og öll sú sóun og spilling sem þar þrífst er þess vegna aðeins hörmulega útfærður sósíalismi andskotans, sem sameinast í einni sæng með gerspilltum stuttbuxna og ríkissstyrktum kapítalisma fjandans sjálfs!

Gunnlaugur I., 23.11.2012 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband