Andrés Ingi Jónsson:

Ágæta "Vinstrivakt,"

Ég hef verið beðinn að svara krossaspurningum um ESB, en tel málið flóknara en svo að sú nálgun henti. Eftirfarandi er hundrað orða svar mitt.

Það er yfirlýst stefna Vinstri grænna, að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins, en jafnframt hefur flokkurinn margoft ítrekað mikilvægi þess að niðurstaða þess umsóknarferlis sem nú stendur yfir verði lögð í dóm þjóðarinnar. Ég geri athugasemd við hvorugt. Mér hefur reyndar ekki þótt umræða um ESB innan VG hafa skilað niðurstöðum í neinu samræmi við þann gríðarlega tíma sem hefur verið helgaður henni, sem gerir flokkinn illa í stakk búinn til að tala fyrir stefnu sinni þegar til þjóðaratkvæðis kemur. Hvað varðar framhaldið, þá er það þjóðin sem á næsta leik, ekki frambjóðendur í forvali Vinstri grænna.

Bestu kveðjur,
Andrés Ingi Jónsson.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband