Vatn markaðsvara eða mannréttindi?

Markaðsvæðing og einkavæðing vatnsveitna færist nú ofar á málefnaskrána í ESB. Páll H. Hannesson, fyrrum alþjóðafulltrúi BSRB, skrifar í vikunni á fésbókarfærslu:

„Framkvæmdastjórn ESB stefnir nú að einkavæðingu vatns í Evrópu! Gróði vatnsfyrirtækja í 3ja heiminum hefur ekki verið nægur og andstaðan víðast mikil svo það var fyrirsjáanlegt að þau stefndu á ríkari markaði. Nú er framkvæmdastjórn ESB með nýtt directive - samið af fulltrúum vatnsfyrirtækja og fjármálahákarla - sem þrýstir á einkavæðingu vatns í öllum löndum ESB. Ekki bara í Portúgal og Grikklandi, þar sem þríeyki ESB krefjast einkavæðingar opinberra vatnsfyrirtækja, heldur á það að verða almenna reglan."

Í desember 2011 sendi ESB út tilskipun um nýtingarrétt og sérleyfi á sviðum vatns- og orkuveitna, einnig samgangna og póstþjónustu. Þar segir á einum stað:

„Til að tryggja raunverulega opnun markaðarins og jafnvægi í beitingu reglna um úthlutun sérleyfa á sviði vatns-, orku-, samgöngu- og póstþjónustu er nauðsynlegt að þær einingar sem um ræðir verið skilgreindar á öðrum grunni en réttarstöðu. Tryggja þarf að jöfn meðhöndlun rekstraraðila sé óhlutdræg hvort sem þeir starfa í opinberum geira eða einkageira." http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=COM:2011:0897:FIN:EN:PDF , bls. 11.

Tungumál ESB er alltaf stofnanalegt  og tyrfið. En þetta er eðlilegast að lesa sem svo að ekki megi mismuna til framdráttar opinberum þjónustufyrirtækjum. Nýja stefnan í höfðuðstöðvunum er í þá veru að nýtingarréttur og sérleyfi á sviðum þjónustu eins og vatns og orku skuli fara í útboð á opnum markaði - sem sagt markaðsvæðing.

Og reynslan sér gjarnan um að þýða inntakið í stefnunni. Um þessar mundir eru vatnsveitur í opinberri eigu í Aþenu og Lissabon og einnig Madríd og víðar settar á markað. Á bak við kreppuráðstafanir af slíku frjálshyggjumerki stendur einmitt „Þríeykið" alræmda  þ.e.a.s. Framkvæmdastjórn ESB, Evrópski seðlabankinn og AGS.

Ég hef áður á þessum vettvangi (2. jan) bent á hvernig kreppan er notuð sem múrbrjótur gegn skipulegri verkalýðshreyfing og áhrifum hennar í þeim „vinnumarkaðsumbótum" sem ESB keppist nú við að keyra í gegn. Alveg á sama hátt er krafan um að mæta kreppunni með miskunnarlausum niðurskurði notuð sem múrbrjótur til einkavæðingar, m.a. á vatns-, orkuveitum.  

Við verðum að viðurkenna að þróunin á Íslandi er í átt til markaðsvæðingar, óháð því hvort hægri eða vinstri stjórn situr við völd.  Nýtingarréttur á  fiskimiðum og nýtingarréttur á orkulindum til langs tíma (sbr. söguna um Magma Energy og HS orku) er ekkert annað en einkavæðing í áföngum á viðkomandi sviðum. Einkavæðing vatnveitna á Íslandi (í fræðilegri ESB-framtíð Íslands) væri vissulega ill tíðindi. Þó væri hún ekki úr öllu samhengi við það sem á undan er gengið. Páll H. Hannesson segir í áðurnefndu bloggi sínu: „Og hvernig er svo vatnalögum Katrínar Júlíusardóttur háttað; allt grunnvatn er í eigu landeiganda; þegar og ef við göngum í ESB verður sveitarfélögum þrýst til að selja þetta í hendur Vífilfells eða annarra slíkra."

Það er þó mikilvægur skilsmunur á þessu tvennu: Ólög sem sett eru af Alþingi Íslendinga er hægt að taka tilbaka af sama Alþingi en sem kunnugt er á það ekki við um vond Evrópulög.  /ÞH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Einn vandaður pistillinn enn.  Það var greinilega lögð mikil vinna/þekking í hann.

Elle_, 26.1.2013 kl. 21:00

2 identicon

Náttúruauðlindir eru á forræði einstakra ríkja. Það er því útilokað að Ísland verði að einkavæða vatnið eftir inngöngu í ESB.

Þetta minnir því á þegar ESB-andstæðingar reyndu að telja þjóðinni trú um að hún þyrfti að gegna herþjónustu í ESB-her ef af aðild yrði.

Nú er búið að ljúka þeim hluta samningsins og þar kemur skýrt fram að ekki verði um neina herþjónustu að ræða af hálfu Íslendinga.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 22:15

3 Smámynd: Elle_

Ekkert er útilokað eftir yfirtöku dýrðarveldisins.  Enda er þjóðin ekki svo vitlaus að ætla þangað.  Vilji þvingunarveldið einkavæða vatn, einkavæðir það vatn.

Elle_, 26.1.2013 kl. 22:27

4 identicon

Viðbrögð eins og Elle sýnir í #3 bera vott um vanmáttarkennd og vænisýki enda engin rök fyrir þeim.

Að tala um samstarf margra helstu lýðræðisþjóða heims sem þvingunarveldi er til vitnis um vænisýki á alvarlegu stigi. Í ESB er jafnræði á milli þjóða, valddreifing er mikil og aldrei er gengið gegn mikilvægum hagsmunum einstakra þjóða.

En kannski er Elle bara að blekkja af örvæntingu yfir að sérhagsmunir hennar kunni að glatast við inngöngu í ESB. Sérhagsmunir á kostnað almennings eru ekki liðnir í ESB. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 22:48

5 Smámynd: Elle_

Endurtekin vanmáttarkennd, vænisýki, örvænting

Ólýðræðislega Brusselveldi fjármálamanna, stórkapítalista, vogunarsjóða, sem eftir 17 ár hefur enn ekki getað fengið neinn endurskoðanda til að skrifa undir reikninga þess, já þvingunarveldið, það gerir það sem það vill og það mun alltaf gera það sem það vill.  Skítt með vilja þjóðanna undir valdi þess. 

Örvænting hins svokallaða Ásmundar breytir þar nákvæmlega engu.

Elle_, 26.1.2013 kl. 23:00

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta Esb er dæmt til að glatast. Við munum aldrei hleypa þessum gölnu bjúrókrötum inn í landið okkar. Evrópa er vandamál heimsins,hvaðan kemur þetta djöfullega lið,líklegt að stríðshetju-klakið úr fyrri heimstyrjöldum,hafi gengið of vel.

Helga Kristjánsdóttir, 26.1.2013 kl. 23:48

7 identicon

Helga, passaðu þig á vanmáttarkenndinni og vænisýkinni.

Þær systur eru skeinuhættar. Ég vona svo sannarlega að þær hafi ekki heltekið þig.

Satt að segja er ástæða til að hafa áhyggjur af eftirfarandi einkennum: Galnir bjúrókratar, djöfullega lið, stríðshetju-klakið og jafnvel fleiru í þessari stuttu athugasemd þinni.

Ásmundur (IP-tala skráð) 27.1.2013 kl. 00:14

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,23 January 2013

Directive on Concessions will not lead to forced privatisation of water services.

In the context of discussions on the European Commissions proposal on the award of concession contracts (see IP/11/1580 and MEMO/11/932), the European Commission stands accused in some media of wanting to privatise the distribution of water.

The Commission denies all allegations of such an intention which is a deliberately erroneous reading of the legislative proposal.

Water is a public good which is vital to citizens. Acknowledging its importance, the Commission made sure that its proposal fully recognises and supports the autonomy of local government regarding the provision and organisation of such services of general economic interest.

Imposing privatisations on public authorities and Member States would in any case be contrary to the principles of the Treaty and case law.

The proposed Directive will therefore not lead to forced privatisation of water services. Public authorities will at all times remain free to choose whether they provide the services directly or via private operators."

http://ec.europa.eu/commission_2010-2014/barnier/docs/news/2013/130124_water-services_en.pdf

EU commissin tekur ,,vinstri" vakt gegn ESB á yppon. Rothögg. 14-2.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.1.2013 kl. 00:22

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nenni ekki að lesa væni minn,hver getur passað sig á sjúkdómum,? Sé ég haldin þeim þá varða þau ekki við lög,það er mér afar mikilvægt. Engir læknar eru eftir á landinu til að greina þennan skolla,en ég er svo heppin að eiga tvo sálfræðinga. Nú skrifast hér á illgjarn þjóðníðingur og bálill minnimáttar,það hallar á þá minni! Afhverju,? Af því sá illi er böðull valdsins,hann er meiri af afli,en hefur glatað göfginni, ó! The pianómen! Leitaðu mig uppi þegar þú tekur út þinn dóm,ég á til miskunn!! Það,, að þú skyrpir ekki á fangelsisverðina (þegar þinn tími kemur), er að þú veist að þú verðskuldar búrið,það gerum við aftur á móti (skyrpum) því burt séð frá kenndum,þá eigum við til heilbrigða skynsemi,þið eruð að kúga og hneppa fólk í þrældóm. Lifi sjálfstæði ÍSLANDS.

Helga Kristjánsdóttir, 27.1.2013 kl. 01:47

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Höfundur pistilsins fjallar um vatnið, undirstöðu lífsins, og bendir á hversu mikilvægt það er að allir eigi jafnan rétt til þess. 

Fjármagnsvaldinu yrði ekki leitt að komast yfir vatnið og þá auðlind sem það yrði þeim ef notendum yrði gert að greiða fyrir dropann. 

Enn sem komið er kostar vatnið sjálft ekkert hérlendis, aðeins er greitt þjónustugjald af lögnunum sem flytja vatnið til neytandans.

En það gæti breyst; eins og Elle sagði hér að ofan #3; vilji ESB einkavæða vatn einkavæðir það vatn!

Kolbrún Hilmars, 27.1.2013 kl. 17:00

11 identicon

"Vilji ESB einkavæða vatn einkavæðir það vatn!"

Alls staðar skýtur vænisýkinni upp. Þú þarft að kynna þér betur lög og reglur ESB. Þá sérðu væntanlega hve fráleit þessi yfirlýsing er.

Ásmundur (IP-tala skráð) 27.1.2013 kl. 17:50

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, það er hvorki geðsjúkdómur né kvensjúkdómur að gera ráð fyrir því að ESB setji reglur eða lög um hvaðeina sem bírókrötum þess dettur í hug.

Ef nokkuð er myndi ég telja það vænisýki að búast við því að bírókratarnir geri það EKKI...

Kolbrún Hilmars, 27.1.2013 kl. 19:22

13 identicon

Kolbrún, mikill er máttur ESB í þínum huga.

Það eru lítil takmörk fyrir því sem þú telur að það geti gert á þinn hlut. Það lýsir vanmáttarkennd. Og þú óttast greinilega að það láti til skarar skríða. Það er vænisýki.

Ef þú getur losað þig við þessa kvilla verður þér ljóst að ESB hefur hvorki viljann né getuna til slíkra verka.

Ásmundur (IP-tala skráð) 27.1.2013 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband