Hið óviðjafnanlega grín!

Það er öllum kunnugt að hér hafa verið við stjórn undanfarin misseri Samfylking og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Þessir tveir flokkar tóku hér við vondu búi í flestum skilningi eftir áralangt sukk og svínarí – sérstaklega í fjármálum – sem hér hafði verið í boði Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og nota bene Samfylkingar.

 

En íslensk óstjórn var auðvitað ekki eina ástæðan fyrir þessum efnahagslegu hörmungum, heimurinn allur tókst – og tekst enn – á við hrun efnahagskerfisins, kapítalisma. Og sprikla nú um í þeirri öskustó af mismiklum krafti þjóðir og þjóðabandalög um víða veröld. Spriklar þar af mestri örvæntingu – enda helst í dauðateygjunum – apparatið ESB.

 

Á góðum stundum þegar fulltrúar þeirra flokka tveggja sem fyrst voru upp taldir í pistli þessum hæla sér – um sumt réttilega – af því hve vel hafi tekist til efnahagsstjórnin hér heima eftir hrun þá grípa þeir til skemmtilegra samanburðarfræða. Fræða sem eðlilega er notast við þegar mæla þarf árangur ríkja í hagstjórn. Þessi fræði ganga út á það að miða sig við nágrannalöndin. Og eru þá bornar saman hinar ýmsu stærðir, svo sem hagvöxtur, atvinnuleysi og sjálfbærni – og það er sama hvar borið er niður, alltaf komast talsmenn ríkistjórnarinnar, oftast réttilega, að því að hér sé allt í betra standi en á næsta bæ.

 

Og hver er hann þá þessi næsti bær hvar allt er verra en hér? Jú, það eru auðvitað ESB-löndin. Þar er allt verra en hér – að sögn þeirra sem með þeim vilja deila kjörum:

 

*Þar er – segja okkur þeir sem undir slíku vilja búa – hagvöxtur ekki nándar nærri eins góður og hér.

*Þar er – segja okkur þeir sem við slíkt vilja lifa – atvinnuleysi mun miklu meira og illskeyttara en hér.

*Þar er – segja okkur þeir sem með slíkum vilja teljast – sjálfbærni mun skemmra á veg komin en hér. 

 

Auðvitað er þessi málflutningur eins og eitt óviðjafnanlegt grín á góðri stundu. Hér prédika menn um nauðsyn þess að komast í það samfélag þar sem allt er á köldum klaka. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hefur ýmislegt gert ágætlega – og það ber að þakka. En því miður fellur það allt í skuggann af því gerræði að vilja koma þessari þjóð í hið yfirþjóðlega helsi ESB hvar allt – og meira segja að mati prédikaranna sjálfra – allt er í meira sukki en hér.

- gb.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður pistill og gaman að lesa hann, því hér kristallast vitleysan í allri sinni dýrð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2013 kl. 15:21

2 identicon

Þjóðremban lýsir sér ekki síst í allt of háum hugmyndum um Ísland eins og sjá má í þessum pistli Vinstrivaktarinnar.

Þó að efnahagsmálin séu hér í kaldakoli, ekki síst í samanburði við þau ESB-lönd sem við erum vön að bera okkur saman við, segir þjóðremban okkur að Ísland sé best.

Í samanburði við þessi lönd er landsframleiðslan hér með versta móti þó að vinnutíminn sé langlengstur hér. Skuldir hins opinberra eru langhæstar hér og á langverstu kjörunum.

Atvinnuleysið er alls ekki minnst hér og hagvöxtur heldur ekki mestur. Hagvöxtur einstök ár eftir mikla lækkun skiptir heldur ekki máli heldur langtímahorfur.

Langtímahorfur á Íslandi með krónu sem gjaldmiðil eru miklu verri en í þessum samanburðarlöndum. Ástæðan er nauðsyn á gjaldeyrishöftum og skortur á stöðugleika sérstaklega ef höftum verður aflétt.

Gjaldeyrir kemur ekki til landsins. Og hann leitar úr landi í gegnum smugur. Við það lækkar gengi krónunnar eða hækkar ekki eins og það myndi annars gera.

Traust á Íslandi minnkar og vextir á erlendum lánum opinberra aðila fara hækkandi. Þetta gæti hæglega endað með ósköpum.

Hvernig einstökum evruríkjum gengur skiptir engu máli fyrir okkur ef við göngum í ESB nema sem víti til varnaðar.

Ekki það að kreppa á evrusvæðinu geti ekki haft áhrif hjá okkur. En það gerist þá hvort sem við erum í ESB eða ekki.

Ólafur Ragnar líkti nýlega í heimsfréttum Íslandi við Sviss og Noreg. Í athugasemd minni #25 við færslu frá í fyrradag má sjá hve fráleitur slíkur samanburður er.

Noregur og Sviss geta leyft sér að vera utan ESB þó að hag þeirra væri enn betur borgið þar. Við höfum hins vegar alls ekki efni á því.

Já eða nei við ESB-aðild Íslands er val um hvort þjóðremba, afdalaháttur, vanmáttarkennd og vænisýki eigi að ráða ferðinni eða hvort skynsemi og hagur komandi kynslóða sé í fyrirrúmi.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 15:44

3 identicon

Mikið ofboðslega eru illa læs, Ásmundur.

Það er auðvelt að hrópa upp orð eins og þjóðremba, vænisýki, vanmáttarkennd og afdalaháttur, þegar rökin þrjóta.

En málefnafátækt þín kórónast svo í því að þú nærð að koma Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir í þessari athugasemd þinni, ef athugasemd skyldi kalla.

gb (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 17:23

4 identicon

Gb, öfugmæli og innantómt bull eru þér bara til skammar. Ef þú getur ekki betur ættirðu ekki að vera að tjá þig hér.

Athugasemd mín er full af rökum með tilvísunum í staðreyndir sem er hægt að sannreyna á netinu.Ég vísa meira að segja í töluleg gögn og hlekki í nýlegri athugasemd minni. Veistu yfirleitt hvað rök eru?

Að minnast á fráleit ummæli ÓRG er rökrétt framhald miðað við umræðuefnið. Er ÓRG heilög kýr í þínum augum? Eða skammastu þín fyrir framgöngu hans og vilt þess vegna ekki að hún sé rifjuð upp?

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 18:54

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Á BBC í dag er grein sem birtist undir "Features" eftir Matthew Price.  Sá er fréttaritari stöðvarinnar í Belgíu.

Útdrættir úr  greininni hljóða svo, lauslega þýddir:  

"Loksins nær Tania Godefroot fremst í röðina.  Lítri af mjólk, skaffaður af EU til þess að hjálpa fátækum, fer í pokann hennar.  Hún tekur nokkur egg, svolítið af öðrum vörum.  Ekki mikið en það telur allt þessa dagana."

"Tania sér engin merki þess að ástandið sé að lagast. "Það er minna af mat í boði vegna þess að sífellt fleira fólk leitar aðstoðar hér hjá matarbankanum". (The food bank)."

"Matarbankinn sem Tania leitar til er í borginni Ghent í N-Belgíu á Flanders svæðinu."

Þess má geta, sem líka kemur fram í greininni, að Tania er í fullu starfi, en er einstæð móðir og endar ná ekki saman.

Svona er ástandið í Belgíu, ekki fjarri aðsetri elítunnar í Brussel!

Kolbrún Hilmars, 25.1.2013 kl. 19:07

6 identicon

Öfugmæli og innantómt bull, segir þú, Ásmundur, það er eitthvað sem þú þekkir svo ekki ætla að stæla við þig um slíkt.

Það er hægt að vitna út og suður og helst aldei í það sem satt er eða rétt, það hefur þú ástundað hér vikum saman. Um það þarf ekki að fjölyrða svo vitlaust sem það er. En venjulega hefur þú uppi stóryrði um það hversu allt hér inni sé nauða ómerkilegt, vitlaust og fjarri öllum sannleika. Samt eyðir þú ótrúlegum tíma og púðri - af veikum mætti þó - til þess að andæfa allri þessari meintu þvælu. Hvað segir það um þig og þann málstað sem þú telur þig þurfa að verja? Jú það eitt að hann er vondur og vonlaus.

Og svo tekur steininn úr þegar þú beinir því til mín að ég eigi ekki að vera að tjá mig hér inni á þessari síðu, því ólíkt því sem gildir um þig þá var kallað eftir því að ég tjáði mig hér og það geri ég undir fullu nafni - ólíkt þér sem ert ekkert annað en ómerkingur, en auðvitað er það hentugast að nafnleysingjar haldi uppi vörnum fyrir vondan málstað. Þú ert passlegur málsvari þess sem illt er og óverjandi - nafnlaus, huglaus og síðast en ekki síst rakalaus.

gb (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 20:41

7 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Kolbrún, Það er líka fátækt á Íslandi. Jafnvel á toppi bólunnar á Íslandi árið 2007. Eins og sést mjög vel hérna, http://www.visir.is/aldrei-fleiri-lifad-i-skugga-fataektar/article/200771127051

Jón Frímann Jónsson, 25.1.2013 kl. 21:13

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Frímann, það er fátækt að finna  í öllum löndum. 

Þessi athugasemd mín var hins vegar ætluð til þess að vekja athygli á því að ESB löndin - jafnvel forréttindalöndin - eru ekkert betur sett en við. 

Þrátt fyrir allan áróður skoðanabræðra þinna um hið gagnstæða.

Kolbrún Hilmars, 25.1.2013 kl. 21:18

9 identicon

Kolbrún, þessi frétt þín segir ekkert til um hvort ESB-löndin séu betur sett en við. Það segja hins vegar hagtölurnar að ógleymdri krónunni og  gjaldeyrishöftunum.

Fréttin er bara jákvæð fyrir ESB vegna þess að það eina sem kemur fram í henni er að þar eru veittar matargjafir til fátækra.

Í öllum löndum eru alltaf einhverjir sem þurfa slíkar matargjafir jafnvel í mesta góðæri í mestu velmegunarríkjunum. Þú hefur haft of háar hugmyndir um ESB ef þú hefur haldið að ESB-löndin væru þar undanskilin.

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 21:49

10 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Kolbrún, Ólíkt Íslandi þá er verðstöðugleiki hérna í Evrópu. Það munar mjög miklu bara á þessu atriði.

Jón Frímann Jónsson, 25.1.2013 kl. 21:54

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur og Jón, það kostar að halda uppi sterkasta gjaldmiðli í heimi, sem er verðtryggð króna :)

Það gerum við almúgafólkið á Íslandi með misjafnlega glöðu geði því við erum að auki skattlögð niður að hnjám en finnum samt alltaf eitthvað aflögu til þess að gauka að hjálparsamtökum, bæði  innlendum og erlendum.  

Ekki er ESB apparatið svona gjafmilt - sbr. makrílinn "þeirra"...

Kolbrún Hilmars, 25.1.2013 kl. 22:06

12 identicon

 gb:

"Það er hægt að vitna út og suður og helst aldrei í það sem satt er eða rétt, það hefur þú ástundað hér vikum saman. Um það þarf ekki að fjölyrða svo vitlaust sem það er."

Er það að vitna helst aldrei í það sem er satt og rétt að vera með hlekk á Eurostat, Wikipedia eða aðrar álíka traustar heimildir? Ég vitna yfirleitt í traustustu heimildir.

Gb virðist vera af þeirri gerðinni sem hefur verið heilaþveginn og bregst við eftir það með bulli, lygum og  svívirðingum, sem engin innistæða er fyrir, til að verja vonlausan málstað. Þvílík skömm!

Það er miklu meira en nóg af slíkum bullukollum meðal ESB-andstæðinga, meðal annars hér. Gb er þó með versta móti. Svei mér ef hann slær ekki Elle við.

Gb virðist treysta á að með því að vera algjörlega ómarktækur þá nenni enginn að svara honum. Það þarf hins vegar að svara svona bulli. Hálfvitar hafa líka kosningarétt og þeir geta tekið mark á þvaðrinu.

Í hreinskilni sagt held ég að það muni ráða úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslunni hve hálfvitarnir eru margir. Allir ESB-andstæðingar eru þó ekki hálfvitar.

Sumir þeirra eru að verja sérhagsmuni á kostnað almennings. Svo villir þjóðremban um fyrir ótrúlega mörgum. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 22:30

13 identicon

Gb virðist ekki vera með réttu ráði.

Hann kallar sig gb en segist vera hér undir fullu nafni. Hann ásakar svo mig fyrir að vera hér undir nafnleynd. Ég hef þó verið hér undir fullu nafni, sem er reglulega rifjað upp, en sleppti eftirnafninu vegna þess að ég varð fyrir svo miklum ofsóknum vegna þess.

Þarf frekari vitnanna við um að gb sé fullkomlega ómarktækur?

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 22:50

14 Smámynd: Elle_

Ekki ónýtt að vera efstur á blaði yfir heilaþvegnu hálfvita ómarktæks rugludalls.  Og dáða manns er minnst enn og aftur í fjarveru manns.  Vá.

Elle_, 26.1.2013 kl. 00:19

15 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það kemur svo sem ekki á óvart að Mundi og Nonni Fríi misskilji pistil þann sem hér er fyrir ofan. Einfaldari hlutir vefjast fyrir þeim.

Þessi pistill er um þá fáráðnlegu uppákomu að ráðamenn Íslands hæla sinni stjórnvisku með því að benda á að hér sé allt miklu betra en í nágrannalöndunum og nefna oft í því sambandi lönd ESB. Á sama tíma standa þessir sömu ráðamenn þjóðarinnar á kafi í því að koma Íslandi undir það samband, sem þeir sjálfir segja að sé svo miklu verr statt en Ísland.

Í þessu liggur fáráðnleikinn.

Höfundur pistilsins tekur enga afstöðu til þess hvort þessi málflutningur ráðamanna þjóðarinnar sé réttur eða rangur, bendir einfaldlega á fáráðnleik hans.

Gunnar Heiðarsson, 26.1.2013 kl. 07:43

16 identicon

Athugasemd Gunnars er ekki beint gáfuleg. Við erum ekki hér til að láta Vinstrivaktina skipa okkur fyrir um hvað við fjöllum.

Í stað þess að svara einhverju léttvægu fjalla ég um það sem mér finnst meira máli skipta en tengist þó að einhverju leyti umræðuefninu.

Hve oft þarf að endurtaka það að ástandið á evrusvæðinu, sem er mjög misjafnt, gefur enga vísbendingu um hvað okkar bíður í ESB.

Það er svo óumdeilt að staða okkar í dag er miklu betri en búast mátti við eftir hrunið. Það breytir þó ekki því að staðan er langt frá því að vera góð.

Að líkja okkur við Noreg og Sviss, eins og ÓRG gerði nýlega í heimspressunni, er því algjörlega fráleitt.

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 08:38

17 identicon

Ásmundur - það fór eins og mig grunaði. Þú hefur ekki andlega burði til að finna út úr því hverjir skrifa hér að staðaldri, en það gerir maður með því að skoða hver er ábyrgðarmaður og svo framvegis. Reyndu nú að fara að þessum leiðbeiningum - m.ö.o. taka tilsögn til tilbreytingar - og þá mun ljúkast upp fyrir þér þessi þín mikla gáta. Merkilegt annars að maður sem kann að fara inn á Wikipediu og aðrar lærðar vísdómsheimildir (eða þannig) ráði ekki við þessa einföldu aðgerð. Eigðu svo góðan dag og gluggaðu í eitthvað til að styrkja heilabúið - en hafðu það við þitt hæfi svo þú brennir ekki yfir, skoðaðu til dæmis myndir af Össuri Skarphéðinssyni.

gb (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 12:31

18 identicon

"Ásmundur - það fór eins og mig grunaði. Þú hefur ekki andlega burði til að finna út úr því hverjir skrifa hér að staðaldri, en það gerir maður með því að skoða hver er ábyrgðarmaður og svo framvegis."

Ég hélt að bullið í gb hefði þegar náð hámarki. Annað kom í ljós eins og hér má sjá. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 12:54

19 identicon

Gott og vel. Þú ræður ekki við þetta, Ásmundur. Það verður þá svo að vera.

Með óskum um góðan bata,

gb

gb (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 15:00

20 identicon

Gb, þú ert ekki eini einstaklingurinn sem er vitsmunalega takmarkaður. Þú bara höndlar það einstaklega illa.

Reyndu að sætta þig við sjálfan þig í stað þess að þykjast. Þá gengur þér miklu betur.

PS: Smá leiðbeining: Sá sem kemur fram undir nafni er með nafn sitt sem undirskrift. Til að fá frekari upplýsingar um viðkomandi þarf undirskriftin að vera hlekkur. Hvorugt á við um þig.

Meira hef ég ekki um þetta að segja. Þetta eru þín vandamál

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 17:45

21 Smámynd: Elle_

Gott hjá pistilhöfundi.  Hann lætur ekki heimsk tröll vaða yfir sig, enda algjör óþarfi.  

Elle_, 26.1.2013 kl. 18:26

22 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er nú svo að bloggsíður eru á abyrgð þeirra sem fyrir þeim eru skrifaðar, Mundi og því ættu þeir sem vilja gera athugasemdir við skrif á slíkum síðum að halda sig við efni þeirra skrifa sem höfundur og ábyrgðaraðili bloggsins kýs að ræða.

Þetta er engin ritskoðun eða tilsögn til manna um hvað þeir eigi skrifa um.

Þeir sem ekki sætta sig við þessa einföldu og sjálfsögðu kurteisi, geta opnað eigið blogg og komið sínum skoðunum á framfæri þar.

Að nota bloggsíður annara til að koma sínum skoðunum á framfæri, í gegnum athugasemdadálka, skoðunum sem eiga ekkert skilt við það sem höfundur og ábyrgðaraðili bloggsins er að fjalla um, er hreinn og klár dónaskapur!

Gunnar Heiðarsson, 26.1.2013 kl. 21:05

23 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég hvert þig eindregið, Ásmundur, til að opna eigin bloggsíðu. Þar getur þú ritað þínar hugsanir.

Gunnar Heiðarsson, 26.1.2013 kl. 21:08

24 identicon

Ásmundur, undirskrift mín er gb, ekki Gb.

Þú hefur það þó fyrir augunum. En nærð samt ekki að fara rétt með það - aftur og aftur. Hvað segir það okkur um getu þína til að fjalla um flóknari hluti en tvo samliggjandi bókstafi? Jú, það rennir stoðum undir þá trú okkar að þú ráðir ekki við það sem flóknara er. Eða öllu heldur staðfestir þann grun okkar.

Um andlega vanstillingu ættir þú ekki að ræða. Endurteknar athugasemdir þínar á þessum vettvangi eru til marks um að fár eitt ráði för því ekki eru þær innihaldsríkar eða vel stílaðar og allra síst eru þær málstað þínum til framdráttar. En það síðast talda er auðvitað heppilegt fyrir okkur sem skrifum hér og ekki síður upplýsandi fyrir þá sem eru að kynna sér sjónarmið ESB-sinna því af þessum skrifum þínum má aðeins læra eitt: Ísland á ekkert erindi í ESB!

gb (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 22:51

25 identicon

Gunnar, þú ert blindur ef þú sérð ekki að mikill meirihluti athugasemda hér og á öðrum spjallsíðum fjallar ekki beint um efni upphafsfærslunnar.

Það eina sem hægt er að gera við því er að hvetja fólk til að halda sig við efnið. Ég hef aldrei orðið var við slíkar hvatningar hér enda eru þær ekki vænlegar til árangurs.

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 23:04

26 identicon

Gb, það er réttur íslenskur ritháttur að byrja allar málsgreinar með stórum staf.

Það á ekki síður við um orð sem annars eru skrifuð með litlum upphafsstaf eins og gb. Ég hef alla mína tíð haldið mig við þessa reglu og mun ekki breyta því.

Þó ótrúlegt sé virðist þér ekki vera kunnugt um þessa alkunnu reglu og dregur alveg fáránlegar ályktanir af því að ég skuli halda mig við hana.

Hvers vegna í ósköpunum kemurðu ekki með einhver mótrök við mínum rökum eða biður jafnvel um hlekk þeim til staðfestingar þegar það á við?

Í staðinn kveður þú upp úr um að þær séu allar rangar, augljóslega bara vegna þess að það hentar þínum málstað. Þannig rústar þú algjörlega eigin trúverðugleika.

Ég hef ekki haft uppi nein orð um vanstillingu þína. Ég hef hins vegar gefið í skyn að ummæli þín beri ekki vott um vitsmuni.

Hvort sem það er af skorti á þeim eða af því að þeim er haldið niðri vegna þess að þeir þjóna ekki málstaðnum, skal ósagt látið.

Ásmundur (IP-tala skráð) 27.1.2013 kl. 00:02

27 identicon

Ásmundur af hverju ert þu alltaf her með þinn endalausa ESB aroður er einkver sem borgar þer firrir þin skítverk það er dularfullt kvað þu hefur mikinn tíma

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 27.1.2013 kl. 00:41

28 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er ekki rétt hjá þér Mundi að eina ábending mín til þín hafi verið að þú héldir þig við efnið. Ég hvatti þig einnig til að opna eigin bloggsíðu. Þar getur þú haldið fram þínum málstað af eigin vild.

Ég hef a.m.k. einu sinni áður, ef ekki oftar, bent á þennan meinlega kvilla hjá þér og reyndar Nonna Fría líka.

Þið notið bloggsíður sem eru vinsælar vegna mótvægis þeirra gegn þeim látlausa ESB áróðri sem flestir fjölmiðlar halda uppi, til að koma ykkar áróðri fram.

Það sýnir kannski best það langlundargeð og trú á málfrelsinu hjá síðuhöldurum þessarar síðu, að þeir skuli ekki fyrir löngu vera búnir að loka á ykkur. 

Gunnar Heiðarsson, 27.1.2013 kl. 03:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband