Friðarverðlaunum vel varið

Friðarverðlaun Nóbels eru pólitísk verðlaun og pólitískt vopn. Án nokkurs efa eitt beittasta vopn friðarbaráttunnar í heiminum og því ber að beita af skynsemi og íhygli. Pistlahöfundur á Vinstri vaktinni er ánægður með þá niðurstöðu að veita Evrópusambandinu verðlaunin og óskar bæði ESB og Evrópubúum til hamingju með veitinguna.

Menachem_Begin_2

Ef einhver heldur að hér sé á ferðinni háð og spé fer sá villur vegar. Og ekki heldur er það svo að ESB sinnar hafi brotist inn á vef Vinstri vaktarinnar. Friðarverðlaunin eru ekki einasta verðlaun fyrir að hafa haldið frið heldur ekki síður áminning um að stuðla að friði og lagt á þá sem líklegir þykja til hins gagnstæða. Ennfremur verðlaun til þeirra sem valdamiklir eru og geta beitt snúið af fyrri braut og beitt því valdi til góðs.

Stríðsherrar Norður Ameríku frá Kissinger til Obama hafa hampað verðlaununum og þó dylst engum sjáandi manni að af engu einu ríki stafar eins miklum ófriði. Raunar hlaut Kissinger verðlaunin fyrir Víetnamstríðið, þó ekki upphaf þess heldur lok! Obama hlaut verðlaunin ekki fyrir lítilmannleg víg ómannaðra flauga í Austurlöndum fjær en ef til vill fyrir að slíkum vopnum er ekki beitt víðar en í Pakistan og Afganistan.

Arafat fékk verðlaunin 1994 en þau hafa líka hlotnast Anwar Sadat einræðisherra Egyptalands og ísrelsku forsætisráðherrunum Menachem Begin og Yitzhak Rabin en þeir tveir síðarnefndu geta ekki talist sérstakar friðardúfur. Kannski hvorki Sadat eða Arafat heldur en verðlaunin voru í þetta sinn mikilvægt vopn í friðarbaráttunni þó enn sé langt í land til friðar fyrir botni Miðjarðarhafs.

Evrópusambandið á gamanlaust heiður skilinn fyrir að bæta samskipti Evrópuríkja um áratugaskeið. Miðað við þann ófrið sem þar hefur lengstum ríkt er friðartíminn nú langur. Evrópusambandið hefur reyndar verið ónýtt til að takast á við þau ófriðarvandamál sem hafa komið upp í álfunni hvort sem er á Balkanskaga eða í fyrrum Sovétlýðveldum en hefur heldur ekki lagt illt til þeirra mála.

En þessa dagana eru blikur á lofti sem jafna má við fyrri púðurtunnur álfunnar. Reiði almennings gagnvart ESB er mikil og óbilgirni Norður Evrópu gagnvart fátækari löndum álfunnar er ógn við frið. Illindi byggð á þjóðerni fara nú mjög vaxandi vegna efnahagsstefnu ESB. Berlínarbúar neita að stíga fæti inn á gríska veitingastaði í Þýskalandi, við borgum þeim ekki tvisvar segja þeir! Í Grikklandi líkir reiður almenningur Þjóðverjum við nasista.  Rómafólki er kastað milli landa og ofsótt, reiður, atvinnulaus og vonlítill hópur mótmælenda í Suður Evrópu er eðlilega til alls vís. Það er því enginn vafi að hlutverk friðarsinna innan ESB er mikilvægara en nokkru sinni.

Friðarverðlaunin eru brýning til ESB að stuðla að friðsamlegri sambúð þjóða hér eftir sem hingað til og um leið brýning í efnahagsmálum. Þar er mikilvægast að Norður Evrópuþjóðirnar viðurkenni að hagstjórn sú sem hefur verið viðhöfð innan ESB hefur malað niður hagkerfi hinna fátækari landa og aukið bilið milli þeirra og ríku þjóðanna. / -b.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Góð meðmæli með ESB, þetta blogg....en eruð þið ekki á móti ESB ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.10.2012 kl. 12:01

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hjördís, það er útbreiddur misskilningur að íslenskir ESB- andstæðingar séu á móti ESB sem slíku.  Eða Evrópu yfirleitt.

Íslenskir ESB-andstæðingar eru einungis mótfallnir íslenskri aðild að ESB. 

Einfaldara getur það varla verið.

Kolbrún Hilmars, 13.10.2012 kl. 14:11

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir þetta Kolbrún ;)

Það er flest einfalt sem maður veit og skilur og ekki hægt að vita allt. Ég vissi ekki að þetta væri svona.

Samt pínu spes að berjast gegn aðild að ESB og vera hlyntur því á sama tíma...þarf að melta það við tækifæri ;)

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.10.2012 kl. 15:33

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hjördís, það eru ESB-sinnar sem eru hlynntir sambandinu  :)

Kolbrún Hilmars, 13.10.2012 kl. 16:01

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, Kolbrún, mér er jafn-illa við Esb-BATTERÍIÐ og Brusselvaldið eins og Tíbetum er illa við Kommúnistaflokk Kína.

Jón Valur Jensson, 13.10.2012 kl. 16:55

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Valur,  brennt barn forðast eldinn og við erum sammála um að aldrei aftur verði Ísland nýlenda stórveldis.

Samt er svolítið merkilegt hvernig mál geta þróast.  Hitler hefði örugglega aldrei fengið nein friðarverðlaun, en stríðið sem hann blés til og Japanir blönduðu sér svo í síðar, frelsaði fleiri nýlendur en nokkurn grunaði í upphafi.

Sovíet féll á einni nóttu - hver veit hvað framtíðin réttir ESB og Kínaveldum?

Kolbrún Hilmars, 13.10.2012 kl. 18:14

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er farið að tala um að hætta þessum friðaveitingum Nóbels, enda er þetta kmið langt út fyrir það sem maður hélt að tilgangurinn væri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2012 kl. 20:21

8 identicon

Kolbrún, er ekki rétt að láta Vinstrivaktina um að svara fyrir sig? Hvernig geta eftirfarandi ummæli hennar frá því í fyrradag samræmst þínum skýringum?

"Það er hollt að muna að ESB-andstaðan er ekki bundin við Ísland eitt. Bæði innan ESB og utan er virk andstaða og Norðmenn hafa oft leitt andstöðuna í Evrópu, en um þessar mundir horfa þeim mikið til Íslands og umræðunnar hér." 

Ef Vinstrivaktin telur að Norðmenn hafi oft leitt ESB-andstöðuna í Evrópu þá á hún ekki bara við andstöðu í hverju landi heldur alþjóðlega andstöðu.

Slík andstaða er hins vegar ekki til þó að Vinstrivaktin virðist vilja vera hluti af henni.

Ásmundur (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 21:06

9 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Vinstri vaktin er hér kölluð til andsvara vegna þess að því hefur verið haldið fram á vef okkar að innan Evrópu sé til alþjóðleg andstaða við ESB. Slík fyrirbæri hafa vitaskuld verið til í heiminum að þau hafa algerlega neitað því að til sé andstaða eða gagnrýni sem beinist að þeim. Meðal þeirra sem hafa leikið slíkt hlutverk eru leiðtogar alræðisríkja, trúarstofnanir og einstaklingar með Messíasarkomplexa. Það kemur skemmtilega á óvart að sjálfskipaður varðmaður ESB sem gengur undir leyninafninu Ásmundur Harðarson skuli vilja skipa ESB í þennan flokk./-b.

Vinstrivaktin gegn ESB, 13.10.2012 kl. 21:45

10 identicon

Vinstrivaktin velur að snúa út úr þegar ég bendi á að í pistli hennar í fyrradag kom fram andstaða ekki bara gegn ESB-aðild Íslands heldur gegn ESB.

Í færslunni í fyrradag var ESB-andstaða Vinstrivaktarunnar sett í alþjóðlegt samhengi með Norðmenn oft í fararbroddi í Evrópu sem er auðvitað algjört bull.

Auðvitað er til einhver andstaða gegn ESB umfram andstöðu við aðild í hverju landi. Ég nefndi reyndar dæmi um slíka andstöu í svari mínu við færslu Vinstrivaktarinnar. En hún er ekki skipulögð og hefur því örugglega aldrei verið undir forystu Norðmanna né annarra.

Hvernig samræmist þessi ESB-andstaða Vinstrivaktarinnar ánægju hennar með að sambandið hefur nú hlotið friðarverðlaun Nóbels?  

Ásmundur (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 22:42

11 Smámynd: Elle_

- - - ekki síður áminning um að stuðla að friði- - - sagði líka í pistlinum, en auðvitað sá Ómar H (´Ásmundur´) það ekki.  En endurnefna átti þessa útnefningu, ´friðaráminningu´, fyrir þetta ófriðarsamband.  Hitt er bæði sprenghlægilegt og sorglegt.

Elle_, 13.10.2012 kl. 22:55

12 identicon

Ásmundur, verðurðu aldrei þreyttur á sjálfum þér??

..eða þreyttur á að halda úti þessum sífellda áróðri? Hann er greinilega ekki að þjóna neinum tilgangi hvort sem er.

Þráhyggja, Ásmundur. Þráhyggja. Farðu nú að spuglera í speglinum. Þú ert bara að grafa eigin gröf.

Þvílíkur fábjáni.

palli (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 07:51

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann er ekki fábjáni, heldur áróðursmeistari, fær sennilega greitt eða goodwill út á það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2012 kl. 11:58

14 Smámynd: Elle_

Hann veit nákvæmlega hvað hann er að gera, Palli.  Og vinnur fyrir Brussel og líkl. Samfylkinguna við þetta, hvort sem hann fær mútur eða loforð fyrir það.

Elle_, 14.10.2012 kl. 12:19

15 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gárungarnir eru nú eitthvað að gantast með það hverjir munu taka við friðarverðlaununum fyrir hönd ESB.

Verður það forseti ESB þingsins - sem ætti að teljast réttmætasti fulltrúi sambandsins, eða æðsti bírókrati Brussel-valdsins?

Kolbrún Hilmars, 14.10.2012 kl. 12:27

16 identicon

Hann er annað hvort, lygari eða vitleysingur.

Það er miklu verra að vera lygar. Þá veit hann hversu hol og sjúk hans sál er, enda búin að selja hana.

Vitleysingur er betra. Þó hann sé vitlaus þá er hann þó bara vitlaus.

Hvort sem það er þá er hann með stór og mikil geðræn vandamál.

..en ég gef honum efann þar til annað kemur í ljós. Mig grunar reynda frekar að hann sé bara alvarlega geðsjúkur einstaklingur, haldinn þráhyggju á háu stigi. Mig grunar helst Jón Frímann, sem myndi smellpassa í þá greiningu.

Ég skil ekki af hverju Vinstrivaktin hendir honum ekki bara út.

palli (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 13:00

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mér fyndist eðlilegt, að Vinstrivaktin fengi að vita, hver hann er, þessi Huldu-Ásmundur (Huldu- eða ekki Hulduson).

Jón Valur Jensson, 14.10.2012 kl. 16:50

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Myndi eitthvert félag eða stjórnmálaflokkur líða það, að á daglegum fundum þar mætti einhver bláókunnugur fyrir utan gluggann til að bauna á fundinn áróðri í gegnum talrör?

Jón Valur Jensson, 14.10.2012 kl. 16:54

19 identicon

Finndist þér þá ekki eðlilegt líka að fá að vita hver sóðakjafturinn nafni minn er Jón Valur?

Ég man annars eftir einum með talrör á glugga:

http://www.youtube.com/watch?v=5HZrM63R5Mw

Páll (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband