Fullveldið og stjórnarráðskosningin

Nú styttist í þjóðaratkvæði um stjórnarskrá. Dræm utankjörfundarkosning bendir til að áhugi almennings á þessum kosningum sé lítill enda fæstum ljóst um hvað er verið að kjósa. Það er jafnvel ágreiningur um það hvort um eiginlegar kosningar eða skoðanakönnun er að ræða.

Þessi staða getur hæglega orðið til þess að aðeins þeir sem hlynntir eru stjórnarskrárdrögunum fjölmenni á kjörstað og þau hljóti þannig brautargengi þrátt fyrir litlar vinsældir. Rifjum aðeins upp söguna.

Fyrst eftir bankahrun og búsáhaldabyltingu var krafan um nýja stjórnarskrá hávær og alls ekki óeðlileg þar sem greinilega var eitthvað mikið að í samfélagi sem gat farið svo illilega á hliðina. Þá er rökrétt að byrja á grundvellinum, grundvallarlögum samfélagsins. Allir þekkja síðan þá sögu sem er bakvið gerð hinnar nýju stjórnarskrár og óneitanlega er þar margt með endemum. Kosningar til stjórnlagaþings voru dæmdar ólögmætar án þess að nokkur axli ábyrgð á þeim afglöpum. Þess í stað ákváð ríkisstjórnin að virða niðurstöðu Hæstaréttar að vettugi og stjórnlagaráðsmeðlimir (allir nema einn) létu þau ókjör yfir sig ganga.

Niðurstaðan er vitaskuld að það traust sem ráðið naut er minna en vera skyldi og um þær eru miklar deilur innan Alþingis. En það er um leið annar skuggi yfir stjórnarskrármálinu sem er ESB umsóknin. Til þess að Ísland geti orðið aðili að ESB þarf að breyta stjórnarskránni á þann veg að heimilt sé að skerða fullveldi landsins. Stjórnlagaráðið tók að sér það óhappaverk að fella inn í drög sín grein sem leyfir slíka skerðingu þannig að lýðveldið stendur berskjaldaðra gagnvart innrásarher ESB skriffinna en áður, verði stjórnarskráin að veruleika.

Í núverandi stjórnarskrá er fortakslaust fest niður að vald megi ekki framselja til erlendra ríkja eða aðila og því verður ekki breytt nema með því að slík breyting sé samþykkt af Alþingi og síðan sé kosið nýtt þing sem einnig samþykki sömu breytingu. Í drögum stjórnlagaráðs er í 111. grein kveðið á um að til þess að skerða fullveldið nægi að fá til þess einfalt samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu. Engin krafa er gerð um kosningaþátttöku eða aukinn meirihluta. Fullveldisskerðingin gæti farið í gegn á afar skömmum tíma og án ígrundaðrar umræðu þings og þjóðar. Það er ámælisvert að nú skuli lagðar spurningar fyrir kjósendur án þess að þeir fái að kjósa um fullveldisákvæðið.

Þar fyrir utan er margt gott í hinum nýju tillögum og skiljanlega finnst mörgum erfitt að fylgja þeirra einföldu leiðsögn þeirra Davíðs og Bjarna Ben. að það eigi bara að hafna þeim alfarið með einföldu nei-i við fyrstu spurningunni. Sumir munu jafnvel frekar sitja heima en að lúta slíkri leiðsögn. Formaður Frjálslynda flokksins sem hefur ásamt flokkssystkinum sínum barist gegn ESB aðild berst nú einnig fyrir framgangi stjórnarskrárinnar þannig að sú mynd sem blasir við er engan vegin einföld.

En hér er göróttur kokteill á ferðinni. Þorsteinn Pálsson ESB sinni og innanbúðarmaður í ESB ferli ríkisstjórnarinnar hefur bent á að heildartillögur stjórnlagaráðs séu alltof flóknar til að afgreiðast á þessum vetri og það er vafalaust rétt mat hjá hinum reynda stjórnmálamanni. Yfirleitt er kosningavetur mjög erfiður til að útkljá flókin mál. En Þorsteinn bendir ennfremur á að ríkisstjórnin geti notað kosninguna sem nú fer fram til þess að keyra svo í gegn 111. greinina en láta restina bíða næsta kjörtímabils. Þar með væru grunlaus atkvæði í undarlegri þjóðaratkvæðagreiðslu notuð til þess að grafa undan fullveldinu.

Hvað eiga vinstri sinnaðir ESB andstæðingar að gera, fólk sem tók þátt í búsáhaldabyltingunni og barðist fyrir kröfunni um ný grundvallarlög. Taka þátt í kosningunni eins og ekkert hafi í skorist eða sitja heima og eftirláta ESB sinnum að segja já við ósköpunum. Eða lúta Hádegismóunum og segja eins og Bjarni Ben. einfalt nei við fyrstu spurningunni.

Þriðja leiðin er til. Hún er einfaldlega sú að skila auðu. Þar með leggjast menn ekki þvert gegn breytingum á stjórnarskránni en mótmæla á hógværan hátt þeim ámælisverðu vinnubrögðum að fá ekki að kjósa um 111. greinina. / -b.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Góð skilgreining á vandamálinu hér að ofan.

Átta mig samt ekki á því hvað það bætir að skila auðu.  Eru auð atkvæði ekki alltaf flokkuð með ógildum?

Kolbrún Hilmars, 12.10.2012 kl. 15:37

2 Smámynd: Elle_

Vonandi ógildir Hæstiréttur allt aftur.  Það ætti að kenna stjórnmálamönnum í anda yfirgangs Jóhönnu og co. að þeir valta ekki yfir Hæstarétt og vanvirða ekki þrískiptingu valdsins.

Elle_, 12.10.2012 kl. 18:59

3 Smámynd: Þorsteinn V Sigurðsson

Þetta er nú meiri íhaldsumræðan sem er í gangi hérna

Þorsteinn V Sigurðsson, 12.10.2012 kl. 23:14

4 Smámynd: Elle_

Nú hvað segirðu, ertu íhaldsmaður?  Og mér sem fannst samfylkta rökþrotið ykkar um evrópska skuldabandalagið s-v-o Jóhönnulegt.

Elle_, 12.10.2012 kl. 23:27

5 Smámynd: Þorsteinn V Sigurðsson

nei, ástæðan fyrir mínu tali um íhaldsumræðu er greinilega sú staðreynd í ykkar málflutningi er að engu má breyta, halda skal í allt þetta gamla hvort sem það er gott eða slæmt.

Þorsteinn V Sigurðsson, 13.10.2012 kl. 00:19

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég skil ekki þann Íslending ,em vinnur að því og stendur með Sf. í að rústa fullveldi Íslands. Elle kíktu á ,,mig,,

Helga Kristjánsdóttir, 13.10.2012 kl. 00:23

7 identicon

Æ, það þarf alltaf að tyggja allt ofan í kjúklinga eins og Þorstein.

Í fyrsta lagi er allt í lagi að breyta. Það má alveg breyta stjórnarskránni til hins betra á ýmsan hátt.

Í öðru lagi, þá er ESBfylkingin ekkert að hugsa um breytingar. Henni er skítsama um lýðræði og þjóðarvilja. Þessi stjórnarskrárbreyting snýst um 111.grein og ekkert annað. Allt hitt er bara tálbeita, fyrirsláttur, lygi, sem verður mjög augljóst í ljósi þess að það er nær ekkert talað um 111.grein, og þá sjaldan sem það gerist þá er útúrsnúningurinn þvílíkur að annað eins hefur ekki sést.

En þú hefur greinilega ekki vitsmunina til að hugsa sjálfstætt, Þorsteinn. Ég hafði smá von um þig, að einhversstaðar þarna innst inn leyndist sjálfstæð hugsun, en svo er greinilega ekki.

En svona fyrst þú vælir um að aðrir séu ómálefnalegir, væri þá ekki sniðugt ef þú ummældist bara með greinargóðum og rökföstum orðum? Svona svo þú sért ekki að skjóta þig sífellt í fótinn.

palli (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 06:38

8 Smámynd: Elle_

Enginn var að segja að halda ætti í allt gamalt.  Fólk hefur staðfastlega sagt að það megi bæta og bæta við gömlu stjórnarskrána.  En ekki í asa og flýti fyrir Brusselveldið.  Og ekki gegn æðsta dómstóli landsins.  Ætlun Jóhönnu og hennar landsölumanna var fyrir Brussel, ekki íslenskt lýðræði.

Elle_, 13.10.2012 kl. 09:57

9 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Takk fyrir málefnalega umræðu. Eitt atriði langar mig að ræða: Eru auð atkvæði ekki alltaf flokkuð með ógildum? segir Kolbrún. Setjum sem svo að af greiddum og gildum atkvæðum séu 60% sem vilja leggja drög stjórnlagaráðs til grundvallar en 40% vilja það ekki. Þá er augljóst að stjórnvöld hafa nokkurt veganesti til að innleiða 111. greinina. En ef 30% þeirra sem mættu á kjörstað hafa skilað auðu þá breytist myndin verulega því þá er ljóst að af þeim mættu hafa aðeins um 42% líst stuðningi við drögin en 58% annaðhvort hafnað þeim eða skilað auðu. Semsagt, auð atkvæði geta skipt máli!

Vinstrivaktin gegn ESB, 13.10.2012 kl. 10:49

10 identicon

Kolbrún, er ekki rétt að láta Vinstrivaktina um að svara fyrir sig? Hvernig geta eftirfarandi ummæli hennar frá því í fyrradag samræmst þínum skýringum?

"Það er hollt að muna að ESB-andstaðan er ekki bundin við Ísland eitt. Bæði innan ESB og utan er virk andstaða og Norðmenn hafa oft leitt andstöðuna í Evrópu, en um þessar mundir horfa þeim mikið til Íslands og umræðunnar hér." 

Ef Vinstrivaktin telur að Norðmenn hafi oft leitt ESB-andstöðuna í Evrópu þá á hún ekki bara við andstöðu í hverju landi heldur alþjóðlega andstöðu.

Slík andstaða er hins vegar ekki til þó að Vinstrivaktin virðist vilja vera hluti af henni.

Ásmundur (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 21:00

11 identicon

#10 lenti með rangri færslu. Er nú kominn á sinn stað.

Ásmundur (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 21:08

12 identicon

Ef það er einhver ágreiningur um það hvort ESB-aðild sé heimil skv stjórnarskrá er það auðvitað eðlileg afleiðing ESB-umsóknarinnar að breyta stjórnarskránni þannig að aðild verði heimil.

Hins vegar er hæpið að kalla samstarf þjóða á ákveðnu sviði fullveldisafsal. Eftir inngöngu í ESB deilum við fullveldi Íslands á þessu sviði með öðrum ESB-þjóðum og fáum um leið hlutdeild í fullveldi þeirra.

Hins vegar er EES-samningurinn frekar fullveldisafsal eins og norsk sérfæðinganefnd komst að raun um enda höfum með honum afsalað okkur allri sjálfstjórn á vissu sviði til ESB.

Það skýtur því skökku við að EES-samningurinn hafi ekki krafist breytinga á stjórnarskrá en ESB-aðildin geri það.

Ásmundur (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 21:29

13 identicon

Mér finnst það alltaf jafn merkilegt þegar hrokabyttur eins og Ásmundur opinbera sína heimtufrekju og sjálfsupphafningu.

Lítill minnihluti þjóðarinnar vill ESBaðild, eða yfirleitt að sækja um. Lygarnar hafa dunið endalaust- kíkja í pakkann, sjá hvað er í boði, þegar það er augljóst að óumsemjanleg aðlögun liggur fyrir, með örfáum skammtíma undantekningum til aðlögunuar.

En neinei, Ásmundur segir það "auðvitað eðlilega afleiðingu ESB-umsóknarinnar að breyta stjórnarskránni".

Ekki mátti þjóðin greiða atkvæði um hvort yrði haldið í þetta aðlögunarferli yfirleitt, en það er bara sjálfsagt að stjórnarskrá þjóðarinnar sé breytt í grundvallaratriðum til að þjónkast þessum litla minnihluta frekjudollu hóp þjóðarinnar.

Þvílíkur og annar eins hroki og frekja!

Já Ásmundur, talaðu meira um þessa norsku sérfræðinganefnd þína, með Eirík Bergmann innanborðs ástam öðrum ESBfábjánum. Af hverju eru Norðmenn þá ekki annars á hraðferð inn í ESB?

Og eru rökin að fyrst við fórum inn í EES, að þá þurfi bara að fara alla leið og breyta fullveldisákvæðum stjórnarskráarinnar. Það þarf að laga villu með enn meiri villu.

Djöfull anskoti væri ég til í að hitta þig, Ásmundur, og sýna þér í verki mitt álit á þínum helvítis landráðaáróðri og hrokalygum.

palli (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 07:45

14 identicon

Stjórnlagaráð var skipað því fólki sem þjóðin kaus. Það var því ekki á betra kosið.

Þó að Hæstiréttur hafi ályktað að kosningin væri ólögleg var ekkert sem benti til að annmarkarnir hefðu haft áhrif á úrslitin. Alþingi skipaði því í stjórnlagaráð það fólk sem þjóðin kaus að einum undanskildum sem dró sig tilbaka.

Þegar ákveðið var að hafa annan hátt á um skipun stjórnlagaráðs en þjóðaratkvæðagreiðslu og skipa í ráðið án kosningar var því vel til fundið að fylgja niðurstöðu kosningarinnar.

Alþingi á hrós skilið fyrir að hafa staðist þá freistingu að velja í ráðið fulltrúa að eigin geðþótta. Vilji þjóðarinnar lág fyrir og því hróssvert að fylgja honum.

Þannig var þjóðarvilji virtur á fullkomlega löglegan hátt.

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 08:38

15 identicon

Háværar kröfur hafa verið um það undanfarin ár að jafnmörg atkvæði verði á bak við hvern þingmann hvar sem er á landinu. Um þetta verður tekist á  við gerð nýrrar stjórnarskrár.

Í ljósi þessa er athyglisvert að áhrif Íslands innan ESB verða miklu meiri en íbúafjöldinn segir til um. Atkvæðamagn okkar á Evrópuþinginu verður 12.5 sinnum meira en hlutfall íbúanna .

Við fáum sex þingmenn sem er lágmarksfjöldi þingmanna. Malta, Lúxemborg, Kýpur og Estland fá jafnmarga þingmenn. Þó er Eistand 4-5 sinnum fjölmennara en Ísland.

Þó að Danir séu 17-18 sinnum fjölmennari en við fá þeir aðeins rúmlega tvöfalt fleiri þingmenn eða þrettán. Einnig Finnar.

Þó að atkvæðamagnið í ráðherraráðinu sé í réttu hlutfalli við íbúafjöldann er hag okkar jafnvel enn betur borgið þar. Þetta er vegna þess að ekkert mál fæst samþykku þar nema 55% þjóðanna sé því hlynnt. Auk þess er krafist aukins meirihluta atkvæða.

Þetta þýðir að Íslandi mun oft nægja samþykki lágmarksfjölda landa til að fá mál samþykkt rétt eins og öllum hinum þjóðunum.

Meirihluti ESB-landa er með á bilinu 0.1- 1.9% atkvæða í ráðherraráðinu. Við erum með 0.1%. Sú stærsta af þessum þjóðum er Svíþjóð. Við þurfum því aðeins 1.8% meiri stuðning annarra en Svíþjóð við mál til að fá það samþykkt.

Þegar við bætist að hver þjóð hefur einn fulltrúa í leiðtogaráðinu, sem markar stefnuna, og einn fulltrúa í framkvæmdastjórn, sem hefur frumkvæði að og undirbýr lagafrumvörp, er ljóst að hag okkar verður vel borgið í ESB.

Allt tal um að áhrif okkar verði engin og að stórþjóðirnar ráði öllu er því algjörlega úr lausu lofti gripið.

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 10:21

16 identicon

Enn röflar Ásmundur sína veruleikafirrtu dellu

"Í ljósi þessa er athyglisvert að áhrif Íslands innan ESB verða miklu meiri en íbúafjöldinn segir til um. Atkvæðamagn okkar á Evrópuþinginu verður 12.5 sinnum meira en hlutfall íbúanna ."

0,8% vægi er 0,8% vægi, sama hvernig þú reynir að koma þér undan því, litla heilabilaða viðrini.

Eigum við að selja fullveldi og sjálfstæði Íslands, af því að við fáum svo góðan díl fyrir það. Troddu þessar þvælu, mygluheili.

Þótt Ísland fengið 1000 sinnum meiri en hlutfall íbúa, þá yrði það samt 0,8% vægi.

Þvílíka lygadellan og útúrsnúningarnir alltaf hreint!!

Þú ert einfaldlega of heimskur til að tala við fullorðið fólk.

Taktu þennan heimska ofstækisáróður þinn og þessar fáránlegu lygar og möntrudrullu, og troddu því aftur upp í görnina á þér, þar sem þessi þvæla á heima.

Þvílíkt heilalausa trúboðið.

Lof sé Brussel í upphæðum!! Það er bannað að tala illa um Brussel!!

Það er bannað að segja sannleikann!! Það verður að fegra allt saman!!

Allir sem eru á móti eru þjóðrembur!!! afturhaldsseggir!!! einangrunarsinnar!!

Heldurðu að þessi della fari bara allt í einu að virka, litla lygatussan þín?

Þú er þroskaheft fífl og heilabilaður fábjáni.

"evruríkin lenda aldrei í skorti á peningum, þau prenta bara meira!

Hahaha... og þú heldur virkilega að fólk taki mark á grautnum sem vellur upp úr þér??!!??

Náðu bara smá taki á sjálfum þér, geðsjúka grey.

Þvílíka þráhyggjan. Þvílíka veruleikafirringin. Þvílíki bókstafsátrúnaðurinn.

Þú ert sorglegasta manneskja Íslands, by far!

palli (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 11:35

17 identicon

Til að fá brautargengi hjá ESB þarf mál að hljóta samþykki ráðherraráðsins og langflest mál einnig samþykki Evrópuþingsins. 

Öll mál krefjast samþykkis aukins meirihluta í ráðherraráðinu, ýmist 65% eða 72% atkvæða eða jafnvel 100%. Auk þess þarf 55% þjóðanna að samþykkja málið.

Berum saman mál sem er annars vegar lagt fram af Svíþjóð og hins vegar Íslandi. Eftir inngöngu Íslands verður meirihluti ESB-þjóða minni en Svíþjóð en Ísland verður fámennasta þjóðin.

Atkvæðamagn Íslands í ráðherraráðinu verður 0.1% en Svía 1.9%. Miðað við mál sem krefst 65% aukins meirihluta til að fá brautargengi þarf mál frá Svíþjóð að fá 63.1% stuðning frá öðrum þjóðum. Mál frá Íslandi þarf 64.9% stuðning frá öðrum þjóðum.

Einnig þurfa 55% þjóðanna eða 16 talsins eftir inngöngu Íslands að samþykkja málið. Munurinn á 64.9% og 63.1% er lítill. Munurinn á Íslandi og meirihluta þjóðanna er enn minni.

Á Evrópuþinginu fá Íslendingar sex þingmenn en Svíar tuttugu. Heildarfjöldi þingmanna er um 750. Íslendingar eru því með 0.8% atkvæðamagn en Svíar 2.7%.

Þetta þýðir að mál frá Svíþjóð þarf 47.4% stuðning frá öðrum þjóðum til að ná fram að ganga en mál frá Íslandi þarf 49.2%. Aftur er munurinn lítill og en minni ef þær þjóðir sem eru minni en Svíþjóð eru bornar saman við Ísland. Það er meirihluti allra þjóðanna eftir að Ísland er gengið í ESB.

Það kemur á óvart að aðstöðumunur Íslands og miklu stærri þjóða er ekki meiri. Munurinn er svo litill að það er líklegt að við getum haft meiri áhrif en miklu stærri þjóðir ef við berum gæfu til að velja okkar hæfasta fólk til starfa.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 17:53

18 identicon

Þú ert heilabilaður og þroskaheftur fábjáni, Ásmundur. Þvílíkir útúrsnúningar.

0,8% vægi í ESB eiga að vera alveg svakalega góður díll!

Þvílíka dellan!!  Þú átt við einhver furðulega djúp geðræn vandamál að stríða.

Já og bendi annars vinstrivaktinni einnig á 113.grein í þessu ESBstjórnarskrár frumvarpi, um breytingar á stjórnarskrá í framtíðinni.

Nú á ekki aðeins bara þjóðaratkvæðagreiðsla að vera næg til að breyta stjórnarskrá, í stað þess að slíta þingi og boða til kosninga, heldur segir 2.málsgrein að ef stór meirihluti þingmanna álítur að það þurfi ekkert að halda þjóðaratkvæðagreiðslu einu sinni, þá er því barasta sleppt!!

Þorvaldur andlegur aumingi Gylfason segir að þetta eigi sko bara við um smámuni, t.d. ÞJÓÐRÉTTARSAMNINGA!!! ...sem eiga einmitt að vera ástæðan í grein 111. til afsala fullveldi Íslands "í þágu friðar og samvinnu", þ.e. ESB.

Gefið þessu gaum.

palli (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband