ESB mun banna að auglýst sé: Kaupum íslenskt!

Páll H. Hannesson fjallaði um verkalýðshreyfinguna og ESB á aðalfundi Heimssýnar í gær og benti á að í tímans rás hefði ESB tekið á sig æ fleiri einkenni ríkisheildar sem þenur sig yfir flest svið þjóðfélagsins, frá velferðarmálum til hernaðarumsvifa.

Fjórfrelsið (frelsi fjármagns, vinnuafls, vöru og þjónustu) væri hið heilaga orð sem ekki mætti hrófla við. Löggjöf ESB, hvað viðkemur öðrum samfélagsþáttum en hinum innra markaði, mætti ekki brjóta í bága við fjórfrelsið. Sem óhjákvæmilega leiddi til þess að ESB hefði tilhneigingu til að markaðsvæða allt þjóðfélagið.

„Það þýðir að Svíar mega ekki hvetja landa sína til að kaupa sænskar vörur", sagði Páll. „Svíar hugsuðu þetta sem umhverfisvæna aðgerð sem átti að koma í veg fyrir þotuflug yfir hálfan hnöttinn með nokkur kíló af argentískri nautasteik, matvöru sem vel mátti rækta heima. En nei! Slagorðið „Kaupum sænskt!" er bannað. ESB taldi það vera andstætt frelsinu til að veita þjónustu.

Í nafni fjórfrelsisins teygði ESB sig inn á vinnumarkaðsmál, svið sem ESB hafði aldrei haft neina lögsögu um. Um það vitna meðal annars dómar Evrópudómstólsins í Laval- málinu í Svíþjóð, Rüffert-dómurinn í Þýskalandi og Luxemborgardómurinn í samnefndu landi.

Afleiðingarnar hafa orðið félagsleg undirboð og að grafið hefur verið undan lýðræðislegum hefðum eins og þær hafa þróast í viðkomandi löndum. Allir þessir dómar hafa bitnað hart á verkalýðshreyfingunni. Og túlkun dómstólsins á fjórfrelsinu hefur þýtt mikla varnarbaráttu EPSU gegn einkavæðingu hinnar opinberu almannaþjónustu.

Annar stór galli á ESB er lýðræðishallinn. Það hafa mér fróðir menn tjáð að fljótlegasta leiðin til að hitta fulltrúa helstu alþjóðlegra stórfyrirtækja að máli, sé að heimsækja skrifstofur framkvæmdastjóranna eða kommissaranna í Brussel - því stórfyrirtækin hafi þar öll skrifstofur á sama gangi."

Hér á Íslandi hafa atvinnurekendur og ríkisvald, stundum með stuðningi verklýðshreyfingar, efnt til herferðar til að hvetja fólk til að kaupa íslenskt. Ljóst er að úr því Svíar mega ekki hvetja sitt fólk til að kaupa sænskt yrði einnig harðbannað að hvetja Íslendinga til að efla íslenska framleiðslu. Þá vitum við það!

Páll H. Hannesson er félagsfræðingur að mennt og var alþjóðafulltrúi BSRB í átta ár. Hann hefur einnig starfað sem blaðamaður, nú síðast á danska tímaritinu NOTAT, en það tímarit sérhæfir sig í skrifum um ESB. Margt fleira athyglisvert kom fram í ræðu Páls og munum við segja frá því síðar hér á síðunni.

Skammstöfunin EPSU hér að ofan merkir Evrópusamband starfsfólks í almannaþjónustu. Það telur um 8 milljónir félaga í 270 verkalýðsfélögum. BSRB er aðili að ESPU og þar með aðili að ETUC, European Trade Union Confederation eða Evrópusambandi verkalýðsfélaga, rétt eins og ASÍ. ETUC, samanstendur af 83 samtökum verkalýðsfélaga í 36 Evrópulöndum og telur um 60 milljónir félaga.   - RA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Fjórfrelsið svokallaða er nú þegar komið til vegna ees samningsins. ESB hefur ekki bannað "Kaupum Íslenskt" slagorðið svo ég viti. Það mun ekki breytast komi til ESB aðildar.

Vinstri vaktin verður að lesa betur heima.

Grundvallaratriðið er: Hvað fellst í EES samningnum nú þegar, og hvað mun BREYTAST með ESB aðild.

Við getum rifist um það þegar samningurinn liggur fyrir og kosið síðan um hann Í LÝÐRÆÐSLEGRI ATKVÆÐAGREIÐSLU.

Guðjón Eiríksson, 6.11.2011 kl. 17:02

2 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Guðjón! Fyrir liggja þrjár staðreyndir í þessu máli:

1. Ákvörðun ESB um að banna Svíum að auglýsa með þessum hætti kom eftir að Svíar gengu í ESB. 2. ESB hefur hins vegar ekki beitt þessu gegn Íslandi.  3. Svíar eru í ESB en Ísland ekki. Þess vegna er eðlilegt að Páll dragi þá ályktun að bannið tengist ESB-aðild. En þetta þurfum við einfaldlega að kanna betur. Getur þú útskýrt af hverju ESB beitir þessu gegn Svíum en ekki okkur? - RA

Vinstrivaktin gegn ESB, 6.11.2011 kl. 17:44

3 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Guðjón! Viðbótarupplýsingar:

Hér kemur enn eitt bannið frá ESB sem varðar skylt efni og það sem nefnt er í greininni:

EU förbjuder miljövänliga kostråd
Det är inte tillåtet att uppmana svenskarna att köpa närproducerad mat. EU, med benäget bistånd av jordbruksminister Eskil Erlandsson, stoppar miljösmarta kostråd från Livsmedelsverket.
 

Heimild: http://www.proletaren.se/eu/eu-forbjuder-miljovanliga-kostrad
Publicerad 13 september 2011

 Með kveðju, RA 

Vinstrivaktin gegn ESB, 6.11.2011 kl. 17:52

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki furða þótt Guðjón skilji þetta ekki. Á bloggi hans sér hann ástæðu til að birta svar frá Pétri Dam Leifssyni við fyrirspurn á Evrópuvefnum við spurningunni um það hvort Ísland glataði fullveldi sinu við inngöngu í ESB.

Svar Jóns er svona:

"Í þjóðarétti er gengið út frá þeirri frumforsendu að öll sjálfstæð ríki séu fullvalda. Þau hafi þannig ótakmarkað þjóðréttarhæfi, geti orðið aðilar að hvers kyns réttindum og skyldum að þjóðarétti og þiggi ekki tilkall sitt til þeirrar stöðu frá öðrum þjóðréttaraðilum (það er öðrum ríkjum eða alþjóðastofnunum). Gerist Ísland aðili að ESB mun það þurfa að framselja vissa þætti ríkisvalds til stofnana ESB. Ísland kæmi hins vegar á móti að setningu reglna fyrir allt sambandið og því má segja að fullveldi glatist ekki heldur yrði því deilt með öðrum ríkjum.

Þetta kaupir Guðjón án möglunnar sem fullnægjandi svar.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2011 kl. 19:17

5 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Það fer vinstri vaktinni vel að vitna í sænska kommúnista máli máli sínu til stuðnings.

Jón Steinar.

Svar Péturs Dam byggir á fræðilegri skilgreiningu á fullveldi á grundvelli þjóðarréttar.

Pólitískt mat á fullveldi er allt annað.

Guðjón Eiríksson, 6.11.2011 kl. 20:27

6 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Eitt til viðbótar um proletaren

"Varje vecka levererar Proletären nyheter och analys ur ett marxistiskt perspektiv"

Tekið héðan http://www.proletaren.se/om-proletaren

Guðjón Eiríksson, 6.11.2011 kl. 20:32

7 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Guðjón! Það er vafalaust rétt ábending að Proletaren sé "marxistískt" blað. Sænskir sósíaldemókratar eru líka marxistar sögulega séð eins og aðrir jafnaðarmannaflokkar og sama gildir um kommúnistaflokka. En breytir það einhverju? Er ekki meira virði að ræða þessi mál út frá rökum og staðreyndum?

Vinstrivaktin gegn ESB, 6.11.2011 kl. 22:14

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við hefðum nú haldið það. Annaðhvort er þetta rétt eftir haft hjá Proletaren eða ekki. En Páll H. Hannesson byggði sitt mál ekki á Proletaren. Allt virðist þarna stemma að einum ósi.

Með orðaleik um svar Péturs Dam Leifssonar, innlimunarsinna, breytir Guðjón engu um þá staðreynd, að æðsta fullveldi yrði í meginatriðum hrifsað af okkur í löggjafarmálum og einnig í dómsmálum með "inngöngu" í Evrópusambandið, og þá er forsetavaldið og framkvæmdavaldið eitt eftir (fyrir utan völd sveitarfélaga og sjálfræði ýmissa lögaðila í landinu, sem snerta reyndar ekki fullveldissviðið); en einnig æðsta framkvæmdavald yrði af okkur tekið í t.d. ýmsum þáttum sjávarútvegsmála.

Málstaður virkra Evrópusambands-innlimunarforingja jafngildir landráðastefnu, sjá X. kaflann (landráðakaflann) í almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, t.d. þessi orð í 86. grein: "Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með [...] svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt."

Eftir lögum á að fara. Lagabókstafurinn gildir. Lögum þarf að framfylgja. Þótt frumkvæði til þess verði hlutskipti nýrrar eða síðari ríkisstjórnar (nánar tiltekið innanríkisráðherrans), bíður þetta verkefni dómstóla.

Jón Valur Jensson, 7.11.2011 kl. 00:01

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Guðjón, fyrri málsgrein svarsins inniheldur hina fræðilegu skilgreiningu.

Seinni hlutinn er geðþóttaleg túlkun á þessari skilgreiningu sem er svo gersamlega út í hött að hún annúllerar skilgreininguna.

Hvaða skilgreiningu skyldi þessi snillingur hafa á oruðunum Fullt og vald? 

Mundir þú segja að einkaeign sé nánast það sama og sameign?

Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2011 kl. 03:27

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sama hvaða skilgreiningar landráðamenn reyna að henda í áttina að þér þá er fræðileg og alþjóðleg skilgreining á þessu orði, sem skýra sig sjálfar, rétt eins og fyrsta málsgreinin sem ég nefndi.

Sovereignty er:

  1. (of a nation) The state of making laws and controlling resources without the coercion of other nations.
  2. (of a ruler) Supreme authority over all things. (as in an emperor, king, dictator, or God, ref. ‘King of kings, and Lord of lords’)
  3. (of self) The liberty to decide one's thoughts and actions.

 Íslendingar hlutu fullveldi árið 1918. Það þýddi þó ekki sjálfstæði af því að Danakonungur var að nafninu til þjóðhöfðingi. Sjálfstæði hlutum við svo 1944 og urðum þar með sjálfstæð og fullvalda þjóð. 

Athugaðu að þessi orð eru spyrt saman, en ESB spunamaskínan forðast það í umræðunni. 

Færum við inn í ESB þá glötuðum við ekki bara sjálfstæðinu heldur líka fullveldinu. Það er no brainer.

Verði svo embættismannaelítunni og Habsborgurunum í ESB að markmiði sínu og draumum, þá verður samruninn alger undir fána sambandsins og miðstýrt stórveldi Evrópu verður myndað.  Þá er ekkert eftir.

Ef þú hefur fylgst með fréttum og ert ekki drukkinn af valkvæmri skynjun ofsatrúarmannsins þá hefur þú heyrt að það er nú eina úrræðið að mati elítunnar til bjargar sambandinu að þvinga þessu miðstýrða sambandsríki upp á þjóðirnar án þess að nokkur verði spurður.

Hvað heitir hann nú aftur sem átti þennan draum og reyndi að gera hann að veruleika með vopnavaldi?  Hver eru vopnin núna?

Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2011 kl. 04:09

11 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Það er ekki slæm heimild að vitna í Prolatarn, málgagn Sænska kommúnistaflokksins.

Eigum við að skoða Granma, málgagn kommúnistaflokksins á Kúbu, hefur um málið að segja?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 7.11.2011 kl. 08:10

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, það er engin þörf á því, Guðbjörn, enda er þetta ekki á þeirra könnu þar. Staðreyndirnar blasa við, en þið hlaupið í óeginleg "rök", ómarktæk. Það skiptir ekki máli, hver segir satt, ef það er satt.

Þetta yrði veruleikinn: Samtök iðnaðarins og verzlunar fengu ekki að auglýsa hér: Kaupið íslenzkt! - þ.e.a.s. ef ykkur innlimunarsinnum yrði að ósk ykkar.

Aumingja vesalings þið, forfeður ykkar, lýðveldis- og fullveldiskynslóðirnar, yrðu ekki stoltar af þessu, ef þær vissu af því, sem þið ljáið hér atfylgi ykkar.

Jón Valur Jensson, 7.11.2011 kl. 12:15

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Dæmi um aðra uppivöðslusemi Evrópusambandsins er þetta, að t.d. brezkum háskólum, sem hafa fengið einhverja styrki frá Brussel, eru skyldaðir til að flagga Evrópusambandsfánanum með stjörnum stofnríkjanna við hliðina á brezka fánanum eða fána háskólanna. Ef það er ekki gert, verða styrkirnir teknir af þeim og þeir sektaðir!

Jón Valur Jensson, 7.11.2011 kl. 12:18

14 identicon

Ég get ekki séð að það sé bannað að auglýsa lönd í þýskalandi og hvað þau hafa upp á að bjóða.  Það væri kanski bannað að auglýsa að kaupa íslenskt, en býr það kanski til meiri styrk fyrir sýslurnar á Íslandi að auglýsa sínar vörur?  Kaupið vestfirkst, eða kaupið norðlenskt.  Aldrei að vita.

Jón Valur, ef einhver vill fá styrk, þá þarf það að koma fram.  Það er deginum ljósara.  Styrkir einhver eitthvað án þess að það komi fram?  Ef ESB fánanum er ekki flaggað, verður þá sagt að skólinn komist af án styrkja frá ESB?  Nú er fánanum flaggað og allir vita að hann fær styrk frá ESB.  Þetta er mjög einfalt og ljóst fyrir þá sem vilja skilja. 

Stefán (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 16:15

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er þetta Stefán minn í Bonn Júlíusson eða einhver annar, sem ekki er jafn-gagnrýninn á Brusselvaldið – kannski bara alveg gagnrýnislaus?! Fjölmargir þiggja ýmsa styrki frá ýmsum stofnunum hér á landi án þess að flagga einu né neinu. Þær stofnanir, sem draga þjóðfánann að hún, væru að óvirða hann með því að flagga fána yfirríkisins. En það er kannski einmitt partur af tilganginum á bak við – smám saman að áta mönnum finnast, að þeir séu Esb-borgarar (ekki þó Hamborgarar, en næstum því!) fremur en borgarar eigin lands

Jón Valur Jensson, 7.11.2011 kl. 17:29

16 identicon

Berlín, austanverðu.

Já, þú kemur kanski í kaffi.

Hér stendur hvað var styrkt af vestrinu og hvað var styrkt af ESB.  Ekkert betra en það.

Nú fáum við að vita af hverju við fáum að flagga minna því Grikkir þurfa að flagga meira.

Ef Íslenska lýðveldið setur lög og reglur stutt af meirihluta Alþingis og þjóðar um það að ég megi ekki lengur búa með konunni minni, hvernig getur þér fundist það gott?

Er ég fórnarkostnaður? 

Stefán (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 03:39

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Færðu ekki að búa með konunni þinni? Er hún ekki af EES eða Schengen-svæðinu? Skömm sé ráðamönnum að vera með þessa mismunun í þágu ESB-inga. Eru það yfirþjóðir?!

Já, auðvitað ertu í Berlín, ekki Bonn. Gangi þér vel með konunni.

PS. Svo voru tvær meinlegar ásláttarvillur í innleggi mínu kl. 12:15 (latt lyklaborð eða ásláttarlatir fingur?) og ein í því næsta.

Jón Valur Jensson, 8.11.2011 kl. 04:18

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og segðu ráðamönnum frá mér, að þú sért miklu skárri maður en þeir, það má alveg býtta einhverjum út þarna í stjórnarnefnunni, a.m.k. 6 sem ég man eftir.

Jón Valur Jensson, 8.11.2011 kl. 04:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband