VG frambjóðendur vilja halda áfram með ESB ferlið

Af tuttugu frambjóðendum í forvali VG sendu sjö inn svör við spurningum Vinstri vaktarinnar um ESB mál. Aðeins einn í þessum hópi, þ.e. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, telur brýnt að ljúka ESB málinu á yfirstandandi kjörtímabili. Meðal hinna frambjóðendanna er nokkur samhljómur um það að halda málinu áfram en flestir töldu þó hagsmunum Íslands betur borgið utan ESB en innan.

Athygli vekur að Ögmundur rær hér einn á báti og af fréttum er ekki hægt að ætla að hann eigi sér fylgismenn meðal þeirra þrettán frambjóðenda sem ekki svöruðu Vinstri vaktinni. Einn þeirra er Svandís Svavarsdóttir en hún gerði í vikunni grein fyrir afstöðu sinni í grein á Smugunni sem er á þá leið að halda skuli áfram með málið. 

Þeir sem EKKI svöruðu okkur eru Margrét Pétursdóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Daníel Haukur Arnarson, Guðbjörg Sveinsdóttir, Lára Jóna Þorsteinsdóttir (öll í Kraganum) en úr Reykjavík Svandís Svavarsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Björn Björgvinsson, Björn Valur Gíslason, Ingimar Karl Helgason og Kristinn Schram.

 Um svörin

Eins og sagt var frá á Vinstri vaktinni á þriðjudag lögðum við tvær krossa-spurningar fyrir frambjóðendur:

1. Hver af eftirtöldum kostum hugnast þér best:

a) Að umsókn Íslands um að aðild að ESB verði afturkölluð sem fyrst.

b) Að fyrir komandi Alþingiskosningar verði efnt til atkvæðagreiðslu þar sem spurt verði um afstöðu þjóðarinnar til inngöngu í ESB og umsókn afturkölluð ef ekki er meirihluti fyrir aðild.

c) Að umsókn Íslands um aðild að ESB verði nú þegar lögð til hliðar og ekki tekin upp að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.

d) Að Ísland ljúki aðildarviðræðum og gerður verði formlegur samningur við aðildarríki ESB um inngöngu Íslands í ESB með fyrirvara um samþykki meiri hluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og nú er stefnt að.

2. Hvort telur þú:

e) Að hagsmunum Íslands sé betur borgið innan ESB?

f) Að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan ESB?

Jafnframt var frambjóðendum gefinn kostur á að senda með svari stutta greinargerð sem eru birtar hér á vefnum í sérstökum boxum sem birtast ef tvísmellt er á nafn viðkomnandi.

Ögmundur Jónasson (Kraga) valdi B) atkvæðagreiðslu fyrir þingkosningar og F) að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan ESB.

Garðar H. Guðjónsson og Ólafur Þór Gunnarsson (báðir í Kraga) völdu D) að ljúka aðildarviðræðum fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og F) að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan ESB. 

Andri Sævar Sigríksson (Reykjavík) valdi D) að ljúka aðildarviðræðum fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu við fyrri spurningu en vildi ekki gera upp á milli valkosta í seinni spurningu.

Gísli Garðarsson (Reykjavík) vildi ekki gera upp á milli valkosta í fyrri spurningu en svaraði seinni spurningu með valkosti F) að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan ESB. 

Tveir af frambjóðendunum, þær Katrín Jakobsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir (báðar í Reykjavík) neituðu að svara spurningum Vinstri vaktarinnar beint en sendu frá sér texta sem hægt er að sjá með því að tvísmella á nöfnin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag.

Hér er því haldið fram (réttilega) að ég hafi ekki sent svar við spurningum Vinstrivaktarinnar.  Því er til að svara að ég hef ekki fengið neinar spurningar eða beiðni um að svara spurningum vefsíðunnar, en því er haldið fram á síðunni að allir frambjóðendur hafi fengið beiðni um að svara spurningunum.  Ekki veit ég hvað veldur, en það er með engu móti unnt að fara fram á að menn svari spurningum sem þeir hafa ekki fengið.

Árni Þór Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 12:14

2 identicon

Hvernig dettur fólki i hug að svara einhverjum spurningum frá nafnleysingum? Þetta Vinstrifaktin gegn ESB samansafn nafnlausra hugleysigja sem þora ekki að ljá nafn sitt við þær greinar sem eru skrifaðar á vefinn.

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 12:58

3 identicon

Sæl eða sæll!

Hvernig stendur á því að mín svör eru ekki birt?

Svandís Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 13:14

4 identicon

Ágæta "Vinstrivakt,"

Þið virðist hafa gefið upp vitlaust netfang þar sem farið er fram á svör frambjóðenda. Mig grunar að ég sé ekki eini frambjóðandinn sem er ranglega sagður ekki hafa svarað vegna þessa.

Bestu kveðjur,

Andrés Ingi.

Andrés Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 13:15

5 identicon

Sælt veri fólkið,

Rétt er það sem Andrés Ingi segir. Að minnsta kosti sendi ég inn og svaraði svona:

"Ég er ekki vanur því að fyrir mig séu lögð krossapróf í nafnlausum sms

skilaboðum. Lokafrestum er ég hins vegar að góðu kunnur og er því

ljúft og skylt að bregðast við fyrir miðnætti(eða rétt rúmlega það).

Ég get þó varla brugðist við jafn leiðandi og skilyrtum spurningum með

öðru en að greina frá því að ég greiddi atvæði með

landsfundarsamþykkt VG um að aðildarviðræður við ESB færu í

lýðræðislegan farveg og yrði leidd til lykta með

þjóðaratkvæðagreiðslu. Með nokkurri innri togstreitu hef ég sætt mig

þær málamiðlanir sem gerðar hafa verið í vinstri stjórinni við

framfylgd þessa samþykkis. ESB umræðan þarf þó að vera opin, upplýst,

gagnrýnin og í sem víðustu samhengi. Ég tel ekki sjálfsagt að haldið

sé áfram á sömu braut, hvað sem upp á kemur, og í hugsanlegum

stjórnarviðræðum. Ástandið í Evrópusambandinu er hverfult og fylgjast

þarf vel með þróun heimsmálanna. Önnur mikilvæg mál munu þó einnig

vega þungt í þeim umleitunum svo sem umhverfis- og friðarmál. Í því

sambandi langar mig að spyrja ykkar ágæta hóp:

Truflar það ykkur ekki hversu lítið er rætt loftslagsbreytingar, áhrif

þeirra á norðurslóðir, og heiminn allan?

Bestu kveðjur,

Kristinn Schram"

Kristinn Schram (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 13:21

6 identicon

Vertu ekki með þessa geðvonsku hérna, Teitur Atlason, þó kratarnir hafi hvorki viljað sjá þig né heyra í prófkjörinu á dögunum. Ég lái þeim það svo sem ekki en það er önnur saga.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 13:27

7 identicon

Kristinn Schram segist hafa fengið nafnlaus SMS skilaboð með þessum spurningum. . . Svo undrast þessi huglausi hópur vinstrivaktarinnar að fólk svari ekki spurningum!!! Ég hélt að ég hefði séð flest blæbrigði hálvitalegrar umræðu en þessi spurningalisti slær öll met. Fólk fær nafnlaust SMS frá einhverjum út í bæ...

....Ef það svarar ekki er það skammað á nafnleysingjavef.

Hinu er ekki að neita að nú kemur nafnleysið sér vel.... Enginn þorir að taka ábyrgð á þessu fúski.

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 13:32

8 identicon

Þessi Teitur Atlason virðist vera eitthvað geðveikur!
Gott að hann fékk ekki brautargengi hjá Samfylkingunni. Nóg af hægri-krötum þar fyrir (sem þykjast vera róttækir...).

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 14:06

9 identicon

Enginn svarar efnislega. - Kemur ekki á óvart - Þeir sem svara mér hnýta í persónu mína. En það er þó er undir nafni sem verður að teljast óvenjulegt. Hugleysi er jú helsta einkenni þeirra sem standa að þessu sérkennilega vefriti og þessari bjánalegu spurningakönnun sem það stóð fyrir.

Það er alveg sama hvað sagt er um persónu mina eða hvað ég sé vondur og illgjarn.

Eftir stendur að þetta vinstrivaktin gegn ESB er nafnleysingjavefur sem hefur í frammi bjánaleg vinnubrögð. Sendir út nafnlaus SMS og þeir sem svara ekki eru skammaðir á nafnleysingjavefnum.

Ég sem hélt að ég hefði séð allt í fávitaskap þegar kemur að umgengni við interntið. Vinstrivaktin slær öll met.

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 14:28

10 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það fór nákvæmlega eins og ég spáði.

Flestir af þátttakendunum í þessu forvali voru svoddan "Gungur og druslur" svo notuð sé frægar upphrópanir SJS sjálfs, að þau hundsuðu algerlega að svara.

Aðrir svara með hálfgerðum útúrsnúningum eða jafnvel skætingi.

Þeir fáu sem reyna að svara einhverju gera það nógu loðmollulega til þess að styggja örugglega ekki Stalíniska forræðishyggju Flokksráðsins.

Þessi núverandi hækja og flokkshjáleiga Samfylkingarinnar er ekki á vetur setjandi.

Getur alveg eins gerst ein deild í Samfylkingunni.

Það er alveg orðið ljóst að þessi svika flokkur mun bíða afhroð í næstu kosningum !

Gunnlaugur I., 23.11.2012 kl. 14:34

11 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Þetta er líklega málefnalegt, Teitur Atlason: "Ég hélt að ég hefði séð flest blæbrigði hálvitalegrar umræðu en þessi spurningalisti slær öll met"

(ég geri ráð fyrir að "hálvitalegrar" eigi að vera "hálfvitalegrar")

Og þá er þetta líklega málefnalegt, Teitur Atlason: "Ég sem hélt að ég hefði séð allt í fávitaskap þegar kemur að umgengni við interntið"

Og svo er þetta líklega málefnalegt, Teitur Atlason: "Þetta Vinstrifaktin gegn ESB samansafn nafnlausra hugleysigja sem þora ekki að ljá nafn sitt við þær greinar sem eru skrifaðar á vefinn."

(ég geng þá út frá því að "Vinstrifaktin" og "hugleysigja" eigi að vera "Vinstrivaktin" og "hugleysingja")

Og eitt enn: Voru þér, Teitur Atlason, sendar þessar spurningar?

- gb

Vinstrivaktin gegn ESB, 23.11.2012 kl. 15:00

12 identicon

Þetta er nú meira klúðrið.

Ýmist fá menn ekki spurningarnar eða svörin fara forgörðum, allt undir nafnleynd. Eða svörin eru ekki birt þó að þau berist Vinstrivaktinni. 

Vonandi að Vinstrivaktin fari nú að vakna til veruleikans og átta sig á að helsta stefnumál hennar, að slíta aðildarviðræðunum, á takmarkaðan hljómgrunn í VG. 

Allavega er ljóst að talsmenn þessa hávaðasama minnihluta njóta lítils sem einskis trausts. Jafnvel Ögmundur er talinn valtur í sessi.

Ætlar Vinstrivaktin ekkert að svara gagnrýni frambjóðendanna?

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 15:41

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Aldeilis uppi typpið á sumum hérna.  Ég hélt að það væri lýðum ljóst hver sér um þessa síðu, það hefur ábyrgðarmaður hennar gefið upp hér.  Auk þess vorkenni ég ekkert þeim sem eru að bjóða sig fram að svara þessum spurningum sem brenna á almenningi, og auðvitað að gefnu tilefni eftir svik VG í síðustu kosningum.

Það er aftur verra ef menn hafa ekki fengið spurningarnar.  Þess vegna ætti sennilega að lengja frestin og hafa samband við þá sem telja sig ekki hafa fengið póst.

Annars áhugavert að sjá hvernig .þeir sem bjóða sig fram til forystu í VG reyna að þvo af sér esb stimpilinn.  Ekki á neitt að treysta í þeim efnum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2012 kl. 16:07

14 identicon

Ekki hef ég minnstu áhyggjur af afdrifum frambjóðenda VG í þessu forvali, enda deginum ljósara að VG verður ekki í næstu ríkisstjórn, og fæstir frambjóðenda, núverandi þingmanna, ná inn á næsta þing.

Frambjóðendur VG þurfa að vera verulega firrtir til að skilja ekki, að útsala VG á stefnunni í ESB málum leiðir til afhroðs í næstu kosningum. Feimni við að gefa upp afstöðuna til ESB að þessu sinni, er því tilgangslaus. Flokknum standa hvort eða er ekki til boða atkvæði andstæðinga ESB.

Við Teit Atlason vil ég segja þetta:

Af hverju heldur þú þig ekki við mannorðsmorðin á DV?

Sá miðill fer þér og þínu lundarfari mun betur, enda fellur ruglið í þér í mun frjórri jörð á þeim snepli, sem ekki borgar skatta og skyldur í samfélagssjóði.

Þess utan er rétt að benda þér á, manninum sem hefur áhyggjur af nafnleysi, að kjósendur eru nafnlausir. Þeirra atkvæði er jafngilt öðrum, og spurningar þeirra jafngildar spurningum annarra.

Auðvitað gremst ykkur ný-nasistunum það, að geta ekki farið í manninn, og svívirt hann.

Farðu svo til fjandans, og vertu þar.

Með vinsemd, en lítilli viðingu.

Hilmar (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 16:52

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hver er ,,gb"?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.11.2012 kl. 17:00

16 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Úff! Hér eru sumir í vandræðum með að þvo pólitísku olíumálninguna af sínum höndum.

Kannski er terpentínan ekki lengur gjaldgengt þvottaefni á olíumálninguna?

Öllum Íslands-búum er hollast að hugsa með sínum eigin heila, og ekki láta heilaþvo sig af hertekinni ríkisstjórn!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.11.2012 kl. 18:38

17 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Vinstri vaktin er vefur og hreyfing sem stór hópur vinstri sinna stendur að. Ábyrgðarmaður vefsins er eins og fram kemur hér á síðunni Ragnar Arnalds en blaðamenn vefsins eru eru fjölmargir. Allt tal um að vefurinn sé heimili "nafnleysingja" er hér með vísað á bug.

Vinstrivaktin gegn ESB, 23.11.2012 kl. 18:40

18 Smámynd: Elle_

Hvað ég er sammála svörunum að ofan ætluð hinum lágkúrulega og óvitalega Teiti.  Hvað liggur maðurinn bara í DV-ræsinu og mokar á fólk þaðan?  Nafnleysi hvað?

Það skiptir líka engu máli hvað ómarktækir VG-liðar eins og Árni Þór Steingríms, Björn Valur Steingríms, Kata Steingríms og hinn mikli sjálfur hafa að segja núna.

Elle_, 23.11.2012 kl. 19:04

19 identicon

Og hverjum er ekki skítsama hvað þetta pakk segir núna? Þetta eru lygarar og svikarar, leika sig vitlausa til að komast undan því sem þau gerðu.

Þótt þau segðu öll að þau ætluðu að stoppa aðlögunarferlið að ESB og standa við sín löngu gleymdu loforð, þá trúi ég ekki einu einasta orði.

Þetta er stjórnmálafólk, ef einhver skildi hafa gleymt því. Það er ekki hægt að treysta því sem það segir. Það er aðeins hægt að meta eftir verkum.

Af ávöxtunum munu þið þekkja þá.

Ég kaus Vg síðast. Það mun ég aldrei gera aftur. Fyrr mun ég skera sjálfan mig á háls með ryðguðum brauðhníf.

palli (IP-tala skráð) 24.11.2012 kl. 09:05

20 Smámynd: Elle_

Já, það er nefnilega málið.  Við trúum þeim ekki hvað sem þau segja núna.  Það er alltof, alltof seint.

Elle_, 24.11.2012 kl. 12:10

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Aaa ok. Nú fer eg að skilja. Konnekt the dotts.

Segi ekki meir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.11.2012 kl. 13:17

22 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Teitur Atlason og Ómar Bjarki mega tuða að vild - enda VG ekki þeirra flokkur.

Mörg okkar hinna, þar á meðal undirrituð, hafa verið tvístígandi hvort óhætt sé að gefa VG atkvæðið í næstu þingkosningum eftir framgöngu forystunnar undanfarin ár.  Verð að segja að líkurnar á því minnka með hverju "svari".

Kolbrún Hilmars, 24.11.2012 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband