Fyrri spurningin:
Ef nokkur þá d) með bæði fyrirvara og skýringu: Ég hefði viljað að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hugsanlega umsókn og hefði þá sagt nei. Meirihluti Alþingis ákvað að leggja inn umsókn og hefja viðræður. Mér finnst hvorki trúverðugt né raunhæft að ætla að hrófla við þeirri ákvörðun nú í lok kjörtímabilsins. Hins vegar hlýtur nýtt Alþingi að meta stöðuna uppá nýtt að afstöðnum kosningum í vor. Aðalatriðið í mínum huga er að ekki má gera samning nema með fyrirvara um samþykki þjóðarinnar.
Síðari spurningin:
f) Ég er eindregið þeirrar skoðunar að hagsmunum Íslands sé best borgið utan ESB.