Ólafur Þór Gunnarsson:

Fyrir kosningarnar 2009 og eftir þær talaði ég mjög fyrir tvöfaldri atkv.greiðslu, að áður en farið væri af stað yrði óskað umboðs frá þjóðinni. Sú skoðun varð ekki ofaná. Alþingi tók ákvörðun um að fara þá leið sem var farin, og ég tel að úr því sem komið er sé eðlilegast að klára viðræður og kjósa um samning.

Mín skoðun er sú að hagsmunum okkar sé betur borgið utan ESB og ég treysti þjóðinni vel til að taka upplýsta afstöðu þegar þar að kemur. Hringlandaháttur eins og að draga í land nú er mér ekki að skapi, og ekki líklegur til að auka orðstýr okkar á alþjóðavettvangi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband