Ögmundur Jónasson:

Ég hef talað fyrir því innan VG að flokkurinn sameinist um þá stefnu að beita sér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu á þessu kjörtímabili þar sem spurt verði hvort þjóðin vilji aðild að ESB (í samræmi við lið b).

Leið c) kæmi einnig til greina þótt fyrri kosturinn sé meira afgerandi. Ef hins vegar kostur c) yrði til þess fallinn að sameina VG hvað Evrópumálin áhrærir, þá ber að íhuga hann, enda er sú leið lýðræðisleg.
Í mínum huga er fráleitt að VG haldi inn í nýtt kjörtímabil með þessi mál öll opin enda munu kjósendur krefja alla flokka svara um afstöðu í þessu efni. Það er og vel.

Ég tel afráttarlaust að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan ESB en innan.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband