Steinunn Þóra Árnadóttir:

Hér er svar mitt við spurningum ykkar um ESB mál:

Ég tel að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess og ekkert bendir til að yfirstandandi aðildarviðræður breyti þeirri afstöðu minni. Ég er sannfærð um að meirihluti landsmanna sé á sama máli og að aðild yrði kolfelld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar er ljóst að spurningin um ESB mun halda áfram að þvælast fyrir íslenskri þjóðmálaumræðu um fyrirsjáanlega framtíð. Því er mikilvægt að fram fari einhverskonar kosning sem allir aðilar geta sætt sig við, t.d. þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna eða kosningar um tilbúinn aðildarsamning. Við, andstæðingar ESB-aðildar, þurfum ekki að óttast afstöðu þjóðarinnar í þessu máli.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband