Færsluflokkur: Evrópumál
Taugatitringur hjá ESB-sinnum út af makríldeilu
30.1.2012 | 11:58
Ef ESB réði makrílveiðum við Ísland skryppu tekjur landsmanna saman um 20 milljarða kr. Í ákafa sínum að stöðva veiðar Íslendinga hóta leiðtogar ESB að tengja saman makrílinn og ESB aðild. Ekki leynir sér að hrollur fer um forystumenn Samfylkingarinnar...
Enzensberger: ESB er það kerfi sem tekur við af lýðræðinu
29.1.2012 | 12:10
Þekktur þýskur rithöfundur líkir ESB við skrímslið sem læðist um og lætur eins og það sé mannvinsamlegt en þjáist á sama tíma af hóflausu mikilmennskubrjálæði og stjórnunaráráttu og framleiðir tilskipanir á tungumáli sem enginn vanalegur maður skilur....
Evrudraumur ASÍ er orðinn að martröð fólksins
28.1.2012 | 11:57
Stjórnarmaður í VR veltir fyrir sér aðgerðarleysi ASÍ-forystunnar gagnvart skuldavanda heimilanna og stuðningi við verðtrygginguna. Hann hallast helst að því að skýringin sé ofsatrú á evru og ESB. Evrópusinnaðir verkalýðsskrumarar leiti að þægilegum...
Við múrinn stendur ESB-asni klyfjaður gulli
27.1.2012 | 12:20
Eitt er að hafa sótt um aðild að ESB þvert á vilja þjóðarinnar, en að þiggja beint mútufé til að liðka fyrir aðildarsamningum, það er nokkuð sem Alþingi getur ekki látið bjóða sér. Tilgangurinn er grímulaus ; að laga innri samfélagsgerð landsins að...
Eru ESB-sinnar mestu þjóðernisöfgamennirnir?
26.1.2012 | 12:23
Gunnar Bragi Sveinsson skrifar athyglisverða grein sem birtist meðal annars á visir.is í gær. Í henni bendir hann réttilega á þá þverstæðu ESB-sinna að gagnrýna andstæðinga aðildar Íslands að ESB fyrir þjóðernishyggju. Það sé hlálegt meðan þeir hinir...
Evrópumál | Breytt 27.1.2012 kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fylgi við ESB-aðild í Noregi er bókstaflega að gufa upp
25.1.2012 | 11:52
Árum saman hömruðu íslenskir ESB-sinnar á því að Norðmenn myndu brátt ganga í ESB. Við þyrftum því að flýta okkur að ganga ESB svo að við sætum ekki einir eftir í EES. Í dag styðja aðeins 15% Norðmanna ESB-aðild og sjálfur utanríkisráðherra...
Er evrukreppan að snúast upp í heimskreppu?
24.1.2012 | 12:10
Lagarde, forstjóri AGS, tók afar sterkt til orða í gær og gaf sterklega í skyn að vandræðagangurinn á evrusvæðinu gæti smitað út frá sér til annarra heimsálfa og leitt yfir heiminn svipað ástand og skapaðist í heimskreppunni miklu í kringum 1930....
Króatía gengur í ESB með stuðningi þriðjungs þjóðarinnar
23.1.2012 | 11:42
Frá því var sagt í gær að 66% Króata hefðu samþykkt inngöngu í ESB en þess var óvíða getið að innan við helmingur kjósenda mætti á kjörstað eða 47%. Það var því í raun innan við þriðjungur kjósenda eða 31% sem samþykkti ESB-aðild eftir mikinn áróður,...
Í stað þess að níða niður krónuna og dásama evruna viku eftir viku mætti Gylfi Arnbjörnsson í ASÍ ásamt félögum sínum þar hugleiða hvernig ESB hefur markvisst unnið gegn kjarabaráttu verkalýðshreyfingarinnar. ESB-dómstóllinn (EJC) virðist...
Hjörleifur: Út úr EES og inn í ESB er að fara úr öskunni í eldinn
21.1.2012 | 11:21
Framsal fullveldis við inngöngu í ESB nær yfir margfalt víðara svið en felst í EES-aðild sem var eins konar fordyri ESB. Að bæta úr ágöllum EES með því að ganga í ESB er því eins og að fara úr öskunni í eldinn. Sá áróður er falskur og ósvífinn. „Nú...