Við múrinn stendur ESB-asni klyfjaður gulli

Eitt er að hafa sótt um aðild að ESB þvert á vilja þjóðarinnar, en að þiggja beint mútufé til að liðka fyrir aðildarsamningum, það er nokkuð sem Alþingi getur ekki látið bjóða sér. Tilgangurinn er grímulaus ; að laga innri samfélagsgerð landsins að stjórnsýslu ESB.

Á þetta bendir Jón Bjarnason í bloggpistli s.l. þriðjudag. Eins og kunnugt er yrði íslenskum skattgreiðendum ætlað að gjalda gríðarháa skatta til ESB ef til aðildar kæmi; upphæðin yrði sennilega 15-20 milljarðar kr. árlega. En á meðan ESB er að lokka til sín ný aðildarríki er miklu fé ausið úr digrum sjóðum þess til áróðursstarfsemi og mútugreiðslna í viðkomandi landi til að blíðka hug kjósenda sem verða svo, ef þeir fallast á aðild, að endurgreiða til ESB margfalda þá upphæð. Fyrir svo utan hitt, sbr. meðfylgjandi frétt, að heimtað er af okkur að við framseljum til ESB ráðstöfunarréttinn yfir meginhluta makrílkvótans sem er 25 milljarða virði fyrir Íslendinga árlega. En það er önnur saga. Í pistli sínum segir Jón Bjarnason:

„ESB- sinnar sækja nú hart á  Alþingi að samþykkja heimildir til að taka á móti ca 5 milljarða sérstökum beinum fjárstuðning (IPA) við Ísland til þess að tryggja að íslensk stjórnsýsla og stofnanir verði tilbúin til að yfirtaka allt regluverk ESB við lok samningsgerðar. Ráðstöfun þessa fjár skal njóta víðtækra skattfríðinda hér á landi. Málið var rætt á Alþingi í dag. Fjárstuðningurinn dreifist á næstu þrjú ár, en á þeim tíma á að ljúka samningsferlinu og aðlögun Íslands að ESB.  Mér kemur ekki á óvart  brennandi áhuga Samfylkingarinnar í að þiggja þessar fjárgjafir. En þeim mun mikilvægara er að þingmenn VG standi í lappirnar og komi í veg fyrir slíka mútuþægni. Sagt er að engir borgarmúrar séu svo háir að asni klyfjaður gulli komist ekki þar inn fyrir."

Jón minnir síðan á grunnstefnu Vinstri grænna og ítrekaðar flokksráðs og landsfundarsamþykktir:

Úr flokksráðssamþykkt VG í október 2010:

"Til þess að umræðan verði í reynd sanngjörn og lýðræðisleg þarf að nást sátt um skýrar leikreglur sem tryggja jafna stöðu allra sjónarmiða og nái meðal annars utan um kostnað og fjármögnun áróðursstarfsemi. Þar til þjóðin hefur tekið sína ákvörðun þarf að tryggja að ekki verði gerðar neinar breytingar á stjórnsýslunni eða íslenskum lögum í þeim eina tilgangi að laga íslenskt stjórnkerfi fyrirfram að reglum Evrópusambandsins. Ekki verði heldur tekið við styrkjum sem beinlínis eiga að undirbúa aðild..." Hér kemur skýrt fram að ekki skulið tekið á móti aðlögunarstyrkjum.

Úr landsfundarsamþykkt VG í október 2011:

„Landsfundurinn bendir á þá miklu skerðingu lýðræðis sem felst í ESB-aðild ásamt fullveldisafsali á fjölmörgum sviðum. Þróun innan ESB að undanförnu, nú síðast vegna átaka um framtíð evru-samstarfsins, stefnir í átt að enn frekari samruna með hertri miðstýringu. Með Lissabon-sáttmálanum er einnig kominn vísir að samstarfi um utanríkis- og hernaðarmálefni. Jafnframt eiga félagsleg sjónarmið, umhverfisvernd, fæðu- og matvælaöryggi og réttindi launafólks undir högg að sækja innan sambandsins... Þá mun VG tryggja að íslenskt stjórnkerfi verði ekki aðlagað stjórnkerfi ESB á meðan á aðildarviðræðum stendur. .." Framsögumaður ályktunarinnar á Akureyri tók fram að með aðlögun væri einnig átt við neitun á fjárstyrkjum eins og IPA."

Úr Málefnahandbók VG

"Evrópsk samvinna

Samskipti við Evrópusambandið (ESB) ber að þróa í átt til samninga um viðskipti og samvinnu á sviði menntamála, vinnumarkaðsmála og umhverfismála. Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að ESB réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar. Lýðræðislega kjörin stjórnvöld á Íslandi geta sjálf tekið ákvarðanir um lagabreytingar hliðstæðar þeim sem ákveðnar eru innan ESB, ef þau svo kjósa og þá út frá eigin forsendum. Aðild að ESB myndi skerða fullveldi Íslands enn frekar en orðið er með EES-samningnum og tefla í tvísýnu yfirráðum Íslendinga yfir auðlindum sínum."


mbl.is Vill strax niðurstöðu um makrílinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað eigum vér Líúlendingar að rústa makrílnum. Að sjálfsögðu. Enda barbarar.

Algjörlega sammála þjóðrembingsvaktinni með það. Við rústum þessu bara eins og öðru.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.1.2012 kl. 12:51

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það má nú deila um hvoru megin við múrinn sá gullklyfjaði stendur og í hvaða átt hann snýr.

Ef þessar 5.000 milljónir (5 ma) af áróðursfé ESB er deilt á íbúafjöldann koma um 16 þúsund krónur í hlut. Síðan er ÁRLEGT aðildargjald landsins til ESB talið að lágmarki 15.000 milljónir (15 ma), sem reiknast um 47 þúsund krónur á mann.

Einhverjum þætti þetta góð ávöxtun.

Kolbrún Hilmars, 27.1.2012 kl. 13:48

3 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Árum saman hefur ESB krafist þess að við veiddum ekki neinn makríl í eigin lögsögu þótt sá fiskur fylli hér flóa og firði og stofninn fái hér að stærstum hluta æti sitt svo að til vandræða horfir. En Ómar Bjarki Kristjánsson veit með hverjum hann á standa í þessari deilu. Hinir sem standa með íslenskum málstað eru Líu-lendingar á þjóðrembingsvakt! Sjaldan verður málflutningurinn í þágu ESB jafn óhugnanlegur og í þessu tilviki.

Vinstrivaktin gegn ESB, 27.1.2012 kl. 14:17

4 identicon

Ég tek hér undir með Vinstri vaktinni, að sjaldan hefurmaður heyrt óhuggnanlegri málflutning en hjá þessum Ómari Bjarka Kristjánssyni sem er algerlega heilaþveginn ESB trúboði !

Sannleikurinn er sá að sjávarútvegsstefna ESB stjórnsýsluappartsins hefur lagt fiskimið á hafsvæði ESB meira og minna í rúst með ofveiði, rányrkju og handónýtri stjórnun og stjórnleysi bjúrókratana í Brussel. Ef eitthvað er þá má helst gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir að hafa farið allt of varlega í veiðum og nýtingu okkar fiskistofna. enda eru íslenskir fiskstofnar ekki í útrýmingarhættu eins og stór hluti fiskistofna á hafsvæðum ESB.

Við höfum fullan rétt til þess að setja okkur fiskveiðikvóta innan okkar lögsögu um makrílveiðarnar einmitt vegna þess að við stöndum utan ESB og erum frjálst og fullvalda ríki sem hefur rétt strandríkis samkvæmt hafréttarsáttmála Sameinuðu Þjóðanna sem fullvalda ríkið Ísland er aðili að. Þennan rétt myndum við missa gerðumst við aðilar að ESB eins og Ómar Bjarki vill.

Þá gæti Ráðstjórnin í Brussel skammtað okkur makrílkvóta úr hnefa innan okkar eigin fiskveiðilögsögu og jafnvel bannað okkur allar makrílveiðar.

En sumir ESB sinnar eins og Ómar Bjarki eru orðnir svo víðáttu ruglaðir að þeir hika ekki við að vilja fórna augljósum hagsmunum þjóðarinnar fyrir þennan hégóma sem ESB aðild er !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.1.2012 kl. 17:21

5 identicon

Þetta er góð og þörf grein hjá ykkur hér á Vinstri vaktinni gegn ESB.

En ég spyr nú bara hvernig í veröldinni ætla þingmenn VG þ.e. þeir sem eftir eru að samþykkja þessar mútugreiðslur ESB, þvert á allar sínar fyrri samþykktir.

Þá tel ég að þeir þingmenn sem enn eru eftir í VG og fylgja rammvilltri forystunni og Samfylkingunni að málum í þessum ESB málum séu endanlega að skrifa grafskrift VG þessa annars merka framboðs Vinstri manna, sem hafði alla möguleika til þess að láta til sín taka og láta gott af sér leiða. En þess í stað sviku þeir grastót flokksins og yfirlýsta stefnu sína og létu Samfylkinguna teyma sig með bundið fyrir augun út í þetta fúafen með þessari ESB umssókn og án nokkurra fyrirvara.

Ég efast um að flokkurinn eigi sér viðreisnar von eftir þetta ef nú verður ekki spyrnt við fótum, nema kannski sem kverúlanta smáflokkur örfárra sérvitringa, eða þá sem hrein hjáleiga Samfylkingarinnar.

Ég var einn af þeim sem studdi VG í síðustu kosningum ásamt fjölda vina minna og ættingja ekki síst út á einarða ESB andstöðu flokksins. Ég og flestir vinir mínir líka hafa misst alla trú á flokksforystuna og það þyrfti mikið til að við myndum styðja þá aftur í næstu kosningum, eftir hvernig þeir eru búnir að láta Samfylkinguna valta yfir sig í þessu ESB máli frá upphafi til enda, án nokkurrar viðspyrnu, ja nema flæma stóran hluta þingflokksins úr flokknum og gjöreyða þeim öfluga stuðningi sem flokkurinn hafði sem stjórnmálaafl sem hægt væri að treysta á !

Þetta er sorgarsaga !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.1.2012 kl. 17:38

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þetta er nú merkilegt hjá manni sem brenndi ofan af sér húsið (svona þannig séð) svo að hann þurfi ekki að borga rafmangsreikninginn.

Einu sinni var ég í VG. Gafst þó fljótlega upp á því þegar það rann upp fyrir mér hversu mikið svona fornaldarmenn eins og Ragnar Arnalds hérna hafa áhrif. Þá sérstaklega við þá staðreynd að Ragnar Arnalds hélt því fram árið 1969 að EFTA aðild Íslands mundi gera stöðu landsins verri og fleira eftir þeim götnum. Það kom síðan í ljós að Ragnar Arnalds hafði nú aldeils rangt fyrir sér þá.

Ragnar Arnalds hefur aldeils rangt fyrir sér í dag, eins og árið 1969. 

Jón Frímann Jónsson, 27.1.2012 kl. 19:30

7 Smámynd: Elle_

Hví pakka landsölumennirnir ekki ofan í töskur og láta okkar FULLVALDA RÍKI í friði?  Fara til Stór-Þýskalands fyrir fullt og allt.  Og veiða sinn eina ómerkilega Brussel-skammtaða sílissporð. 

Elle_, 27.1.2012 kl. 19:41

8 Smámynd: Elle_

Og vegna þess sem Gunnlaugur sagði um VG segi ég enn og aftur að VG ætti að reka allavega hina skaðlegu Árna Þór, Björn Val og Steingrím úr flokknum.  Helst líka Álfheiði og Lilju.  Með eitt þeirra innan flokksins mun ég ekki kjósa VG. 

Elle_, 27.1.2012 kl. 19:50

9 Smámynd: Elle_

Eg meinti að sjálfsögðu ekki Lilju Mósesdóttur, enda farin úr VG.

Elle_, 27.1.2012 kl. 19:55

10 identicon

Þessi fjárframlög eru afar eðlileg. Þegar samningar standa yfir á milli tveggja aðila um samstarf er eðlilegt að kostnaður skiptist á milli beggja. Þannig hefur það verið vegna ESB-umsókna annarra þjóða.

Jón Bjarnason er varla svo vitgrannur að hann haldi að hann geti stöðvað aðildarviðræðurnar með þessum hætti. Þetta uppátæki hans gæti haft þau áhrif að samningar yrðu verri en ella án þess þó að það komi í veg fyrir að þjóðin samþykki aðild.

Þetta er auk þess tilræði við íslenska skattgreiðendur. Ef vilji Jóns nær fram að ganga leggjast á þá aukalega milljarðar ef ekki milljarðatugir algjörlega að óþörfu. ESB græðir. Hér er afneitun í algleymingi eina ferðina enn. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 01:18

11 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

"Þessi fjárframlög eru afar eðlileg. Þegar samningar standa yfir á milli tveggja aðila um samstarf er eðlilegt að kostnaður skiptist á milli beggja. Þannig hefur það verið vegna ESB-umsókna annarra þjóða." - Ásmundur Harðarson

Þegar samningar standa yfir er það einmitt frekar talið merki um spillingu ef annar samningsaðilinn ber fé á fulltrúa hins, býður þeim í dýrar veislur, utanlandsferðir og annað í þeim dúr. Þetta telur Ásmundur Harðar mjög eðlilegt og leiða til bestu niðurstöðu. Smekklegt.

Frosti Sigurjónsson, 28.1.2012 kl. 01:39

12 Smámynd: Elle_

Óeðlilegt íhlutunarfé erlends veldis er ekki ´eðlilegt´.  Þú bara heldur áfram með lygasögurnar. 

Elle_, 28.1.2012 kl. 01:41

13 Smámynd: Elle_

Og ekki bara er það óeðlilegt heldur líklega ólöglegt eins og ÍHLUTUNARSTOFAN kölluð rangheitinu og öfugnefninu ´Evrópustofa´.  Og líkl. líka gagnstætt stjórnarskrá.

Elle_, 28.1.2012 kl. 01:45

14 identicon

Frosti, það sem er til umræðu er skipting kostnaðarins milli beggja samningsaðila. Hann er auðvitað fullkomlega eðlilegur. Þetta byggist á langri hefð og hefur hingað til þótt sjálfsagt. 

Hvernig þessi kostnaður skiptist hefur trúlega engin áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar en gæti skilað okkur verri samningi ef kostnaðurinn fellur allur á okkur.

Það er auðvitað bilun að varpa milljarða- ef ekki tugmilljarðakostnaði yfir á skattgreiðendur að óþörfu til að spara ESB fjárútlát sem það hefur gert ráð fyrir. Sá sem gerist sekur um slíkt ætti að segja af sér þingmennsku tafarlaust.

Ef þú telur að ESB sé að bjóða einstaklingum í dýrar veislur og utanlandsferðir þá er það allt annað mál. Þú getur þá tekið það upp sem sérmál ef þú hefur eitthvað að byggja málið á. 

Mig grunar þó að þetta sé langsótt hjá þér og aðeins sé um að ræða ferðir á fundi með ESB og það sem telst eðlilegt uppihald vegna slíkra ferða og að ekki sé um það að ræða að ESB borgi það sérstaklega.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 02:37

15 Smámynd: Elle_

Mútufé kallast það á mannamáli. 

Elle_, 28.1.2012 kl. 12:22

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Á íslandi liggur þjóðrembingurinn klifjaður bulli.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.1.2012 kl. 13:28

17 Smámynd: Elle_

Ætli Ásmundur með beinu íhlutunina í fullveldismál landsins kannist vel við EUROSTAT?  Your key to European statistics? 

Ætli hann kannist við?: Eurostat. Eurostat. Omar HARDARSON. Omar.HARDARSON@cec.eu.int.

Eurostat Home

ec.europa.eu › European Commission › Eurostat

Elle_, 28.1.2012 kl. 17:02

18 Smámynd: Elle_

Hrollvekjandi hvað Ásmundur og Ómar skrifa nánast eins/svipað við nána skoðun.  Og eftir allar blekkingar og yfirgang Ásmundar ætla ég ekki að hlífa honum.  Opinberar uppl. má nota opinberlega.  Ætli þeir séu einn og sami maðurinn?  ÆtliÁsmundur með grjóthörðu íhlutunina í fullveldismál landsins og vörnina fyrir Brussel og landsöluna kannski vinni fyrir ec.europa.eu › European Commission?  Venjulegur verktaki?  Vinnumaður?  Vorum við að tala um eðlilegan fjárstuðning eða mútur??

Elle_, 28.1.2012 kl. 19:02

19 Smámynd: Elle_

Hann/þeir hljóðnuðu nokkurn veginn.  Merkilegt.  Kannski þorðu ekki öðru?  En hvað nákvæmlega er verið að skrifa um þarna og í þágu hvaða ríkja?  Viljum við að búseta okkar með fullu nafni og perónulegum upplýsingum verði gefið út fyrir erlent verðandi stórríki?  Kallast þetta ekki innrás í persónulega friðhelgi okkar??  Persónulega vildi ég sjá rannsókn á samhenginu milli forhertra skrifa Ásmundar/Ómars í þágu verðandi stórríkis Frakklands/Þýskalands gegn fullveldi Íslands og Eurostat› European Commission og Hagstofu Íslands (Statistics Iceland).  Og ekki síst Jóhönnuflokksins.  

Census in Iceland 2011
Paper presented at the Nordic address meeting in Myvatn 10-11 June 2009
As all other countries in the European Economic Area, Statistics Iceland will conduct a census in Iceland in the year 2011. In this short paper the planned census will be briefly described, but the main focus will be on the question of how to link addresses, dwellings and persons, with some fleeting mention of businesses. This link is the key to a successful census operation. Several strategies will be discussed for reducing the field work or manual linking by making use of existing relationships in the databases that in the care of Statistic Iceland.

omar.hardarson@hagstofa.is
The views set out in this paper are that of the author and should not be construed to necessarily express the position of Statistics Iceland.
Telephone +(354) 528 1000 © Hagstofa Íslands Statistics Iceland



ILO INTERNATIONAL SEMINAR ON THE USE OF NATIONAL ...

Omar HARDARSON
Eurostat / L-2920 Luxembourg.

HARDARSON, Omar
EUROSTAT National Expert

E-mail: omar.hardarson@ec.europa.eu

Tel: +352 4301 35166

Elle_, 29.1.2012 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband