Hjörleifur: Út úr EES og inn í ESB er að fara úr öskunni í eldinn

Framsal fullveldis við inngöngu í ESB nær yfir margfalt víðara svið en felst í EES-aðild sem var eins konar fordyri ESB. Að bæta úr ágöllum EES með því að ganga í ESB er því eins og að fara úr öskunni í eldinn. Sá áróður er falskur og ósvífinn.

„Nú láta þeir, sem fastast sækja að koma Íslandi í ESB, sem þeim hafi verið ljós frá upphafi ólýðræðisleg áhrif EES á íslenskt stjórnkerfi," segir Hjörleifur Guttormsson í grein í Morgunblaðinu í dag, 21. janúar. „Heyr á endemi!" Við birtum hér greinina í heild:

„Viðamikil úttekt norskra stjórnvalda á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, sem gekk í gildi í ársbyrjun 1994, hefur nú verið kynnt og vakið athygli. Þar er dreginn fram sá mikli lýðræðishalli sem fylgt hefur samningnum frá byrjun en honum jafnframt talið efnahagslega margt til tekna. Hvorugt á að koma á óvart, né heldur síendurteknar tilraunir Samfylkingarinnar að nota nú EES-samninginn sem rök fyrir inngöngu í Evrópusambandið.

Andstæðingar EES  bentu á ágallana

Hugmyndin að EES-samningnum varð til fyrir aldarfjórðungi í smiðju nokkurra forystumanna sósíaldemókrata á meginlandinu með Jacques Delors yfirkommissar og Gro Harlem Bruntland, forsætisráðherra Noregs, í fararbroddi. Forystumenn norskra krata höfðu lengi leitað lags til að hefna harma frá árinu 1972 þegar aðildarsamningur Noregs og EB var felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu í Noregi. EES-samningurinn átti að vera lykillinn að því að taka málið upp öðru sinni og sigrast á andstöðunni við EB-aðild í Noregi. Sem fulltrúi í Evrópustefnunefnd Alþingis og utanríkismálanefnd á þessum árum fylgdist ég með framvindu mála og benti m.a. á að með EES væri í aðsigi veruleg skerðing á stjórnarfarslegu sjálfstæði Íslands. Í nefndaráliti til Alþingis 1990 sagði ég um samningsdrögin: „Hér blasir því við valdaafsal sem vart gæti orðið að veruleika nema að undangenginni stjórnarskrárbreytingu." Undir þetta var tekið af Samstöðu um óháð Ísland sem krafðist þjóðaratkvæðis um samninginn.

Heyr á endemi!

Nú láta þeir sem fastast sækja að koma Íslandi í ESB sem þeim hafi verið ljós frá upphafi ólýðræðisleg áhrif EES á íslenskt stjórnkerfi. Össur utanríkisráðherra tekur nú undir niðurstöðu norsku skýrslunnar um fullveldisframsal og hefur fréttamaður eftir honum að fyrir 18 árum hafi EES-samningurinn „verið nálægt því" að standast ekki stjórnarskrána. Orðrétt sagði Össur í sjónvarpsviðtali 17. janúar sl.: „Ég held að þróunin hafi verið svo hröð síðan að við séum komin út fyrir það, að það sé algjörlega nauðsynlegt að breyta stjórnarskránni til að heimila í reynd þessar ákvarðanir og þetta valdaframsal sem er í dag."

Við samþykkt EES-samningsins 1993 höfðu hvorki Össur Skarphéðinsson né Jón Hannibalsson sem ráðherrar og þingmenn minnstu efasemdir um að hann stæðist stjórnarskrá og andmæltu því að með honum yrði Alþingi í ríkum mæli svipt áhrifum á lagasetningu. Nú taka þeir báðir fagnandi mati norsku skýrslunnar um fullveldisframsal vegna EES og vilja nýta það til að opna allar gáttir fyrir aðild að Evrópusambandinu. Einnig á þessa úthugsuðu leikfléttu bentu andstæðingar EES-samningsins þráfaldlega fyrir tveimur áratugum.

Vörslumaður í hlutverki trúðsins

Þegar fjölmargir lýstu í aðdraganda EES-samningsins yfir áhyggjum út af óviðunandi valdaafsali brugðust talsmenn samningsins með forystu Alþýðuflokksins í fararbroddi við með því að staðhæfa að í samningnum sjálfum sé að finna innbyggð ákvæði sem geri kleift að hafa áhrif á tilskipanir frá Brussel, bæði á mótunar- og framkvæmdastigi. Þetta átti að gerast innan EES-ráðsins, með sameiginlegri EES-nefnd og sérstakri þingmanna- og ráðgjafanefnd (89.-96. gr. EES-samningsins), með ákvæðum um ákvarðanatöku (97.-104. grein), að ógleymdum »öryggisráðstöfunum« (112.-114. grein) sem veiti samningsaðilum neitunarvald ef í harðbakka slær. Nú heyrum við frá Össuri utanríkisráðherra, vörslumanni samningsins fyrir Íslands hönd, að þetta hafi allt verið í plati frá upphafi. Í sjónvarpsviðtalinu 17. janúar sl. sagði hann orðrétt:

„Sjálfum finnst mér því töluvert niðurlægjandi fyrir íslenska þingið að þurfa að taka nánast vikulega við einhverjum ákvörðunum, tilskipunum, reglum, mjög oft lagafrumvörpum og samþykkja það meira og minna eins og allir vita án þess að geta haft áhrif á þessar niðurstöður."

Það væri ekki úr vegi að Alþingi beitti sér svipað og Norðmenn fyrir óháðri rannsókn á því, hvernig framkvæmdavaldið og íslenska utanríkisþjónustan hafi rækt hlutverk sitt innan EES-samningsins frá upphafi. Ekki er umdeilt að kostnaðurinn við allt það kerfi hefur numið háum fjárhæðum.

Tilgangurinn helgar meðalið

Ef Jón Hannibalsson sem utanríkisráðherra og síðan arftaki hans Halldór Ásgrímsson hefðu mátt ráða í samstjórn með Sjálfstæðisflokknum 1991-2006 væri Ísland löngu farið úr öskunni í eldinn og orðið aðili að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir augljósar takmarkanir og ágalla EES-samningsins þarf sérstakt hugarástand og ósvífni til að staðhæfa að í honum felist meira framsal á fullveldi en innganga í ESB. Össur segir þetta nú eitt af sterkustu rökunum fyrir að leita þar inngöngu „...þar sem við getum að minnsta kosti stappað niður fæti, beitt neitunarvaldi, læst okkur saman við aðrar smáþjóðir eftir atvikum um okkar hagsmunamál".

Það er ekki ónýtt fyrir ESB sem samningsaðila um inngöngu Íslands í Evrópusambandið að vita af rétttrúuðum viðmælendum hér í norðri. Spurningin er hversu lengi Vinstrihreyfingin - grænt framboð sem ábekingur aðildarumsóknar ætlar að halda vegferðinni áfram undir slíkri forystu."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjörleifur er alveg makalaus í sínum áróðri.

Hvort Össur og Jón Baldvin hafa ekki kannast við fullveldisframsal áður en EES-samningurinn var samþykktur kemur málinu ekkert við.

Aðalatriðið er að áróður Hjörleifs má sín einskis gegn áliti norskrar sérfæðinganefndar sem var skipuð af norskum stjórnvöldum til að rannsaka málið.

Niðurstaðan var sú að miklu meira fullveldisframsal fylgir EES-samningnum en ESB-aðild. 

Þó að sviðið sem ESB-aðild nær yfir sé þriðjungi stærra en skv EES-samningnum munar mestu um að við höfum ekkert með lög og reglur ESB að gera nema við séum í ESB.

Í ESB tökum við fullan þátt í að setja því lög og reglur.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 12:02

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir orð HJörleifs, og spyr má ekki skoða að segja upp EES samningnum? Það er sagt að hægt sé að gera tvíhliða samninga við ESB. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2012 kl. 12:46

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ásmundur,ekki eru kröfur ykkar miklar,í ESB hefði Ísland o,o6% vægi,vona að það sé rétt munað,ekki þó fjarri lagi. Við komumst best áfram sem sjálfstæð þjóð,að því ætlum við að vinna. Styð heilshugar uppsögn EES.samningsins.

Helga Kristjánsdóttir, 21.1.2012 kl. 15:04

4 Smámynd: Elle_

ALLT sem Hjörleifur segir í pistlinum kemur málinu mikið við.  Og öfugt við það sem Ásmundur segir að ofan.  Hjörleifur lýsir þarna nákvæmlega blekkingum og falsi og yfirgangi Jóns Hannibals- og Össurar.  Þeir eru mesta ósvífni lýðveldisins.  

Elle_, 21.1.2012 kl. 17:47

5 identicon

Helga, heldurðu að íbúar Árneshrepps, sem eru 0.015% af íbúum Íslands, hafi ekkert með kosningarétt að gera? 

Finnst þér að þeir eigi ekki að láta sér detta í hug að beita áhrifum sínum við þingmenn, ráðherra eða embættismenn?

Er það kannski fráleitt að þínu mati að einhver úr þeirra hópi komist í pólitíska áhrifastöðu?

Engin ESB-þjóð er nálægt því að hafa meirihluta. Það er því eins líklegt að málstaður Íslands verði ofan á enda standa minni þjóðir oft saman. Atkvæði Íslands geta ráðið úrslitum.

Ef við höfum á að skipa hæfum mönnum er mjög líklegt að þeir komist í áhrifastöður innan ESB einkum í sjávarútvegsmálum vegna reynslu okkar og þekkingar á málaflokknum.

Smáþjóðum eins og Möltu og Lúxembourg hefir vegnað sérstaklega vel í ESB. Þær eru lítið fjölmennari en Ísland.

Það er eins og þú lítir svo á að í ESB verði Ísland eitt á móti öllum hinum þjóðunum. Eins og ég hef bent á lýsir það  mikilli vanmáttarkennd  sem jaðrar við paranoju.

ESB er samband margra helstu lýðræðisríkja heims. Löggjöf ESB bætir lýðræði og mannréttindi í aðildarríkjunum og dregur þannig úr spillingu. Af þessu höfum við reynslu í gegnum EES-samninginn.

Aukið lýðræði og mannréttindi í ESB koma öllum ESB-þjóðum til góða. Ísland á móti öllum hinum í ESB er því mjög fjarstæðukennd framtíðarsýn.

Í dag tökum við við tilskipunum ESB án þess að hafa nein áhrif á þær. Eftir ESB-aðild verður það liðin tíð.

Skv skýrslu norsku sérfræðinganefndarinnar er EES-samningurinn mjög ábatasamur. Úr því að tvíhliða samningar henta illa Norðmönnum er ljóst að þeir henta okkur enn síður enda erum við ekki nema ca 1/15 af íbúafjölda Noregs.

Ásmundur Harðarso (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 00:19

6 Smámynd: Elle_

Okkar vægi verður hverfandi pínulítið og nánast ekki neitt eins og Helga sagði.  Og Brusselsinnar ættu að muna að það pínulitla vægi verður ekki bara fyrir okkar eigið land heldur Stór-Þýskaland Í HEILD SINNI.  Hvað kemur það vægi annars lífi og lögsögu okkar við?  Í lokin: ´PARANOJA OG VANMÁTTARKENND´ kemur skilningi Helgu á pínulitlu vægi okkar ekki neitt við.  

Elle_, 22.1.2012 kl. 00:42

7 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Smá upprifjun á hroka þeirra stóru í ESB:

"I er et lille land, og du er ny. Vi gider ikke høre på dig, udbrød den franske præsident" sagði Sarkozy við Dani en samkvæmt ESB-sinnum þá ætti Danmörk að vera stórveldi í ESB enda hafa þeir 17X meira atkvæðavægi en við fáum í afþjóðerniszeringarbandalaginu ESB.

Eggert Sigurbergsson, 22.1.2012 kl. 02:15

8 identicon

Eggert, auðvitað ræður Danmörk engu ef það er í andstöðu við allar hinar þjóðirnar. En það á einnig við um aðrar þjóðir þar á meðal stærstu þjóðirnar.

Slík staða kemur þó ekki upp nema hugsanlega í algjörum undantekningartilvikum.  

Jafnvel þá getur hag Íslands verið betur borgið með meirihlutaákvörðunum ESB en með geðþóttaákvörðunum íslenskra stjórnmálamanna.

Hugmyndir Eggerts um að aðildarsinnar líti á Danmörku sem stórveldi í ESB eru álíka fjarstæðukenndar og margar aðrar hugmyndir þeirra um aðildarsinna og ESB.

Þær lýsa fyrst og fremst djúpstæðri vanmáttarkennd fyrir hönd þjóðarinnar gagnvart Evrópuþjóðum.   

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 08:14

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ásmundur, vægi Íslands innan ESB yrði örugglega minna en Árneshreppsbúa á stjórn landsins. Þú ættir að kynna þér hversu mikið það er! Þá er þetta hlutfall sem þú nefnir varðandi Árneshreppinga ekki réttur samanburður. Þú tekur væntanlega íbúafjölda í hreppnum sem hlutfall af íbúafjölda landsins. Það er rangur samanburður.

Varðandi það að engin þjóð sé nálægt því að hafa meirihluta innan ESB, þá er það rétt sem stendur. En Lissabonsáttmálinn sem tók gildi 1. des. 2010, mun breyta þessu. Um það leyti sem hugsanleg aðild okkar að ESB getur orðið, munu valdhlutföll vera orðin með þeim hætti að stóruríkin hafa aukið sitt vægi á kostnað þeirra smáu. Þá mun einnig verða búið að afnema neitunarvald einstakra þjóða, sem Össur er svo ósvífinn við að nota sem rök, gegn betri vitund!

Hvaða afrek hefur Malta unnið sér í hag á vettvangi ESB, frá aðild. Nefndu eitt dæmi. Lúxemborg er í mikilli nálægð við Brussel og nýtur góðs af því, auk þess sem það ríki er einskonar fjármálamiðstöð ESB. 

Varðandi það hvort Ísland muni standa eitt gegn öðrum löndum ESB og þú telur fráleitt, þá er ljóst að við eigum litla samleið með öðrum þjóðum ESB í mörgum málum sem skipta okkur miklu. Þar munum við eiga erfitt uppdráttar, enda fátt sem við getum notað til hrossakaupa eins og tíðkast innan ESB. Nefni sérstaklega sjávarútvegsmálin, þar sem við eigum beinlínis andstæðinga sem eru öflugir innan ESB.

Vissulega er rétt að mörg þeirra mannréttindaákvæða sem við höfum tekið upp frá ESB koma okkur til góða. Það er þó ekki þar með sagt að þau ákvæði hefðu ekki getað komið til hér þó við hefðum verið utan EES. Lýðræðið er hins vegar á fallandi fæti innan ESB og því ekki neitt fyrir okkur þangað að sækja á því sviði. Þvert á móti er ljóst að það mun stór skaðast hjá okkur við aðild.

Í dag tökum við tilskipunum ESB án þess að hafa áhrif á þær, það er rétt. En einungis að hluta. Um það bil 10% af regluverki ESB höfum við þurft að taka og þykir mönnum nóg um. Til að komast í aðild verðum við að samþykkja það sem uppá vantar og eftir aðild munum við svo þurfa að taka hverja einust tilskipun ESB. Þeir sem halda því fram að við munum hafa einhver áhrif á gerð þeirra tilskipana, eru í besta falli barnalegir.

Auðvitað er EES samningurinn ábatasamur á sumum sviðum, það er ekkert alslæmt. En ef það er rétt að spá þeirra sem voru á móti þeim samning um að hann stæðist ekki stjórnarskrá landsins, er rétt, á samstundis að segja honum upp. Allt það góða sem samningurinn hefur gefið okkur hefði líklega verið hægt að fá utan hans. Nefndu eitthvað dæmi um það sem sá samningur hefur gert okkur til góða en ekki hefði verið hægt að öðlast utan EES.

Gunnar Heiðarsson, 22.1.2012 kl. 08:29

10 identicon

Gunnar, þú þarft að venja þig af að koma með fullyrðingar án þess að færa fyrir þeim rök. Slíkum fullyrðingum er ekki hægt að svara öðruvísi en að þær séu rangar.

Að það stefni í að vægi stórþjóða ESB verði meira en það er er einfaldlega rangt. Þvert á móti fjölgar smáþjóðum og vægi  hinna stærri minnkar. 

Vægi Ásahrepps að því er varðar hlutfallslegt atkvæðamagn er ekki nema 1/4 af hlutfallslegum fjölda íbúa Íslands í ESB. Það hallar því á Ásahrepp í þessum samanburði. Auk þess er ljóst að vægi Reykjavíkur er miklu meira í þessum samanburði en nokkurrar einnar þjóðar ESB.

ESB fjallar einnig fyrst og fremst um mál sem varða hagsmuni allra íbúanna. Fyrirgreiðslupólitík að íslenskri fyrirmynd þrífst ekki í ESB.

Það tryggir einnig tillitssemi við allar aðildarþjóðirnar að þær geta gengið úr ESB og munu gera það ef þeim verður sýndur yfirgangur. Ásahreppur getur ekki sagt sig úr lýðveldinu Ísland.

Auðvitað fá ekki einstakar þjóðir allar sínar óskir uppfylltar sem betur fer. Það myndi þýða að þær yfirgangssömustu myndu smám saman valta yfir aðrar þjóðir. Þetta er styrkur ESB. Lýðræði og réttlæti ræður för í miklu meiri mæli en í íslenskri stjórnsýslu.

Ég er enginn sérfræðingur í því sem Malta hefur áorkað í ESB. Þó veit ég að hún hefur átt þar sjávarútvegsstjóra, Jo Borg, sem kom til Íslands.

Sjávarútvegur Möltu er þó mjög lítill í samanburði við íslenskan sjávarúrveg. Þess verður örugglega ekki langt að bíða að Íslendingur taki við sem sjávarútvegsstjóri ESB.

Malta fékk einnig í gegn í samningum sem sérstaka ráðstöfun ("special arrangement") að bann eða takmarkanir voru settar á kaup útlendinga á fasteignum á Möltu.

Ástæðan var að Maltverjar óttuðust að íbúðarverð myndi hækka svo mikið vegna ásóknar í orlofsíbúðir að þeir myndu sjálfir ekki lengur hafa efni á að kaupa.

Á Möltu urðu miklar framfarir eftir inngöngu í ESB eins og kom fram í þætti RÚV. Enginn þeirra sem mest höfðu haft sig í frammi gegn aðild vildi koma í viðtal. 

Það vill svo heppilega til að lög og reglur ESB um sjávarútvegsmál eru okkur hagfelldar. Veiðireynsla ræður aflaheimildum sem þýðir að engin önnur þjóð en Ísland fær aflaheimildir innan íslenskrar landhelgi.

Það hefur verið tekið á vandamálum varðandi kvótahopp eftir að Bretar kvörtuðu undan Spánverjum. Þá voru settar reglur um efnahagsleg tengsl við landið. Síðan telja Bretar að kvótahopp sé ekki teljandi vandamál.

Mismundi reglur gilda um mismunandi veiðisvæði í ESB. Það verður því varla vandamál að semja um Íslandsmið þar sem aðeins Íslendingar hafa þar hagsmuna að gæta varðandi staðbundna stofna sem eru yfirgnæfandi meirihluti aflaverðmæta okkar.

Norska sérfræðinganefndin taldi EES-aðild mjög ábatasama. Henni hefur því ekki litist á tvíhliða samninga. Það er auðvitað mikill munur á því að þurfa að semja tímabundið sérstaklega um alla hluti og því að eiga ákveðinn rétt skv EES. 

Ef Norðmönnum list illa á umstangið í kringum tvíhliða samninga eða árangurinn í samanburði við EES er ljóst að það er of mikið færst í fang fyrir okkur sem erum aðeins um 1/15 af íbúafjölda Norðmanna.

Ásmundur Harðarso (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 10:23

11 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

"Eggert, auðvitað ræður Danmörk engu ef það er í andstöðu við allar hinar þjóðirnar. En það á einnig við um aðrar þjóðir þar á meðal stærstu þjóðirnar."

Mín athugasemd snérist ekki um hvort við mundum ráða! heldur var ég að benda á þá einföldu staðreynd að það er ekki hlustað á smáþjóðir í umræðu um mikilvæg málefni sem snerta stærri þjóðir innan ESB eins og var í því tilfelli sem ég vitnaði í jafnvel þótt um sé að ræða þjóðir sem eru margfalt öflugri en við yrðum nokkurtíman.

Það er einföld staðreynd sem blasir við okkur íslendingum er að Danmörk er með að lámarki17x meira atkvæðavægi en Ísland hefði.

Það er einföld staðreynd að það er ekki hlustað á Danmörk ef það er ekki þóknanlegt hagsmunum stóru þjóðanna í ESB.

Aðrar þjóðir í ESB munu ekki hika við eitt augnablik að ganga gegn hagsmunum okkar í fiskveiðimálum ef t.d Spánverjar semja við þær þjóðir um stuðning í öðrum málum er skiptir þá máli gegn því að verja hagsmuni Spánverja í sjávarútvegi á kostnað okkar, þannig gerast einfaldlega kaupin á eyrinni í ESB. Við höfum einfaldlega EKKERT VÆGI sem við getum notað sem skiptimynt , eins og stærri þjóðirnar, til að KAUPA OKKUR STUÐNING!

Hagsmunir Evrópuríkja af fiskveiðum eru hverfandi  í samanburði við okkar hagsmuni, Danir (með Grænlandi og Færeyjum) veiða um 230Kg á mann. Spánverjar veiða 25Kg á mann og eru þetta stæstu fiskveiðiþjóðirnar í ESB, Ísland veiðir 5.300Kg á mann eða 212x meira en Spánverjar en samt höfum við 150x minna atkvæðavægi í sjávarútvegsmálum en Spánverjar.

Svo að það sé á hreinu þá telur Spánskur sjávarútvegur sig yfir aðra fiskveiðiþjóðir hafna og svífast einskis til að þröngva sínum málum fram þótt stórtjón hljótist af á annaraþjóða auðlindum. Ef t.d Spánverjar ná að þröngva sínum þröngu sérhagsmunum fram þá gæti sú staða komið upp sú fáránlega staða að Ísland yrði að undirgangast stórkostlegt brottkast á fiski til að þóknast sóðaskap Spánverja.

"As Europe's biggest fishing industry, Spain could hold the key to the success or failure of the reforms, which would prevent fishermen discarding edible fish at sea.
But according to a secret government document seen by the Guardian, Spain's previous administration was plotting a last-ditch attempt to bring down the reforms, and allow Spanish fishermen to continue throwing away edible fish as they have been doing so for decades"

Það er einfaldlega barnalegt að halda að við sem örríki fáum eitthvað vægi innan ESB, aftur á móti stöndum við jafnfætis ESB í dag þegar kemur að verja hagsmuni landsins eins og Makríldeilan er búin að sýna okkur. Réttur okkar margfalt meiri í alþjóðalögum heldur en okkur stæði til boða innan ESB í að semja um flökkustofna. 

Þorsteinn Már: Myndu engin áhrif hafa í ESB

Forstjóri Samherja segir að Íslendingar myndu engin áhrif hafa á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins.

 Aðspurður um inngöngu í Evrópusambandið og möguleg áhrif Íslands þar segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, að Íslendingar myndu engin áhrif hafa í sambandinu.

Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Þorstein Má í áramótatímariti Viðskiptablaðsins en Samherji hlaut sem kunnugt er Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins fyrir árið 2011.

Samherji á fjölda dótturfélaga sem starfa í sjávarútvegi innan Evrópusambandsins. Hann þekkir sjávarútvegsstefnu sambandsins því mjög vel og hefur mikla reynslu af því.

 „Sumir halda því fram að við munum hafa áhrif í sjávarútvegsmálum því Íslendingar séu svo stórir. Þetta er alrangt. Hvorki Þjóðverjar, Pólverjar, Englendingar né aðrir ætla að láta okkur hafa sérstök áhrif í sjávarútvegsmálum umfram það sem segir í reglum Evrópusambandsins,“ sagði Þorsteinn Már í viðtalinu.

„Ég horfi á þetta út frá reynslu minni því ég hef unnið að sjávarútvegsmálum innan ESB í vel á annan áratug. Afstaða mín mótast af því. Þegar verið er að ræða inngöngu í ESB nefna menn gjarnan afnám verðtryggingar og lægri vexti sem helstu kosti. Þriðja atriðið sem oft er nefnt, er lægra matvælaverð. Það byggir væntanlega á því að hingað verður hægt að flytja inn matvæli óheft. Við spyrjum hins vegar ekki hvað þurfi til að lækka matvælaverð á Íslandi. Hér eru lagðir skattar og tollar og gjöld á ýmislegt sem hækkar matarverð. Til dæmis má nefna gjald á fóður sem hækkar framleiðslukostnað á svínakjöti og kjúklingum. Það er ákvörðun stjórnvalda að matvælaverð sé hátt á Íslandi.“

 http://www.vb.is/frett/68944/

Eggert Sigurbergsson, 22.1.2012 kl. 11:09

12 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

"Á Möltu urðu miklar framfarir eftir inngöngu í ESB eins og kom fram í þætti RÚV. Enginn þeirra sem mest höfðu haft sig í frammi gegn aðild vildi koma í viðtal."

Það er betra að taka ekkert mark á RÚV útvarpi allra ESB manna.

EU MEMBERSHIP – FIVE YEARS LATER: Only 37.2% think we’re better off

MaltaToday, Sunday, 3 May 2009  

Eggert Sigurbergsson, 22.1.2012 kl. 11:14

13 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

"Það vill svo heppilega til að lög og reglur ESB um sjávarútvegsmál eru okkur hagfelldar. Veiðireynsla ræður aflaheimildum sem þýðir að engin önnur þjóð en Ísland fær aflaheimildir innan íslenskrar landhelgi."

Þessi regla hefur enga stoð í aðildarsamningi og er því auðbreytt að okkur forspurðum. Að reglan um hlutfallslegan stöðugleika skipti einhverju máli er blekking af hálfu sambandssinna.

"When the structural problems of the fisheries sector have been addressed and the conomic and social situation within the sector has become more stable, it may be possible to reconsider the need to maintain the relative stability principle and the possibility of allowing market forces to operate in fisheries as in the rest of the EU conomy."

(Green paper 2001)

Eggert Sigurbergsson, 22.1.2012 kl. 11:25

14 identicon

Eggert, að 37.2% finni fyrir framförum er ekki slæmt enda voru þeir fleiri en þeir sem töldu að um afturför væri að ræða. Meirihlutinn eða 53% vildu vera áfram í ESB.

Í ljósi þess að þetta var aðeins nokkrum mánuðum eftir að kreppan skall á er þetta ekki slæmur árangur.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 11:34

15 identicon

Eggert, þetta voru vangaveltur um hlutfallslegan stöðugleika fyrir ellefu árum sem leiddu ekki til neins. Síðan hafa lögin fest sig betur í sessi.

2001 hafði engin ESB-þjóð jafn mikilla hagsmuna að gæta í sjávarútvegsmálum og Ísland hefur.

Það er ljóst að ef einhverjar breytingar koma til greina koma þær ekki til framkvæmda nema í nánu samráði við þær þjóðir sem hafa hagsmuna að gæta.

Hugsanlegt missir verður bættur upp á annan hátt að loknum samningum. Þannig vinnur ESB.

Það er hins vegar engar líkur á að ESB-þjóðir fái aðgang að staðbundnum stofnum Íslandsmiða sem hafa engin sameiginleg mörk með fiskimiðum ESB-ríkja.

Reglur ESB um skiptingu aflaheimilda snúa að flökkustofnum sem fara á milli fiskveiðilögsagna einstakra ríkja. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 12:06

16 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Markmið ESB er að setja allar aflaheimildir á frálsan markað aðgengilegan af öllum þegnum ESB til frjálsrar notkunar. Trygging fyrir því að Íslendingar fái einir að sita að arðinum af sinni auðlind í ESB eru engar.

Fiskveiðiauðlindir Íslendinga VERÐA AÐ SAMEIGINLEGRI AUÐLIND ESB.

Skógarauðlindir Finna og Svía eru UNDANSKILIN ÞVÍ AÐ VERA SMEIGINLEG AUÐLIND ESB.

Brúnkolanámur Þjóðverja eru UNDANSKILIN ÞVÍ AÐ VERA SAMEIGINLEG AUÐLIND ESB.

Olíulindir Breta eru UNDANSKILIN ÞVÍ AÐ VERA SAMEIGINLEG AUÐLIND ESB.

Eggert Sigurbergsson, 22.1.2012 kl. 12:28

17 identicon

Eggert, þvílík örvænting og þvílík vanmáttarkennd.

Allar undantekningarnar frá sameiginlegri nýtingu sýna einmitt að allt bendir til að við fáum sambærilegar undantekningar. Þær teljast þó ekki undanþágur heldur sérstakar ráðstafanir ("special arrangements"). 

Markmið ESB um aflaheimildir eiga auðvitað aðeins við um ástandið eins og það er í dag. Sérstaða Íslands, með aðskilnað frá landhelgi ESB og með staðbundna stofna, verður tilefni til sérstakra ráðstafana fyrir Ísland.

Eva Joly, Jo Borg og fleiri ráðamenn ESB sem hingað hafa komið hafa leitt okkur í allan sannleikann um þetta.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 14:03

18 Smámynd: Elle_

Alveg með ólíkindum að lesa ósvífnina í Ásmundi pistil eftir pistil og gegn öllum rökum. 

Hann neitar þarna að vægi stóru ríkjanna (gömlu nýlenduveldanna) muni aukast með Lissabonsáttmálanum þó það sé vitað að það muni gera það.  Og ekkert lítið: 4 stærstu ríkin munu fara með yfir 50% af valdinu og 6 stærstu ríkin munu fara með yfir 70% af valdinu.  Öll hin 21 minni ríkin munu hafa minna en 30% vægi SAMANLAGT.  

Hann segir Gunnar koma með fullyrðingar og engin rök fyrir þeim þó Gunnar hafi verið að enda við að koma með rökin bæði um afnám neitunarvalds og minnkað vægi litlu ríkjanna með Lissabonsáttmálanum.  Hann neitar öllum rökum og sannleika.  

Sömu ósvífnina notaði hann við Eggert sem kom þarna með langa runu af rökum og útskýringum.  Næst sakar hann Eggert um vanmáttarkend og örvæntingu þó það hafi hvergi komið fram í máli Eggerts. 

Sömu ósvífnina notar hann gegn öllum sem færa rök gegn dýrðinni hans.  Sem hann þó ætlar ekki að flytja í.  Nei, hann ætlast til að geta logið Evrópusambandinu upp á okkur hin og rænt okkur fullveldinu.  Mætti halda að Jóhanna Sigurðardóttir og Valgerður Bjarnadóttir stæðu þarna við hliðina á honum og hjálpuðu honum, yfirgangurinn er svo ótrúlegur. 

Elle_, 22.1.2012 kl. 15:00

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elle, Ásmundur er tröll sem er annað hvort borgaður penni, eða að tröllast í fólki.  Allt sem hann segir bendir til þess að hann sé hér til að rífa niður umræðurnar.  Við svoleiðis er bara eitt að gera hætta að svara þeim.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2012 kl. 16:08

20 Smámynd: Elle_

Eg efaðist aldrei um að hann Vidkun er það, Ásthildur, og ekki hægt að rökræða við ósvífnina í honum.  Hann getur samt ekki fengið að blekkja og ljúga í friði að þeim sem ekki vita og kasta skít í okkur hin.  Hann er eins og ÓVÆRA.

Elle_, 22.1.2012 kl. 16:38

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já reyndar og kann alla klækina eins og hann hafi komið beint úr pólitískum skóla úr Valhöll

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2012 kl. 17:06

22 Smámynd: Elle_

Og þarna kemur lygin hans um vægið skýrt fram.  Skýrt hverjum lesandi manni:

voting_changes 

Elle_, 22.1.2012 kl. 17:10

23 identicon

Elle, eins og oft áður ferðu með hrein öfugmæli. Það er auðvelt að sanna það.

Skv Lissabon-sáttmálanum fækkar þingmönnum stærstu ríkjanna en þingmönnum minnstu ríkjanna fjölgar. 

Í dag eru þingmenn þýskalands 99 en engin þjóð má hafa fleiri þingmenn en 96 eftir gildistöku Lissabon-sáttmálans. Í dag er Malta með 5 þingmenn en 6 verður lágmarkið. Þannig minnka áhrif stóru ríkanna en áhrif hinna minni aukast.

Við munum fá 6 þingmenn sem er 0.8% af hámarksfjölda þingmanna sem eru 750. Við erum þó ekki nema 0.064% af íbúafjölda ESB-ríkjanna. Þannig fáum við 12.5 sinnum fleiri þingmenn en ef skiptingin væri í réttu hlutfalli við íbúafjöldann.

Ef við gerum ráð fyrir að Þjóðverjar fái hámarkið 96 þingmenn þá eru um 835.000 íbúar á bak við hvern þingmann Þjóðverja. Á bak við hvern þingmann Íslendinga verða aðeins um 53.000 þingmenn. ´

Þannig verður atkvæðamagn á bak við hvern Þjóðverja á Evrópuþinginu um 16 sinnum meira en hvers Íslendings. Með öðrum orðum verður áhrifavald hvers Íslendings 16 sinnum meira en hvers Þjóðverja. 

Það er því ljóst að fullyrðingar þínar td um að fjögur stærstu ríkin fari með meirihlutavald eftir gildistöku Lissabon-sáttmálans standast ekki þó að þau rétt nái meirihluta íbúanna. 

Elle, er ekki kominn tími til að þú hugsir þann gang? 

http://evropuvefur.is/svar.php?id=51985

Í hlekknum hér fyrir neðan má meðal annars sjá hve margir íbúar eru á bakvið hvern þingmann í hverju ESB-ríki fyrir sig:

http://www.utanrikisraduneyti.is/media/esb/lissabon-sattmali/Lissabon-heildarskjal.pdf      

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 17:27

24 Smámynd: Elle_

Ásmundur, þú ERT öfugmæli.

Ísland svipt sjálfsforræði

Að svipta einstakling sjálfsforræði er líklega stærsta löglega inngrip sem hægt er að gera í líf einstaklings, sem ekki hefur gerst brotlegur við lög. Að svipta heila þjóð sjálfsforræði gerist ekki nema lönd séu hernumin í stríði, eða ef ógnarstjórn af einhverju tagi tekur völdin, oft í kjölfar valdaráns.

Það sem taflan (neðri myndin) sýnir er ekki algjör svipting á sjálfsforræði. En þau lönd sem verst fara út úr skerðingu á atkvæðisrétti í Ráðherraráði ESB fara óþægilega nærri því. Með Lissabon samningnum er vægi atkvæða sex stærstu ríkjanna aukið verulega á kostnað hinna. Breytingin tekur gildi í lok kjörtímabilsins sem hófst í sumar.

  council_voting

Þau ríki sem eru með minna en milljón íbúa fara langverst út úr Lissabon samningnum. Ef Ísland væri nú þegar í klúbbnum væri skerðingin á atkvæðavægi Íslands 92,6% - hvorki meira né minna; færi úr nánast engu niður í akkúrat ekkert. Aftasti dálkurinn sýnir breytinguna. Aukið vægi er í bláu en skert vægi í rauðu.

Hin mikla aukning á atkvæðavægi Þýskalands skýrist af því að landið hefur sama atkvæðavægi og Frakkland, Bretland og Ítalía þrátt fyrir mun fleiri íbúa. Það á að leiðréttast með Lissabon. (Smella á myndina til að fá hana stærri.)

voting_changes  

Eftir breytinguna þarf 55% aðildarríkja og 65% íbúafjölda til að samþykkja ný lög. Vægið verður uppfært árlega samkvæmt íbúaþróun. Ef fjölmennt ríki eins og Tyrkland gengur í ESB minnkar atkvæðavægi smáríkjanna enn frekar.

Á sama tíma og vægi stóru ríkjanna er aukið verulega eru vetó-ákvæði (neitunarvald) felld úr gildi í fjölmörgum málaflokkum. Þetta öryggistæki smáríkjanna er tekið burt.


DÆMI - Sjávarútvegur:
Til að varpa ljósi á áhrifaleysi Íslands (0,06%) innan ESB, þá hefðu þau fimm ríki sem ekki eiga landamæri að sjó og stunda ekki sjávarútveg, 108-sinnum meira vægi en Ísland við afgreiðslu mála um sjávarútveg. HUNDRAÐ-OG-ÁTTA SINNUM MEIRA. Samt eru þetta ekkert af stóru ríkjunum!

Stórt kerfi býður upp á baktjaldamakk með atkvæði og menn geta velt fyrir sér hvort Ísland eða Spánn hafi meira að bjóða ríkjum eins og Austurríki og Ungverjalandi í slíkum hrossakaupum. Það er hægt að líta til Alþjóða hvalveiðiráðsins eftir dæmum.

Sjávarútvegur er aukabúgrein í landbúnaði innan ESB. Sjávarútvegur er það sem Íslendingar þurfa að byggja á til framtíðar. Að setja stjórn hans undir yfirþjóðlegt vald, þar sem við höfum ekkert að segja, er algjört brjálæði. Það er aðeins hænufeti frá því að svipta Ísland sjálfsforræði. 

Algjör og undantekningalaus undanþága fyrir íslenskan sjávarútveg er frumskilyrði fyrir því að menn geti svo mikið sem gælt við þá hugmynd að leyfa krötum að verða okkur til skammar með bjölluati í Brussel.

Elle_, 22.1.2012 kl. 17:32

25 Smámynd: Elle_

Maður verður að vera nokkuð ólæs eða beinlínis heltekinn og sjúkur til að þræta fyrir tölurnar að ofan.  Og ætti Ásmundur sjálfur að hugsa sinn gang ellegar þagna.

Elle_, 22.1.2012 kl. 17:37

26 identicon

Elle, eins og oft áður ferðu með hrein öfugmæli. Það er auðvelt að sanna það.

Skv Lissabon-sáttmálanum fækkar þingmönnum stærstu ríkjanna en þingmönnum minnstu ríkjanna fjölgar. 

Í dag eru þingmenn þýskalands 99 en engin þjóð má hafa fleiri þingmenn en 96 eftir gildistöku Lissabon-sáttmálans. Í dag er Malta með 5 þingmenn en 6 verður lágmarkið. Þannig minnka áhrif stóru ríkanna en áhrif hinna minni aukast.

Við munum fá 6 þingmenn sem er 0.8% af hámarksfjölda þingmanna sem eru 750. Við erum þó ekki nema 0.064% af íbúafjölda ESB-ríkjanna. Þannig fáum við 12.5 sinnum fleiri þingmenn en ef skiptingin væri í réttu hlutfalli við íbúafjöldann.

Ef við gerum ráð fyrir að Þjóðverjar fái hámarkið 96 þingmenn þá eru um 835.000 íbúar á bak við hvern þingmann Þjóðverja. Á bak við hvern þingmann Íslendinga verða aðeins um 53.000 þingmenn. ´

Þannig verður atkvæðamagn á bak við hvern Þjóðverja á Evrópuþinginu um 16 sinnum meira en hvers Íslendings. Með öðrum orðum verður áhrifavald hvers Íslendings 16 sinnum meira en hvers Þjóðverja. 

Það er því ljóst að fullyrðingar þínar td um að fjögur stærstu ríkin fari með meirihlutavald eftir gildistöku Lissabon-sáttmálans standast ekki þó að þau rétt nái meirihluta íbúanna. 

Elle, er ekki kominn tími til að þú hugsir þann gang? 

http://evropuvefur.is/svar.php?id=51985

Í hlekknum hér fyrir neðan má meðal annars sjá hve margir íbúar eru á bakvið hvern þingmann í hverju ESB-ríki fyrir sig:

http://www.utanrikisraduneyti.is/media/esb/lissabon-sattmali/Lissabon-heildarskjal.pdf

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 17:48

27 Smámynd: Elle_

Elle_, 22.1.2012 kl. 17:51

28 identicon

Elle, þessar tölur þínar eiga ekki við um vægi atkvæða á Evrópuþinginu sem ég hef verið að fjalla um allan tímann.

Í eftirfarandi hlekk geturðu séð lista yfir vægi atkvæða hvers ríkis í dag. Stærstu fjögur ríkin hafa samtals 42.9% vægi atkvæða og mun það vægi minnka með Lissabonsáttmálanum eins og áður hefur komið fram. 

http://en.wikipedia.org/wiki/European_Parliament

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 18:02

29 identicon

Elle, það er óþarfi að birta aftur sömu upplýsingarnar þó að ég hafi gert það fyrir mistök.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 18:08

30 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Framsal fullveldis við inngöngu í ESB nær yfir margfalt víðara svið en felst í EES-aðild sem var eins konar fordyri ESB."

Já vá! OMG. Eg bara hef áhyggjur af þessu, verð að segja það.

Fullveldi er nú bara orð og á þessum grunni er hægt að fá hvaða útkomu sem er. Allt eftir því hvernig viðkomandi skilur orðið fullveldi.

Hitt er annað að þetta fullveldi sem sumir tala um, að það er í raun ekki til og hefur aldrei verið til. Bara einhver jólasveinasaga.

En eg segi hnsvegar: Fokk this fullveldi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.1.2012 kl. 18:18

31 Smámynd: Elle_

Engin ´öfugmæli´ voru í neinu að ofan nema Ásmundi sjálfum.  Eg sagði það sem sagði um RÁÐHERRARÁÐIÐ og segi það enn.  Það eru ekki ´öfugmæli´.  Það eru hinsvegar ´öfugmæli´ að segja fólk segja það sem það sagði ekki og blekkja og ljúga.  Væntanlega fyrir mútufé frá Stór-Þýskalandi.  Það á að draga slíka menn fyrir sakadóm.  

Elle_, 22.1.2012 kl. 18:41

32 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Elle og vonandi er sá tími ekki langt undan þegar þessi ríkisstjórn er á fallanda fæti að fólk sem vill svíkja sjálfstæðir til Brussel fái makleg málagjöld.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2012 kl. 18:44

33 Smámynd: Elle_

Og nú bættist hinn öfugmælasmiðurinn við. 

Elle_, 22.1.2012 kl. 18:45

34 identicon

Er það ekki svolítið fyndið að margir ESB-andstæðingar hafna því að dreifbýlið sé með færri atkvæði á bak við hvern þingmann Alþingis á sama tíma og þeim finnst ekki nógu vel gert við Ísland að það fái 12.5 sinnum fleiri þingmenn á Evrópuþinginu en íbúafjöldinn segir til um og 16 sinnum fleiri en Þýskaland miðað við fólksfjölda?

Er það ekki svolítið fyndið að birta tölur um minni áhrif smáríkja í Evrópuráðinu vegna Lissabonsáttmálans án þess að geta þess að áhrif þeirra aukast á Evrópuþinginu. Langflestar ákvarðanir ráðherraráðsins ná ekki fram að ganga nema Evrópuþingið samþykki þær einnig.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 20:52

35 identicon

Andstæðingar ESB-aðildar eru nú í mikilli tilvistarkreppu.

Þeir hafa alla tíð verið í mesta basli með aðalrök sín um að ESB-aðild fylgi fullveldisafsal. Nú er hins vegar búið að jarða það haldreiði í eitt skipti fyrir öll.

Heimildin er eins og traust og hugsast getur. Norsk stjórnvöld, sem hafa engin áform um að sækja um aðild, réðu færustu fáanlegu sérfræðinga til að rannsaka málið.

Eftir tveggja ára rannsóknarstarf var niðurstaðan sú að mun meira fullveldisafsal fylgir EES-samningnum en ESB-aðild. Með öðrum orðum munu Íslendingar endurheimta hluta fullveldisins með ESB-aðild.

Þetta var meira en ESB-andstæðingar gátu kyngt. Þeir eru því örvæntingarfullir og sumir greinilega á barmi þess að fara yfir um.

Afneitunin heldur því áfram og ekki um neitt annað að ræða af þeirra hálfu en að herða róðurinn með enn meiri blekkingaráróðri. 

Annars er það merkilegt með þetta fullveldisafsal vegna EES að enginn tók eftir því  fyrr en ESB aðild bar fyrir alvöru á góma meira en áratug eftir að það hófst.

Aukið lýðræði og aukin mannréttindi urðu hins vegar fljótlega augljósir fylgifiskar EES-samningsins auk annarra enn augljósari fríðinda.

Ásmundur Harðarso (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 21:22

36 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ásmundur, Þú hefur nú fengið að sjá röksemdarfærslur,Elle,Ásthildar,Eggerts,Gunnars. Þau taka öllum þínum færslum fram og hrekja lið fyrir lið.Ég sá þessa runu fyrst núna,þar sem ég var í tjéðum Árneshreppi um helgina. Ef það þjónar miklmennsku þinni,að greina veikleika minn eftir færslum,þá er þér það velkomið,en ég þarfnast ekki þýðingar úr íslensku. Ég á 2 börn sálfræðimenntuð,annað við kennslu í greininni og hitt hyggur á doctorsnám fyrir áeggjan lectors við H.Í.,enda var Mastersritgerðin rínd,svo ég á nú til mont líka. Má ég spyrja þig persónulegrar spurnigar.ef þú værir ekki viss um efnahagslegan ávinning Íslands,við inngöngu í ESB. mundir þú styðja inngöngu af pólitískum ástæðum eingöngu. Síðan getum við haldið atinu áfram,þegar ég veit það. -´*:;

Helga Kristjánsdóttir, 23.1.2012 kl. 03:27

37 identicon

Jésús, hvað sumir esb-sinnar eru gjörsamlega, algjörlega og fullkomlega heilaþvegnir!

Þvílíkt trúarofstæki. Ótrúlegt að horfa upp á þetta.

...en fyrir okkur hin sem erum andstæð aðild Íslands að ESB er bara gott að þessir tappar tali meira og víðar. Því fleira fólk sem sér þeirra skrif, því fleira fólk mun setja stórt spurningarmerki við þennan áróður. Fólk er mest megnis vitibornir einstaklingar og sjá bersýnilega í hvers konar sálfræði og vitsmuna ástandi þessir einstaklingar eru.

Endilega strákar, talið meira, aukið áróðurinn. Það er bara af því góða.

Og þið hin, haldið áfram að skjóta niður þeirra "rök". Þegar þeir komast í rökþrot þá tekur trúarboðskapurinn við, og allir sjá úr hverju þessi grey eru gerð.

palli (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 09:21

38 identicon

Helga, hver eru þín rök gegn ESB-aðild nú þegar það hefur verið hrakið af norskri sérfræðinganefnd að eitthvert fullveldisafsal fylgi aðild fyrir þá sem eru í EES?

Viltu að Ísland verði fyrir utan ESB jafnvel þó að það kosti mun verri lífskjör fyrir almenning, meiri spillingu og meiri ójöfnuð?

Telurðu að tvöfalt þyngri greiðslubyrði lána (ásamt öðru) sé ekki of hátt gjald fyrir það eitt að fá að standa utan ESB?

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 11:06

39 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

 "Telurðu að tvöfalt þyngri greiðslubyrði lána (ásamt öðru) sé ekki of hátt gjald fyrir það eitt að fá að standa utan ESB?"

"Share of housing costs in disposable household income, by type of household and income group. TOTAL ALL GROUPS 2010"

Danmörk 33,3%

Þýskaland 27,5%

Finnland 17,5%

Svíþjóð 21,1%

Noregur 20,7%

Ísland 21%

Bretland 28.9%

Sviss 26,4%

Að gang í ESB veitir okkur ekki 50% afslátt á húsnæðiskosnaði og eins og sumir vilja vera láta. Eins og flestir vita þá eru afborganir lána langstæsti kostnaðarliðurinn íslenskra húseigenda. Mýtan um ógurlegan húsnæðiskostnað á Íslandi vegna hárra vaxta á lánum stenst ekki nánari skoðun.

A.T.H Heimild: Hagstofa Evrópu (Eurostat)

Eggert Sigurbergsson, 23.1.2012 kl. 13:04

40 identicon

ASÍ hefur reiknað út að greiðslubyrði af jafnháum lánum hefur verið að meðaltali tvöfalt meiri á Íslandi en í nágrannalöndunum eða rúmlega það.

Greiðslubyrði af lánum er aðeins hluti af húsnæðiskostnaðinum svo að listi yfir húsnæðiskostnað margra þjóða segir ekkert til um greiðslubyrði lána í þessum löndum.

Meðaltal húsnæðiskostnaðar segir einnig takmarkað vegna þess að margir hér á landi skulda ekki neitt og aðrir lítið.

Það sem er til umfjöllinar er kostnaðurinn af að taka lán, öðru nafni greiðslubyrði lána. Þessi kostnaður er tvöfalt meiri hér en á evrusvæðinu. 

Enn verra er þó að með krónu sem gjaldmiðil búa Íslendingar við það að greiðslubyrðin geti rokið upp úr öllu valdi á sama tíma og laun standa í stað og íbúðarverð lækkar mikið.

Þetta þýðir að menn taka þá áhættu með íbúðarkaupum að margra ára sparnaður verði að engu og þeir sitji uppi með skuldir sem eru mun hærri en söluverð íbúðarinnar. 

Þetta á við langflesta sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Þeir þurfa lán fyrir meirihluta kaupverðsins.

Margir eru í aðstöðu til að hagnast á gjaldeyrishöftum og sveiflum á gengi krónunnar. Þeir þurfa því síður há íbúðarlán en aðrir.  

Þessi staðreynd eykur ójöfnuð og dregur niður meðaltal greiðslubyrðarinnar og húsnæðiskostnaðarins.  Hinir ríku verða ríkari en allur almenningur fátækari.

Ásmundur Harðarso (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 15:32

41 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvað hefur atvinnuleysi aukist mikið hjá konum í ESB löndum síðan þetta bandaríkjaævintýri Evrópu byrjaði? T. d. á Írlandi? Það væri gott að fá þær tölur hér, til að sýna fram á hvað jafnrétti ESB er jákvætt. Það er staðreynd að konur missa fyrst vinnuna þegar þrengir að. Það er víst jafnaðarmanna-stjórn á Íslandi núna, og henni ætti að vera umhugað um jafnrétti.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.1.2012 kl. 15:33

42 identicon

Palli, það er ekki trúarofstæki sem hægt er að færa sterk rök fyrir. Ekki vantar sterk rök fyrir aðild. Rökin gegn aðild eru hins vegar að mínu mati afar veik.

Meðal raka fyrir aðild er gjaldmiðill með bakhjarli í seðlabanka sem tryggir nauðsynlegan stöðugleika.

Stöðugleikinn kemur í veg fyrir að lán hækki upp úr öllu valkdi á sama tíma og laun standa í stað og íbúðarverð lækkar.

Stöðugleikinn kemur í veg fyrir að rekstrarskilyrði fyrirtækja versni vegna breytinga á gengi krónunnar þannig að blómlegur rekstur verði vonlaus.

Gjaldeyrishöft og sveiflur á gengi krónunnar valda spillingu og almennri lífskjararýrnun. Fáir hagnast á kostnað almennings.

Með ESB-aðild lækkar greiðslubyrði lána gífurlega og vöruverð lækkar. Lífskjör munu því batna.

Með upptöku evru minnkar verðbólgan og verðtrygging verður ekki lengur nauðsynleg og mun því hverfa. Lán munu lækka með hverri greiðslu.

Þetta eru auðvitað afar sterk rök fyrir aðild en þó aðeins fátt að því sem ávinnst.

Rökin gegn aðild eru hins vegar að mínu mati afar veik.

Sterkasta tromp flestra hefur verið fullveldisafsal. Það stenst þó enga skoðun enda er fullveldisafsalið meira með EES-samningnum eins og norsk sérfræðinganefnd hefur sýnt fram á.

Fullyrðingar um lýðræðishalla standast heldur ekki skoðun enda eru þingmenn ESB kosnir beinni kosningu og fær Ísland 12.5 sinnum fleiri þingmenn en fólksfjöldinn segir til um.

Önnur rök tel ég svo léttvæg að þau verða að mínu mati annaðhvort að teljast liður í blekkingaráróðri eða lýsa mikilli vanmáttarkennd fyrir hönd Íslands.

Aðrar þjóðir, þar á meðal minnstu þjóðirnar, hafa nefnilega ekki kvartað undan þessum atriðum.  

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 18:11

43 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ásmundur. Getur þú nokkuð útskýrt fyrir mér það sem ég spurði um í athugasemdinni hér að ofan?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.1.2012 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband