Er evrukreppan að snúast upp í heimskreppu?

Lagarde, forstjóri AGS, tók afar sterkt til orða í gær og gaf sterklega í skyn að vandræðagangurinn á evrusvæðinu gæti smitað út frá sér til annarra heimsálfa og leitt yfir heiminn svipað ástand og skapaðist í heimskreppunni miklu í kringum 1930.

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði um evrukreppuna í viðtali við Wall Street Journal í gær „að engin vandamál hafi verið leyst ennþá, þrátt fyrir yfirlýsingar þjóðarleiðtoga Evrópuríkja þar um. Ennþá sé skuldavandi ríkja of mikill." Einkum sagði Lagarde að staða Ítalíu og Spánar væri áhyggjuefni. „Aðgerðir þola enga bið. Það verður að grípa til allra ráða til þess að auka hagvöxt, og styrkja efnahag ríkja, strax."

Á fundi Þýsku utanríkismálastofnuninni í Berlín í gærmorgun (23/1) sagði Lagarde að heimurinn stæði nú frammi fyrir því að aðgerðir til þess að hindra svipað ástand og skapaðist í kringum 1930, þegar kreppan mikla skall á, verði að veruleika.

Hún sagði að leið ESB-ríkja til að ná tökum á vandanum fælist í því auka hagvöxt, reisa hærri eldveggi og vinna að meiri samruna. Hún nefndi sérstaklega að auka bæri fjárframlög til sjóða sem styrktu evru-samstarfið til frambúðar, varanlega björgunarsjóðinn og hin svonefndu „evru-skuldabréf". Þjóðverjar sem leggja mest af mörkum eru andvígir hvoru tveggja.

„Við þurfum hærri eldveggi. Komi þeir ekki til sögunnar verður ríkjum eins og Ítalíu og Spáni sem geta í raun staðið í skilum þröngvað að barmi greiðslufalls vegna óeðlilegs fjármagnskostnaðar."

Heimildir: Wall Street Journal, Vísir, Evrópuvaktin

Því má bæta við að samkvæmt skoðanakönnun sem birt var 19. janúar s.l. vildu aðeins 28% aðspurðra að Íslendingar tækju upp evru en 52% voru því andvíg. Þarf nokkur að vera hissa á því? En áfram böðlast Össur og Jóhanna með umsóknina um ESB-aðild í þeim yfirlýsta tilgangi að þjóðin geti tekið upp evru! Og veruleikafirrt forysta ASÍ tekur ákaft undir sönginn með vikulegum áróðurssamkomum þar sem evran er dýrkuð og dásömuð sem „kletturinn í hafinu", eins og Gylfi forseti ASÍ orðar það.


mbl.is Lántökukostnaður Spánar lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég las reyndar einhversstaðar  eftir einn verkalýsðforingjann að Gylfi hefði beytt sér gegn atkvæðagreiðsu um ESB á fundinum sem Verkalýðshreyfinginn hélt á dögunum, finn greinina ekki núna.  En þá er hann viss um að það er ekki  meirihluti fyrir ESB innan verkalýðshreyfingarinnar, og samt keyrir hann áfram í nafni þeirra á þessu ESB.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.1.2012 kl. 12:47

2 identicon

Já, evru-boðskapurinn ekki alveg að ganga hjá Össuri og öðrum fíflum.

...og þá er farið yfir í annan mun langsóttari boðskap, að Ísland geti haft áhrif á ákvarðanatökur í Brussel með inngöngu, og að fullveldi aukist jafnvel.

Ég er hættur að líta á esb-sinna sem vitiborna einstaklinga. Hafði mínar efasemdir áður, en þær eru horfnar.

palli (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 13:38

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Palli.  Minnir mig á söguna um maurinn sem klifraði upp á hálsinn á fílnum, og hinir maurarnir stóðu fyrir neðan og æptu Kyrktu hann Emil Kyrktu hann... svona álíka líklegt og að við komum einhverju að í Brussel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.1.2012 kl. 14:08

4 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Seðlabanka Evrópu (ECP) er bannað að vera lánveitandi til þrautavara. Mýtan um að seðlabanki Evrópu verði bakjarl fyrir íslenska banka eftir inngöngu í ESB á ekki við rök að styðjast.

Evrópski seðlabanki bregst við með því að kaupa skuldir aðildarríkjana m.a Spánar til að lækka lántökukosnað þessara ríkja. Það yljar víst í smá stund að pissa í skóinn sinn.

Eggert Sigurbergsson, 24.1.2012 kl. 14:27

5 identicon

Evrukreppan er ekki að snúast upp í heimskreppu.

Yfirvofandi heimskreppa á sér engar rætur í vandamálum evrunnar. Þvert á móti eru vandamál evrunnar vegna alþjóðlegs skuldavanda sem ekki er ólíklegt að muni leiða til heimskreppu.

Upptökin má rekja til undirmálslána í Bandaríkjunum sem seld voru til Evrópu í skuldavafningum með hæstu einunn matsfyrirtækja. Reyndar má rekja upptökin til forsetatíðar Ronalds Reagen og þeirrar frjálshyggju sem hann innleiddi. 

Athyglin hefur beinst að evrulöndum vegna þess að þar hafa menn verið að gera eitthvað í málunum. Aðrir hafa flotið sofandi að feigðarósi.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 15:19

6 identicon

Þú er illa ruglaður í hausnum, Ásmundur. Illa.

Hvað nákvæmlega eru evrulönd að gera í málunum? Þá meina ég annað en að hittast og koma svo með einhverjar yfirlýsingar? Skilgreiningin á geðveiki er að endurtaka sama hlutinn og búast við mismunandi útkomum. Greinin að ofan er vísað í Lagard sem er að gagnrýna ESB fyrir að gera ekkert í málunum. Er þá athyglin á þeim vegna þess að þar hafa menn verið að gera eitthvað í málunum???

"Aðrir hafa flotið sofandi að feigðarósi"??? Nú, er vandamál ekki til staðar á evrusvæðinu? Evrusvæðið flaut eitthvað annað þá?, eða var ekki sofandi, flaut niður að feigðarósi með glöðu geði?

Þú þarft geðlyf eða eitthvað, vinurinn. Þú er illa veruleikafirrtur.

Hvernig er hægt að skjóta sig í löppina sífellt aftur og aftur, eins og þú gerir? Hvernig er það hægt??

Þetta er svo vitlaust og heimsk og ruglað sem kemur frá þér, að ég get varla trúað því upp á nokkurn mann. Þetta er það mikið bull.

Hvað ertu gamall?

palli (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 15:39

7 identicon

Og upptökin er frekar að rekja aftur til Nixons, sem tók gullfótinn af dollaranum, og aðrir gjaldmiðlar fylgdu því eftir.

Og hvað? Er ESB eitthvað að gera í þeim málum? Er verið að koma á nýju bankakerfi? Eitthvað sem ég hef ekki tekið eftir.

Þú ert eins og smákrakki í sandkassa, grátandi og bendandi á einhvern "Hann byrjaði!"

Þú ert nákvæmlega eins og Samspillingin sem vælir og bendir putta á Sjálfstæðisflokkinn, þótt samspillingin hafi verið í hrun-ríkisstjórninni.

Sjálfsblekking og afneitun einkennir þig og þína, já og slatti af hreinni heimsku og vankunnáttu.

palli (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 15:47

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi blessaði maður er annað hvort forritað vélmenni eða algjör tréhaus. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.1.2012 kl. 16:17

9 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

"Yfirvofandi heimskreppa á sér engar rætur í vandamálum evrunnar", segir Ásmundur Harðarsson. Hann ætti að segja Alþjóðagjaldeyrissjóðnum frá þessari trú sinni. Rétt í þessu var að koma ný frétt svohljóðandi: "Mikil hætta steðjar að efnahag heimsins; viðvörunin birtist í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um fjármálastöðugleika sem kom út þriðjudaginn 24. janúar. Upptök hættunnar eru einkum rakin til evru-svæðisins." Vill ekki Ásmundur hringja strax í Cristine Lagarde? 

Vinstrivaktin gegn ESB, 24.1.2012 kl. 16:31

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svona smáathugasemdnir frá AGS ná nú ekki inn í kollinn á Ásmundi, þetta er bara vitleysa af því að hentar ekki málstaðnum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.1.2012 kl. 16:40

11 identicon

Hvaða  fyrirbæri er þetta eiginlega sem kallar sig Palli? Er þetta nokkuð PalliVill? Eða er þetta ofvirkt barn í tilvistarkreppu?

Hann lætur sem hann viti betur en norska sérfræðinganefndin sem eftir tveggja ára rannsóknarstarf að beiðni norskra yfirvalda komst að því að meira fullveldisafsal fylgdi EES-samningnum en ESB-aðild.

Á Palli kannski erfitt með að skilja að það þýðir að með inngöngu í ESB endurheimtum við sem EES-þjóð hluta fullveldisins?

Er það ekki stórkostlegt þegar aumur bloggari á Íslandi lætur sem hann viti betur og ætlast jafnvel til að tekið sé mark á honum án þess að hann færi fram  nein rök?

Ekki nóg með að Palli telji sig hafinn yfir tveggja ára rannsókn norsku sérfræðinganefndarinnar heldur nær hann ekki upp í nef sér af hneykslun yfir því að mark sé tekið á niðurstöðum hennar.

Málflutningur hans um starf ESB við að leysa evruvandann er á sama plani. Það er auðvitað að gera eitthvað í málunum að hittast á fundum til að reyna að finna lausnir. Það er andstaðan við að fljóta sofandi að feigðarósi.

Þeir sem hafa ekkert af viti að leggja til umræðunnar ættu að vera úti.  Hér er ekki athvarf fyrir persónuleg vandamál fólks.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 16:58

12 identicon

Heimskreppa er búin að vera yfirvofandi mun lengur en evruvandinn.

Það getur vel verið að heimskreppan komi fyrst fram í evrulöndum. En undirliggjandi ástæða er allt önnur en evran.

Gjaldmiðlar valda ekki heimskreppu. Skuldakreppur geta gert það.

Það hefði engu breytt um yfirvofandi heimskreppu þó að evran væri ekki til. Hún hefði þá byrjað einhvers staðar annars staðar. Reyndar er ekki útséð um að hún byrji annars staðar.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 17:37

13 identicon

EVRU svæðið er nú talið veikasti hlekkurinn í efnahaglífi heimsins.

EVRU svæðið er lakasta hagvaxtarsvæði heims með samdrátt í þjóðarframleiðslu og neikvæaðan hagvöxt og vaxandi atvinnuleysi sem er þó í hæstu hæðum.

Nær öll önnur efnahagssvæði heims er spáð talsverðum hagvexti meira að segja litla hagvaxtarsvæðið Ísland var með talsverðan hagvöxt á síðasta ári og spáð er áframhaldandi hagvexti á Íslandi, minnkandi atvinnuleysi og það með okkar litlu krónu og án ESB.

Gríðarlegur fjármagns- og fjárfestingarflótti er nú af mest öllu EVRU svæðinu. Helstu hagfræðingar heims og helstu hagsstofnanir heims segja að EVRU svæðið sé stærsta vandamálið.

Allar skamm tíma og langtíma spár um lífskjör og efnahagslíf EVRU svæðisins eru nær allr dökkar.

Meðan flestar skammtíma spár og allar langtímaspár opinberra stofnana og aðila sem fást við efnahgsmál sýna að spár litla Íslands eru mjög bjartar.

Það er nær öllum ljóst sem skoða þessi ESB mál af einhverri alvöru að það að ætla að koma Íslandi inn í þennan vandamála og skuldavafning sem ESB og EVRAN hefur reynst, er mikið glapræði og í reynd óðs manns æði !

Vörn Ásmundar Harðarsonar fyrir ESB og EVRU stenst ekki staðreyndir eða raunveruleika dagsins í dag og enn síður þegar fram í sækir.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 18:57

14 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ísland hefur eignast súper hagfræðing, eða spámann, Ásmund Harðarson.

Það er synd að slíkur maður skuli einungis vera aumur bloggari hér upp á klakanum. Jóhanna og Össur ætti að finna þennann mann og senda hann samstundis til Washington DC, þar sem hann gæti sest við hlið Lagarde og hjálpað henni að skilja vanda heimsins!

Gunnar Heiðarsson, 24.1.2012 kl. 20:59

15 identicon

Gunnlaugur, þú ert fullyrðingaglaður. Gallinn er bara sá að fullyrðingar þínar standast enga skoðun. Þú ert heldur ekki með neinar heimildir fyrir þeim. 

það er rangt að tala um evrusvæðið sem eina heild.

Ástandið er mjög mismunandi allt frá því að vera framúrskarandi gott yfir í að vera slæmt. Mörg evrulöndin eru ekki bara framúrskarandi í samburði við önnur evrulönd heldur á heimsvísu.

Sem dæmi um hve mismunandi ástandið er þá er atvinnuleysi 4% í Austurríki en 23% á Spáni. Lágmarksmánaðarlaun eru 1850 evrur í Danmörku en 92 evrur í Búlgaríu. Hagvöxtur er mestur i Svíþjóð 5.6% en minnstur á Íslandi -4%.

Hagvöxtur þeirra norðurlanda sem eru í ESB er mun hærri en þeirra sem standa þar fyrir utan með Ísland á botninum. Þetta má sjá í hlekknum hér fyrir neðan:

http://data.worldbank.org/indicator/NY.GDP.MKTP.KD.ZG

Þetta eru nýjustu fáanlegu tölur, frá 2010. Þær segja meira en spár sem hafa tilhneigingu til að rætast ekki. 

Annað sem gefur góða vísbendingu um efnahagsstöðuna eru skuldir. Í hlekknum hér fyrir neðan má sjá að skuldir flestra evruríkja eru ekki tiltakanlega miklar.

Enn koma norðurlandaþjóðirnar í ESB betur út en þær sem standa fyrir utan með Ísland aftur á botninum.

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_public_debt

Staðreyndirnar tala sínu máli. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 21:18

16 identicon

Kjáni geturðu verið, Gunnar.

Að sjálfsögðu veit Lagarde um skuldakreppuna sem hefur ógnað efnahag heimsins í mörg ár.

Heimskreppa af völdum hennar byrjaði haustið 2008. Það sem hefur verið gert til að leysa hana hafa aðeins verið skammtímalausnir. Skuldavandinn er enn til staðar. Kreppan er því ekki yfirstaðin heldur hefur henni aðeins verið haldið niðri. 

Það þarf hvorki mikla hagfræðiþekkingu né spádómsgáfu til að sjá þetta. Það nægir að fylgjast með og draga rökréttar ályktanir frá staðreyndum.

Lagarde var ekki með neina allsherjargreiningu á vandanum enda ekki tilefni til þess. Þess vegna eru hennar orð ekki í mótsögn við það sem ég hef haldið fram. 

Ásmundur Harðarso (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 22:32

17 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er kannski kjánalegt af mér að kalla þig snilling eða spámann Ásmundur. Er ekki frá því að það sé rétt hjá þér!

Gunnar Heiðarsson, 24.1.2012 kl. 23:25

18 Smámynd: Elle_

Ásmundur og Össur  ætla aleinir yfir sjóinn til Brussel og ´endurheimta fullveldið´ @#$%///!!???????  Eru þetta ekki bara brandarar eða segir hann alla þessa ´fullvalda hluti´ í alvöru?  Veit maðurinn ekki annars að við erum FULLVALDA RÍKI??

Elle_, 25.1.2012 kl. 00:21

19 identicon

Elle, þú hlýtur að hafa hlegið þig máttlausa þegar þú last skýrslu norsku rannsóknarnefndarinnar um að meira fullveldiafsal fylgdi EES-samningnum en ESB-aðild.

Þennan mun munum við endurheimta með ESB-aðild. Þá tökum við ekki lengur við tilskipunum frá ESB heldur tökum fullan þátt í öllum ákvörðunum. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 01:17

20 identicon

Haha... jájá, whatever. Það er minna fullveldi að vera stjórnað að hluta af Brussel en vera stjórnað að fullu.

Hvernig er hægt að láta eitthvað jafnheimskt út úr sér?

Ef rannsóknarnefnd segir að himininn er grænn og tunglið úr osti, þá er það bara þannig.

Ef við færum inn í ESB, sem verður aldrei, þá hefðum við 0,8%vægi í ákvarðanatökum. Það kallar Ásmundur að taka fullan þátt í ákvörðunum. Við fengjum um 4 þingmenn sem hrópa "múkkmúkkmúkk" út í loftið við og við. Ekki verður það meira en það. Álíka tilgangslaust og þessi Ásmundur.

Auðvitað tekur svona fólk ekki neinu sönsum. Þetta kallast á daglegu máli heilaþvottur. Fullyrðingar endurteknar sífellt, og lítið meira en það.

Pælið í kauða. Hann er hérna á vinstrivaktinni að ummælast dag og nótt, með málstað sem er byggður á sandi og getur ekki staðið í rökrænum viðræðum.

Er hann virkilega launað áróðurspeð eða virkilega svo heimskur en ekki síst langt leiddur í heilaþvættinum að hann fær eitthvað kick úr út því að hanga hérna dag og nótt, þótt hann viti að það mun aldrei hafa neitt upp á sig?

Vitleysingur eða lygari?

ESB-sinnar í hnotskurð.

palli (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 07:54

21 Smámynd: Björn Emilsson

Er ekki mögulegt að birta mynd af þessu fyrirbæri Ásmundi Harðarsyni. Hefur hann kannske eitthvað að fela? Kannske er hann alls ekki þessi Asmundur Harðarson sem hann nefnir sig. Jón Frímann greyið birtir allavega mynd af sér með hverri grein. Menn ættu ekki að vera eyða orðum í þessa þöngulhausa. Þrugl þeirra eyðileggur bara gagnlega umræðu á blogginu.

Björn Emilsson, 25.1.2012 kl. 09:00

22 identicon

Drottinn minn! þvílík rök! Þvílík afneitun!

Palli líkir niðurstöðu norsku sérfræðinganefndarinnar um að meira fullveldisafsal fylgi EES-samningnum en ESB-aðild við að hún hefði sagt að himinninn væri grænn og tunglið úr osti.

Er hægt að vera lengra leiddur af heilaþvætti? Er hægt að vera í meiri afneitun? Það geta ekki verið vitsmunaverur sem láta fara svona með sig.

Annars er Palla trúlega vorkunn. Orðfæri hans og annað benda til að hann sé ekki af barnsaldri. Mig grunar að hann hafi verið neyddur til að meðtaka boðskapinn. 

Þjóð sem er aðeins  0.064% af íbúafjölda ESB tekur meira en fullan þátt í  ákvarðanatökum með 0.8% af þingmannafjöldanum sem er 12.5 sinnum meira en íbúaafjöldinn segir til um.

Auk þess er jöfn eða jafnari skipting á milli þjóða í öðrum stofnunum ESB.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 11:00

23 Smámynd: Elle_

Drottinn minn, já, hvílík afneitun að halda það sem þú segir.  Við eigum að segja upp EES samningnum.  Við förum ekki inn í bandalagið ykkar og endurheimtum neitt. 

Elle_, 25.1.2012 kl. 11:09

24 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Breytum vatni í vín   hugmyndin mín er það sem myndi tryggja okkar stöðu í þeirri heimskreppu sem núna er skollin á og mun versna.

Ríkisstjórnin er í afneitun og stöðnun. Hvað er hægt að bjóða okkur lengi uppá þetta ástand? Hvenær ætlar V-G að beita sér fyrir þeim málefnum sem að þau voru kosin til? Umhverfisvernd og sjálfbærni getur verið mjög verðmætaskapandi og aflað fjölda manns viðurværis eins og ég bendi á í Breytum vatni í vín

Við verðum að gera núna strax ráðstafanir til heilla fyrir þjóðina. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 25.1.2012 kl. 11:20

25 identicon

Það er sennilega sjálfhætt i EES ef ESB verðir hafnað. Gjaldeyrishöft til frambúðar samræmast ekki EES og króna á floti er feigðarflan.

Þannig endurheimtum við fullveldið en ekki bara að hluta eins og með ESB-aðild.

Svo er bara að taka lífskjaraskerðingunni og einangruninni. Verst að við getum þá líklega ekki staðið í skilum með erlendar skuldir. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 11:27

26 identicon

Við sem sagt förum úr EES-samstarfi, þar sem við ákveðum eigin lög og tökum upp EES reglugerðir í ákveðnum efnisflokkum

...yfir í að vera með 0,8% vægi, eða nánast ekki neitt, við að setja öll lög í öllum efnisflokkum. Þá á að vera aukning í fullveldi!!

Fjöldi kjósenda á bakvið hverja prósentu í vægi lagasetningar í ESB breytir ekki tittlingaskít í því, né hvaða rannsóknar nefnd sem þú vilt nefna.

Eins og ég segi, Ásmundur, þú ert illa veruleikafirrtur.

Það er ekki hægt að tala við heimskingja eins og þig. Þú er blindur og heimskur.

"Þjóð sem er aðeins 0.064% af íbúafjölda ESB tekur meira en fullan þátt í ákvarðanatökum með 0.8% af þingmannafjöldanum.."  

...meira en fullan þátt í ákvarðanatökum???  0,8%???  Hvað erum við með mikið vægi í okkar lagasetningu, að EES reglugerðum undanskildum? Og það er sem sagt minna en 0,8% og þá myndum við auka okkar fullveldi með því að "auka" það upp í 0,8%

Ættir þú bara ekki að fara aftur út í sandkassa og fara í snjókast? Það hæfir þínum vitsmunum og þroska.

Heimskulegri rök fyrir ESB-aðild hef ég aldrei heyrt.

palli (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 11:32

27 identicon

Ef Íslendingar væru fleiri, og væru 0,8% af mannfjölda ESB, og Ísland færi inn í ESB og fengi sitt 0,8% vægi, þá væri það sem sagt sama fullveldi og sjálfstæði og ef við hefðum ekki farið inn í ESB.

Það myndi ekki breyta neinu, í huga Ásmundar, í því dæmi, að ganga inn í ESB eða ekki?

Þvílíkur apaköttur!

palli (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 11:47

28 identicon

Ásmundur, hver eru mörkin hjá þér? Eru einhver mörk?

Ef Ísland fengi vægi í ESB skv. íbúafjölda, þ.e. ekki 0,8% heldur 0,064% vægi

...væri það þá samt ástæða að ganga í ESB "til að taka þátt í ákvarðanatökum í Brussel"?

Værir þú sáttur við 0,064% vægi? Væri það samt þess virði, í þínum takmarkaða huga, að Ísland ætti að ganga í ESB?

Ef ekki, hver eru mörkin? Hvað myndir þú sætta þig við og hvað ekki?

Hefurðu einhverntíman hugsað sjálfstætt, eða spurt þig að svona spurningum?

Þú lærir það kanski síðar á lífsleiðinni þegar þú hefur öðlast lágmarks þroska og vit til að tjá þig á meðal vitiborna manna.

palli (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 11:53

29 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stundum hvarflar að mér að þessi maður sé eiginlega andvígur ESB og sé einungis að eyðileggja málstaðinn fyrir þeim, sem ekki er nú beysin fyrir.  En ´g er löngu hætt að nenna að spá í það sem vellur upp úr honum.  Segi bara I rest my case. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2012 kl. 14:07

30 identicon

Grey Palli er jafnvel enn styttra á veg kominn en virðist við fyrstu sýn.

Hann hefur td lítinn skilning á íslensku máli. Hann hefur ekki hugmynd um hvað það þýðir að taka þátt í einhverju. Hann heldur að það að taka fullan þátt í ákvörðunum ESB sé að hafa 100% ákvörðuanarvald yfir þeim.

Sama minnimáttarkenndin gagnvart útlendingum og hjá mörgum öðrum einkennir málflutning Palla. Hún lýsir sér þannig að það sé í góðu lagi að deila ákvörðunarvaldinu  með öðrum Íslendingum, öðrum kjördæmum osfrv, en alls ekki með útlendingum.

Hann virðast halda að það sé hægt að hafa eðlilegt samstarf við aðra Íslendinga en í samstarfi við útlendinga verði Íslendingar örugglega ofurliði bornir.

Þeir sem eru verst haldnir af vanmáttarkennd telja að við  missum allar auðlindir okkar og að Ísland verði jafnvel hluti af Stór-Þýskalandi.  Þeir sem hugsa svona eru greinilega ekki með réttu ráði. 

Svona hugmyndir eru stórundarlegar í ljósi þess að hvergi í heiminum er lýðræði og jafnrétti jafnmikið í hávegum höfð og í ESB.

Félagslegur þroski Palla er á núllpunkti enda sér hann ekkert nema ákvörðunarvaldið þegar kemur að samstarfi við aðrar þjóðir. Ávinningurinn af samstarfi skiptir hann engu máli jafnvel þó að hann sé gífurlegur.

Það er eins með Palla og aðra andstæðinga ESB-aðildar að þeir hugsa ekkert um þá framtíð sem blasir við með krónu sem gjaldmiðil.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 16:46

31 identicon

Já, Ásthildur, það gæti kanski verið rétt hjá þér.

Ásmundur, er samt sagt lítill munur á 100% fullveldi og 0,8%?

..og það er bara minnimáttarkennd að vera ósammála þér?

...og að Brussel stjórni ekki miðunum og hleypi erlendum stór-sjávarútvegsfyrirtækjum á miðin? (svona eins og sagt er í reglugerðum ESB)

Þegar þú kemst í samband við Jörðina aftur, láttu vita og við gætum kanski talað saman á vitrænum nótum, til tilbreytingar.

palli (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 08:37

32 identicon

Síðuhaldarar ættu bara að banna ip-töluna hjá þessu greyi. Það er ekkert að því siðferðislega. Hann er ekki að taka þátt í rökræðum og er bara með sinn trúarofstækisáróður. Þið væruð líklegast að gera honum greiða. Hann þyrfti að fara að gera eitthvað annað en að hanga hérna, gæti jafnvel farið út úr húsi og eignast líf.

palli (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 08:40

33 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Við verðum líka að skoða tímana tákn, heimskreppan sem skollin er á mun hafa alvarlegar afleiðingar á mörkuðum okkar, það verður að bregðast við því núna strax!

Ég hef ekki nokkra trú á erlendum fjárfestingum hérlendis að einhverju marki á þessum alvarlegu tímum, álverin eru að draga saman hjá sér, en líklega væri séns með gagnaver.

Heimsástandið er svo alvarlegt ófriður víða og brjálæðingurinn í Íran kominn með kjarnorku.

Íslendingar eiga að "pakka í vörn" draga sig útúr ESB aðildarferlinu og tryggja velferð íslendinga með minni leið. Það er engin þörf á því að búa til einhverja stjórnmálaflokka um þær, heldur eiga núverandi stjórnvöld vel að geta framkvæmt þær. þessar leiðir sem ég bendi á ættu að samræmast stefnu V-G og núna þegar að fullljóst er að Samfylkingin með sína ESB aðildarleið hefur rangt fyrir sér, ætti að vera komið að V-G að efla kosningaloforð sín og byggja hér upp að nýju í takt við mannúð, umhverfisvernd og sjálfbærni að leiðarljósi. Það eru þau gildi sem kjósendur heilluðust af og treystu V-G til að uppfylla. Kominn er tími til sátta innan stjórnmálanna, ekki er hægt að bjóða þjóðinni uppá endalausar upplausnir og deilur. Það er óþolandi að þeir þingmenn sem að fara eftir kosningaloforðum V-G skuli vera lagðir í stanslaust einelti af flokksforustunni.

Guðrún Sæmundsdóttir, 26.1.2012 kl. 12:37

34 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek algjörlega undir þetta með þér Guðrún.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2012 kl. 13:06

35 identicon

Palli sér ofsjónum yfir að Ísland hafi ekki nema 12.5 sinnum fleiri þingmenn á Evrópuþinginu en íbúafjöldinn segir til um.

Þetta er vanmáttarkennd fyrir hönd Íslendinga, jafnvel vænisýki. Palli heldur greinilega að Ísland verði eitt og yfirgefið í ESB á móti öllum hinum löndunum.

Auðvitað er þetta ekki þannig. Tillaga frá Íslendingi getur fengið meirihluta fylgi ekkert síður en tillaga frá miklu fjölmennari þjóðum.

Auk þess er við aðrar stofnanir ESB að eiga til að fá mál samþykkt sem lög. Í framkvæmdastjórn er einn fulltrúi frá hverri þjóð. Framkvæmdastjórn hefur frumkvæði að nýjum lögum.

Ekki nægir samþykki Evrópuþingsins til að ný lög öðlist gildi. Ráðherraráðið þarf einnig að samþykkja þau. Í ráðherraráðinu eru ráðherrar ríkisstjórna aðildarþjóðanna.

Oftast eru mál til lykta leidd í ráðherraráðinu með auknum meirihluta akvæða.Þá veguratkvæði Íslands jafnt og atkvæði annarra þjóða.

Þó getur hver þjóð krafist að íbúafjöldinn ráði vægi atkvæða í einstökum málum. Þá þarf 62% atkvæða til lög sé samþykkt í ráherraráðinu.

Þetta litur því allt vel út fyrir Íslands hönd enda hefur minnstu þjóðunum vegnað sérstaklega vel í ESB.

Það er greinilegt að lýðræði og jafnrétti eiga ekki upp á pallborðið hjá Palla litla samanber kröfuna um að ég verði bannaður.

Þess vegna kemur ekki óvart að hann sé á móti ESB. Vanmáttarkenndin tekur á sig ýmsar myndir. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband