Færsluflokkur: Evrópumál
Ekki ENN rétt að slíta ESB-viðræðum, segir Steingrímur J
20.1.2012 | 11:49
Enn sem komið er hef ég ekki talið það skynsamlegt að við hverfum frá því ferli sem við erum stödd í núna, segir Steingrímur J. Sigfússon og vill fá efnislega niðurstöðu í ESB-viðræður. Hana mætti fá með því að slíta viðræðunum vegna ágreinings eða með...
Starfsmannaleigur, slysahætta og tilskipun ESB
19.1.2012 | 18:30
Vinstrivaktin vill vekja athygli á góðri grein um starfsmannaleigur á Smugunni en þar segir meðal annars: ,,Verkalýðshreyfingin í Noregi mótmælti í gær samþykkt Evróputilskipunar um starfsmannaleigur með vinnustöðvun og mótmælum í stærstu borgum Noregs"...
Smugan vekur athygli á gríðarlegu atvinnuleysi ungs fólks í ESB
19.1.2012 | 12:39
Í athyglisverðri grein í Smugunni í þessari viku er fjallað um atvinnuleysi ungs fólks innan ESB. Vísað er til nýrrar skýrslu þar að lútandi. Innan sambandsins í heild er atvinnuleysi um mitt ár 2011 20,7% og atvinnuþátttaka unga fólksins aðeins 32,9%....
Er ESB á leið til helvítis? – spyr ákafur ESB-sinni í örvæntingu
18.1.2012 | 13:59
Árni Snævarr verður seint nefndur andstæðingur ESB-aðildar. Hann segist hafa spurt áhrifamann í Brussel til margra ára um undanþágur frá regluverki ESB og fengið þau svör að undanþágur væru eingöngu tímabundnar. „Er Evrópusambandið á leið til...
Þjónkun VG við Samfylkinguna í þágu ESB vekur ólgu víða um land
17.1.2012 | 12:07
Megn óánægja ríkir meðal stuðningsmanna VG víða um land með brottrekstur Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn, en sú ákvörðun var tekin að kröfu Samfylkingarinnar. Steingrímur fórnaði þar biskupi fyrir peð, þ.e. þau Jóhanna losuðu sig við Árna Pál í leiðinni....
Hefðarkonan skálar við gamla, fulla þjónninn
16.1.2012 | 12:02
Um fátt er meira rætt um heim allan en um landfarsóttina sem herjar í efnahagslífi evruríkjanna. Óttast er að hún smiti út frá sér til fjármálafyrirtækja í öðrum heimsálfum. Þá gæti heimskreppan mikla 1930 endurtekið sig, sagði Christine Lagarde,...
Er unnt að bakka út af evrusvæðinu?
15.1.2012 | 12:00
Þær þjóðir sem verst eru staddar á evrusvæðinu eiga fárra kosta völ. Sjálfstæður gjaldmiðill væri líklega heppilegasta úrræði fyrir þær til að rífa sig upp úr kviksyndinu líkt og gerst hefur á Íslandi. Gallinn er þó sá að ekki er auðvelt að sleppa aftur...
Ástæðurnar fyrir því að evrusvæðið er að hrynja
14.1.2012 | 10:35
Föstudagurinn 13. janúar er svartasti dagurinn í sögu evrusvæðisins. Lánshæfismat níu aðildarríkja féll, þar af Ítalíu og Spánar um tvö sæti. Ógöngur evrusvæðisins voru löngu fyrirsjáanlegar. Evran var frá upphafi pólitískt tæki til að lokka sem flest...
Ítalía er tifandi tímasprengja á evrusvæðinu
13.1.2012 | 11:58
Nú ríkir biðstaða á evrusvæðinu, hugsanlega lognið á undan storminum. Viðbrögð forystumanna ESB við aðsteðjandi háska þykja fálmkennd. Ítalía er mesta ógn evrusvæðisins vegna gífurlegra þarfa fyrir endurfjármögnun. Því vofir þar yfir lækkun á...
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ummæli Marðar til umhugsunar
12.1.2012 | 12:30
Furðu hljótt er um þann þátt ESB-aðildar sem lýtur að hermálum, þótt einstaka menn hafi reynt að vekja athygli á þeim. Má þar meðal annars nefna Frosta Sigurjónsson, sem fjallað hefur um þetta efni, en að því er virðist yfirleitt fyrir daufum eyrum....
Evrópumál | Breytt 13.1.2012 kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)