Af kapítalískum múrveggjum heimsbyggðarinnar

Þórarinn Hjartarson sagði okkur í síðasta pistli fróðlega sögu af Rúmena sem vinnur fyrir norðan og þeirri sýn sem blasir við þarlendum eftir hinn prísaða Evrópusamruna. Þar blasir það sama við og í öðrum jaðarlöndum ESB að auður og afl landanna er dregið inn að miðju og hinir ríku verða ríkari en við fátæku löndunum blasir örbyrgð.

Á þessu eru og fleiri hliðar og þá sérstaklega á þeirri mynd sem fjórfrelsið innan Evrópu skapar í samskiptum Evrópu við umheiminn. Það vill nefnilega til að sú Evrópa sem tilheyrir ESB og EES er harla lítill hluti heimsins. Og þá er best að halda sig við dæmisöguformið sem segir okkur oft meira en romsur úr skýrslum.

Það var árið 1982 að sá sem hér skrifar vann við diskaþvott suður við Rauða Hafið og hafði þar að vinnufélögum allmarga þeldökka Afríkumenn. Þetta var enda svört vinna og launin litlu meiri en fyrir mat og húsnæði. Antony vinur minn frá Nígeríu var samt ákveðinn í að safna hér nægu fé til að komast í háskólanám í Bandaríkjunum og Paramijt Singh frá Indlandi sendi mánaðarlega fúlgur fjár heim til föður síns í Punjap á Indlandi. Við Peet frá Eþjópíu létum okkur nægja að styrkja fátækan knæpueigenda við hið Rauða haf.

Áður en ég yfirgaf samkvæmið hvíslaði ég því að Tona að hann gerði nú betur í að koma í fisk á Íslandi. Þá ætti hann möguleika á að vinna sér inn fyrir námsgjöldum í Ameríku en svona gengi þetta aldrei. Heim kominn útvegaði ég strák vinnu í frystihúsi sem var þá enn óstolið frá Kaupfélagi Austur Skaftfellinga og allt gekk eins og í sögu. Ég þurfti að vísu að hringja þrisvar í ráðuneytisstarfsmenn fyrir sunnan en það var ekki tiltakanlega mikið vesen að útvega pappírana enda var þetta fyrir tíma EES og fjórfrelsið sem í víðara samhengi ætti að heita fjórfalt helsi.

Það vill nefnilega svo til að með frjálsri för launafólks innan Evrópu höfum við um leið lokað löndum þessum fyrir fólki frá öðrum löndum. Ég hef nokkrum sinnum reynt þetta sama og gekk svo vel 1982 en hér er algerlega lok og læs nema til komi giftingar eða fáránlegar ættrakningar sem sýna að viðkomandi eigi óvart móður sína strandaða uppi á Íslandi. Það eiga mjög fáir svoleiðis þing.

Fyrir um áratug stóð svo á fyrir hvítrússneskri vinkonu minni sem giftist hingað upp að hún vildi fá móður sína hingað á jólum. Kona þessi var þá fráskilin og rak hér af miklum myndarskap lítið fyrirtæki. Þar sem sú gamla var hrum treysti hún sér ekki ein en bróðir athafnakonunnar var til í að koma með móður sinni. Fjölskyldan hefði að forfallalausu átt að geta haldið hér orþódosk jól ef ekki hefðu komið til þær ógnir sem teljast af vinnufærum rússneskum ferðamönnum. Skipti þá engu hverju lofað var eða þó sýnt væri fram á heimboð og framfærslu hér heima sem og trausta stöðu viðkomandi í heimalandinu. Og engu skipti heldur þó Hvítrússar þessir teldust Evrópumenn jafnt sem við og þeir þýsku.

Það rann upp fyrir mér í þessu ströggli að það frelsi Evrópu sem talað er um til ferðalaga er ekki frelsi fólks heldur frelsi auðmagns og niðurstaða úr vondum samningum. Stórfyrirtækjakapítalisminn í samkrulli við pólitík og verkalýðsklíkur hefur samið um hvernig frelsi þetta eigi að vera og vill hafa þar tögl og hagldir.

Frelsi þetta er alls ekki frelsi landa til að hleypa að ólíkum menningarstraumum sem gæti gagnast okkar einangruðu eylendu á norðurhjaranum. Með því að Ísland endurheimti aftur rétt sinn til að ákvarða sjálft hversu margir og á hvaða forsendum Rúmenar eða Pólverjar komi inn í landið getum við um leið skapað hér skjól fyrir menningu frá Afríku, Suður-Ameríku og Asíu en af fjarlægum löndum höfum við margt að læra. Hið meinta fjórfrelsi sem ekki vinnur í þágu fólksins og menningarinnar er okkur ekkert annað en helsi sem við þurfum sem fyrst að losna undan. /-b.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það er ljótt þegar Bjarni Harðar skilur ekki einu sinni sjálfur afleiðingar þeirrar hugmyndafræði sem hann aðhyllist.

Staðreyndin er nefnilega sú að hverju ríki innan ESB+EES+EFTA er frjálst að ákveða sín eigin lög varðandi fólk sem kemur frá ríkjum utan ESB+EES+EFTA. Fyrir utan samræmdar kröfur er varða Schengen visa, þá er öllum ríkjum innan ESB+EES+EFTA frjálst að ákveða þau skilyrði er varða fólk til þess að hleypa þeim inn til Íslands.

Núverandi útlendingalög á Íslandi eru upprunin frá Birni Bjarnarsyni, sem næstum því afritaði þau í heild sinni frá Danmörku, og þau lög eru upprunin úr hugmyndafræði Danske Folkeparti (DF) sem er þjóðernissinnaður nasistaflokkur og uppfullur af fábjánum og nasistum.

Þetta er hugmyndafræði sem Vinstir vaktin gegn ESB aðhyllist einnig núna í dag, og er ekkert feimin við að auglýsa þessa hugmyndafræði sína hérna á þessari bloggsíðu.

Þeir veggir sem Bjarni Harðar kvartar undan hérna, eru þeir veggir sem hann hefur sjálfur byggt og hvetur til þess að þeir verði hertir til muna á Íslandi með því að útiloka Ísland frá alþjóðlegri samvinnu í Evrópu.

Vefsíða Evrópusambandsins um Schengen svæðið.

Jón Frímann Jónsson, 1.7.2013 kl. 19:00

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Afsakið, þarna átti að standa, "ESB+EES+EFTA frjálst að ákveða þau skilyrði er varða fólk til þess að hleypa þeim inn fyrir sín landamær." - Rétt skal vera rétt.

Jón Frímann Jónsson, 1.7.2013 kl. 19:01

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

æi elsku jón, þú ert nú svo orðljótur að ég veit ekki hvort ég á að skiptast á orðum við þig - en það sem er augljóst er að þegar jafn mörg lönd eins og hér um ræðir gangast í sameiginlega landamæravörslu þýðir það um leið að opnun inn í eitt land er það opnun inn í stóra heild. við verðum því meðan við erum í sjengen-ees draslinu að loka á alla utan þess því annars væri hér röð óendanleg. íslendingar ráða sér hér í orði kveðnu en ekki í reynd og það þýðir ekkert að blanda inn í þessa umræðu ímynduðum eða raunverulegum dönskum nasistum!

Bjarni Harðarson, 1.7.2013 kl. 20:15

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ísland hefur verið hluti af norrænavegabréfa samstarfinu síðan árið 1952. Það virkar á sama hátt og Schengen, þó án þess að lönd deili upplýsingum um glæpamenn sín á milli. Það vegabréfasamstarf er ennþá til, þó svo að öll norðurlöndin séu komin inn í Schengen (fyrir utan Færeyjar, Grænland og fleiri sjálfstjórnarsvæði innan norðurlandanna).

Skilningsleysi þitt á þessum staðreyndum er ekki mitt vandamál. Ég hinsvegar vonast til þess að þú farir og kynnir þér staðreyndinar og þetta mál. Þá er nefnilega minni hætta á því að þú upplýsir um algera vanþekkingu þína á þessum málefnum og starfsháttum innan ESB+EES+EFTA og hvernig Schengen samstarfið virkar í raun.

Eina draslið sem ég sé hérna er fólk sem styður þessa hugmyndafræði útilokunar og einangrunar sem þú aðhyllist hérna, eins og svo margir aðrir vitlausir og heimskir íslendingar.

Þetta er ennfremur ekki rökræða sem þú getur unnið við mig. Ég nefnilega þekki allar staðreyndinar og hvernig þetta virkar allt saman á víðum grundvelli.

Á meðan þú þekkir bara þinn eigin túngarð og ekkert annað, og neitar síðan að kynna þér aðrar hugmyndir og leiðir.

Slíkt er almennt kallað þrönsýni og heimska. Það er ekki mikil virðing að vera slík persóna.

Jón Frímann Jónsson, 1.7.2013 kl. 20:35

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

bjarni h - hvar er jón svona orðljótur. ekki finn ég þetta

Rafn Guðmundsson, 1.7.2013 kl. 20:44

6 Smámynd: Elle_

Pistillinn lýsir þessu 'Brusselveldið, EES og Schengen gegn heiminum'.  Ríki þess innilokuð frá heiminum í kúgunarsambandinu með Jóni Frím.  En ekki skil ég hvað honum kemur landið okkar við, fyrir fullt og allt fluttur þangað. 

Elle_, 1.7.2013 kl. 21:01

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Frímann er orðljótur, sem er óvenjulegt með "siglda" menn - nema þeir verði fyrir vonbrigðum og komi ekki lengur fyrir sig kvæði sínu.

"...ég hef geingið frá búi mínu á Íslandi og þar látinn minn varnað er ég mátta aungva stund dags né nætur af líta fyrir ástar sakar, og hef alt í hendur lagið útlendum þræli í vonum þeirrar frægðar er skáld ná af slíkum öðlingi sem þú ert sagður, afli aukinn að stýra heiminum...".

Kolbrún Hilmars, 1.7.2013 kl. 21:30

8 Smámynd: Elle_

Kannski hann sé leynilega þessi (ESB) þjóðernissinnaði í danska nasistaflokknum sem er uppfullur af fábjánum og nasistum (í no. 1)?  En hverjir voru þessir heimsku og vitlausu og þröngsýnu (í no. 2)?

Elle_, 1.7.2013 kl. 21:58

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Frystihúsinu stolið frá Kask.Jamm.....Ætli  þjófurinn geti verið Skinney Þinganes.Það er allavega í þeirra höndum núna, stolið eða óstolið.

Sigurgeir Jónsson, 1.7.2013 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband