Tækifæri í stjórnarmyndunarviðræðum

Nú þegar þeir eru að berja saman ríkisstjórn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson má eiga von á því að þeir þingi eitthvað um fullveldismál þjóðarinnar. Í raun kom fram krafa um það í umliðnum kosningum að tekið yrði af skarið og hætt öllum merarlátum utan í Evrópusambandinu. Þeir flokkar sem afdráttarlaust sögðust vilja inn í sambandið eða láta reyna á samning (vildu m.ö.o. láta reyna á hvernig Ísland yrði innlimað í ESB) fengu slæma útreið í kosningunum. En sá flokkur sem þar gekk fremstur lifir nú bara af gömlum vana, stjórnlaus, ráðþrota og heldur hvern krísufundinn á fætur öðrum – og má þannig segja að hann líkist goðinu sínu, Evrópusambandinu.

 

En aftur að þeim Sigmundi og Bjarna. Einn helsti vandi stjórnmálamanna er að finna afsakanir fyrir því, ýmist að gera ekkert eða eitthvað, sá vandi blasir ekki við þeim Sigmundi Davíð og Bjarna. Allar hagstærðir í ESB benda til þess að sambandið sé í svo mikilli efnahagslegri andnauð að það geti ekki komist af án enn frekari haftastefnu, tollmúrabyggingum og neyðaraðgerðum. Þannig hafa tvímenningarnir frítt spil og þurfa ekki að grafa djúpt eftir ástæðum til þess að hætta svokölluðum aðildarviðræðum við sambandið. Ástæðurnar liggja fyrir. Og því er þetta aðeins spurning um kjark. Á hliðarlínunni hamast Össur Skarphéðinsson – ósáttur við að þurfa að láta af Evrópustússi og aðildarglamri – og ófrægir til skiptis þá Sigmund og Bjarna, og helst Bjarna, með það eitt að markmiði að reka fleyg á milli þeirra. Landsstjórnin skiptir Össur ekki máli heldur löngunin til að halda lífi í innlimunarviðræðunum, löngunin til að leggja íslenska þjóð inn á þá bráðadeild sem Evrópusambandið er.    

 

Össur þekkir ekki sinn vitjunartíma, kjósendur höfnuðu honum og hans alþjóðlegu heilbrigðisúrræðum til handa íslenskri þjóð. Sigmundur og Bjarni hafa einstakt tækifæri í höndum sér; að skera á innlimunarviðræðurnar tafarlaust, boða upptöku EES-samningsins og segja upp Schengen! Með slíkum aðgerðum geta þeir send Evrópusambandssinnanna í íslenskri pólitík í lengra frí en þá sjálfa getur órað fyrir.

 

 

 - gb.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Össur er fastur í fortíðinni.Slagorðið " jafnaðarmenn állra landa sameinist" er honum enn ofarlega í sinni og afstaða hans til ESB mótast af því.Sama er með það fólk sem trúir á náttúruna, himinhvolfið og hafið þar meðtalið.Það hafnar því að vísu að himinhvolfið sé heimur einhvers guðs.En skýin og moldin sandurinn og grjótið kemur í huga þessa fólks í staðinn fyrir einhvern "guð".Og tilbeiðslan er sú sama.Öfgaumhverfisverndarfólk vill sameiningu Evrópu, rétt eins og það fólk sem kallar sig "jafnaðarmenn" Í skrifum fyrrverandi útanríkisráðherra Þýskalands kemur þetta skýrt fram.Hann sem Græningi telur að sameining Evrópu verði að ganga í geng, hvað sem raular ogh tautar.VG er flokkur umverfisvernarfólks sem á helst heima í flokki sem hefur Evrópustefnu Græningja að leiðarljósi og á að halda sig í sér flokki, sem sýnir sitt rétta andlit og á að hætta að fela sig á bak við vinstrið.En kanski fer feluleiknum að ljúka.

Sigurgeir Jónsson, 10.5.2013 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband