Goldman Sachs & 'Masters of the Eurozone'
19.1.2013 | 10:56
Goldman Sachs er fjármálaráðgjafi fyrir nokkur ráðandi fyrirtæki heims, nokkur voldugustu stjórnvöld heims og auðugustu fjölskyldur. Fjármálafyrirtækið er megingerandi á verðbréfamarkaði bandaríska fjármálaráðuneytisins.
Í apríl 2010 hóf bandaríska fjármálaeftirlitið (Securities and Exchange Commission) málsókn gegn Goldman Sachs fyrir að hafa blekkt viðskiptavini sína í undirmálslána-hneykslinu svokallaða. Goldman Sachs hjálpaði grísku ríkisstjórninni árið 2001 við að fela skuldir Grikklands svo að landið liti út sem hæfur kandídat til að taka upp evru.
Einhver skyldi halda að fjárfestingabanki með slíka sögu hefði misst áhrif sín eftir bankahrunið 2008 og síðan evrukreppuna. Svo er þó ekki. Menn nátengdir Goldman Sachs sitja eða hafa undanfarin misseri setið í lykilstöðum í ESB-batteríinu og í toppstöðum í sjö löndum á evrusvæðinu, sem forsætisráðherrar og seðlabankastjórar. Ýmist hafa þeir farið úr pólitískum valdastöðum til bankans eða úr bankanum til pólitískra valda. Þessum hrókeringum er mjög stjórnað beint frá stjórnstöðvum ESB og klúbbum fjármálavaldsins en þær fara hins vegar að miklu leyti fram yfir höfðum þjóðþinga og þjóðkjörinna stofnana. Og stefnu þessa býrókratíska valds gagnvart skipulegri verkalýðshreyfingu hef ég áður lýst í grein.
Hér að neðan má sjá drengjaklúbb Goldman Sachs" sem á undanförnum árum hefur setið marga hæstu valdastóla í evrópskum fjármálum og stjórnmálum. Samantektin er sótt í rúmlega ársgamla grein í The Independent:
Mario Draghi. Ítalíu.
Forseti Evrópska seðlabankans (höfuðstöðvar í Frankfurt). Áður bankastjóri Seðlabanka Ítalíu og framkvæmdastjóri Goldman Sachs International.
Otmar Issing, Þýskalandi.
Var í yfirstjórn Evrópska seðlabankans 1998-2006 og áður í stjórn þýska Bundesbank. Einn af arkítektum evrunnar. Nú ráðgjafi hjá Goldman Sachs.
Mark Carney, Englandi
Yfirbankastjóri Bank of England. Áður bankastjóri Bank of Canada og framkvæmdastjóri í Goldman Sachs.
Lucas Papademos, Grikklandi
Forsætisráðherra Grikklands 2011-12. Fyrrum bankastjóri Seðlabanka Grikklands á þeim tíma er skuldir Grikklands voru lækkaðar á pappírnum með hjálp Goldman Sachs árið 2001 (til að undirbúa upptöku evru í Grikklandi 2001) og aftur síðar. Síðar var hann varaforseti Evrópska seðlabankans þar til hann varð forsætisráðherra 2011.
Petros Christodoulou. Grikklandi
Yfirmaður skiptastjórnar þeirrar sem stjórnar nú skuldum gríska ríkisins. Hóf frama sinn innan Goldman Sachs í London og Kanada.
Mario Monti, Ítalíu
Forsætisráðherra Ítalíu. Áður í Framkvædastjórn ESB og síðan alþjóðlegur ráðgjafi hjá Goldman Sachs.
Antonio Borges, Portúgal/Frakklandi
Stjórnar nú einkavæðingunni í Portúgal í samvinnu við Þríeykið" (Evrópska seðlabankann, Framkvæmdastjórnina og AGS). Var fram til 2011 yfir Evrópusviði AGS og þar áður varaforseti Goldman Sachs.
Peter Sutherland, Írlandi
Framkvæmdastjóri í Goldman Sachs International. Áður Ríkissaksóknari á Írlandi og fulltrúi Írlands í Framkvæmdastjórn ESB
Samantektin sýnir m.a. þrennt: 1) að fjármálaauðvaldið hefur ekki veikst þrátt fyrir fjármálakreppuna, fjármálavæðingin heldur áfram og 2007" varir enn, 2) í öðru lagi sést mikið nábýli stjórnmálaheimsins og fjármálaheimsins, jafnt í Evrópu sem Bandaríkjunum og 3) loks sýnir þetta hin nánu tengsl á efsta plani auðs og valds milli ESB og USA þar sem sá síðarnefndi er stóri bróðir. /ÞH
Athugasemdir
Já er ekki ein ástæða fólks til að alagast Brussel að þá minnki spillingin? Maður spyr sig.....
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2013 kl. 12:30
þessi ,,Góldmann Sakks" - að ætlar hann þá að láta frábæra Ísland í friði - ef vér göngum eigi í ESB eða?
Hver er boðskapur erkibiskups? Jú, að því er virðist sá að bæði Evrópa og Ameríka sé undirlögð vondum fjármálamönnum þar sem sumir eru langverstir ss. Goldman Sachs. Sá hefur mestallan heiminn undir í vonskunni - nema Ísland. Og ef landið gerist aðili að Sambandinu eða USA - þá kemur Goldman Sachs.
þetta hlýtur að vera boðskapurinn.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.1.2013 kl. 16:19
Ómar, þessi "Góldmann Sakks" er LíÚ útlandsins. Bara margfalt að stærð og valdi.
Eins gott fyrir góða sveitamenn að byrja strax á því að grafa góða holu...
Kolbrún Hilmars, 19.1.2013 kl. 17:56
Og er þá boðskapurinn að LÍÚ eigi að verja okkur gegn Góldmann Sakks?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.1.2013 kl. 18:39
Nah, þetta trikk með Davíð gegn Golíat verður ekki endurtekið.
Kolbrún Hilmars, 19.1.2013 kl. 18:56
Já sennilega.
Málið er að boðskapurinn og uppleggið í pistlingum er stórgallaður.
það er alveg vitað að Goldman Sachs er ein stærsta fjármálastofnun heims og á langa sögu. þessi fjármálastofnun starfar alveg í samræmi við aðrar fjármálastofnanr og er hvorki verri eða betri þannig séð.
það að einhverjir hafi starfað hjá þessari stofnun tímabundið og síðan náð pólitískum frama í sín heimalandi þarf ekki endilega að vera slæmt per se.
Annars eru fáir upp taldir þarna og einhverjir 2-3 í Grikklandi og Ítalíu. þetta er ekkert til að draga stórar ályktanir af.
Auk þess sem eg held að þetta Goldman Sachs og Grikkland, þ.e. að þeir hafi fixað eitthvað fyrir Grikkland - eg held þetta sé myta. Eg hef aldrei séð nein gögn færð fram þessu viðvíkjandi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.1.2013 kl. 19:11
Sumir halda því fram að það dugi að blístra í myrkrinu til þess að bægja frá illum öflum.
Ég er alveg til í að blístra með þér, Ómar minn, rétt svona til þess að hafa þetta tvíraddað.
Kolbrún Hilmars, 19.1.2013 kl. 19:41
Smápeðin frá Íslandi áttu að geta hnikað ýmsum ,,góðum,, málum fyrir Ísland,að sögn aðildarsinna,verandi minntir á mikið skert fullveldi okkar,ef álpuðumst í sambandsríkið. Eftir að hafa séð þessar staðreyndir svart á hvítu,er enginn efi um tengsli Esb við Goldman. Ómar trúir engu misjöfnu um þessa fjármála-tilfærslu v/Grikklands, en miðað við áhangendur hér heima blinduð af trú,sem einskis svífst til að ná sínu fram,svipar aðgerðum þeirra mjög til þess. Þessi fjármálafyrirtæki og áhættusjóðir vaðandi um allan heim,geta ekki staðist til lengdar,verkalýðshreyfingar munu taka til sinna ráða.
Helga Kristjánsdóttir, 20.1.2013 kl. 02:14
Tveir síðustu fjármálaráðherrar BNA (Sectretries of Treasury) Tmmothy Geithner og Henry Paulson voru uppaldir hjá Goldman Sachs. Ó já, og Robert Rubin fjármálaráðherra Clinton's.
Er það einhver tilviljun að allir fjármálaráðherrar BNA koma frá Goldman Sachs?
Skoðaði þéttta myndband sem að url slóðinn er fyrir. Þetta er rúmmur klukkutíma myndband og fyrst hélt ég að þetta væri einhver áróður á Obama en svo var ekki því að George Bush fékk sömu meðhöndlun.
http://www.youtube.com/watch?v=eAaQNACwaLw
Þetta myndband er einmitt um hvernig fjármálavaldið getur stjórnað heiminum og hvernig það er gert.
En er þetta einhver conspiracy theoría sem þessi pistill og myndbandið í slóðanum hér að ofan eru að predika?
Um það ættla ég ekki að dæma og læt ég þá sem nenna að skoða þetta myndband dæma um samhengi þessa pistils og myndbandsins.
Kveðja frá Saudi Arabíu
Jóhann Kristinsson, 20.1.2013 kl. 05:20
Enn einn fáránlegur pistill af hálfu Vinstrivaktarinnar.
Telur Vinstrivaktin að allir fyrrum starfsmenn Glitnis, Kaupþings og gamla Landsbankans séu glæpamenn sem eigi ekki að koma nálægt ábyrgðarstörfum í framtíðinni?
Goldman hefur þó haldið velli meðan allir íslensku bankarnir fóru í þrot.
Það er nauðsynlegt að halda á lofti því sem aflaga fór í bönkunum fyrir hrun en að gera það með þessum hætti er að gera illt verra.
Þessir menn hafa margir unnið mjög gott starf og átt einna mestan þátt í að koma ESB aftur á réttan kjöl.
Kannski að Vinstrivaktinni gremjist það og rifji því upp þessa gömlu úttekt löngu eftir að hún var birt vegna þess að nú er að rofa til á evrusvæðinu. Leiðin aftur upp verður þó etv bæði löng og þyrnum stráð.
Einn fengur með ESB-aðildinni er einmitt að losna við íslenska spillingu sem er orðin svo samdauna þjóðinni að margir sjá ekkert athugavert við hana.
Við höfum þó fengið að njóta þeirrar verndar sem felst í ESB-aðild að hluta vegna EES-samningsins. Ekki er annað að sjá en að Íslendingar hafi kunnað vel að meta að með aðild okkar að honum hefur mörgum mannréttindabrotum verið afstýrt.
Íslensk spilling gegnumsýrir allt þjóðfélagið í skjóli þjóðrembu. Slík spilling er útilokuð í ESB með vönduðum lögum, góðri stjórnsýslu og virku eftirliti.
Ásmundur (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 10:55
Ásmundur
Fyrsta skiptið sem þú hefur alveg rétt fyrir þér:
"Telur Vinstrivaktin að allir fyrrum starfsmenn Glitnis, Kaupþings og gamla Landsbankans séu glæpamenn sem eigi ekki að koma nálægt ábyrgðarstörfum í framtíðinni?"
Þetta auma lið sem var í bönkunum fyrir hrun ættu að vera bannað að koma nálægt bankastarfsemi.
Kveðja frá Saudi Arabíu.
Jóhann Kristinsson, 20.1.2013 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.