Blekking og pólitísk gröf

Enginn raunveruleg eða efnisleg breyting hefur orðið á stöðu aðildar- og aðlögunar viðræðna ríkisstjórnarinnar að ESB. Steingrímur J. er nú búinn að "búa svo um málið" eins og hann sjálfur segir, þannig að hann geti áfram hnökralaust látið Samfylkinguna misnota sig og VG í ESB gerningnum alveg fram að kosningum og svo geti misnotkunin líka haldið áfram á fullri ferð eftir kosningar. 

Að reyna nú korteri fyrir kosningar að setja upp einhvern svona leikþátt um það að verið sé að hægja eitthvað á aðildar- og aðlögunar ferlinu er ekkert annað en ómerkilegur blekkingar leikur og sýndarmennska.  Sérstaklega þegar það er skoðað að það er í raun alls enginn efnisleg breyting.

Áfram er unnið að fullum krafti að ESB aðild og aðlögun þjóðarinnar að ESB sáttmálum og reglum, með þúsundum milljóna ESB peninga sem eftirlitslaust og óátalið fá að sáldrast um þjóðfélagið og vinna þar sín verk. 

Áfram er unnið í aðildarviðræðunum á öllum sviðum nema þeim fáu og mikilvægu málaflokkum þar sem að ESB hafði áður gefið út að fengjust ekki rædd fyrr en í fyrsta lagi í lok þessa árs. Þvílík sýndarmennska 

Áfram er líka tryggt að ESB ferlið geti áfram verið sem mest í leynd og pukri gagnvart þjóðinni. Áfram er líka tryggt að þjóðin fái alls ekki á beinan hátt að segja álit sitt milliliðalaust á þessu ESB ferli.

Að tala um að nú eigi að hægja eitthvað á ferlinu eða  fresta einhverjum afmörkuðum titeknum málum og að það sé einhver sérstök pólitísk ákvörðun er alveg út í hött.  Þetta er svona álíka og að þegar ljóst væri vegna úrslita knattspyrnu leikja að íslenska landsliðið kæmist ekki í úrslit HM að þessu sinni að þá gæfi stjórn KSÍ út þá bjánalegu yfirlýsingu að stjórnin hefði nú ákveðið að hægt yrði á því ferli eða því frestað um sinn að íslenska landsliðið spilaði í úrslitum HM í knattspyrnu.

Staðreyndirnar eru þær að ríkisstjórnin hefur allt frá upphafi ekki stjórnað einu eða neinu í þessu aðildar- og aðlögunarferli. Það er löngu síðan svo augljóst að öll dagskráin og stjórn þessara aðildarviðræðna hefur eingöngu verið á forræði framkvæmdastjórnar ESB að fullu og öllu.

Steingrímur J. og flokkræðis klíka hans hefur nú enga stöðu í þessum málum. Biðleikirnir eru allir búnir og hann spilar ekki lengur út neinum trompum í þessu máli. 

Hann og klíka hans hefur með falsi og  fláræði sínu í ESB máinu flæmt burtu þúsundir stuðningmanna VG með harðri hendi flokkræðisins og bolað miskunnarlaust burtu allri andstöðu innan flokksins.  Þannig hefur hann alveg sjálf viljugur glutrað niður öllum sínum trompum og hefur því aðeins ónýta ESB hunda á hendi.

Þess vegna verða úrslit næstu kosninga óhjákvæmilega á þann veg að kjósendur munu svara þessu síðasta útkalli Steingríms Joð og "búa svo um hann" sjálfan og ESB málið rækilega og óafturkræft að bæði tvö leggist þar til sinnar hinstu pólitísku hvílu.  

GI


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er ,,vinstri" vakt með eitthvað fjármagn á bakvið sig? Ef svo er, hver borgar þá brúsann?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.1.2013 kl. 13:14

2 Smámynd: Elle_

Kemur Ómari það nokkuð við?  Hinsvegar kemur okkur það mikið við hvaða mútur stjórnmálamenn fá og hvaðan.  Nákvæmlega hverjir fá peninga og hverjum er mútað af Brusselveldinu, í embættum og stofnunum ísl. ríkisins?  Og innan Samfó og litlu Samfó og VG?

Elle_, 17.1.2013 kl. 15:57

3 identicon

Ég sé ekkert samhengi með innihaldi þessarar færslu og fyrirsögninni. Hún myndi hins vegar passa vel við færsluna frá í gær.

Þar var verið að blekkja lesendur með pólitískum gröfum sem voru vægast sagt mjög villandi.

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 16:07

4 identicon

Það er rétt hjá Vinstrivaktinni að samkomulag ríkisstjórnarflokkanna er ekki mikil breyting. Aðeins er hægt á ferðinni.

Lengra var ekki hægt að ganga án þess að brjóta gegn málefnasamningnum sem auðvitað kom ekki til greina.

Ég furða mig því á viðbrögðunum. Það er engu líkara en að Vinstrivaktin hafi átt von á að Vg myndi sprengja ríkisstjórnina.

Ásmundur Harðarso (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 16:16

5 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Það er velkomið að upplýsa hér að Vinstri vaktin er ekki með "fjármagn bak við sig" og pistlaskrif á vefnum eru unnin í sjálfboðavinnu. Fram að þessu hefur enginn kostnaður verið af starfssemi síðunnar.

Vinstrivaktin gegn ESB, 17.1.2013 kl. 17:27

6 Smámynd: Elle_

Vegna no. 3 að ofan, vil ég segja að færslan lýsir hinni pólitísku blekkingu og valdbeitingu Jóhönnu og Steingríms og meðsekum, eins og það er, og fyrirsögnin líka.

Elle_, 17.1.2013 kl. 18:19

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hef enga trú á því. það er LÍÚ lykt af þessu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.1.2013 kl. 19:13

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sennilega er þetta bara fjármagnað sem hliðarverkefni af Heimsksýn í gegnum skúffufélög uppá LÍÚ skrifstofu. Enda mikið til sömu mennirnir og enginn pólitískur ágreiningur á milli manna millum sem vonlegt er.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.1.2013 kl. 19:15

9 identicon

Við vitum að enginn borgar þér, Ómari minn. Samt eyðir þú margfalt meiri tíma sendandi inn bull á allar þær síður sem taka við athugasemdum, en allir þeir sem skrifa fyrir Vinstri vaktina.

Það væri ekki nokkur leið að nokkur myndi trúa því, að einhver myndi greiða þér fyrir áróður, jafnvel ekki ESB, sem á þó skítnóg af seðlum til að dreifa í áróður.

Nú veit ég að þér gremst að pistlar VV eru oftast nær lipurlega skrifaðir, trúverðugir og byggja á traustum heimildum, en þú verður bara að trúa því, að fólk leggi það á sig í frístundum, að vara landa sína við yfirvofandi hættu.

Hugsaðu bara um VV sem björgunarsveit.

Hilmar (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 19:57

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hver leysti þá ,,GI" úr pólitísku varðhaldi ESB og kom honum til Íslands via Noreg? Og það hafi bara gerst ,,ókeypis"??

Auðvitað er fjármagn þarna á bakvið og þá er það sennilega fóðrað óbeint í gegnum heimasýn. Sennilega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.1.2013 kl. 21:20

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hættu að kríta Ómar! Nú fer þessum ósköpum að linna. Ég ræð engu,en gerði ég það yrði ég svo glöð þegar Íslendingar höfnuðu ESb. að ég myndi gefa þeim sem hafa brotið á Íslensku þjóðinni upp sakir. Fyrir 3 árum skrifaði ég einhversstaðar,að Össur tefldi refsskák í þessu aðildarferli. Plan1.plan2 og síðan þristurinn,sem gengur út á að það sé “engin leið að hætta" það hefði kostað svo mikið og ,generálarnir, eða hvað þeir kallast hjá Esb.,næðu ekki upp í skallann af hneysklun á þessari þjóð. Ég ofl. sáu þennan leik fyrir,skrítið ef fréttaskírendur eru ekki með á ólíkar stefnur pólitíkskra ríkja,þar sem önnur er þvinguð,en hin,með flesta áhangendur þolandi valdníðslu, berst með lýðræðislegum aðferðum. Annarsstaðar en á Íslandi brjótast út óeyrðir og oft vopnað ofbeldi,svo við erum talin vinna á lýðræðislegan sannan hátt. Þú hlýtur að vera sammála þessu.

Helga Kristjánsdóttir, 18.1.2013 kl. 00:25

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Merkilegt þegar engin rök eru lengur fyrir hendi( hafa reyndar aldrei verið hjá þessum pótintátum) þá er síðasta hálmstráið að reyna að klína á þá L.Í.Ú. klíkunni.  Það er bara eitthvað svo þreytt og vitlaust að enginn tekur mark á svona. 

Ég er afar þakklát vinstri vaktinni fyrir sín góðu skrif með málstað sem ég stend 100% með.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2013 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband