Valdagræðgi ESB aldrei óvinsælli en nú

Leiðtogar ESB heimta stöðugt meiri völd þótt kannanir sýni ótvírætt að fólk í aðildarríkjum hafi fengið nóg af valdagræðgi þeirra. Það er víðar en hér á landi sem reynt er að þvinga þjóðir gegn vilja sínum til að fórna æ meira af fullveldisréttindum sínum í hendur yfirstjórnar ESB.

 

Í ársskýrslu Transatlantic Trend er m.a. greint frá afstöðu fólks til ESB í aðildarríkjum þess. Gústaf Adolf Skúlason vakti athygli á þeirri staðreynd í grein í Morgunblaðinu 19. september s.l. undir fyrirsögninni „Íbúar Evrópu alfarið á móti meiri völdum til ESB“ að skoðanir fólks í aðildarríkjunum á áhrifum evrunnar á efnahag fólks séu mjög neikvæð og andstaðan fari vaxandi. Einungis 37% íbúa evrulandanna telji að evran hafi haft góð áhrif á efnahaginn.

 

„57% telja að evran hafi haft eða muni hafa slæm áhrif á efnahaginn. 89% Breta og 84% Svía vilja ekki taka upp evruna. 71% Pólverja er þeim sammála. Yfir helmingur Spánverja (57%), Portúgala (55%), Frakka (52%) og Ítala (51%) telur að evran hafi verið slæm fyrir þjóðir sínar.

 

Allir eru á móti auknum völdum ESB til handa nema Þjóðverjar

 

Á sama tíma og forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, José Manuel Barroso, heldur stefnuræðu um einræðisvöld ESB yfir efnahagskerfi aðildarríkjanna og boðar »nýja heimsskipan«, þá sýnir þessi rannsókn að ekkert landanna styður slíkt fyrirkomulag nema Þýzkaland.“ Gústaf Adólf vísar til myndar sem birt er með greininni og sýnir „að einungis (meðaltal) 37% eru því fylgjandi að framselja efnahagslegt fullveldi þjóðanna til ESB en 57% eru því mótfallin og telja þjóðlegan sjálfsákvörðunarrétt betri. Aðeins í einu landi, - Þýzkalandi, telur meirihluti íbúanna, eða 53%, að betra sé að ESB hafi alræðisvald yfir þjóðunum. En heil 45% Þjóðverja vilja að Þjóðverjar stjórni sínum málum sjálfir.

Mest andstaða við aukin völd ESB eru í Bretlandi (79%), Svíþjóð (75%), Póllandi (65%), Portúgal (59%), Frakklandi og Hollandi (58%), Búlgaríu og Slóvakíu (57%), Spáni (56%), Rúmeníu (53%) og Ítalíu (49%). Einungis 15% Breta, 18% Svía og 21% Pólverja vilja gefa aukin völd til ESB.

 

Framkvæmdastjórn ESB í afneitun á veruleikanum - útrýmir lýðræði

 

Niðurstaða þessarar álitskönnunar er mikið áfall og vantraust á efnahagskerfinu, evrunni og samþjöppun aukins valds yfir þjóðunum til ESB. Hægt er að setja fram þá spurningu, hvort framkvæmdastjórn ESB og aðildarsinnar ESB og evrunnar, m.a. á Íslandi, séu algjörlega úr tengslum við raunveruleikann. Miðað við reynslu mína af verkefnum fyrir smáfyrirtæki í Evrópu var aðalvandamál okkar að ráðamenn ESB þekktu aðstæður en höfðu lítinn sem engan áhuga á að vinna með staðreyndir. Pólitísk markmið voru raunveruleikanum æðri.“

 

Gústaf Adólf Skúlason lýkur grein sinni með þessum orðum: „Dómur sögunnar mun hvorki verða ESB né evrunni náðugur, né heldur því gallaða peningakerfi sem lætur almenna skattgreiðendur taka á sig óráðsíu féflétta, hvort sem þeir eru á Íslandi, í USA eða Evrópu“.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Umrædd bloggfærsla hérna að ofan er þvílíkt kjaftæði. Samkvæmt tölum Eurobarmeter þá hefur traust til ESB lítið breyst frá því í fyrra.

Þessi könnun Transatlantic Trends er mjög undarleg. Þar sem talað er um Ítalíu og ESB aðild. Staðreyndin er hinsvegar sú að Ítalía er eitt stofnríkja ESB. Sem slíkir þá gengu þeir aldrei í Evrópusambandið. Ítalía er einnig stofnríki að evrunni og tóku þeir hana upp sem gjaldmiðil árið 1999 (mynt árið 2002). Þannig að könnun Transatlantic Trends er ennþá undarlegri í því ljósi. 

Þar sem að Vinstri vaktin gegn ESB getur ekki heimilda. Þá sé ég enga ástæðu til þess að trúa fullyrðingum þeirra. Hvorki núna eða síðar. Ekki einu sinni eftir að ég er búinn finna gögnin sem Vinstri vaktin gegn ESB þykist vera að vitna í.

Fullyrðingar um valdagræði Evrópusambandsins eru ekkert nema ímyndun höfunda viðkomandi bloggfærslu sem er að finna hérna að ofan. Yfirstjórn Evrópusambandsins er ennfremur samansett úr lýðræðiskjörnum leiðtogum aðildarríkjanna. Almennt kallað Ráðherraráð Evrópusambandsins.

Aftur á móti hafa staðreyndir aldrei stoppað þá sem skrifa bloggfærslur hingað inn. Ekkert frekar en sannleikurinn og staðreyndir almennt séð.

Jón Frímann Jónsson, 23.9.2012 kl. 18:00

2 Smámynd: Elle_

Gustav hitti naglann á höfuðið, enda veit sínu viti.  Og pistillinn þar með, takk fyrir hann. 

Framkvæmdastjórnin þarna útrýmir lýðræði eins og Jóhanna og Steingrímur og co. gera á Íslandi. 

Og sambandssinnar, ekki síst íslenskir, geta varla verið í tengslum við raunveruleikann.  Nema þeir bara fylgist ekki með fréttum.  Svo eru það þeir sem vita betur en blekkja og brengla og snúa öllu á hvolf.  Og brjálast ef sagt er satt um dýrðarstórríkið.

Elle_, 23.9.2012 kl. 19:19

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta stemmir nákvæmlega við það sem ég heyri frá mínum vinum og kunningjum í Evrópu, nema að vinir mínir í Þýskalandi eru líka sömu skoðunar, og þeir vara okkur mikið vel á því að fara þarna inn.  Þið hafið ekkert þangað að gera.  Þannig er það bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2012 kl. 20:47

4 identicon

Valdagræðgi ESB?

Sameiginlegar ákvarðanir ESB-ríkja um eigin mál geta auðvitað aldrei falið í sér valdbeitingu hvað þá valdagræðgi.

Valdagræðgi gagnvart sjálfum sér er óhugsandi. Þar að auki er lýðræðið og valddreifingin í ESB svo mikil að valdagræðgi getur þar hvergi þrifist.  

Þetta er ótrúlegt bull.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 22:27

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bullið kemur frá þér og þínum líkum Ásmundur.  Þú ert alveg ótrúlega langt í burtu frá allri skynsemi því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2012 kl. 22:34

6 Smámynd: Elle_

Lýðræði og valddreifing?  Við fáum nú bara hláturskast.    

Elle_, 23.9.2012 kl. 23:01

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Elle hláturkast verður það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2012 kl. 23:03

8 identicon

Ásthildur, þú gerir þér ekki grein fyrir að þú staðfestir í raun ummæli mín.

Ef þau væru ekki rétt væri engin þörf fyrir svona lágkúrulegan stuðning. Það sjá allir heilvita menn að mörg ríki sem mynda samband geta aldrei látið sambandið sýna sjálfum sér valdagræðgi. Það er ekki heil brú í slíkri hugsum. 

Þetta er auðvitað ekkert annað en ómerkilegur blekkingaráróður.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 23:10

9 Smámynd: Elle_

Pound

Elle_, 23.9.2012 kl. 23:13

10 identicon

Klappstýrur Vinstrivaktarinnar, Elle og Ásthildur, eru að standa sig prýðilega.

Til þess þarf að taka vel undir allt bullið og hugsa ekki neitt. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 23:18

11 Smámynd: Elle_

Lýðræði í sambandinu og valddreifing milli sambandsríkjanna er jafn mikið ´bull´ og segja að Jóhanna sé Mjallhvít, engilleg og saklaus.  Maður verður nú að vera blindur baráttumaður og ´klappstýra´ BrusselVALDSINS og Jóhönnu, ætli maður að halda slíku ´bulli´ fram.

Elle_, 23.9.2012 kl. 23:27

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha Já Elle þetta er að verða brandari tímabilsins.  Mikið verður gaman þegar þetta er allt komið á hreint að losna við þetta lið sem er algjörlega veruleikafirrt og vanmáttugt, en rífur logandi kjaft fyrir sinni sannfæringu sem er ofan í skurði.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2012 kl. 01:03

13 Smámynd: Bragi

Mikið er þetta jákvæð þróun í Evrópu fyrir almenning. Niðurlag greinarinnar bendir réttilega á ástandið sem ríkt hefur á Vesturlöndum, þ.e. að fjármálaöflin ráða ferðinni og þar er ástandið hvað verst í evrulandinu "skynsama".

Bragi, 24.9.2012 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband