Aðildin hefur valdið stórskaða í landbúnaði

Dr. Ólafur Dýrmundsson ráðunautur hjá Bændasamtökunum skrifar grein um stöðu landbúnaðar í ESB í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Niðurstaða hans er að full ástæða er til að hafa áhyggjur af landbúnaðarframleiðslu á Íslandi ef landið gengur í ESB. 

 

Mjólkurframleiðslan virðist standa traustum fótum í Póllandi en hefur dregist mikið saman í hinum löndunum frá 2005. Mest kemur af mjólk og mjólkurafurðum frá Þýskalandi inn á þá markaði. Þannig hefur mjólkurframleiðsla minnkað um 50% í Ungverjalandi.

 

 

Í Slóvakíu er framleitt mikið af nautakjöti sem er mest flutt út, einkum til Þýskalands, en það nautakjöt sem landsmenn neyta kemur mest frosið frá Nýja-Sjálandi. Merkileg hagfræði. Ungverji sagði mér að útblástur gróðurhúsalofttegunda einnar breiðþotu á leiðinni frá Nýja Sjálandi til Búdapest væri jafn mikill og frá 5000 mjólkurkúm á ári í Ungverjalandi.

 

 

Áður en þessi lönd gengu í ESB héldu aðildarsinnar og talsmenn ESB í Brussel því fram að styrkir myndu tryggja hag bænda þótt vitað væri að þeir fengju mun lægri greiðslur en bændur í aðildarlöndunum 15 sem þá voru í ESB. Þannig var samkeppnisstaða þessara Austur-Evrópuþjóða lakari strax frá fyrsta degi aðildar árið 2005.

 

 

Reyndin hefur orðið sú að þegar á heildina er litið hefur landbúnaðarframleiðsla dregist töluvert saman á þessu svæði og eiga bændur í flestum greinum í vök að verjast.

 

 

Sömuleiðis hefur fæðuöryggi þessara þjóða rýrnað, sem kemur sér illa og er varasöm þróun á tímum hækkandi matvælaverðs í heiminum. Varla bætir þessi þróun atvinnuástandið í þessum löndum, sem er verra en hér á landi.

 

 

Sú þróun sem hér hefur verið lýst sýnir að full ástæða er til að hafa áhyggjur af landbúnaðarframleiðslu ef Ísland gengur í ESB. Sporin hræða.

 

 

Reyndar er allur samanburður annmörkum háður vegna algerrar sérstöðu íslensks landbúnaðar en þessar staðreyndir blasa þó við. Styrkir eru skammgóður vermir og að mínum dómi er þessi eilífi samanburður við Finnland út í hött. Því má bæta við að hin stórauknu milliríkjaviðskipti hafa stuðlað að útbreiðslu búfjársjúkdóma sem ekki voru áður þekktir í þessum löndum.

 

 

En það er líka mikill vandi sem steðjar að í „gömlum“ aðildarlöndum ESB. Í einu helsta sauðfjárræktarlandi Evrópu, Spáni, fækkar sauðfé nú gífurlega.

 

 

Mikið hefur verið fjallað um skuldavanda Grikkja en minna hefur borið á þeirri staðreynd að landbúnaður þar er illa staddur eftir þrjá áratugi í ESB og notkun evru sem gjaldmiðils um árabil. Öllum Grikkjum sem ég hef rætt við ber saman um þetta.

 

 

Svona staðreyndir þurfa að koma fram í því aðildarferðli að ESB sem er í gangi hér á landi, eigi umræðan að teljast upplýst.

 

 Vinstri vaktin tekur undir með Ólafi og varar við þeim grilluföngurum hins frjálsa markaðar sem telja það til hagsbóta fyrir heimsbyggðina að endasendast með matvæli heimshorna í milli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bændasamtökin á Íslandi þurfa aðeins að kynna sér hjá svíum hve mörg hundruð bænda lögðu af búskap á "dag" fyrstu árin eftir að svíar gengu í ESB. Aðeins stærstu bændabýlin fá fyrirgreiðslu eða styrki hjá ESB. Síðan geta bændasamtök á Íslandi reiknað út hversu fljótt aftaka bændastéttar á Íslandi tekur.

jóhanna (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 12:03

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það var einn góður ameríkani sem sagði. Ef þú kaupir vörur sem eru framleiddar innan við 40 mílna radius frá heimili þínu þá ert þú virkur í að spara útblásturinn.

Ólafur dýrmundsson er mjög akkúrat maður svo það má vel treysta honum í þessum málum.

Valdimar Samúelsson, 22.9.2012 kl. 16:12

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mrt sem Dýrmundsson segir þarna stenst ekki lágmarks staðreyndartékks og búið að sýna fram á það með gögnum.

Svona tal er eins og hvert annað bla bla.

Eða afhverju hefur rollum fækkað í Noregi en fjölgað i Svíþjóð? Jú, þær vilja í ESB sæluna í Svíþjóð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.9.2012 kl. 17:36

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Vegna stöðugra hótana og þeirrar staðreyndar að Vinstri vaktin gegn ESB hefur ekkert gert til þess að koma í veg fyrir slíkt. Þá hef ég ákveðið að kæra þessa bloggsíðu og notanda sem kallar sig "palli" til lögreglunar í Reykjavík á næstum dögum.

Nánari útlistun er að finna hérna. StjórnendurVinstri vaktin gegn ESB geta komið í veg fyrir þessa kæru með því að útiloka umræddan mann og taka þar með ábyrgð á því sem gengur á þeirra bloggsíðu.

Jón Frímann Jónsson, 22.9.2012 kl. 19:40

5 Smámynd: Elle_

Jón Frímann ætti endilega að kæra.  Fyrir okkur þolendur hans.  Spennandi verður að sjá hvort lögreglan vilji vita um allar perónuárásir og persónumeiðingar sama Jóns um alla eða nánast alla anstæðinga Brussel-ofbeldisins eins og ´útlendingahatarar´ etc, etc, etc, etc, etc.

Elle_, 22.9.2012 kl. 21:04

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er alvarlegt mál sem við þurfum að taka til skoðunar.  Það er lágmark að þjóð sé sjálfri sér nóg um helstu matvæli.  Og bændur hafa staðið sig með miklum sóma hér á landi, bæði kjötframleiðendur, grænmetisframleiðendur og fleiri.  það þarf að lækka verð á rafmagni til garðyrkjubænda og það er hægt að nánast framleiða allt grænmeti hér á landi og jafnvel flygja út stjörnuvöru. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2012 kl. 21:06

7 identicon

Í bændablaðinu 14. júní 2012 spyr Ólafur R Dýrmundsson í lið c af hverju sauðfé á Írlandi hafi fækkað um 50% á undanförnum áratugum.

Í sama blaði segir Tjörvi Bjarnason í svargrein til Herdísar Þorvaldsdóttur að sauðfé hafi fækkað um 45% á þremur áratugum á Íslandi.

Skyldi Ólafur lesa Bændablaðið ?

Finnbogi S Kristjánsson

Finnbogi S Kristjánsson (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 21:12

8 Smámynd: Elle_

Ætlar Jón Frímann að kæra Palla til brusselsku eða dönsku lögreglunnar eða ætlar hann að fljúga til Íslands?  Ætlar hann ekki örugglega líka að kæra alla andstæðinga Brussel-ofbeldisins fyrir að vera á móti honum, ´útlendingahataranum og þjóðrembingnum´?

Elle_, 22.9.2012 kl. 21:22

9 identicon

Það er ekkert að óttast um íslenskan landbúnað vegna ESB-aðildar.

Þvert á móti verður honum komið á heilbrigðan grundvöll með innbyggðum hvötum til að gera betur. Sú stöðnun og spilling sem ríkir núna með bændur beggja megin borðsins verður liðin tíð. Bændur fá sjálfsvirðinguna aftur þegar þeir hætta að vera ölmusumenn.

Með ESB aðild verður það liðin tíð að Íslendingar greiði niður lambakjöt sem er selt erlendis á lægra verði en okkur býðst. Þá mun ekki lengur verða skortur á lambakjöti af þessum ástæðum. 

Engin hætta er á að sauðfjárrækt og grænmetisframleiðsla spjari sig ekki enda er hér um gæðavöru að ræða sem flestir eru tilbúnir til að greiða meira fyrir en erlenda vöru.

Með lambakjöti, grænmeti, fiskinn í sjónum ofl er fæðuöryggið tryggt. Okkur verður ekki vorkunn, ef á reynir, enda er hér um að ræða bæði besta og hollasta matinn sem nú er í boði.

Störfum  mun fækka í vissum greinum landbúnaðar eins og alltaf gerist þegar hagræðing á sér. En önnur atvinnutækifæri verða til. Td eru möguleikar á stórfelldri grænmetisræktun til útflutnings þar sem jarðhiti, sem annars færi til spillis, er nýttur.

Auðvitað munu einhverjir finna fyrir neikvæðum breytingum tímabundið. Það er eðli framfara. En þegar frá líður, munu flestir ef ekki allir sjá hve framfarirnar eru gífurlegar.

Það er löngu orðið tímabært að íslenskur landbúnaður losni úr viðjum spillingar og stöðnunar svo að eðlileg sjálfbær þróun geti átt sér stað. Nú á tímum hækkandi matvælaverðs í heiminum eru tækifærin mikil. 

Þetta verða tímamót sem skipta sköpum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 08:59

10 identicon

HAHAHAHA!!!

Litla fitupeðið fríkar út.

Okei, Jón, ég býð upp á díl. Ég skal lofa að vera rosa hræddur við þið, alveg hreint skjálfa á beinunum, ef þú lofar að pósta öllum samskiptum þínum við lögregluna. Okei? Díll?

Það þýðir að þú þarft líka að pósta þegar þeir hlæja sig máttlausan yfir dellunni í þér, og hringja á vælubílinn.

Þvílíki mannlegi harmleikurinn sem þú ert. Hefurðu aldrei spuglerað hvort þessi tilvist þín sé yfirleitt þess virði?

Ef ég væri þú þá myndi ég stökkva fram að háum kletti, eða eitthvað. Fara út með style.

Íhugaðu þetta. Pældu í þessu. Ertu velkominn í þessum heimi? Er einhver sem myndi sakna þín? Myndi heimurinn hætta að snúast ef hann losnaði við eitt lítið fitupeð?

Þú veist svarið best sjálfur.

palli (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 09:00

11 identicon

"Vinstri vaktin tekur undir með Ólafi og varar við þeim grilluföngurum hins frjálsa markaðar sem telja það til hagsbóta fyrir heimsbyggðina að endasendast með matvæli heimshorna í milli."

Hvað þá með útflutning á íslenskum landbúnaðarvörum sem eru meira að segja niðurgreiddar af íslenskum almenningi?

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 11:47

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Góð spurning, Ásmundur.

Sérstaklega ef horft er í tvær áttir í senn; hingað og þangað.  Margir hafa einmitt talað fyrir því að flytja sem flestar landbúnaðarvörur til landsins.  Þetta ætti auðvitað líka að gilda fyrir hina leiðina.

Hvaða vit er svo sem í því að allt nautakjöt í Slóvakíu sé flutt til Þýskalands og slóvakar þurfi að flytja inn frá Nýja-Sjálandi fyrir eigin markað?  Sömu rök gilda fyrir íslenskan lambakjötsútflutning ef flytja þarf inn ný-sjálenskt lambakjöt í staðinn.

Kolbrún Hilmars, 23.9.2012 kl. 13:18

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Kolbrún, fyrst og fremst þarf þá að auka búfjárstofninn svo hann anni bæði inn- og útflutningi.  Ég veit að lambakjöt er gæðavara þar sem ég kem allavega og alltaf fer ég með kjöt út þegar ég fer til vina og vandamanna, og alltaf er gleðin jafn mikil og erlendum gestum boðið að borða.  Og það fólk sem ég þekki sem kemur hingað reglulega fer alltaf út með lambalæri, smjör, súkkulaði, lakkrís, tópas, harðfisk og jafnvel hákarl.  Og nú eftir dvöl í Austurríki þá finn ég hvað íslenskir ostar eru að verða frábærlega góðir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2012 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband