Á endanum verða aðeins stjórnendur ASÍ, SA og Samfylkingarinnar hlynntir ESB-aðild Íslands

Þeir hópar sem fram til þessa hafa verið taldir vígi ESB-sinna á Íslandi eru nú óðum að breyta afstöðu sinni og undrar það engan sem fylgist með framvindunni, bæði hér heima og erlendis. Í Morgunblaðinu í gær mátti lesa eftirfarandi:

Meirihluti stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum er andvígur aðild að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýrri stjórnendakönnun MMR sem unnin var í samstarfi við Viðskiptablaðið. Greint verður ítarlega frá niðurstöðunum í Viðskiptablaðinu á morgun.

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að 63,9% stjórnenda í atvinnulífinu eru mótfallnir aðild að ESB en 36,1% hlynntir af þeim sem tóku afstöðu til málsins.

Það er því svolítið undarlegt að búa í samfélagi þar sem forsvarsmenn samtaka fyrirtækjanna tala öðru máli en fyrirtækin sjálf, eins og reyndin er með framkvæmdastjóra SA og er hann þar í skrýtnum hópi með forystu ASÍ og ríkisstjórnarinnar, sem hlusta heldur ekki á grasrótina og baklandið sitt heldur treysta því að þjóðin falli í gleðigildru Evrópuvikna og annarra áróðursbragða ESB-útsendara, sem merkilegt nokk virðast mjög áfram um að fá þjóðina okkar í ESB. Er það til að ,,auka trúverðugleika ESB" eins og einn dæmalaus ráðherra okkar lætur í veðri vaka, eða freista einhverjar auðlindir ef til vill? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er því svolítið undarlegt að búa í samfélagi þar sem til er fólk sem trúir því að sagan endi.....einhversstaðar. Hvernig væri nú að horfa til dæmis til baka og spyrja sig hvort þar megi finna rök fyrir "enda sögunnar".

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 17:21

2 identicon

Skoðanakannanir gefa aðeins vísbendingar um fylgið á þeim tíma þegar þær eru gerðar. Þær gefa almennt enga hugmynd um úrslit í kosningum sem fara fram löngu seinna.

Þetta á þó sérstaklega við um ESB-atkvæðagreiðsluna vegna þess að enn er óljóst hvað er í boði. Það kemur ekki í ljós fyrr en samningur liggur fyrir.

Þess vegna eru kröfur um að slita samningaviðræðum algjörlega fráleitar. Augljóslega endurspegla slíkar kröfur hræðslu um að ESB-aðild verði samþykktl

Skuldakreppan gæti einnig hafa snúist til betra vegar í Evrópu þegar kosning fer fram en látið illilega á sér kræla annars staðar.

Fólki og fyrirtækjum er að verða betur og betur ljóst að evran eftir inngöngu í ESB er eini gjaldmiðillinn sem nýtist okkur vel. Einhliða upptaka gjaldmiðils án bakhjarls í seðlabanka er of áhættusöm og dýr.

Evran er ekki eini ávinningurinn með ESB-aðild. Mikilvægt er einnig að fá vandaða löggjöf á því sviði sem ESB-aðildin nær yfir og nauðsynlega bandamenn.

Því verður vart trúað að íslenskur almenningur hafni miklu lægri vöxtum, lægra matarverði og almennt betri lífskjörum.

Stöðugleikinn sem fylgir evrunni leiðir til betri samheppnishæfni Íslands með fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifærum.

Því er ótrúlegt effólk vill krónuna áfram eftir allt sem hefur gengið á hennar vegna síðustu árin. Eða gerir fólk sér enga grein fyrir að skuldavandinn er 100% af völdum krónunnar?

Lántaka í íslenskum krónum er fjárhættuspil. Með upptöku evru verður það liðin tíð að skuldir hækki upp úr öllu valdi á sama tíma og tekjur lækka og íbúðarverð hrynur niður úr öllu valdi.

Milljónir lagðar í íbúðarkaup gufa þá ekki lengur upp þannig að eftir standi aðeins skuldir sem eru miklu hærri en söluverð íbúðarinnar. Með evru munu skuldir lækka með hverri greiðslu.

Ásmundur (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 23:10

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef mig misminnir ekki þá var gerð könnun nýlega innan SA sem sýndi yfirgnæfandi meirihluta gegn ESB inngöngu.

Samkvæmt því þá er það skoðun eins manns í ASÍ sem mótar afstöðu þeirra samtaka þó svo að félagsmennirnir séu í yfirgnæfandi meirihluta gegn aðild.

Til spari má svo nefna að meira að segja fjórðungur Samfylkingarmanna er á móti aðild. Ásmundur ofsatrúarmaður sem mætir hér með sprengjubeltin sín við hverri grein er að sjálfsögðu ekki þar í hópi. Einmannalegt hlutskipti og vorkunnarvert.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.5.2012 kl. 07:29

4 identicon

Hver segir það að skuldakreppu ESB. sé að ljúka?

Jú, Össur...

Í hverju felst það að "fólki og fyrirtækjum vegni betur" innan ESB.?

Þegar talað er svona niður til krónunnar, er það til að styrkja hana eða öfugt? Hvað er markmiðið?Afhverju er alltaf talað um ávinning Íslands? Þarf Íslenska samfélagið ekkert að leggja fram á móti? Hvernig væri að láta það koma fram? Og að endingu, er ykkur landráðamönnum ekkert heilagt mér er spurn. Evran sé ávinningur? Hvur segir það?

Jóhanna (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 07:34

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er raunar alveg makalaust að lesa þessa athugasemd Ásmundar. Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta.

Hear no evil, see no evil, speak no evil syndrome á lokastigi.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.5.2012 kl. 07:34

6 identicon

Andstæðingar aðildar láta eins og sigur sé unninn og segja það makalaust að aðrir skuli ekki vera sammála. En hvað segja staðreyndirnar um sveiflur á fylgi í skoðanakönnunum?

Í eftirfarandi hlekk má sjá að fylgi tvöfaldast gjarnan eða minnkar um helming á örfáum misserum. Fylgi Samfylkingarinnar hækkaði um nærri 50% á fáeinum vikum fyrir kosningarnar 2007.

Það er því ljóst að skoðanakannanir nú segja nákvæmlega ekkert fyrir um úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Óvissan um hvað verður í boði gerir jafnvel meiri sveiflur á fylgi við ESB-aðild en fylgi flokka líklegar. Hvernig skuldakreppunni reiðir af á evrusvæðinu, á Íslandi og annars staðar í heiminum hefur eflaust einnig mikil áhrif.  

http://www.capacent.is/Frettir-og-frodleikur/Thjodarpulsinn/

Ásmundur (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 08:40

7 identicon

Það er alveg makalaust hve mörgum tekst að vera í afneitun gagnvart ónýtri krónu. Er ástæðan kannski sú að ekki megi tala hana niður eins og skilja má af Jóhönnu.

Þetta er auðvitað stórhættulegt sjónarmið sem gæti sett Ísland á hliðina. Að ekki megi tala niður krónuna þýðir að við megum ekki læra af reynslunni.

Það er sennilega skýringin á því að fæstir setja skuldavandann og kröfur um niðurfellingu skulda í samband við krónuna. Þó er ljóst að ef við hefðum haft evru hefðu skuldir ekkert hækkað vegna hrunsins.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 08:52

8 identicon

Blessaður troddu þessum kjaftæðisgraut þínum, Ásmundur.

Það er augljóst að ekkert mun breyta því að Íslendingar myndu þurfa að gefa eftir stjórn á fiskauðlindunum, sem og að galopna íslenskan sjávarútveg fyrir erlendu auðmagni.

Síðan myndi Ísland fá sitt 0,8% vægi í ESB, sem Ásmundur yfirhálfviti kallar "jafnréttisgrundvöllur" og "endurheimt á fullveldi" út af því að einhverjir dúddar í Noregi, og Eiríkur Bergmann, segja það.

ESB segir sjálft að þetta er aðlögunarferli að ÓUMSEMJANLEGU REGLUVERKI ESB. Undanþágur eru litlar og tímabundnar, til aðlögunar.

Og Ásmundur, þú ert búinn að gala þinn trúarofstækisáróður í langan tíma. Hvernig fer það saman við að segja svo að það þarf allt að koma í ljós í þessum samningi? ESBsinnar segja að ekkert sé hægt að vita, "það verði að kíkja í pakkann" og sjá samninginn, en samt eru þau alveg ESB óð. Þannig að anstæðingar aðildar eiga ekkert að vita fyrr en þessi samningur kemur, en ESBsinnar vita alveg hvað ESB er himneskt.

Það er alltaf sama sagan með þessa ESBfábjána.

Já og núna er óskhyggjan yfirgnæfandi. Skoðanakannanir sýna að sífellt fleiri hafa engan áhuga á þessu ESB, en neinei, það skal sko haldið áfram í heimtufrekjunni og hrokanum.

Og svo er vælt um lýðræði, að fá að kjósa. Það er jafn mikið lýðræði að vilja ekki inn í þetta aðlögunarferli.

Þið ESBsinnar eruð skíthælar og sjálfsupphafnar hrokabyttur, og það er bara tímaspursmál hvenær þjóðin treður þessu kjaftæði ofan í kokið á ykkur. Vonandi, Ásmundur, verðurðu svo þunglyndur að þú stútar sjálfum þér, eða a.m.k. flytjir af Íslandi. Þjóðin hefur ekkert að gera með andlega aumingja eins og þig.

palli (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband