Skipan ESB fær falleinkunn

„Samráðsskipan er víðast hvar í Evrópu við lýði í einhverri mynd og stuðningsmenn þessa kerfis segja það leiða til meiri félagslegrar einingar en ella. Mig hefur hins vegar lengi grunað að þetta kerfi hafi verið mjög skaðlegt. Það hafi búið til hagkerfi þar sem er mjög erfitt fyrir frumkvöðla að gera nýja hluti og nýsköpun á ekki upp á pallborðið. Fyrir vikið fær fólk að lokum leiða á störfum sínum sem sést í því að kannanir á starfsánægju í mörgum ríkja Evrópu leiða í ljós mjög dapurlegar niðurstöður...„

Sá sem svo mælir er nóbelsverðlaunahafinn Edmund Phelps hagfræðingur í viðtali við Fréttablaðið í dag. Af orðum Phelps mætti ætla að hagkerfi ESB væri hagkerfi samhjálpar og vinstri hugsunar en er það svo?

Það sem Phelp kallar samráðsskipan er í raun og veru sú sérkennilega samsuða sósíaldemókratisma og frjálshyggju sem Evrópusambandið og fleiri vestræn samfélög hafa tekið ástfóstri við á undanförnum árum. Angar af sama meiði eru Blair-isminn í Bretlandi og stefna hægri krata bæði hér á landi og erlendis.

Phelp bendir á að þetta kerfi eigi hagfræðilega mjög erfitt með að reisa sig við og í Evrópu sé það versta ekki afstaðið. Þar sé skuldakreppan síður en svo afstaðin.

Og það í þessu kerfi sem í fljótu bragði kann að líta út sem angi af mannúð vinstri manna í hagfræði er þegar betur er að gáð grímulaus hagsmunagæsla stórkapítalisma. Það sem háir Evrópu er ekki síst að lítil fyrirtæki fá þar illa þrifist.

Stóru fyrirtækin ein geta ráðið við ofstjórn ESB og eru oft sjálf virkir þátttakendur í að móta þær reglur sem gilda. Smáfyrirtækin sitja hjá og heltast úr lestinni því á þau er lagt helsi sem ekki hentar öðrum en þeim stóru. Þar með er ekki sagt að litlu fyrirtækin séu ekki arðbær. Það sáum við best í hruninu á Íslandi þar sem hlutfallslega varð minnst um gjaldþrot og afskriftir hjá einyrkjum og smáfyrirtækjum og skuldsetning þeirra aðila var hlutfallslega minni en hinna stóru.

Á Íslandi höfum við séð ægivald stórfyrirtækja í verslun, sjávarútvegi og mörgum öðrum greinum. Það sem Phelp kallar „samráðsskipan" birtist okkur hér í vanmáttugum stofnunum eins og Samkeppniseftirliti og Fjármálaeftirliti sem oftar en ekki eru máttlaus í glímu sinni við stórkapítalismann.

Meginvandi er kannski ekki skortur á eftirliti heldur að við skulum leyfa það að fyrirtæki vaxi valdhöfum sínum og samfélögum yfir höfuð. Ef við viljum ganga lengra til móts við stórkapítalismann, hringamyndanir og einokun er sterkur leikur að ganga í ESB. Ef við viljum hlú að virkri samkeppni smárra fyrirtækja er lykilatriði að við höfum sjálf stjórn eigin mála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög góð grein og hittir naglann alveg á höfuðið.

Sjálfur þekki ég þetta mjög vel eftir að hafa búið í 6 ár í ESB ríkjum og rekið lítið fyrirtæki á sviði nýsköpunar og framleiðslu´a samkeppnismarkaði.

Farganið af reglum og tilskipunum er þvílíkt að fyrir lítinn rekstur þá er þetta næstum óbærilegt.

Þetta drepur allt í dróma og eina leiðin framhjá þessu er smygl og svarta markaðs starfssemi, sem sleppur þannig undan helsinu og miðstýringunni.

Allt er gert til þess að gera hinum litlu erfitt fyrir, á kostnað hinna stóru í skjóli einhverrar tilbúinnar neytendaverndar ! "Shit"

Skráningargjöld og alls konar rándýrar leyfisveitingar og opinber gjöld og álögur þrengja stöðugt að öllum smárekstri og nýsköpun einstaklinganna.

Enda eru helstu einstöku fyrirtækjasamsteypur og stórkapítal Evrópu ríkjanna með fleiri sendimenn og "Lobbíaista" í Brussel en mörg smærri ríkin hafa þar í það heila.

Saman er þetta svo sannarlega stjórnsýsla "Andskotans" þ.e. eins og að blanda saman tvo görótta drykki, útkoman verður aldrei annað en mjög slæm.

Allt það versta úr óheftri "frjálshyggju" og hægri mennsku Tatchers, er blandað við útvatnaða og gjaldþrota vinstri tækifærismennsku Blairs tímans.

Útkoman er hreinn Sósíalsma Kapítalismi ANDSKOTANS=FASISMI, þar sem Commísara ráðin ganga fram í einhverri ímyndaðri vinstri mennsku til þess að leyfa í samvinnu við þá óheftri frjálshyggju Stórkapítalisins að lifa í skjóli og vernd hinns ímyndaða Sósíaliska félagskerfis !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 14:31

2 identicon

Gunnlaugur, hvernig í ósköpunum stendur á því að að þú hefur búið og starfað öll þessi ár í þessum skelfilegu ESB-löndum? Er þetta masókismi?

Íslendingar ættu að vera búnir að læra að taka ekki mark á bandarískum hagfræðingum, jafnvel heimsfrægum með nóbelsverðlaun. Þeir fullyrtu fljótlega eftir hrun að við gætum aldrei greitt skuldir okkar og ættum því einfaldlega að hætta að greiða.

Icesave var einnig óviðráðanleg skuld að þeirra mati. Allt reyndist þetta hin mesta fjarstæða eins og nú er komið í ljós.

Það er því engin ástæða til beygja sig í duftið fyrir nóbelsverðlaunahöfum í hagfræði. Minnimáttarkenndin sem gerir andsinna afhuga ESB aðild kemur einnig fram í að álit útlendinga er tekið gagnrýnislaust og því trúað eins og nýju neti.

Hagfræðingar fá gjarnan nóbelsverðlaun vegna mjög afmarkaðs sviðs innan greinarinnar. Þá skortir því oft heildarmyndina.

Hvorki Íslendingar né aðrir Evrópubúar myndu vilja amerískt ástand, þar sem fjarmagnið ræður öllu. Þess vegna eru amerískir hagfræðingar tæpast réttir ráðgjafar.

Ameríkanar eru auk þess miklir andstæðingar evru af eiginhagsmunaástæðum. Hún ógnar stöðu dollars sem hin alþjóðlega viðskiptamynt. Það yrði þeim gífurlegt áfall ef dollarinn þyrfti að gefa eftir gagnvart evru.

Bandaríkjamenn eru meðal mestu þjóðrembinga í heimi ef ekki þeir almestu. Hagfræðingar eru því undir miklum þrýstingi að tala niður evru. Annað þykir "unamerican" sem er eitt versta skammaryrði þar um slóðir.

Það er því vissara að fara varlega í að trúa bandarískum hagfræðingum. Lærum af reynslunni.    

Ásmundur (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 20:54

3 Smámynd: Elle_

Hann er óþolandi þessi eilífi ICESAVE þvættingur þinn.  Núna hefurðu haft tæp 4 ár til að skilja og eftir endalausar útskýringar færustu manna að það var ekki OKKAR SKULD.

Elle_, 9.5.2012 kl. 22:28

4 Smámynd: Elle_

Hinir FÆRU bandarísku hagfræðingar sögðu enda aldrei að ICESAVE væri hluti af okkar SKULDUM sem við ættum ekki að borga, heldur að við gætum ekki og ættum ekki að borga það.  Það eru ekki bara hæfir hagfræðingar í 8% hluta heimsins, dýrðarveldi ykkar Jóhönnu og Össurar.

Elle_, 9.5.2012 kl. 22:38

5 identicon

Þessir hagfræðingar tóku enga afstöðu til þess hvort Icesave-krafan væri réttmæt. Þeir einfaldlega sögðu að best væri að sleppa alveg að greiða hana vegna þess að við gætum það ekki.

Þeir töluðu af mikilli vanþekkingu og virtust ekki hafa hugmynd um að eignir Landsbankans myndu ganga til forgangskröfuhafa. Innistæður voru gerðar að forgangskröfum með neyðarlögunum.

Ég geri þær kröfur til sérfræðinga, og þurfa þeir ekki að vera nóbelsverðlaunahafar til þess, að þeir kynni sér mál áður en þeir tala fjálglega um þau eins og sá sem vitið hefur.

Ásmundur (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 22:55

6 Smámynd: Elle_

´Ásmundur´ hlýtur að muna eftir eftirfarandi þvættingi í 1 + 3 + miklu víðar:
Þú ert að vakta athugasemdir við þessa færslu. Hætta að vakta addInitCallback(commentWatch.init);

1 identicon

Það er mikil einföldun að setja málin upp með þessum hætti. Öll löndin sem að EFTA dómstólnum standa, Ísland, Noregur og Liechtenstein eru lýðræðisríki, þar sem ríkir virðing fyrir lögum og dómstólar dæma eftir lögum.

Dómstólar í slíkum ríkjum eiga hins vegar ekki að taka tillit til þess hversu illa fer fyrir hinum seka, verði hann dæmdur sekur. Íslendingar höfðu tækifæri til að lágmarka hugsanlegan skaða. Icesave III var slíkur samningur og hefði þegar rykið hefur nú sjatlast ekki kostað skattgreiðendur neitt. Meirihluti kjósenda kaus hins vegar að reyna að vinna veðmál fyrir dómstólum, borga allt strax eða borga ekkert.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 20:47

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er þetta Ómar Harðarsson deildarstjóri hjá Hagstofunni, eina ferðina enn? Ef þetta er sá ötuli baráttumaður gegn lýðræði, þá er gaman að benda á rök hans fyrir að samþykkja Icesavesamningana á sínum tíma. Hann taldi að þótt Íslenska ríkið yrði gjaldþrota, þá þyddi það ekki endilega að það væri úti um íslensku þjóðina.Manni varð öllum rórra.

Ómar, þú segir þóttalega að Hans sé að einfalda málið um of, en berð svo engin rök fyrir því útfrá efninu. Ertu enn að berjast fyrir því að við tökum á okkur skuldbindingar glæframanna í einkageiranum?

Það er alveg ljóst að lögleysa EES er rótin að fallinu hér og ef þeir ætla að staðfesta það og láta alþýðu manna taka ábyrgð á því klúðri, svonn enn verði hægt að endurtaka hið sama með enn meira ábyrgðarleysi, þá er ljóst að skaðinn af samstarfinu er margfalt meiri en ávinningurinn. Það á því að segja upp þessu samstarfi nú þegar og hafnalögsöguþessa dóms.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.12.2011 kl. 22:11

3 identicon

Þjóðin hefur talað, málstaður þeirra sem vildu dómstólaleiðina varð ofan á. Við skulum vona að niðurstaðan verði góð fyrir íslenska ríkið og skattgreiðendurna. Dómsstólaleiðinni fylgdi þó alltaf sá böggull að niðurstaðan gæti verið okkur mótdræg. Indefence reiknaði hámarkskostnað upp á 140 milljarða - en tók að vísu ekki með í reikninginn að þeir 140 milljarðar yrðu gjaldfelldir strax.

Að öðru leyti get ég ekki borið fyrirfram neinar brigður á að dómsstóllinn muni dæma eftir lögum og samningum sem alþingi hefur fyrir sitt leyti samþykkt. Þegar deilt er um túlkun slíkra laga/samninga þá viljum við í réttarríki gjarnan láta óhlutdræga dómsstóla skera úr um ágreininginn.

Mér dettur ekki í hug að dómarar EFTA dómsstólsins muni fara eftir öðru en lögum. Ég get því ekki séð að samúð á þeim bæ með hvað islendingar muni hafa bágt ef dæmt yrði gegn þeim skipti máli um dómsniðurstöðuna eins og Hans gefur skyn.

Hitt er svo annað mál að ég tek undir með Hans að óþarft sé að fara á límingunum út af þessu máli eina ferðina enn. Allra síst finn ég hjá mér þörf að vera með skæting út í Hans eða aðra.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 23:03

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Aha! En dulúður og hlakkandi yfir,að alþýðan beri byrðar glæframanna,þannig les ég þig Ómar.

Helga Kristjánsdóttir, 16.12.2011 kl. 23:50

Elle_, 9.5.2012 kl. 23:00

7 identicon

Nei, Elle, ég vildi einmitt að greiðslur vegna Icesave yrðu sem lægstar. Það hefði fengist með því að samþykkja Icesve III.

Við höfum eflaust nú þegar greitt miklu meira vegna lægra lánshæfismats, minna trausts á Íslandi með hærri vaxtabyrði á erlendum lánum og lægra gengi krónunnar.

Því miður þá misskildu flestir sem sögði já um hvað var verið að kjósa. Þeir héldu að þeir hefðu fengið umboð til að ákveða hvort við greiddum Icesave. Það var auðvitað ekki svo gott.

Kosningin snerist um mat á því hvort kæmi betur út fyrir okkur að samþykkja samninginn eða taka þá áhættu að hafna honum og hugsanlega verða dæmd til að greiða miklu meira.

Í ljósi þess að nefnd færustu sérfræðinga og 70% alþingismanna vildu samþykkja samninginn var það óðs manns æði að hafna honum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þjóðin lét plata sig.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 10:41

8 Smámynd: Elle_

Eg vil biðja Vinstrivaktina að taka út pistilinn sem ég setti inn næst að ofan (23:27).  Kannski óþarfi að hafa hann þarna í heilu lagi.  Þarna er hann skrifaður eins og af ´Ásmundi´ og Brusselsinnuðum og hrokafullum stórkapítalistum sem vilja pína almenning með einkaskuldum stórfyrirtækja.

Elle_, 10.5.2012 kl. 11:02

9 Smámynd: Elle_

Þjóðin lét ekki plata sig.  Þjóðin vildi eðlilega ekki vera kúguð, ekki af Bretum, ekki Evrópusambandinu, ekki Hollendingum, ekki ykkur Jóhönnu og Steingrími og co.   Þjóðin vildi ekki borga það sem hún SKULDAÐI EKKI.

Elle_, 10.5.2012 kl. 11:07

10 identicon

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni var ekki verið að spyrja þjóðina hvort hún vildi vera kúguð. Þeim sem hefur verið talin trú um það hafa látið plata sig.

Málið snerist um það hvort breskir og hollenskir skattgreiðendur ættu að greiða allar Icesave-innistæður eða hvort íslenskir skattgreiðendur greiddu nálægt helmingnum.

Með því að hafna samningnum var gerð tilraun til að varpa allri upphæðinni yfir á breskan og hollenskan almenning.

Ásmundur (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 13:17

11 identicon

Það er bara stórmerkilegt hvað hann Ásmundur er alveg stjarnfræðilega bilaður og veruleikafirrtur einstaklingur.

Hann er ekki í neinum tenglsum við raunveruleikann.

Ásmundur - er enginn fræðilegur möguleiki fyrir þig að pæla aðeins í sjálfum þér? Er eitthvað vit í því að halda þessum áróðri áfram?

Við vitum öll þína skoðun. Við vitum alveg hvað þú segir næst. Þú ert ekki að koma með neitt nýtt í umræðuna.

Það er greinilega ekki að hafa nein áhrif á neinn. Þetta er algjörlega tilgangslaust raus í þér.

Þannig að hver er tilgangurinn? Er tilgangurinn að fólk fái enn meira ógeð á þessu tuði í þér? Heldurðu kanski að ef þú endurtekur möntrurnar nógu oft að þá fari þetta að síast í gegn??

Hvað í andskotanum er málið?!?

Þú skýtur þig bara aftur og aftur í fótinn, en þú ert líka alveg sjúklega þreytandi og hreint óþolandi basket-case.

Þú ert líklega sorglegast og steiktasti einstaklingur sem ég nokkru sinni vitað um. Þú ert alveg í sérdeild. Blessaður, hættu þessu röfli, sem skýtur þig bara sjálfan í fótinn anyway, og leitaðu þér að einhvers konar tilgangi með þessu auma lífi þínu.

Best væri að þú færir alfarið af landinu okkar. Láttu þig bara hverfa. Það er best fyrir þig og alla aðra.

palli (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 13:21

12 Smámynd: Elle_

Málið kom kom ekkert breskum og hollenskum almenningi/ríkissjóði landanna við, það er bara ein af lygum ykkar.  Innistæðurnar voru tryggðar Í ÖLLUM 3 LÖNDUM og enginn bað stjórnvöld þar að borga eitt eða neitt úr ríkissjóðunum. 

Skipta niður??  Við erum miklu fámennari þjóð.  Þú ert ómarktækur, ótrúlegur.  Við töpuðum líka vegna bankanna.  Ætlið þið Goddi og Jóhanna og Steingrímur líka að borga okkur tapið??

Elle_, 10.5.2012 kl. 17:00

13 identicon

Hvaðan heldurðu að peningarnir komi í tryggingarsjóðina?

Annars bendirðu á mikilvægt atriði. Það voru nægir peningar til í breska og hollenska trygginarsjóðunum meðan sá íslenski var nánast galtómur. Hverjir eiga að bera ábyrgð á því?

Fyrir utan að nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni er eflaust þegar orðið okkur mun dýrara en já hefði orðið vilja jásinnar bera ábyrgð á eigin afglöpum meðan neisinnar vilja varpa þeim yfir á aðrar þjóðir. Engin furða þó að Bretar og Hollendingar séu æfir.

Við skulum bara vona að neiið eigi ekki eftir gera skuldir ríkisins óyfirstíganlegar. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 17:23

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eins og Elle segir, þá töpuðum við líka vegna bankanna.

Einhverjir tugir þúsunda íslendinga höfðu lagt sparifé sitt í hlutafé föllnu bankanna - misháar upphæðir að vísu.

Allt tapað!

Einhverjar þúsundir höfðu lagt sparifé sitt í þessa sérsjóði bankanna, Sjóður 9 og 11 og 13 eða hvað þeir nú hétu. Þar var tapið 30-35% af inneigninni.

Verst að allir þessir íslendingar bera harm sinn í hljóði á meðan útlendingarnir "bévítast".

Kolbrún Hilmars, 10.5.2012 kl. 17:59

15 identicon

Kolbrún, er þér alvara?

Mundir þú kannski taka upp á því að hætta að borga af láni vegna þess að fyrirtæki sem þú átt hlut í varð gjaldþrota og þú tapaðir öllu hlutafénu?

Svona díla er aðeins hægt að gera með samningum. Einhliða ákvörðun um að borga ekki gengur ekki upp. Lögin gilda.

Ásmundur (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 19:03

16 Smámynd: Elle_

Peningarnir í tryggingsjóðina komu EKKI ÚR RÍKISSJÓÐUNUM.  Og það er munurinn. 

´Dýrara´ eða ódýrara, ´ódýrari lán´, ´lánshæfi´, ´vextir´ AF KÚGUN, skiptir engu máli í samhenginu.  Við viljum ekki vera niðurlægð og kúguð.  PUNKTUR.  Þar fyrir utan getur þú ekkert vitað um það. 

Þú dásamar ógeðslegan ICESAVE3 (10:41) sem átti að FÆRA LÖGSÖGU OKKAR TIL ÓVINARINS.  HVÍLÍK GEGGJUN.  Það er vegna þess að þið Brusselsinnar lítið ekki á okkur sem það sjálfstæða ríki sem við erum samt.  Við erum SJÁLFSTÆTT RÍKI og farið að læra það.

Elle_, 10.5.2012 kl. 19:07

17 Smámynd: Elle_

Nákvæmlega, lögin gilda.  Og ICESAVE er ekki og var aldrei með neina ríkisábyrgð.  LÖGIN GILDA.

Elle_, 10.5.2012 kl. 19:10

18 Smámynd: Elle_

Og svo sagðirðu eins og hinn þaulvani blekkjari sem þú ert, í no. 17: - - - Það voru nægir peningar til í breska og hollenska trygginarsjóðunum meðan sá íslenski var nánast galtómur. Hverjir eiga að bera ábyrgð á því? - - -

Hví heldurðu að bresk og hollensk stjórnvöld hafi krafið bankann um SKYLDUTRYGGINGAR við LEYFIÐ sem þau gáfu bankanum til starfa þar undir þeirra EFTIRLITI??  Stjórnvöld þar vissu vel um hættuna við að TIF stæði ekki undir miklu falli. 

Við getum nefnilega ekki tryggt heiminn.  Við eigum að segja upp hinum hættulega EES samningi.  Það var vegna hans sem bankarnir stækkuðu óhóflega og ísl. stjórnvöld gátu ekki stoppað það.  VIÐ SETJUM EKKI LÖGIN ÞARNA.

Elle_, 10.5.2012 kl. 19:48

19 identicon

Ég er sammála því að það var engin ríkisábyrgð á Icesave. En ég efast um að Ísland komist upp með það bótalaust að hafa tryggingarsjóð aðeins að nafninu til.

ESA telur einnig að ekki megi mismuna bönkum eftir því í hvaða landi þeir eru. Ríkið lýsti því yfir að það myndi ábyrgjast innlendar innistæður. Að mati ESA fólst í því ábyrgð á Icesave-innistæðum vegna þess að annað hefði verið ólögleg mismunun.

Annars er aðalatriðið að Lee Buchheit, einn færasti samningalögfræðingur heims, og öll hans samninganefnd taldi of mikla áhættu felast í því að segja nei vegna þess að það væri ómögulegt að segja hvernig málið færi fyrir dómstólum.

Þess vegna var rangt að segja nei ekki síst í ljósi þess að höfnun hefur eflaust nú þegar kostað okkur mun meira en ef við hefðum samþykkt samninginn.

Ég hef enga skoðun á því hvernig málið endar. En ég á alveg eins von á að það eigi eftir að þvælast fyrir okkur í mörg ár áður en endanleg niðurstaða fæst - til stórskaða fyrir okkur.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 20:44

20 identicon

Vá hvað Ásmundur opinberar algjörlega eigin heimsku

"Annars bendirðu á mikilvægt atriði. Það voru nægir peningar til í breska og hollenska trygginarsjóðunum meðan sá íslenski var nánast galtómur. Hverjir eiga að bera ábyrgð á því?"

Það eru nefnilega ekki til nálægt því nægir peningar í neinum tryggingarsjóð í nokkru landi til að standa undir alls herjar bankahruni. Langt langt langt frá því.

Ásmundur veit ekki neitt um hvað hann er að tala. Nákvæmlega ekki neitt.

Ríki í öllum löndum eru skyldug til að koma tryggingarstjóð upp og annast að bankar borgi inn í hann. Sjóðirnir eru ekki í ríkisábyrgð.

"Ég er sammála því að það var engin ríkisábyrgð á Icesave. En ég efast um að Ísland komist upp með það bótalaust að hafa tryggingarsjóð aðeins að nafninu til."

Þú gætir ekki komið með heimskar setningu þótt þú reyndir. Ertu sammála því að það sé ekki ríkisábyrgð.....  en svo á ríki ekki að komast upp með að hafa tryggingarsjóð aðeins að nafninu til???

Góði besti, taktu hausinn úr görninni á þessum ESBtrúboðsleiðtogum þínum og reyndu til tilbreytingar að hugsa sjálfstætt og kanski líka að kynna þér um hvað þú ert að bulla.

Þú ert alveg ótrúlega stjarnfræðilega bilaður, sannar enn einu sinni að þú veist ekkert um hvað þú ert að tala, en auðvitað allt of heimskur til að sjá það sjálfur. Þú heldur virkilega að þú sért að gera þínum málstað eitthvað gagn með því að bulla út í eitt um hluti sem þú hefur engan skilning á.

Alveg ótrúlegur hálfviti. Ótrúlegt alveg!!

Hvernig er hægt að vera svona heimskur, en samt geta skrifað og lesið?

Heldurðu að rökræður séu einhver morfís-keppni? Heldurðu að bara út af því að þú vilt eitthvað svo mikið, þá geturðu bara bullað þína óskhyggju og ætlast til að fólk taki þig málefnalega?

Hvað í andskotanum er vandamálið í hausnum á þér??!!??

palli (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 07:58

21 identicon

Og ef dómstólar myndu komast að því að um mismunun væri að ræða, þegar innistæður á Íslandi voru tryggðar, þá væri mun mun sniðugra að taka þá bara þann gjörning tilbaka, í stað þess að ætla að borga út morðfjár og skella nokkrum kynslóðum Íslendinga í skuldir (þ.e. enn meiri skuldir).

Það var íslenska milljarðamæringa-hjörðin sem komst í skjól þegar innistæður voru tryggðar. Ef tryggingarupphæðin yrði lækkuð í ...hvað var það aftur... 10 milljónir kr., eða eitthvað álíka, í stað þess að allar innistæður voru tryggðar, þá hefði meira en 90% af Íslendingum verið í góðum málum, en milljarðamæringarnir myndu tapa sínum auði (sem er ekki neitt hræðilegt að mínu mati).

Þannig að ef þú vilt vera að berjast fyrir réttlæti, Ásmundur, þá ættirðu að sleppa þessu ESBtuði í þér og væla um Icesave, ómálefnalega og af vankunnáttu, by the way, og frekar fara fram á að upphæði trygginga á innistæðunum hefði átt að vera ca. 10 milljónir.kr. eða álíka, og íslenskur almenningur hefði verið í fínum málum.

Já og fyrir utan að þessi helvítis ESBríkisstjórn kemur svo nýju bönkunum í hendur hrægamma, sleppa algjörlega að pæla í því að fella niður skuldir.. neinei, selja skuldirnar til hrægammasjóða á slikk sem fara svo að innheimta af hörku fulla upphæð.

Vinstri-ríkisstjórn? Vinstri? ??!!??  ...sem stendur með fjármagnsöflum á móti almenningi no matter what????

Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona sorglegt, svona eins og þú , Ásmundur.

palli (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 08:11

22 Smámynd: Elle_

Eins og oft hefur oft komið fram, líka þarna, var sjóðurinn ekki tómari en lögin sögðu að hann ætti að vera, um 1% af innistæðum.  Líka að EFTA dómstóllinn sé ekki aðfararhæfur á Íslandi. 

Og blekkingar og innantómt að tala endalaust um hvort ´Ísland komist upp með það bótalaust að hafa tryggingarsjóð aðeins að nafninu til´ eða að segja að sjóðurinn hafi verið tómur.

Elle_, 11.5.2012 kl. 11:41

23 identicon

Það er hvergi að finna í lögum EES að inneign tryggingarsjóðsins eigi að vera aðeins 1% af inneignum bankanna.

Hins vegar kemur þar fram að hann eigi að ábyrgjast innistæður ef banki verður gjaldþrota. Það er mjög fjarri því að hann geti gert það á Íslandi með eign sem er aðeins 1% af innistæðum.

1% nægir hins vegar til að ábyrgjast innistæður í einum banka í mörgum ef ekki flestum löndum EES. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband