Gagnrýni úr grasrótinni

Flokksráðsfundur VG, sem haldinn var í lok síðasta mánaðar, var sá fyrsti á þessu kjörtímabili sem ég hef ekki átt kost á að sækja vegna annríkis annars staðar. Það kemur mér ekki á óvart að brotthvarf Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn og ESB-ferlið skuli hafa verið flokksráðsfélögum ofarlega í huga, eins og fram kemur í skrifum Jóns Torfasonar á Smugunni í gær:

,,Í þessum almennu umræðum, sem fóru fram á föstudagskvöldið, talaði drjúgur hluti fundargesta, um 40 manns og fengu fjórar mínútur hver. Helstu málin voru brotthvarf Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn (og var raunar samþykkt í upphafi fundarins að ræða það ekki sérstaklega), landsdómsmálið, frumvarp um staðgöngumæðrun, náttúruvernd í víðum skilningi og aðildarumsóknin að EB, sem flestir komu reyndar inn á."

ESB-andstaða hefur verið áberandi í umræðu á flestum flokksráðsfundum og landsfundum VG frá því aðildarviðræður hófust en það sem veldur vonbrigðum er fyrir hversu daufum eyrum við, sem ósátt erum við ferlið, tölum. Í ljósi þess hvernig umræðan hefur verið er það sýnu alvarlegra, því flokksforystan hefur því miður aðallega verið að reyna að ,,lifa af" harða gagnrýni. Og smám saman virðist þessi umræða innan flokksins tilgangslausari. Fylgi VG minnkar, trúverðugleikinn rýrnar og vinstra fólk sem andvígt er ESB-aðild Íslands er reitt.

Jón Torfason vill draga umræðuna á flokksráðsfundum og landsfundi VG upp úr þessum hjólförum og gera róttæka breytingu á fyrirkomulagi fundanna. Mér finnst að hugmyndir hans hljóti að vera þess virði að skoða þær alvarlega, en enn og aftur óttast ég að talað sé fyrir afskaplega daufum eyrum. Hvet sem flesta til þess að lesa grein Jóns á Smugunni

http://smugan.is/2012/03/form-a-flokksradsfundi/

- AB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinstri vaktar; liðar !

AB; & félagar þínir !

Þið eruð ekkert annað; en fyrirlitleg smámenni, sem berið Þistilfirzka ómennið (SJS) á höndum ykkar - en þykist svo gagnrýna hann, og hirð hans, í öðru orðinu.

Kommúníkst hræsnara samfélag; sem ykkar, á ekki nokkur maður, að taka mark á, Evrópusambands andstaða ykkar, er einungis, í nösum ykkar.

Væruð þið; sjálfum ykkur samkvæmir, væruð þið, fyrir löngu, búnir að hefja perónulega atlögu, að ræksnunum, Jóhönnu og Steingrími, svo sem.

En; það er háttur ykkar Kommúnista - sem frjálshyggju Kapítalistanna, að vera nákvæmlega sömu Mél- Ráfurnar, sem þeir.

Með; Falangista kveðjum úr Árnesþingi, öngvu; að síður /

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 13:39

2 identicon

persónulega; átti að standa, þar. Afsakið; Andskotans ritvillurnar, ef finnast, að nokkru.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 14:06

3 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Vinstrivaktin ítrekar að menn reyni að halda umræðunni á síðunni á kurteislegum nótum, skoðanaskipti eru eðlileg en gífuryrði dæma sig sjálf.

Vinstrivaktin gegn ESB, 22.3.2012 kl. 14:43

4 identicon

Sælir; á ný !

Jú; vitaskuld, hefði ég getað haft tungutak mitt, á 14. aldar íslenzku - eins og Ormur heitinn, frændi minn, í Skarði á Skarðsströnd vestur, kenndi mér, forðum.

En; hætt er við, að ritstíll minn, hefði plagast meir, af Latínu- og Grísku skotnum orðum; hálfu erfiðari viðureignar til aflestrar, en meira að segja 18. aldar Kancellí stíllinn, ágætu Vinstri vaktarar.

Mestu skipti; að koma einbeittri og hnökralausri skoðun minni til skila, þó oftlega, megi um tungutak deila, ágætu drengir. 

Með; ekkert síðri kveðjum - þrátt; fyrir allt, en þeim fyrri /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 15:36

5 identicon

Sælir; enn !

Ekki; var það ætlun mín, að slá ykkur út af laginu, síðuhafar góðir.

En vera má; að ég hafi hoggið nær sannleikanum, hér efst; svo þið þykist öngvum frekari vörnum, mega við koma, að nokkru.

Hinar sömu kveðjur; - sem seinustu, vitaskuld /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 19:48

6 identicon

Af hverju er lífvörður að hlaupa á eftir Ögmundi? Hvert sendir hann reikninginn?

http://www.ruv.is/frett/lifverdir-fylgja-radherrum-myndband

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 11:15

7 identicon

Komið þið sæl; sem oftar !

Elín Sigurðardóttir !

Vonum; að þeim Vinstri vökturum, þyki ekki móðgun, í eðlilegri fyrirspurn þinni - og; tímabærri.

Lyddurnar; Steingrímur - Jóhanna og Ögmundur, hafa afhjúpað aumingja dóm sinn, endanlega.

Búrma Herstjórar; telja sig ekki einu sinni, þurfa á viðlíka ''vernd'' að halda, enda frændur mínir Mongólar, löngum hugaðri verið, en Hvíti maðurinn hugumstóri.

Ekki síðri kveðjur - en áður, og fyrri /

e.s. Elín ! Vonum; að við séum enn, innan kurteisis kvarða, vinstra fólksins.

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 11:52

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er enginn munur á hægri og vinstri-mönnum. Það ættum við að hafa lært fyrir lífstíð. Það var dýrkeyptur lærdómur, og mikils virði að hafa þá reynslu í farteskinu. Framhaldið byggist á því sem við höfum lært. Við eigum ekki að læra seinna af því sem við vitum nú þegar. Það væri kjánalegt og gagnslaust.

Kjarnyrt og skiljanleg íslenska er það eina sem fólk skilur, og sérstaklega ef verk fylgja orðum. Það hjálpar engum, að hlusta á eitthvert mjálm, og meiningarlaus, innantóm skilningsvana orð.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.3.2012 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband