Einkennilegur draumur

Vinstri vaktin getur ekki kvartað yfir áhugaleysi því lestur þessarar bloggsíðu fer vaxandi og umræða í athugasemdakerfi er með því líflegasta. Það er einkar ánægjulegt að við getum boðið þá sem eru á annarri skoðun en ritstjórn síðunnar að borðinu en að gefnu tilefni viljum við brýna fyrir öllum að gæta hófs í málflutningi.

Mikil umræða hefur verið um gjaldmiðil okkar Íslendinga og þar gætir óneitanlega nokkurrar bölsýni hjá allmörgum sem um hann ræða.  Það er vitaskuld rétt að verðbólga hefur verið meiri hér á landi en í velflestum nágrannaríkjum okkar og að nokkru leyti á það sér eðlilegar skýringar. Lítið hagkerfi eins og Íslands býr einfaldlega yfir minni sveiflujöfnun en stærri hagkerfi. Aflabrestur eitt árið og góð loðnuvertíð annað árið valda miklum sveiflum sem koma við pyngju allra landsmanna. 

Talsmenn þess að við tökum upp erlendan gjaldmiðil fara mikinn í því að þá fáist stöðugleiki og víst er að gengið myndi þá ekki sveiflast með sama hætti og nú gerist. En það er ekki þar með sagt að það yrðu ekki sveiflur í hagkerfinu. Þær kæmu einfaldlega harðar niður á atvinnulífinu og um leið atvinnustiginu.

Kemur okkur eitthvað við þó að fyrirtækin græði minna eða fari á hausinn, kann einhver að spyrja. En staðreyndin er að sveiflur í gengi fyrirtæki bitna bæði fyrst og síðast á þeim sem hafa atvinnu af rekstri þeirra.

Það að keyra íslenskt efnahagslíf á gjaldmiðli sem ekki sveiflast með hagkerfinu er líkast því að fara í öræfaferð á ónýtum dempurum. Högg hagsveiflunnar verða einfaldlega miklu harðari og óviðráðanlegri þegar gjaldmiðillinn tekur ekki að sér sveiflujöfnun. Hefði hér verið erlendur lögeyrir við hrunið 2008 má reikna með að stór hluti af atvinnulífinu hefði fylgt bönkunum eftir í gjaldþroti. 

Hugmyndir ESB-sinna um að Ísland geti með myntsamstarfi við Evrópuþjóðir orðið hluti af stærra hagkerfi byggja á samblandi af óskhyggju og barnaskap. Eyland sem er langt frá öðrum heldur áfram að vera sérstakt hagkerfi með sínar sérstöku innbyrðis sveiflur þó svo að það taki upp mynt annars ríkis. Það alvarlega við upptöku evru er að Ísland yrði þá jaðarsvæði í stóru myntsamstarfi og það færi ekki hjá því að áhrifin yrðu þau sömu og allsstaðar á jöðrum stórra efnahagsheilda, hvort sem við horfum þar til Grikklands, Nýjasjálands eða hinna gömlu Íslendingabyggða í Norður Dakóta í Bandaríkjunum. Ef það er slík framtíð sem menn telja fýsilegasta fyrir Ísland þá er ekkert við því að segja en óneitanlega er það einkennilegur draumur.

Allt þetta breytir svo engu um það að hver sem gjaldmiðill þjóðar er þá hvílir mikil ábyrgð á stjórnvöldum að draga sem mest úr sveiflunum. En sú röksemd að krónan sé ónýt vegna þess að það hafi verið verðbólga á Íslandi stenst illa skoðun. Í fyrsta lagi þá er rýrnun krónunnar fyrst og fremst birtingarmynd verðbólgu en ekki orsök hennar. Verðbólga er vitaskuld böl og verðbólga í verðtryggðu lánasamfélagi er beinlínis hættuleg fjárhag heimilanna. En það eru til efnahagsböl sem eru verri og eitt það versta, atvinnuleysið, er viðvarandi í evrusamfélaginu. Atvinnuleysi eyðileggur ekki bara fjárhag þeirra sem fyrir því verða heldur einnig andlega heilsu fórnarlamba sinna sem er sínu dýrmætari en fjárhagsleg heilsa. Annað böl er greiðsluþrot ríkissjóða og efnahagslegur glundroði sem herjar nú á Miðjarðarhafsríkin.

Frá því um hrun fyrir liðlega þremur árum síðan hefur Íslendingum tekist að byggja samfélag sitt upp. Þar hefur margt unnið saman en mestu munar um að þjóðin hefur haft sinn eigin gjaldmiðil. Viðreisnin sem orðið hefur síðan 2008 hefur orðið vegna þess og þrátt fyrir opinberan og ábyrgðarlausan fjandskap stjórnvalda í garð krónunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll vertu

Undanfarið hafa sumir talað um að íslensk króna hafi fallið um mörg þúsund prósent miðað við danska krónu síðan 1922 (og fréttamenn étið þennan málflutning gagnrýnislaust upp) en þá var íslensk króna slitin frá þeirri dönsku. Eflaust er það rétt að íslensk króna hafi fallið mjög mikið gagnvart þeirri dönsku á þessum tíma, en hvernig stendur samt á því að lífskjör á Íslandi eru svipuð lífskjörum í Danmörku? Eins og málið er sett fram, ættu lífskjör hér að vera verri en í Sómalíu! Vissulega sveiflast gengi íslensku krónunnar, en stjórnvöldum hér hefur samt á 90 árum tekist að búa svo um hnútana að Íslendingar, sem voru örugglega fátækari en Danir árið 1922, standa þeim jafnfætis nú í efnahagslegu tilliti og hafa gert síðustu 25–30 árin. Skyldi það hafa tekist eins vel ef við hefðum verið með danska krónu allan þennan tíma?

Bestu kveðjur, Guðvarður

Guðvarður Már Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 15:00

2 identicon

Það stenst ekki skoðun að gengislækkun krónunnar sé fyrst og fremst birtingarmynd verðbólgu en ekki orsök hennar. 

Fyrst lækkar gengi krónunnar. Við það hækkar verð innfluttra vara. Verðlagsvísitalan hækkar því í kjölfarið. Launþegar fá launahækkun við fyrsta tækifæri til að varðveita kaupmáttinn. Það veldur enn meiri verðbólgu. Krónan er aðalorsakavaldur verðbólgunnar.

Sambærilegar hækkanir í evru eru svo miklu minni að þær hafa ekki þessi dómínóáhrif. 

Þegar stórframkvæmdir hefjast á Íslandi streymir mikið erlent fjármagn inn í landið. Því er skipt í krónur. Gengi krónunnar hækkar við það. Á sama tíma og atvinna og tekjur almennings aukast vegna framkvæmdanna lækkar verð á innfluttum vörum svo að innflutningur stóreykst.

Vextir hækka og enn meira fé streymir til Íslands vegna áhuga erlendra fjárfesta á að fjárfesta hér á háum vöxtum með hækkandi gengi á krónunni. Það er komin bóla.

Að lokum, í síðasta lagi þegar stórframkvæmdunum lýkur, springur bólan og gengi krónunnar hrynur. Erlendu lánin eru ógreidd og munu halda gengi krónunnar niðri um langa framtíð.

Nauðsynlegt er að setja á gjaldeyrishöft til að koma í veg fyrir að erlendir fjárfestar fari með allt sitt fé úr land og rústi algjörlega krónunni.

Ef evran er gjaldmiðillinn er sviðsmyndin allt önnur og miklu heilbrigðari. Gengi evrunnar breytist ekkert vegna stórframkvæmda. Þess vegna er eftirsókn eftir innfluttum vörum ekki meiri en meiri tekjur gefa tilefni til. Þegar stórframkvæmdunum lýkur er ástandið að mestu eins og það var áður en þær hófust.

Evran réði við hagsveifluna en krónan ekki.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 15:03

3 identicon

Páfagaukurinn gargar sem fyrr.

Okei, hvað er verðbólga?

Allir peningar eru skuld. Allir peningar verða til þegar þeir eru lánaðir einhverjum. Allir peningar eru skuld MEÐ vöxtum.

Ef allir peningar eru skuld, x-stór skuld, hvernig er þá hægt að borga til baka x-mikið af peningum PLÚS vexti?

Það er auðvitað ekki hægt, því þeir peningar eru ekki til.

Hvað er þá hægt að gera? Jú, lána meiri peninga til að borga vextina. Við það hækkar x-ið, og vextirnir, og þá þarf meiri pening til að borga þá vexti, og svo koll af kolli.

Verðbólga er ekki hækkun á verði hluta, heldur lækkun á verðgildi peninga, því það er alltaf meira og meira til af þeim.

Ef þú ferð í banka og færð lánaða milljón, þá var þessi milljón ekki til neins staðar áður en þú fékkst hana borgaða. Bankar hafa leyfi til að búa til peninga úr ekki neinu. Bara púff, sko, milljón komin. Milljónin var ekki til í bankanum eða neins staðar annar staðar, fyrr en þér var lánað.

Þetta er nútíma bankakerfi.

Og evran er ekkert öðruvísi.

Það verða, by the way, svona peningar lánaðir erlendum stórfyrirtækjum, búnir til úr ekki neinu, til að kaupa upp íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og komast þannig í auðlindina.

Gulltryggður gjaldmiðill er það sem Ísland þarf, ef efla á traust og stöðugleika.

En gargandi páfagaukar eins og Ásmundur geta auðvitað ekki talað um slík mál og vangaveltur. Páfagaukar hafa nefnilega ekki sjálfstæða hugsun, þeir endurtaka bara það sem þeir heyra, og eru mjög vitgrannir. Verstir eru páfagaukar úr trúarsöfnuðum. Þeir eru svo sjálfsupphafnir og hrokafullir að það hálfa væri meira en nóg, og óþolandi kvikindi.

palli (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 16:06

4 identicon

Leiðrétting - erlend stórfyrirtæki kaupa upp íslenskan sjávarútveg EF við skyldum heimskast inn í þetta apparat.

En það mun ekki gerast. Sem betur fer er hin íslenska þjóð mest megnis ekki páfagaukar heldur vitrar uglur og ernir. Páfagaukarnir eru í miklum minnihluta, en það heyrist mest í þeim, gargandi og skrækjandi. Vonandi gerast þeir flestir farfuglar á endanum.

palli (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 16:16

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þið hér á Vinstri Vaktinni, eigið þakkir skildar fyrir að halda hérna úti lifandi vefsíðu.

Þið eruð málefnalegir og leyfið hér frjálsar umræður og skoðanaskipti. Öfugt við Evrópusíðuna hér á Mbl.is þá hafið þið ekki hent út öðrum hverjum andstæingi skoðana ykkar eins og þeir hafa gert fyrir litlar sem engar sakir.

Gangi ykkur vel að uppfræða fólk á gagnrýninn og málefnanlegan hátt eins og þið hafið gert hingað til.

Gunnlaugur I., 20.3.2012 kl. 16:22

6 identicon

Krónan getur ekki lækkað nema um 100%. 100% lækkun þýðir að hún er komin niður í 0.

Reyndar er gamla krónan komin niður í nánast núll miðað við dönsku krónuna sem hún var á pari við fyrir um 90 árum. Gengi hennar var þá 1 dönsk króna en er nú 0.0005 dönsk króna eða tæplega það. Lækkunin er 99.9995% 

Íslenska krónan þarf að hækka um meira en 200.000% til að ná aftur sama verðgildi og danska krónan.

Þessi gengislækkun krónunnar endurspeglar verðbólgu á Íslandi umfram verðbólgu í Danmörku. Verðbólgan hér hefur þó verið enn meiri því auðvitað var einnig verðbólga í Danmörku. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 16:44

7 identicon

Gott innlegg hjá þér, Guðvarður.

Um aldamótin 1900 voru Íslendingar ein fátækasta þjóð í Evrópu efnahagslega séð. Eftir það fengum við heimastjórn, tókum upp sjálfstæða skráningu á gengi krónunnar og fleira – og viti menn – við urðum fljótt í hópi þeirra þjóða í heiminum þar sem lífskjör eru hvað best.

Stefán (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 17:06

8 identicon

Ásmundur

Það sem hefur fyrst og fremst ráðið verðbólgunni er eftirspurn innanlands.  Vissulega hefur gengi líka áhrif á innflutningsverð og þar með á verðbólgu og þar eru sömu hreyfiöfl á verki í öllum löndum.  Þú einblínir hins vegar á gengið, en það kemur svo sem ekki á óvart miðað við þau skrif sem sést hafa eftir þig.

Ef við hefðum haft evru fyrir hrun hefði skuldasöfnun bankanna orðið mun meiri og hrunið hér á landi heldur meira, auk þess sem þungi byrðanna hefði lent á ríkissjóði miðað við það hvernig vinir okkar í Evrópusambandinu hegða sér. Við sjáum þetta m.a. í Grikklandi sem er gjaldþrota.

Með því að taka upp evru er jafn hætt við því að verðbólga myndi verða mun meiri á vissum tímabilum þegar þensla er hér en ekki á meginlandi Evrópu. Við vitum jú að hagsveiflur eru ólíkar hér og þar og þess vegna gæti hentað að lækka vexti í Evrópu (stærstu hagkerfunum) sem myndi ráða stefnunni. Þá færi hér allt úr böndum. Önnur tímabil yrði hætta á stórfelldu atvinnuleysi vegna þess að við yrðum að keyra upp vexti í samræmi við Seðlabanka Evrópu þrátt fyrir hægagang í atvinnulífinu hér.

Í þessu samhengi er vert að kynna sér skýrslur ríkja sem voru að velta fyrir sér að taka upp evru en hættu við það.

Stefán (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 17:18

9 identicon

Síðan er auðvitað hægt að gefa út peninga án vaxta.

Hvað haldið þið að stór hluti af kaupverði t.d. húsnæðisins ykkar hafi farið í að borga vexti. Allir í framleiðsluferlinu þurfa að borga vexti, sem leggst á kaupverðið.

Allt út af því að einhverjir óligarkar hafa einkaleyfi á að búa til peninga úr lausu lofti, og heimta svo vextina. Peningurinn sjálfur hættir að verða til þegar lán eru borguð. Bankinn hirðir vextina.

Það er alveg hægt að sleppa þessum blóðsugum. Það er alveg hægt að sleppa einkavinavæðingu bankakerfisins. Halló? Enginn áhugi á því?

Heilinn er eins og regnhlíf. Hann virkar bara ef hann er opinn.

palli (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 17:36

10 identicon

Ja, bölsýni í garð krónu?

Nei... engin bölsýni. Sérlegir aðdáendur ESB hafa valið að tala niður krónuna, til að auka líkurnar á að þjóðin gefist upp, og gangi í þetta samband, sem er raunar að rifna í sundur á saumunum.

Evru- og ESB aðdáendur vilja lítið ræða raunveruleikann, sem er, að þrátt fyrir herfilega ríkisstjórn, þá er skútan smá saman að rétta úr sér, þökk sé krónunni.

Þá er krónu- og sjálfstæðishöturum tíðrætt um "tap" fyrir almenning af krónu. Ég veit svo sem ekki hvernig þeir reikna það út, enda aldrei sett fram útreikninga, bara fullyrðingar. Staðreyndin er sú, að fram til 2006, frá því að byrjað vara að vísitölubinda lán, þá hafði kaupmáttur aukist um 2% á ári að meðaltali.

Reyndar er það nú svo, að bölvanlega gengur að útskýra fyrir krónuhöturum og ESB aðdáendum, að vísitala og króna er alls ekki það sama. Króna þarf ekki á vísitölu að halda, og vísitala þarf ekki á krónu að halda. Mikið held ég að umræðan myndi batna, ef hægt væri að útskýra þessa einföldu staðreynd fyrir þessu fólki.

Önnur mýta sem ESB fólkið reynir í örvæntingu að halda fram, í von um að fólk í þrengingum kaupi kjaftæðið, að vextir lækki með tilkomu evru. Vextir ráðast helst af tvennu, framboði af lánsfé, og lánstrausti. Hvernig þessir spekingar fá út, að meira verði til af evrum, við upptöku hennar, en nú er, er mér fullkomlega hulið. Gott væri að þetta fólk útskýrði hvernig við fáum fleiri evrur fyrir fiskinn, með upptöku evru. Og í leiðinni mætti þetta fólk útskýra, af hverju vextir hafa hækkað á Írlandi, og af hverju venjulegir Írar geta ekki lengur fengið lán.

Að öllu þessu sögðu, þá er síminnkandi stuðningur við ESB og Samfylkinguna, sennilega að miklum hluta því að þakka, að almenningur sér í gegnum kjaftæði fólks sem hefur almennt ekki hundsvit á efnahagsmálum. Því miður er þetta fólk við völd, og verður næsta árið. En ekki lengur.

Hilmar (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 18:27

11 identicon

Stefán, verðbólgan er fyrst og fremst vegna sveiflna á gengi krónunnar. Miklar sveiflur eru vegna þess hve litla útbreiðslu krónan hefur.

Lækkun á gengi krónunnar veldur verðbólguskoti án þess að það gangi tilbaka þegar gengið hækkar. Það ætti því að vera mjög auðvelt að sjá hvers vegna krónan veldur mikilli verðbólgu.

Verst eru þó víxlverkunaráhrifin. Lækkun á gengi veldur verðbólguskoti sem veldur rýrnun á kaupmætti launa sem þá hækka og valda einn meiri verðbólgu osfrv. 

Verum ekki í afneitun gagnvart svona augljósum staðreyndum. Gengi krónunnar hefur rýrnað niður í nánast ekki neitt miðað við gengi hennar í upphafi sjálfstæðrar gengisskráningar.

Það er mjög langsótt að ætla að skuldasöfnun bankanna hefði verið meiri ef við hefðum haft evru. Þvert á móti. Starfsemi bankanna var hluti af íslensku bólunni þar sem allt erlent var talið mjög eftirsóknarvert vegna of hás gengis á krónunni.

Vegna krónunnar sýndu bankarnir miklu betri afkomu en þeir hefðu sýnt með evru. Með evru hefðu þeir ekki haft neinar forsendur til að þenjast svona út. Það er engin ástæða til að ætla að í ESB með evru hefði íslensku bankarnir skorið síg úr frá öðrum bönkum í ESB-löndum. 

Ríki bera enga ábyrgð á skuldum gjaldþrota einkafyrirtækja hvorki hér ná annars staðar í heimunum. Hugmyndir um að ESB geri slíkar kröfur eru fráleitar. Það er því útilokað að ríkið hefði nokkurn tímann þurft að borga skuldir bankanna að innistæðum undanskildum.

Hitt er svo annað mál að Írar og eflaust fleiri ríki hafa kosið að styðja sína banka til að koma í veg fyrir að þeir yrðu gjaldþrota. Það var þeirra eigið val. Þeir töldu hag sínum betur borgið þannig. Við gátum það hins vegar ekki. 

Það er mikill misskilningur að gríska ríkið hafi greitt skuldir gjaldþrota banka hvað þá að ESB hafi neytt þá til þess.  

Verðbólga getur eflaust á vissum tímum orðið eitthvað meiri hér en á evrusvæðinu ef við tökum upp evru. En það er þá bara tímabundið ástand og aldrei neitt í líkingu við þá verðbólgu sem við höfum átt að venjast enda er sú verðbólga að langmestu leyti  vegna lækkunar á gengi krónunnar. 

Hættan á misgengi hagsveiflna milli evrulanda er í lágmarki vegna þess að viðskipti okkar eru mest við evrulönd. Samdráttur í Evrópu mun því hafa í för með sér samdrátt hér og uppgangur þar mun valda uppsveiflu hér.

Ég tel að misgengi af öðrum ástæðum sé auðvelt að ráða við með einföldum hagstjórnartækjum enda sýnir reynslan frá ESB það. Fáeinar undantekningar hafa verið í sviðsljósinu en ekki hin ríkin sem eru mun fleiri og eru í góðum málum hvað þetta varðar. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 20:07

12 identicon

Enn er Ásmundur við sama heygarðshornið.

Það sem veldur fyrst og fremst verðbólgu er eftirspurn í hagkerfinu sem ræðst af fjármagni í umferð. Þar skipta máli launabreytingar, útlán bankakerfisins og fleira sem hefur áhrif á innlenda eftirspurn. Gengið er svo viðbótarþáttur sem hefur áhrif á verðlag. Það er í þessu samhengi athyglisvert að jafnvel þegar gengi krónunnar styrkist þá getur talsverð verðbólga verið í gangi. Hverju eigum við þá að kenna um þá? Vitaskuld hafa gengisbreytingar áhrif á verðlag í gegnum innflutningsverðlag. Það eru þó áhrif sem hafa tilhneigingu til að fjara út á ákveðnum tíma. Þessi víxlverkunarkenning gengur ekki upp nema að hluta. Þessi staðhæfing að gengi krónunnar hafi rýrnað niður í nánast ekki neitt eru falsrök sem sjást á því að krónan er tekinn sem fullgildur greiðslumiðill, geymslumiðill og mælieining fyrir verðlag; og ef við settum upp tilraun myndu allir vilja þiggja þá krónugjöf sem í boði væri.

Vera Íra á evrusvæðinu hefur m.a. valdið því að þeir hafa þurft að verja um 50% af þjóðartekjum til að styrkja bankanna. Fyrir vikið hafa opinberar skuldir aukist gífurlega á Írlandi. Í Grikklandi pínir ESB stjórnvöld til að skera niður mjög harkalega í opinberri starfsemi og segja upp fólki í stórum stíl. Þetta erum mjög afdrifaríkar aðgerðir sem valdið hafa mikilli félagslegri ringulreið eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Verðið sem Grikkir eru látnir greiða fyrir aðild að evrusvæðinu er þeim mjög dýrt - og veran á evrusvæðinu mun halda þeim í efnahagslegri spennitreyju þar sem þeir munu lúta í lægra haldi fyrir þýskum útflutningi m.a. um langa framtíð.

Stefán (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 21:38

13 Smámynd: Elle_

Gleðilegt að lesa að nokkrir nenna enn að koma með rök gegn steinveggnum að ofanverðu.  Og fræðandi fyrir mig líka.  Og fræðandi pistill eins og vanalega.

Í landinu eru nefnilega eyðingaröfl eins og stærri stjórnarflokkurinn og vinnumenn Jóhönnu Sig. og Stefan Fule.  Eyðingaröfl sem vilja eyðileggja og skemma hagkerfi landsins og tæma ríkissjóð eins og með lögleysunni ICESAVE, gagngert til geta sagt: Nú sjáið þið að við getum ekki verið sjálfstætt ríki. 

Næst ætla þau að draga okkur forpurð og þvert gegn vilja okkar beint inn í fullveldisafsalið undir Brussel-miðstýringu og yfirstjórn.  Og eru í mikilli forherðingu komin langa leið með sjálfstæði landsins.

Elle_, 20.3.2012 kl. 22:10

14 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Takk fyrir afar málefnalega og góða umræðu. Af gefnu tilefni vill umsjónarmaður vefs samt ítreka að gætt sé hófs og kurteisi í málflutningi. Við köllum þá sem hafa skoðanir andstæðar okkar skoðunum vitgranna páfagauka!

Vinstrivaktin gegn ESB, 20.3.2012 kl. 22:17

15 identicon

Stefán, þú ert i algjörri afneitun gagnvart einföldum staðreyndum sem þú hefur alla burði til að skilja ef þú bara vildir.

Eftirspurnarverðbólga er mjög hófleg verðbólga yfir lengri tíma litið . Þannig verðbólgu höfum við í evrulöndunum. Og þannig verður verðbólgan hér þegar áhrifin af gengislækkun krónunnar hverfa.

Eins og þú nefnir er einmitt athyglisvert að þegar gengið styrkist að þá getur samt verið verðbólga þrátt fyrir að innflutningsverð lækki.

Þetta sýnir að verðbólguskot vegna gengislækkunar gengur ekki tilbaka við gengishækkun. Þar af leiðandi er verðbólga óhjákvæmilega mikil yfir lengra tímabil litið.

Ástæðan fyrir því að verðbólgan heldur áfram þrátt fyrir gengishækkun krónunnar er aukin eftirspurn vegna meiri tekna almennings og vegna lækkunar á verði innfluttra vara. Þannig  vegur eftirspurnarverðbólga upp á móti lækkun á innflutningsverði.

Þetta er hættulegt ástand sem getur hæglega leitt til  bólu sem springur að lokum með hruni krónunnar. 

Vegna þess að krónan virkar ekki sem skyldi þarf sífellt að leiðrétta gagnvart henni. Kaupmáttur launa lækkar td þegar gengið lækkar en þá eru launin hækkuð til að varðveita kaupmáttinn.

Þannig þjóna sveiflur krónunnar ekki hagkerfinu heldur er þjóðin í stöðugri baráttu gegn áhrifum þeirra. Þessi barátta kemur fram í víxlverkunum verðlags og launa sem veldur mikilli verðbólgu.

Stöðugri gjaldmiðill mun því þjóna okkur betur. Margar evruþjóðir hafa góða reynslu af evru. Aðrar þjóðir hafa tekið einhliða upp annan gjaldmiðil með góðum árangri.

Sannleikurinn er sá að það felst of mikil freisting fyrir stjórnvöld í að hafa eigin gjaldmiðil. Þau eiga þá auðvelt með að hygla ákveðnum hópum eða vanrækja störf sín því að það er alltaf hægt að redda málum með gengisfellingum. Almenningur borgar brúsann. 

Lækkun á gengi krónunnar um 99.95% er náttúrulega lækkun niður í nánast ekki neitt enda er lækkun upp á 100% lækkun niður í ekki neitt. Auðvitað er hægt að nota krónur áfram  með því að nota séfellt fleiri krónur.  Gamla krónan er hins vegar ekki í gildi lengur af augljósum ástæðum.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 23:26

16 identicon

Það er ákveðin óskhyggja sem kemur fram í málflutningi Ásmundar, ekki ólík sams konar óskhyggju sem kom fram hjá evruaðildarsinnum í upphafi evrudaganna. Þá sögðu evrusinnarnir að þótt hagkerfin sem tækju upp evru væru ólík þá myndu þau sækja í sama farið með tímanum eftir að þau tækju upp sama gjaldmiðil. (Samanber samleitniskilyrðin, sem kennd eru við Maashtrict) Hvað gerðist? Sundurleitni hefur aukist í Evrópu. Verðbólgumunur hefur aukist síðustu ár og það sama gildir um vaxtamun, mun á samkeppnishæfni, skuldum og fleiru. Allt fór sem sagt á annan veg en samrunasmiðirnir hugðu.

Og nú á að telja okkur trú um að hagsveiflur milli landa jafnist vegna viðskipta? Af hverju hefur það ekki gerst nú þegar í ljósi mikilla og langvarandi viðskipta við evrusvæðið?Ásmundur vísar á framtíðina. Þetta er bara sama óskhyggjan og var hjá evrusinnum fyrir 10-15 árum eða svo. Þróunin hefur orðið allt önnur. Og ég er viss um að þorskurinn í sjónum, loðnan eða markíllinn, halda áfram að synda sína leið hvort sem við erum við krónu eða annan gjaldmiðil. Fiskurinn í sjónum fer varla að synda eftir einhverjum evrópustöðlum?

Stefán (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 23:36

17 identicon

Úr hvaða heimi kemur þessi Ásmundur? Hann segir að stjórnvöld freistist til að redda sér með gengisfellingum? Veit hann ekki að gengisfellingar stjórnvalda voru aflagðar fyrir tæpum 20 árum hér á landi? Eftir það hafa markaðskraftar framboðs og eftirspurnar ráðið gengi. Jafnvel þótt gjaldeyrishöft hemja hreyfingar að einhverju marki þá ná þau ekki að hemja markaðshreyfingarnar að fullu - og stjórnvöld fella ekki gengið lengur .....

Stefán (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 23:47

18 Smámynd: Elle_

>Veit hann ekki að gengisfellingar stjórnvalda voru aflagðar fyrir tæpum 20 árum hér á landi?<
Nei, Stefán, hann veit það ekki og þó lætur hann eins og við hin vitum ekkert og hann einn og Össur (sem hefur ekki hundsvit á efnahagsmálum, samkvæmt honum sjálfum) viti.
Frábærar lýsingar frá Guðvarði Gunnlaugssyni og eins Stefáni.  Og varðandi no. 16 frá Stefáni: Það voru sorglega margir sem fyrirsáu þetta.  Þar á meðal VLADIMIR KONSTANTINOVICH BUKOVSKY, andófsmaður og fyrrverandi fangi og ríkisborgari USSR (gömlu Sovétríkjanna), og eins og hann lýsir þarna.  Það þýðir ekki mikið samt að segja það við veggi á vegum EC COMMISSION og Stefan Fule.

Elle_, 21.3.2012 kl. 00:37

19 Smámynd: Elle_

Elle_, 21.3.2012 kl. 00:41

20 identicon

Nei, Stefán, gengisfellingar eru í fullu gildi ennþá.

Ef stjórnvöld hygla einhverjum eða vanrækja skyldur sínar og það kemur fram í gengislækkun krónunnar þá er það gengisfelling af þeirra völdum þó að þeir ákveði ekki lengur fyrirfram hve mikið gengið fellur.

Þér ferst að tala um óskhyggju. Allar tilraunir með krónuna á floti, fyrst með vikmörkum, hafa mistekist og samt viltu gera enn eina tilraun þó að hún geti orðið okkur óhemjudýr og nákvæmlega ekkert bendi til að hún takist.

Eða stefnirðu kannski á að íslensku efnahagslífi blæði út með höftum til frambúðar?

Veistu hvað höftin kosta okkur marga tugi milljarða í hærri vöxtum á ári? Veistu hvað höftin kosta okkur mörg hundruð milljarða í glötuðum viðskiptatækifærum á ári?

Með áframhaldandi höftum eru töluverðar líkur á að greiðsluþroti ríkisins 2015 eða 2016.

Annars sýna ummæli þín um hagsveiflur að þú hefur ekkert botnað i mínum ummælum nema þú sért visvitandi með útúrsnúninga vegna rökþrots. 

Ásmundue Harðason (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 01:27

21 identicon

Nei, ég er alveg viss. Ásmundur er Jón Frímann. Heimskan er ekki bara á svipuðu stigi, það er aðallega þessi hroki sem kemur upp um hann. Sjálfsupphafin hrokabytta í fílabeinsturni. Það eru margar slíkar, en ég þykist sjá keimlíkan hroka með þessum tveimur.

Þetta er svona ákveðin gerð af fábjána, þar sem gallinn fer meira út í geðræn mál.

Spurning til páfagauksins (ef hann hefur getu og þor til að svara yfirleitt):

Segjum sem svo að þú hafir rétt fyrir þér (hahaha), þá vaknar samt spurningin af hverju þú heldur áfram að ummælast hérna? Af hverju, Jón Ásmundur?

Er einhver tilgangur í því? Það er alveg greinilegt að þú ert ekki að sannfæra neinn hérna (nokkuð augljóst, ekki satt?), og fólk virðist almennt ekki þola þín skrif (áróður, lygar og heimska), þannig að ég velti fyrir mér af hverju þú heldur áfram og áfram og áfram?

Ef það þjónar engum tilgangi, hver er þá ástæðan?

Er þetta ekki nokkuð glöggt merki um þráhyggju og önnur geðræn vandamál?

Er það ekki merki um geðveiki að endurtaka sama hlutinn og búast við mismunandi niðurstöðu?

Eða færðu borgað fyrir þetta? Hver er ástæðan?

Ættir þú ekki að líta í eigin barm og láta þig svo hverfa á braut?

palli (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 08:23

22 identicon

Hvers vegna er krónan ónýt? Ef krónan getur ekki sinnu hlutverki sínu án gjaldeyrishafta virkar hún ekki sem gjaldmiðill.

Kostnaðurinn vegna gjaldeyrishaftanna er gífurlegur vegna lítillar samkeppnishæfni, glataðra atvinnutækifæra og allt of hárra vaxta á erlendum lánum. 

Með krónu í höftum blæðir efnahagslífinu smám saman út.

Án hafta er krónan eins og korktappi í ólgusjó. Í stað þess að jafna hagsveiflur er áhrifin mjög ýkt. Eilíf barátta er í gangi við að eyða út áhrifum hennar. 

Þegar gengið fellur lækkar kaupmáttur launa. Þá þarf að hækka laun til að ná sama kaupmætti og áður. Við það eykst aftur verðbólgan og þá styttist í að enn þurfi að hækka launin osfrv.

Afleiðingin er mikil verðbólga og mikil togsteita í þjóðfélaginu og miklu meiri hætta á verkföllum en þar sem gjaldmiðillinn er stöðugur. Mikil orka fer til spillis sem væri betur varið í annað.

Króna á floti sveiflast mikið í gengi. Hún helst gjarnan of há langtímum saman vegna bólu en hrynur svo að lokum með skelfilegum afleiðingum fyrir almenning eins og við höfum reynslu af.

Króna á floti er auðveld bráð erlendra vogunarsjóða sem stórgræða á að keyra gengi hennar niður úr öllu valdi með skortsölu.

Vorið 2008 komu til Íslands nokkrir fulltrúar bandarísks vogunarsjóðs. Einn þeirra lét hafa eftir sér að hann ætlaði sér að verða frægur fyrir að hafa lagt íslensku krónuna í rúst.

Gjaldmiðill með þessi einkenni er ónýtur. Brýnt er að losa sig við hann sem allra fyrst.  

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 10:40

23 Smámynd: Elle_

Gengið og gjaldmiðillinn okkar kemur ekkert evru eða Evrópusambandinu við.  Maðurinn vinnur eins og í fullri vinnu við að blekkja venjulegt fólk með hvað við munum nú ráða ofsalega miklu og halda miklu fullveldi í þvingunarveldinu með okkar 0,06% vægi í ráðherraráðinu.

Og svo er ég sammála Hilmari að ofan að málið snýst ekki um bölsýni heldur er viljandi verið að eyðileggja og skemma.  Og það er alltaf sami Jóhönnuflokkurinn og vinnumenn hans sem þar eru að verki.

Elle_, 21.3.2012 kl. 11:02

24 identicon

Páfagauks-líkingin passar mjög vel við. Í páfagaukabúrum eru nefnilega oft speglar, og páfagaukarnir tjúllast stundum yfir spegilmyndinni.

Alveg eins og Jón Ásmundur. Hann er hér að tala að mestu við sjálfan sig, gargandi og skrækjandi eins og páfagaukur.

Jón Ásmundur, þú ert bara að tala við sjálfan þig.

Þú ert búinn að átta þig á því, er það ekki? Svona miðað við viðtökurnar.

Spurningin er hvort þú sért geðbilaður og haldin þráhyggju, eða hvort þú ert á launum við þennan áróður þinn?

palli (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 13:54

25 identicon

Nokkrar spurningar til Ásmundar Harðarsonar. Ég vil biðja þig að vera stuttorðan helst svara já eða nei sé þess kostur:

1. Þú segir: &#132;Þetta sýnir að verðbólguskot vegna gengislækkunar gengur ekki tilbaka við gengishækkun.&#147;

Hver er ástæðan fyrir því að verðbólgan gengur ekki til baka þegar gengið hækkar? Hvar liggur orsökin? Er það vegna þess að heild- og smásalar lækka ekki vöruverð sitt í samræmi við styrkingu gengisins?

2. Þú segir: &#132;Þegar gengið fellur lækkar kaupmáttur launa. Þá þarf að hækka laun til að ná sama kaupmætti og áður. Við það eykst aftur verðbólgan og þá styttist í að enn þurfi að hækka launin osfrv.&#147;

Er hugsanlegt að ef lán væru óverðtryggð og myndu þar af leiðandi ekki hækka í takt við verðbólgu, í stað þess að lækka þegar greitt væri af þeim, að þá þyrfti ekki að hækka laun eins mikið eins og þegar lán hækka gengdarlaust og rýra kaupmátt almennings? Þetta er já eða nei spurning.

3. &#132;Án hafta er krónan eins og korktappi í ólgusjó.&#147;

En gleymdu því ekki að korktappi er þeim eiginleikum gæddur að hann er alltaf á floti og sekkur aldrei, sama hvað reynt er!

kv.

Nonni (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 14:06

26 identicon

Ég hallast helst á að Páfagaukurinn Ásmundur Harðarson, sé á launum frá ESB og því apparati við að hanga hér tímunum saman á "Vinstri Vaktinni gegn ESB" og eyða hér tímunum saman og haga sér hér eins og eins og heilaþveginn og forritaður ESB páfagaukur algerlega gagnrýnislaust fyrir dásemdum og listisemdum ESB.

Oft er hann staðinn að hreinum rangfærslum og stundum hagræðir hann sannleikanum, en stundum líka að hreinum lygum og rangfærslum. Sannfæring hans er fölsk og er líklega keypt.

Enginn veit hver hann er, en hann upplýsir það ekki sjálfur, hann hefur enga blogsíðu sem hann vísar í, hann commenterar hvergi annarsstaðar svo vitað sé. Hann eyðir meira og minna öllum sínum tíma í að boða fagnaðarerindi ESB óhroðans ! Hann er ekki vitlaus eða heimskur en virðist algerlega múlbundinn og heilaþveginn. Svona eins og hálfgerður fjarstýrður "róbot" ekki er hægt að rökræða við hann, því að í upphöfnum hjroka sínum er hans skoðanir og málatilbúnaður alltaf óskeikull !

Svona rétt eins og heilaþvegnir ungkommúnistar voru hér í den þegar þeir voru nýútskrifaðir með gráðu í fræðunum úr Lenín háskólanum í Moskvu !

Ég geld alla sérstakan varhug við einlitum skoðunum þessa manns, sem allra líklegast eru keyptar og því lítið marktækar !

Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 15:47

27 Smámynd: Elle_

Nákvæmlega Gunnlaugur.  En hann er ÓMAR HARÐARSON og vinnur fyrir EC COMMISSION.

Elle_, 21.3.2012 kl. 15:59

28 Smámynd: Elle_

Vanalega væri eg ekki að skipta mér að hver maðurinn væri ef hann væri ekki á fullu að vinna gegn fullveldinu.  Vanalega væri mér nokkuð sama en okkur kemur við hverjir vinna fyrir erlent veldi við að koma landinu undir það.

Elle_, 21.3.2012 kl. 17:00

29 identicon

Hverjir hafa hag af að halda í krónuna og hverjir hafa hag af því að taka upp evru?

Það er ljóst að  margir stjórnmálamenn mega ekki til þess hugsa að krónunni verði kastað. Þá verður ekki lengur hægt að láta gengislækkun bjarga eigin afglöpum. Og þá verður erfiðara að hygla vinum og vandamönnum því ekki er hægt að varpa vandanum lengur yfir á almenning með lækkun á gengi krónunnar. Með öðrum orðum þá minnka verulega möguleikar stjórnmálamanna til að að misnota völd sín. Þeir verða að standa sig.

Ég er ekki frá því að með evru fáum við betri stjórnmálamenn. Þingmannsstarf verður ekki lengur spennandi fyrir sérhagsmunaseggi. Og þeir sem vilja láta gott af sér leiða sjá sér það frekar fært en áður. Virðing Alþingis mun þá þokast upp. Ekki veitir af.

Einstakir sérhagsmunahópar hafa hag af því að hafa krónu áfram sérstaklega ef þeir eru í aðstöðu til að hafa áhrif á stjórnvöld. Auðmenn hafa einnig hag af að halda í krónu. Þegar bóla hefur staðið lengi og er farin að sýna merki þess að það styttist í hrun koma þeir fé sínu úr landi. Þeir koma svo aftur með það heim eftir hrun. Þá hefur það tvöfaldast fyrir utan vexti ef gengi krónunnar hefur lækkað um helming. Almenningur borgar brúsann.

Þannig stuðlar krónan að því að gera hina ríku ríkari á kostnað hinna efnaminni. Ójöfnuðurinn eykst. En þar fyrir utan er heildarskostnaðurinn af krónu miklu meiri hvort sem við höfum gjaldeyrishöft eða ekki. Meðal annars þess vegna munu lífskjör batna með upptöku evru.

Með upptöku evru munu vextir stórlækka og engin þörf er lengur á verðtryggingu. Lán lækka við hverja greiðslu jafnt og þétt. Það verður liðin tíð að lán hækki upp úr öllu valdi á sama tíma og tekjur minnka og söluverð íbúðar stórlækkar.

Þá verður lántaka á Íslandi ekki lengur fjárhættuspil. Það heyrir þá sögunni til að eigið fé upp á milljónir til íbúðarkaupa gufi upp og að íbúðareigandinn  sitji uppi með mun hærri skuldir en söluverð íbúðarinnar.

Með evru losnar almenningur við að taka á sig launalækkanir vegna lækkunar á gengi  krónunnar. Með krónu skiptast gjarnan á bólur og hrun. Í bólu er syndgað upp á framtíðina og fólk ímyndar sér að það lifi við velmegun þegar sukk lýsir ástandinu betur. Víð slíkar aðstæður er óhjákvæmilegt að það komi að skuldadögum með hruni gjaldmiðilsins og djúpum samdrætti eða kreppu.

Menn ættu að leggja til hliðar eigingjarnar hvatir og hafa hagsmuni heildarinnar í fyrirrúmi. Þannig stuðla þeir að góðu mannlífi á Íslandi. Andlegt ástand margra er slæmt.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 18:10

30 identicon

Norsk yfirvöld skipuðu nefnd sérfræðinga til að kanna fullveldisafsal við EES-samninginn. Eftir tveggja ára rannsókn komst nefndin að þeirri niðurstöðu að meira fullveldisafsal fylgdi EES-samningnum en ESB-aðild.

Í raun er þetta nokkuð augljóst. Í EES tökum við við tilskipunum frá ESB án þess að hafa möguleika á að hafa nein áhrif á þær. Eftir aðild verður það liðin tíð enda tökum við þá fullan þátt í gerð laga og reglna ESB.

Ef um eitthvert fullveldisafsal er að ræða í ESB fáum við á móti hlutdeild í fullveldi hinna ESB-ríkjanna.

Við munum þvi endurheimta hluta fullveldisins með ESB-aðild.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 18:27

31 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Undirrituð er alfarið sammála þessum pistli Vinstri vaktarinnar. Var það nú reyndar áður en ég las mbl.is frétt þess efnis að Timothy Geithner, fjármálaráðherra USA, hefði lýst svipaðri skoðun fyrir amerískri þingnefnd. (Þó hafði hann vonarpeninginn Ísland áreiðanlega ekki í huga.)

"Evrópusambandið á langt í land með að ná sér á strik efnahagslega" segir Geithner. "Mjög erfið, mjög löng og erfið vegferð í átt til efnahagsbata".

Er ekki skynsamlegast að standa fyrir utan þessa "vegferð" þar til útséð er endalokin?

Kolbrún Hilmars, 21.3.2012 kl. 18:27

32 identicon

Jájá, sérfræðinefndin segir að svart sé hvítt. Kemur á óvart að Eiríkur Bergmann situr í þessari nefnd? Held ekki.

Og jájá, þurftum að fara inn í ESB til að taka "fullan þátt í gerð laga og reglna ESB."

já og þá endurheimtum við fullveldið!!

Þvílíka þvælu hef ég aldrei séð. Þetta er það mikil þvæla og kjaftæði að hvert mannbarn sér í gegnum það.

Nema auðvitað vitleysingar og rugludallar.

palli (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 07:42

33 identicon

Ekki síst eru það fyrirtæki í margvíslegum útflutningi  sem hafa hag af því að tekin sé upp evra. Reyndar er það brýn nauðsyn. Ella munu mörg þeirra leggja upp laupana eða flytja af landi brott.  

Það hefur verið allt of algengt að fyrirtæki hafa lagt í miklar fjárfestingar til að framleiða til útflutnings. Allt gengur vel í byrjun. En Adam er ekki lengi í Paradís. Breytingar á gengi krónunnar snúa hagkvæmum rekstri í taprekstur og að lokum blasir við gjaldþrot. 

Stöðugleiki gjaldmiðilsins er nauðsynlegur til að hægt sé að gera áætlanir og samninga til lengri tíma. Rússibanareið krónunnar torveldar ekki aðeins slíkan rekstur heldur flæmir einnig viðskiptavini frá. Slíkur gjaldmiðill nýtur einskis trausts né landið sem notar hann.

ESB-aðild Íslands og upptaka evru mun bæta samkeppnisstöðu landsins. ESB-aðild skapar traust. Stöðugur gjaldmiðill og tollaívilnanir auka möguleika á margvísleglegum útflutningi.

Þannig verða til ný atvinnutækifæri og útflutningstekjur aukast. Ekki veitir af að hafa allar klær úti til standa skil á lánum ríkisins. Stórir gjalddagar eru 2015 og 2016. Hætt er við á að við getum ekki staðið í skilum ef engin skref hafa verið tekin í átt að nýjum gjaldmiðli.

Ekkert bendir til að atvinna minnki með ESB-aðild. Þvert á móti. Það eru auðvitað engin rök að atvinnuleysi aukist vegna þess að það er meira að meðaltali  í ESB-löndum í dag en á Íslandi. Atvinnuleysi er þar mjög mismikið. Í mörgum þeirra er það miklu minna en á Íslandi. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 08:05

34 identicon

Skilurðu ekki, páfagaukurinn minn, að það breytir engu hvað þú segir. Þú liggur á þessari vefsíðu gargandi og skrækjandi fullyrðingar og möntrur.

Það er enginn sem tekur mark á þér. Fattarðu það ekki? Þú er búinn að mála þig út í horn með þessum áróðri.

Og svo heldurðu bara áfram og áfram, eins og þetta muni eitthvað breytast.

Þú ert illa heilaþveginn einstaklingur og það sjá það allir, og þar af leiðandi tekur enginn mark á þér. Þú grefur þína eigin gröf.

Vandamálið er að þú ert óþolandi vegna hroka, eins og hjá öllum heilaþvegnum trúarofstækis-áróðurs munkum.

palli (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 08:18

35 identicon

ekki veit eg kver tu ert palli eda kvad tu ert gamall en hitt veit eg ad tad er alt satt og rett sem tu segir her

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 11:44

36 identicon

Fáráðlingarnir verða líka að fá að tjá sig.

332 milljónir manna nota evru sem gjaldmiðil. Þetta eru sautján ESB-þjóðir en þar að auki eru fimm aðrar Evrópuþjóðir með evru. Til viðbótar eru 175 manns aðallega í Afríku með gjaldmiðil sem er bundinn gengi á evru.

Evran nýtur því mikillar velgengni og er farin að veita bandaríkjadollar samkeppni sem hin leiðandi mynt í heiminum. Ein helsta ástæðan fyrir velgengninni er ekki síst að veikur gjaldmiðill er í mikilli hættu á að verða fórnarlamb mikillar verðbólgu og flæmir frá erlendar fjárfestingar eða eins og segir í Wikipedia:

... the euro is seen as a stable currency, prevents runaway inflation and encourages foreign investment due to its stability.

Sjö lönd nota bandaríkjadollar fyrir utan Bandaríkin sjálf. Eitt þeirra er Panama sem hefur verið með bandaríkjadollar og áður bindingu við hann allt frá 1904 án hlés. Mörg önnur ríki  binda gengi síns gjaldmiðils við bandaríkjadollar.

Það eru aðallega fámenn ríki sem kjósa að hafa ekki eigin gjakdmiðil vegna  þess að honum fylgir mikil verðbólga sem flæmir frá erlenda fjárfesta.

http://en.wikipedia.org/wiki/Euro

http://quezi.com/8149

Öllum þessum ríkum hefur almennt gengið vel með evru eða dollar. Samt telja andsinnar að reynsla Grikkja sýni að evran henti ekki einu sinni  sjálfum aðildarríkjunum, hvað þá öðrum.

Grikkir sjálfir kenna ekki evru um efnahagsvandann ef marka má skrif Mikis Theodorakis. Ástæður efnahagsvanda þeirra eru allt aðrar.

http://theodorakisfriends.wordpress.com/2012/02/17/the-truth-about-greece/

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 13:50

37 identicon

Mundu bara Jón Ásmundur, að þegar þitt líf og þín heimsmynd hrynur, að það er til fólk sem vill hjálpa þér (það fær borgað fyrir það) og getur útvegað þér réttu geðlyfin sem hæfa þínu ástandi.

palli (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 15:17

38 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Orð vikunnar:

&#147;Fáráðlingarnir verða líka að fá að tjá sig.&#148;

 Eða eins og þeir segja á "útlenskunni": There is safety in numbers...

Kolbrún Hilmars, 22.3.2012 kl. 17:11

39 identicon

Það fer litið fyrir rökum hjá andsinnum eða kannski öllu heldur ekki neitt. Þeir eru hins vegar iðnir við að vitna í einhverja einstaklinga, aðallega Bandaríkjamenn og Breta, máli sínu til stuðnings. 

Bandaríkjamenn sjá ofsjónum yfir uppgangi evrunnar og líta á hana sem raunverulega ógnun við dollar sem aðalviðskiptamyntar heimsins. Ekki bætir úr skák að dollar á undir högg að sækja og margir stórir aðilar eru að gefa hann upp á bátinn eða minnka verulega stöður sínar í honum.

Mikil þjóðremba einkennir Bandaríkjamenn. Að mæla með evru er illa séð og talið jaðra við landráð enda yrðu afleiðingarnar alvarlegar fyrir þá ef evran tæki við af dollar sem aðalviðskiptamyntin. Sá sem er uppvís að því að mæra evru er sagður unamerican sem er eitt mesta skammaryrði sem þekkist þar um slóðir.

Í ljósi þessa er yfirleitt ekkert mark takandi á Bandaríkjamönnum þegar þeir tala niður evruna og mæla gegn upptöku evru á Íslandi. Þetta á einnig við um Breta að vissu marki enda má pundið sín lítils við hliðina á evru. Það er liðin tíð að pundið sé öflugasti gjaldmiðill Evrópu.

Og ekki eru Rússar hrifnir af því að fyrrum Sovétlönd séu nú hvert á fætur að sameinast ESB.

Annars hafa bandarískir og breskir hagfræðingar, jafnvel heimsfrægir, sem hafa tjáð sig um vanda Íslands eftir hrun yfirleitt haft rangt fyrir sér.

Þeir lögðu til að ríkið hætti að greiða erlendar skuldir því að það gæti það ekki. Og þeir fullyrtu að við myndum aldrei geta greitt Icesave. Hvort tveggja reyndist hin mesta firra.

Það er vanmáttarkennd af hálfu andsinna að treysta betur útlendingum en Íslendingum sem þekkja málavöxtu hér til hlítar, sérstaklega þegar reynslan af úlendingum hefur verið jafnslæm og raunin er. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 17:33

40 Smámynd: Elle_

Bandaríkjahatrið í fullu veldi þarna sem fyrr.  Við erum ekkert að fara inn í evrópska þvingunarveldið.  Æði erfitt fyrir Össurargengið að skilja það.

Elle_, 22.3.2012 kl. 17:59

41 Smámynd: Elle_

Og gengið og gjaldmiðillinn okkar koma bara ekkert Evrópusambandinu við.

Elle_, 22.3.2012 kl. 18:04

42 identicon

Eins og fyrri daginn hefur Kolbrún ekkert fram að færa til umræðunnar annað en útúrsnúninga. 

Ég tel það ekki með þegar hún þakkar fyrir langþráðan skammt af áróðri eða kemur slíkum áróðri á framfæri. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 18:23

43 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eru það fréttir að bandarískir og rússneskir séu ekki hrifnir af ESB?

Hinar þrettán G-20 þjóðirnar úr öllum heimsálfum eru það ekki heldur - og vilja ekki lána ESB grænan túskilding.

Svo eru það nú bretarnir sem tilheyra báðum hópum. Ekki virðast þeir ýkja hrifnir heldur.

Svo eru menn að amast við örfáum ræfils íslendingum sem vilja ekki sjá að tengjast þessu apparati. Tjah...

Kolbrún Hilmars, 22.3.2012 kl. 18:30

44 Smámynd: Elle_

>Eins og fyrri daginn hefur - - - <
Eins og fyrri daginn hefur það ekkert þýtt fyrir hana frekar en okkur hin.  Við rökræðum ekki við steinveggi.

Elle_, 22.3.2012 kl. 18:33

45 identicon

Ha? Hafið þið rökrætt við einhvern?  Ég hef aldrei orðið var við það.

Mér sýnist þið vera hér til þess eins að fá nauðsynlegan skammt af áróðri til að geta tollað í trúnni.

Aðrar skoðanir eru því illa séðar. Reynt er að keyra þær í kaf með ofbeldisfullum þöggunartilraunum.

Ásmumdur Harðarson (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 19:02

46 Smámynd: Elle_

Haaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa,  vorum við að tala um þöggun?  Í stíl lýðræðis Jóhönnu og þvingunarsambandsins? 

Elle_, 22.3.2012 kl. 19:13

47 identicon

Enn heldur Kolbrún áfram með útúrsnúninga og færist heldur betur í aukana.

G20 er ekki lánastofnun. En þeir geta beitt sér og ef sú viðleitni hefur ekki skilað þeim árangri sem sumir vonuðu þá er það vegna þess að aðrar þjóðir eru verr settar:

"While help may be necessary, Europe needs to behave in a responsible way and also find its own solutions. China did pledge more help to other developing countries at the summit, in particular, the least developed countries. This was perhaps a reminder to the Europeans that there are others who are poorer and who are more in need of help".

Svo lætur hún eins og umræðuefnið sé að Bandaríkjamenn og Rússar séu ekki hrifnir af ESB.

Málið er auðvitað hvers vegna  þessar þjóðir eru á móti evru. Það hefur ekkert með evruna að gera heldur þeirra eigin hagsmuni.

Þess vegna er lítið mark á þeim takandi sérstaklega Bandaríkjamönnum sem óttast að evran víki bandaríkjadollar úr sessi sem aðalgjaldmiðill alþjóðlegra viðskipta. Þeir vilja því evru feiga.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 19:37

48 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Haha, segi ég nú líka.  Ofbeldisfullar hvað?

En við getum áreiðanlega komist að samkomulagi.  Ef Ásmundur hættir að skrifa langlokur,  þrjár eða fjórar á móti hverri einni athugasemd frá öðrum, getum við haldið áfram að skrifa með og á móti og í kross.  Allt í friði og spekt.  ?

Kolbrún Hilmars, 22.3.2012 kl. 19:42

49 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ps.  Síðasta innleggi Ásmundar ætla ég ekki að svara.  Inntakið í ræðunni dæmir sig sjálft...

Kolbrún Hilmars, 22.3.2012 kl. 19:45

50 Smámynd: Elle_

Bandaríkjadollar víki fyrir evru??  Nýr brandari eða gamall?  Já, og ofbeldi hvað, hverra nákvæmlega ef ekki vinnumanna Jóhönnu og Stefan Fule?  VIÐ erum ekki í vinnu fyrir þau.  Öfugt við suma.  

Elle_, 22.3.2012 kl. 19:51

51 identicon

Ekki í fyrsta skipti sem Kolbrún hrekkur í baklás þegar grófir útúrsnúningar hennar eru afhjúpaðir.

"Inntakið í ræðunni" er hárrétt og þarf ekki annað en að lesa athugasemd mína #39 og svar Kolbrúnar í athugasemd hennar #43 til að sjá það.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 19:52

52 Smámynd: Kolbrún Hilmars

"Ofbeldið" mitt er farið að skila árangri 

Ásmundur er hættur að skrifa hér inn langlokur...

Nú er þetta allt orðið persónulegt!   

Kolbrún Hilmars, 22.3.2012 kl. 20:30

53 Smámynd: Elle_

Eg held það sé misskilningur í gangi.  Sko, ´andsinnar´ (´andsinnar´?) hafa verið sakaðir um ´paranoju og útlendingaphóbíu og vanmáttarkennd gagnvart útlendingum´ um 192 sinnum af ´Ásmundi´ fyrir að vilja ekki vera í nýlenduveldabandalaginu.  Og það er vel skráð. 

Síðan kemur hann að ofanverðu, í glæsta commentinu no. 39, og segir ´andsinna´ vera með ´vanmáttarkennd´ fyrir að ´treysta betur útlendingum en Íslendingum sem þekkja málavöxtu hér til hlítar - - - ´.   Og rökin?

Elle_, 22.3.2012 kl. 21:38

54 identicon

Athyglisvert að Kolbrún tekur það til sín þegar ég talaði um ofbeldisfullar þöggunartilraunir.  

Skyldi hún einnig halda að ég hafi átt við hana þegar ég nefndi fáráðlinga? 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 22:18

55 identicon

Elle, þetta hefur allt farið öfugt ofan í þig og auk þess margfaldast á leiðinni.

Það er vanmáttarkennd fyrir hönd Íslendinga að treysta ekki fulltrúum okkar til að hafa áhrif í ESB þó að þeir hafi alla möguleika til þess. Og það er paranoja að halda að allar hinar þjóðirnar verði á móti okkur í ESB.

Það er líka vanmáttarkennd fyrir hönd Íslendinga að treysta í blindni útlendingum betur en Íslendingum jafnvel þó að útlendingarnir hafi hagsmuna að gæta. 

Það er ekkert ósamræmi þarna enda er í báðum tilvikum um að ræða vanmáttarkennd fyrir hönd Íslendinga.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 22:34

56 Smámynd: Elle_

Lítur út fyrir að ÖLLU skipti hinsvegar hvort útlendingarnir eru frá Ameríku (bannorð) eða Evrópu (dýrð). 

Elle_, 22.3.2012 kl. 22:38

57 identicon

Auðvitað skiptir það máli.

Við erum evrópsk þjóð af evrópskum uppruna. Við líkjumst mest Evrópuþjóðum, höfum langmest viðskipti við þær og leggjum jafnmikla áherslu á mannréttindi og lýðræði og þær. 

Er það rétt skilið að þú hafir meiri mætur á Rússlandi en ESB-löndum þrátt fyrir öll mannréttindabrotin sem þar eru framin?

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 23:18

58 identicon

Elle. Kolbrun.Palli og fleiri her eru folk sem kaerir sig ekkert um ad vera naudgad . svo kemur lyga mundi med lygalanglotur og heimtar ad tetta agaeta folk  rokraedi af kverju tad vilji ekki vera naudgad tetta er naturulega osvibni a haesta stigi ligamundi tu skalt bara taka ESB OG STINGA TVI UP I RASSIN A TER og firir okkur hin er alveg nog ad sega bara nei takk tad tarf ekkert ad raeda tad meira

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 23:26

59 Smámynd: Elle_

VIÐ?  Nei, við erum mestmegnis í álfunni Ameríku og allt suðurland.  Landið var pólítískt kallað í Evrópu af stjórnmálamönnum og kannski öðrum.  VIÐ höfum ekki öll mætur á verðandi stórríkinu ykkar sem er jú samt bara um 42% af álfunni Evrópu, ekki öll Evrópa eins og þið látið oft. 

Var ég nokkuð að tala um Rússland?  Sovét-Europa er annars ekki merkilegri en Rússland eða ýmis önnur ríki.

Elle_, 22.3.2012 kl. 23:37

60 identicon

Elle, svo að þú ert þá kapítalisti eftir allt saman þrátt fyrir að hafa kosið Vinstri græna.

Má ég þá frekar biðja um evrópska lýðræðishefð, jöfnuð og virðingu fyrir mannréttindum frekar en bandarískt auðvaldsþjóðfélag þar sem ekkert rými er fyrir slík gildi.  

Þú hefur öðru hvoru verið að vitna í Rússa máli þínu til stuðnings. Átrúnaðargoðið ÓRG hefur einnig miklar mætur á ríkjum eins og Rússlandi og Kína með öllum sínum mannréttindabrotum.

Lýðræðishefðin, jöfnuðurinn og virðingin fyrir mannréttindum í ESB eru greinilega ekki hans cup of tea.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 07:27

61 identicon

Þó að andstæðingar ESB séu auðvitað ekki allir fáráðlingar þá er ljóst að hlutfall heilaþveginna fáráðlinga í hópi þeirra er hátt.

Sumir kunna jafnvel ekki íslensku.  

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 07:36

62 identicon

En hve mikið skelfilega ertu ótrúlega steiktur í hausnum, Jón Ásmundur.

Þú hefur ekki vit né þroska til að taka þátt í eðlilegum rökræðum.

Gargandi og skrækjandi páfagaukur, með fuglaflensu.

palli (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 08:00

63 Smámynd: Elle_

Kapítalisti?  Svo allir Ameríkubúar eru kapítalistar, 900 milljónir manna?  Og ef ´Ásmundur´ er að ráðast á Bandaríkin einu sinni enn getur hann vitað að Bandaríkin eru með frábæra lýðræðis- og mannréttinda-stjórnarskrá, öfugt við Evrópusambandið þar sem lýðræði er fótum troðið.   Ótrúlega skringilegar fullyrðingar eins og fyrr og ég SKIL VEL að fólk svari pirringslega.

Elle_, 23.3.2012 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband