Þörf skilaboð frá einum sem leiðist

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifaðr þarfa hugleiðingu í Fréttablaðið í vikunni. Þar bendir hann á hversu litlar raunverulegar (og óvilhallar) upplýsingar er að fá um það ferli sem nú er í gangi, aðildarviðræðurnar að ESB. Kolbeinn telst varla meðal þeirra sem eru utangátta í samfélagsmálum en samt segir hann:

,,Hver veit hvaða köflum í viðræðum við Evrópusambandið er lokið? Og hverjir eftir? Hver getur svarað því hvað aðild að sambandinu þýðir fyrir Ísland? Förum við á hausinn? Á spenann? Fyllist allt af Evrópubúum hér á landi? Stóreykst útflutningur okkar til Evrópu? Eykst atvinnuleysið og hrynur efnahagurinn? Fjölgar störfum og styrkjast innviðirnir? Missum við réttindi? Aukast réttindin? Hver í ósköpunum veit þetta?"

Í greininni bendir hann á þau rök sem honum finnast augljóslega haldlítil og sennilega vond, bæði hjá þeim sem vilja að Ísland gangi í ESB og þeim sem eru andvígir aðildinni.  

Það sem þó er mest sláandi í greininni eru niðurlagsorðin:

,,99 prósent af því sem ritað er um Evrópusambandið eru á pari við umræðu um skeggflösu hvað skemmtanagildi varðar. Heittrúað fólk í trúboði er einfaldlega leiðinlegt.

Þá er bara að kúra sig með konunni í sófanum, borða popp og horfa á heilalaust sjónvarpsefni. Verst að ákvörðunin um ESB hefur víst áhrif á framtíð þessa lands."

Við á Vinstrivaktinni erum auðvitað að reyna að koma á framfæri haldgóðum upplýsingum og málefnalegri umræðu. Við höfum líka bent á skrif Páls H. Hannessonar á esbogalmannahagur.blog.is en Páll er mjög vel heima í þeirri hlið málanna sem snýr að stéttarfélögum og skrif hans bera þess glöggt vitni. Án efa geta ESB aðildarsinnar bent á sinn vettvang sem á að þjóna málefnalegri umræðu. Eftir stendur að umræðan virðist vera að drukkna í því sem áhugamanni um samfélagsmál, sem Kolbeinn Óttarsson er, leiðindaumræða. Og fátt er lýðræðinu eins hættulegt og það að fólk hætti að taka þátt í umræðunni, nenni ekki og vilji ekki, einhverra hluta vegna.

Þeir sem vilja lesa meira af ádrepu Kolbeins Óttarssonar Proppé geta smellt á þessa slóð:

http://www.visir.is/leidindi-a-leidindi-ofan/article/2012702089903


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Vissulega er umræðan um ESB langt frá því að vera skemmtileg og vinsæl. Það er skiljanlegt að fólk í fullri vinnu, og sem í ofanálag glímir kannski við gríðarlegar fjárhagsáhyggjur vegna rána banka og lífeyrissjóða, eru virkilega undir það miklu álagi, að ekki er hægt að ætlast til að það fólk hafi endalaust líkamlegt og andlegt þrek, og nóg á sinni könnu.

Það er engin von um að það verði annað en leiðinlegt að hlusta á og lesa öfgakenndar og ómálefnalegar fullyrðingar. En einmitt þess vegna þurfum við að vera vakandi, því bitur reynslan hefur kennt okkur hvað afskiptaleysi almennings af stjórnsýslunni, getur kostað almenning mikla erfiðleika og mannréttindabrot.

Hvernig hefði t.d. farið hér, ef almenningur hefði virkilega reynt að setja sig inn í málin fyrir og kringum síðustu aldamót, og þorað að mótmæla augljósri innistæðulausri froðubólu-græðgi-geðveikinni fyrir hrun? Sumir reyndu að vara við fyrir hrun, en voru teknir af sakramenti "siðaðrar" stjórnsýslunnar, ef þeir svo mikið sem voguðu sér að mótmæla ránunum!

Sem betur fer er almenningur upplýstari núna um hvernig svikaöfl stjórna ríkis-fjölmiðla-umræðunni, og blekkja af sinni alkunnu "snilld". Fólk sem vinnur hjá fjölmiðlunum eru líka blekktir. Svikastjórnsýslan stýrir því að það er byrjað á fjölmiðlum, og svo á að blekkja restina, eins og gert var fyrir hrun.

Fólk verður að þora að standa með sinni skoðun og sýn, og láta nýjar og sannar, raunverulegar upplýsingar leiðrétta sig, jafnvel þótt það kosti stundum ágjafir frá ræningja-liðinu í embættis-stjórnsýslunni stórbrengluðu.

Við sleppum hvort eð er ekki við ágjafir, svo það er eins gott að fá þær á sig, við að berjast fyrir réttlætinu, lýðræðinu og upplýstri umfjöllun sem byggð er á raunveruleikanum, en ekki froðu. Sumir eru mjög mánefnanlegir, en aðrir ætla bara að þræla öllu óskoðuðu og óræddu ofan í almenning. Það er engin vafi á því hvor aðferðin skilar meiru réttlæti og lýðræði til samfélagsins.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.2.2012 kl. 13:09

2 Smámynd: ESB og almannahagur

Með vinsemd vil ég benda á að það er ég, Páll H. Hannesson, sem skrifa greinar mínar á blogginu esbogalmannahagur.blog.is, en ekki Páll Vilhjálmsson. Páll Vilhjálmsson hefur ekkert með greinaskrif á esbogalmannahagur.blog.is að gera.

Þetta leiðréttist hér með!

með bestu kveðjum, Páll H. Hannesson

ESB og almannahagur, 9.2.2012 kl. 13:45

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Páll ég sá einmitt þetta og undraðist hvort ég væri að rugla.  Ég hef lesið skrif þín með mikilli ánægju. 

Tek svo undir með Önnu Sigríðu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2012 kl. 14:35

4 identicon

Þegar menn leggja mat á hvort það sé heppilegt að Ísland gangi í ESB verða menn að bera saman hvernig búast ná við að mál þróist með Ísland utan ESB með krónu sem gjaldmiðil og Ísland í ESB með evru.

Menn hafa lagt áherslu á það sem ávinnst með aðild og hverju er fórnað. Minna hefur farið fyrir þeirri framtíðarsýn sem blasir við með krónu sem gjaldmiðil.

Val er um að hafa gjaldeyrishöft til frambúðar sem leiðir til úrsagnar úr EES eða hafa frjáls viðskipti með krónu sem sem hafa í för með sér miklar sveiflur á gengi hennar.

Það sem útilokar alveg frjáls viðskipti með krónu er að smæð hennar gerir hana að mjög auðveldri bráð fyrir vogunarsjóði (öðru nafni hrægammasjóði).

Þeir geta keyrt gengi hennar niður úr öllu valdi og valdið þannig nýju hruni, enn verra en 2008 vegna þess hve skuldugur ríkissjóður er núna.

Gunnar Tómasson hagfræðingur hefur upplýst að hann hafi skrifað stjórnvöldum bréf þegar til stóð að gefa viðskipti með krónu frjáls og varað alvarlega við þeim. Þau varnaðarorð eiga enn frekar við núna með aukinni alþjóðavæðingu.

Til að komast hjá nýju hruni verður krónan því að vera í höftum til frambúðar. Gjaldeyrishöftum fylgir mikil spilling sem meðal annars felst í forréttindum sumra til að komast yfir gjaldeyri og selja hann öðrum á svörtum markaði.

Gjaldeyrishöftum fylgir lífskjaraskerðing og einangrun eins og við höfum reynslu af frá því fyrir fáeinum áratugum.

Allt bendir til að möguleikar Íslendinga til að stunda nám og störf í ESB- og EES-löndum verði minni eftir uppsögn EES-samningsins en áður en hann tók gildi.

Ástæðan er allar ESB-þjóðirnar sem hafa bæst við og hafa forgang á okkur og einnig miklu meiri ásókn ungmenna til að stunda nám og störf erlendis.

Spilling á kostnað almennings einskorðast ekki bara við gjaldeyrishöft. Gífurlegar sveiflur á gengi krónu í frjálsum viðskiptum eru tækifæri fyrir marga til að hagnast á kostnað almennings.

Þar á meðal eru erlendir vogunarsjóðir. Fjármagn streymir því úr landi í stórum stíl. Margir hafa orðið milljarðamæringar á að skortselja krónur

Vegna þessara annmarka krónunnar er sífellt verið prófa nýjar leiðir.  Fyrir nokkrum árum ímynduðu menn sér að menn fengju sömu kjör og útlendingar með því að taka erlend lán. Þeir lokuðu augunum fyrir breytilegu gengi krónunnar.

Nýjasta lausnin eru óverðtryggð lán. Hvernig ætla menn að fara að því að standa í skilum með þau þegar verðbólgan fer á skrið og vextirnir fara upp í td 20%? Af 20 milljóna skuld þarf þá að greiða 4 milljónir í vexti á ári.

Allir voru sammála um það fljótlega eftir hrun að krónan væri ónýtur gjaldmiðill. Meira að segja Steingrímur J sem reyndi mikið að fá að innleiða hér norska krónu. Nú eru menn aftur komnir í afneitun.

Íslenska myntsvæðið er allt of lítið til að bera sérstakan gjaldmiðil. Þess vegna verða vaxatkjör í Íslandi ekki viðunandi nema evra verði tekin upp.             

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 16:25

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég spyr mig oft. Hvað er fólk að pæla í hvort ESB henti Íslandi eða ekki. Ég sé ekki hvaða máli það skiptir það núna þegar bæði stjórnarskrá okkar og hegningalög meina aðgang að erlendu ríkjasambandi. T.d. þá verður EES samningurinn alltaf ólögleg athöfn. Sá samningur fyrnist ekki því brot þ.e. landráð er lífstíðardómur. Það er sama hvað hver vill eða ekki þá er þetta bara ekki í myndinni sem betur fer. Hvað eigum vi að gera. Sendum saksóknara kærur úr öllum áttum.

Valdimar Samúelsson, 9.2.2012 kl. 16:45

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Spurning Valdimar?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2012 kl. 17:38

7 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Sæll Páll H. Hannesson! Þykir mjög leitt að feðra ekki rétt síðuna þína, þar skrifaði ég nafn annars af gömlum vana, en ekki af því ég vissi ekki betur. Sé að þetta hefur verið leiðrétt og stendur núna rétt.

Ítreka að á þessari síðu Páls H. Hannessonar eru einna gagnlegustu upplýsingar fyrir fólkið sem annars leiðist umræðan.Hvet það og aðra til að lesa síðuna:

esbogalmannahagur.blog.is

Tel nauðsynlegt að koma þessu á framfæri til þess að aðrir aðstandendur þessarar síðu liggi ekki undir grun um að bera ábyrgð á þessari villu.

Með kveðju, Anna Björnsson

Vinstrivaktin gegn ESB, 9.2.2012 kl. 19:33

8 identicon

Valdimar, ef þjóðin vill að Ísland gangi í ESB þá verður það niðurstaðan. Ef stjórnarskrá eða lög heimila það ekki verður þeim breytt, að sjálfsögðu.

Stjórnarskrá og lög eiga að þjóna fólkinu en ekki öfugt.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 20:20

9 Smámynd: Elle_

Nei, fullyrtu ekkert um það.  Stjórnarskrána má ekki beygja og brjóta að vild hættulegra stjórnmálamanna eða landsölumanna og vegvilltra.  Stjórnarskráin þjónar ekki frekar meirihlutanum en minnihlutanum, þó þeir meirihlutinn vildi troða á henni.  Og landslögum eins og Jóhönnuflokkurinn hefur fyrir vana.  Stjórnarskráin ver nefnilega minnihluta landsmanna gegn ofbeldi meirhlutans.  Þannig er þessu farið og Valdimar skilur það.  

Elle_, 9.2.2012 kl. 22:32

10 Smámynd: Elle_

Jóhanna og Össur geta verið dæmd og getur verið vikið fyrir að brjóta lög og stjórnarkrá.  Stjórnarskráin er lög landsins og vald.  Þið eruð það ekki þó það sé óþolandi fyrir ykkur.

Elle_, 9.2.2012 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband