Brotthvarf af evrusvæði er bannað! En brottrekstur líklega leyfilegur!

Framkvæmdastjórn ESB lýsti því yfir í fyrradag að ríki sem tekið hefur upp evru geti ekki snúið aftur til fyrri gjaldmiðils. Aftur á móti virðist fræðilega hugsanlegt að ríki séu rekin af evrusvæðinu.

 

Með yfirlýsingu sinni var ESB að bregðast við því að undanfarna daga hafa ýmsir háttsettir valdamenn í Þýskalandi og Hollandi beinlínis stungið upp á því opinberlega í fyrsta sinn að ræða þyrfti möguleikana á brotthvarfi eða brottrekstri ríkja af evrusvæðinu í því kreppuástandi sem nú hefur skapast í kringum gjaldmiðilinn. Fara yrði fram á það við ríki sem ekki tileinkuðu sér strangan aga í ríkisfjármálum að þau yfirgæfu evrusvæðið.

 

Talsmaður ESB í efnahagsmálum, Amadeu Altafaj-Tardio, lýsti því hins vegar yfir s.l. fimmtudag: „Hvorki brotthvarf né brottrekstur af evrusvæðinu er mögulegur samkvæmt Lissabon sáttmálanum; þátttaka í evrusvæðinu verður ekki aftur tekin.“

 

Sama dag gerði forsætisráðherra Hollands ásamt efnahagsmála-, fjármála- og utanríkisráðherrum landsins grein fyrir tillögum sínum um skipun sérstaks ráðherra í framkvæmdastjórn ESB sem fengi það hlutverk að taka að sér yfirstjórn efnahagsmála í mjög skuldsettum aðildarríkjum og hefði hann jafnframt vald til að reka ríki af evrusvæðinu.

 

Einnig þennan sama dag lýsti fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schaeuble, því yfir í viðtali við útvarpsstöðina Deutschlandfunk að gríska þjóðin yrði að ákveða hvort Grikkland yrði áfram aðili að evrusvæðinu.

 

Í lögfræðilegu áliti sem gert var fyrir Evrópska seðlabankann fyrir tveimur árum er því haldið fram að ekkert evruríki getið yfirgefið evrusvæðið lagalega séð en hins vegar sé brottrekstur hugsanlegur („conceivable“).

 

Í þessu máli er sem sagt hver höndin upp á móti annarri innan ESB og enginn getur sagt með vissu hvað verður um evrusvæðið. En á sama tíma er engan bilbug að finna hjá Jóhönnu og Össuri sem hamast við að koma okkur í ESB til þess að við getum tekið upp evru.

 

Skrifum undir hjá skynsemi.is og leggjum aðildarumsóknina til hliðar!

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Eina leiðin til þess að ríki fari út úr evrusvæðinu er sú ef þau ganga alveg úr Evrópusambandinu, eins og þeim er reyndar heimilt eftir gildistöku Lisbon sáttmálann.

Þess sama sáttmála sem andstæðingar Evrópusambandsins mundi leggja allt í rúst og breyta Evrópusambandinu í ríki og þar fram eftir götunum. Ekkert slíkt gerðist auðvitað eins og augljóst má vera.

Málflutningurinn á þessu bloggi hérna er til skammar og þeir sem standa að því ættu að gera hið eina rétta og loka því snarasta. Enda er þetta engum bjóðandi að hafa svona lygaþvælu fyrir almenningi á internetinu. Síðan bætir það ekki úr skák að þeir sem standa að þessu bloggi eru þekktir öfgamenn frá fyrri tíð og miklir útlendingahatarar sem tortryggja allt það sem frá útlöndum kemur.

Jón Frímann Jónsson, 10.9.2011 kl. 14:06

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mjög svo efnisleg málfærsla hjá þér Jón Frímann. Þú bregst ekki frekar en fyrri daginn!!

Gunnar Heiðarsson, 10.9.2011 kl. 17:54

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jæja segðu Gunnar.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.9.2011 kl. 21:08

4 Smámynd: Magnús Ágústsson

jahérna ef það er einhver sem er Öfgafullur í skoðunum er það Jón Frímann

Magnús Ágústsson, 11.9.2011 kl. 06:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband