Össur skemmtir skrattanum og dregur ESB á asnaeyrum

Hverjum dettur í alvöru í hug að það sé gagnlegt fyrir þjóðina að standa í flóknu og kostnaðarsömu aðildarferli og gera svo formlegan samning við 27 aðildarríki, við þær aðstæður að yfirgnæfandi meiri hluti landsmanna vill ekki ganga í ESB og er þegar tilbúinn að hafna aðild?

Staðreyndin er sú að það er aðeins til að skemmta skrattanum að draga ESB á asnaeyrunum og getur orðið okkur stórskaðlegt. Norðmenn gerðu þetta tvívegis og auðvitað reyndist það hafa afleit áhrif á samskipti þeirra við Evrópubandalagið (EB), eins og fyrirrennari ESB nefndist þá. Misheppnað aðildarbrölt Norðmanna hafði m.a. slæmar afleiðingar fyrir viðskiptakjör þeirra því að viðbrögð forystumanna EB urðu þau að árum saman bjuggu Norðmenn við lakari samninga og viðskiptakjör við bandalagið en t.d. Íslendingar sem lengstum létu ekki hafa sig út í að draga forystumenn EB-ríkjanna á asnaeyrum. Við fengum samning við EB sem nefndur var „Bókun sex" og fól í sér megnið af þeim gagnkvæmu tollfríðindum sem við njótum nú í viðskiptum við ESB. En Norðmenn urðu hins vegar að sætta sig við lakari viðskiptakjör.

Á Heimssýnarblogginu (heimssyn.is) var á það bent nýlega að „Ísland uppfyllir ekki eitt af grunnskilyrðunum fyrir því að teljast hæft umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu. Það skilyrði er að afgerandi meirihluti þjóðarinnar styðji við bakið á aðildarumsókn stjórnvalda. Eini flokkurinn sem vildi aðild að Evrópusambandinu, Samfylkingin, fékk 29 prósent atkvæðanna við síðustu þingkosningar.

Pólitísk fjárkúgun á alþingi leiddi til þess að Samfylkingin fékk nauman meirihluta fyrir umsókninni. Þjóðin, aftur á móti, hertist í andstöðu sinni við aðild - síðasta mæling sýndi 64,5 andstöðu.

Þjóðum Evrópusambandsins er enginn greiði gerður með því að stjórnvöld á Íslandi haldi dauðri umsókn til streitu. Þegar búið er að hulsa umsóknina er æskilegt að við eigum vinsamleg samskipti við Evrópusambandið."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég held að þau séu nafngreind á Hæstvirtu Alþingi, sem duttu þetta í hug og samþykktu.

Það væri í lagi að þessi nöfn yrðu sett á þessa síðu til áminningar fyrir þjóðina.

Eggert Guðmundsson, 11.9.2011 kl. 22:53

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Samfó notfærði sér upplausnina við hrun og þröngvaði umsókn í gegn,þjóðaratkvæðagreiðslu var ekki hlustað á. þar hefði hún getað sýnt lýðræðisást,sem hún vænir okkur um að hafa af skornum skammti.

Helga Kristjánsdóttir, 11.9.2011 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband