Feministar í fararbroddi ESB-andstöðu

Þegar erlendir ESB-andstæðingar koma til Íslands og ekki síst ef þeir vita að þeir eru að ræða við yfirlýsta feminista er viðkvæðið yfirleitt það sama, að benda á mikilvægan þátt kvenna í ESB-andstöðunni: ,,Þið vitið, er það ekki, að það var konunum að þakka að við Norðmenn gengum ekki í ESB?“ var ég nýlega spurð, enn einu sinni, og enn skemmra er síðan írsk kona sagði við mig með miklum þunga: ,,Gleymið aldrei hlut kvenna í nei-inu við Lissabon-sáttmálanum á Írlandi“. Það er þekkt staðreynd að konur hafa verið í farabroddi ESB-gagnrýni og ESB-andstöðu víðast hvar í Evrópu og yfirleitt í meirihluta andstæðinga ESB í hverju landi fyrir sig. Fræðikonur og aðgerðarsinnar víða í Evrópu hafa verið virkar í ESB-andstöðunni og í fljótu bragði koma í hugann Drude Dahlerup frá Danmörku og Mariu José Aubet frá Spáni svo aðeins tvær af mörgum séu nefndar.
 
Gagnrýni á ESB frá vinstri og gagnrýni feminista á þróun ESB hefur að mörgu leyti verið áþekk og ekki síst tekið til þjónkunar við stórfyrirtæki og hagsmuni þeirra. Gagnrýni á það að fólk sé skilgreint sem ,,vinnuafl“ samkvæmt fjórfrelsinu en ekki litið á fjölbreytilegar þarfir þess. Gagnrýni á vaxandi þrýsting á að einkavæða og rukka fyrir marga þætti í heilsugæslu og félagsþjónustu sem víða í Evrópu, ekki síst á Norðurlöndum er nú gjaldfrjáls að mestu. Þar sem þessi þróun verður hefur það því miður bitnað illilega á konum sem oftar en ekki eru kallaðar til og snúið til baka inn á heimilin til að annast aldraða og sjúka. 

Innan VG eru margar konur sem sett hafa spurningamerki við ESB-aðild á feminískum forsendum en umræðan hefur þó verið furðu hljóð hvað þessi rök varðar. Á næstunni er ætlunin að taka þennan þráð upp á Vinstrivaktinni gegn ESB.

Anna Ólafsdóttir Björnsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð greinargerð og ég tek upp hanskann fyrir ykkur og styð í baráttunni gegn inngöngu í ESB. Það gegnir furðu hve langt þessir landráðamenn hafa getað komist án þess að ríkissaksóknari hafa tekið þá úr umferð samkvæmt bæði stjórnarskrá og laga um landráð X kafli grein 86.  

Valdimar Samúelsson, 29.6.2011 kl. 08:46

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Femínistar hafa nú verið mjög lítið áberandi í ESB-andstöðunni hér á landi. Þú ert nú kannski sá þekktasti í þeim hópi, Anna. Og þó að konur hafi verið áberandi í þessu á Írlandi, þá er nú minnihluti kvenna femínistar.

Þú sérð nú kannski, að mér er ekkert um það, að ESB-innlimunar-andstaðan verði spyrt hér við einhvern femínisma, enda nýtur hann ekki mikilla vinsælda og kannski einna sízt hér á Moggabloggi; tvær róttækar í hópi femínista fóru nú langt með að draga úr tiltrú flestra á þá stefnu með heldur öfgakenndum skrifum sínum á þessu vefsvæði Moggans.

Annars óska ég þér bezta árangurs í þinni baráttu fyrir þjóðfrelsi.

Jón Valur Jensson, 29.6.2011 kl. 11:38

3 identicon

Bullshit.

Þetta er bara vitleysa í þér. Innantómar röklausar fullyrðingar.

Heimildir???

Egill A. (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 12:00

4 identicon

Minka þá mannréttindi við inngöngu í ESB? Nefndu dæmi.

Ef konum hefur fækkað á vinnumarkaðinum þá ætti það að koma fram hér: http://epp.eurostat.ec.europa.eu/tgm/refreshTableAction.do?tab=table&plugin=1&pcode=tsiem010&language=en

Þar kemur fram að konum á vinnumarkaði hefur fjölgað úr

51.4% árið 1997 í 58.2 árið 2010.

jkr (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 12:45

5 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Byrjið hér: http://www.neitileu.no/kunnskapsbank/likestilling

Vinstrivaktin gegn ESB, 29.6.2011 kl. 13:44

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, réttur Íslendinga til að ráða lögum sínum og Alþingis til að fjalla um þau og forsetans til að beita málskotsrétti og þjóðarinnar til að kjósa um þau í þeim tilfellum myndi sannarlega "minnka" og meira en það!

Jón Valur Jensson, 29.6.2011 kl. 14:00

7 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Rétt er að taka það fram að Vinstri græn skilgreina sig sem feminískan flokk og það með stolti.

Vinstrivaktin gegn ESB, 30.6.2011 kl. 16:36

8 identicon

Ég skoðaði greinina sem er á bak við linkin: http://www.neitileu.no/kunnskapsbank/likestilling

Vá maður, hvílík röksemdafærsla!!!!

Nota sömu heimildir og ég vísa í, en í staðin fyrir að skoða tölurnar í samhengi og athuga hvernig þróunin hefur verið, þá eru teknar einhverjar tölur og skáldað utanum þær. Ef skoðaðar eru tölur frá Eurosat, þá hljóta menn að sjá að atvinnuþátttaka kvenna hefur verið að aukast í flestum EU ríkjum. Á Spáni úr 34,6% árið 1997 í 52,3 árið 2010.

Ef ég á að vera álíka málefnalegur og pistilhöfundur þá gæti ég bent á að atvinnuþátttaka kvenna hefur staðið í stað í Noregi síðustu 10 ár og á Íslandi hefur atvinnuþáttakan minkað um 5%. Ekki eru Noregur og ísland í EU.

jkr (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 17:30

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er áreiðanlega meiri en kvenna í ESB.

Jón Valur Jensson, 1.7.2011 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband