Ummæli Marðar til umhugsunar

Furðu hljótt er um þann þátt ESB-aðildar sem lýtur að hermálum, þótt einstaka menn hafi reynt að vekja athygli á þeim. Má þar meðal annars nefna Frosta Sigurjónsson, sem fjallað hefur um þetta efni, en að því er virðist yfirleitt fyrir daufum eyrum. Umfjöllun hans um hernaðarþátt Lissabon-sáttmálans má finna hér: http://vidhorf.blog.is/blog/vidhorf/entry/871358/

Þetta mál ætti að vera Vinstri grænum sérlega mikið áhugaefni og öðrum andstæðingum hernaðarbrölts.

Í Finnlandi hefur vilji ýmissa ESB-forkólfa til sjálfstæðrar vígvæðingar verið afskaplega viðkvæmt mál, enda hélt landið sig lengi utan hernaðarbandalaga svo sem NATO, að flestra mati vegna nálægðar risans í austri.

Hér á landi er umræðan rétt að byrja fyrir alvöru. Mörður Árnason, sem stýrði fundi utanríkismálanefndar í gær, var ekki að fela það neitt að okkur bæri að hlíta stefnu ESB ef við gengjum í Evrópusambandið, í þessum málum sem öðrum. Málflutningur Marðar er að nokkru leyti ólíkur málflutningi flestra flokkssystkina hans, sem láta í veðri vaka að um allt megi semja. Eins og segir í meðfylgjandi frétt:

,,Spurður um sérstöðu Íslands, m.a. í ljósi þess að Ísland er herlaust land, og um legu landsins og aðra sérstöðu segir Mörður að hafa þurfi það í huga við aðkomu landsins að sameiginlegri öryggis- og varnarstefnu sambandsins. Um undanþágur frá yfirþjóðlegu valdi Evrópusambandsins, til að mynda forgangsáhrifum Evrópugerða fram yfir íslensk lög, segir Mörður slíkt ekki hafa verið rætt né koma til greina.”

Hins vegar fer ekkert á milli mála hvert Mörður er að stefna, þátt fyrir þetta, og vill gjarnan hafa þjóðina með sér, þar sem ekki er ljáð máls á einstaklingsaðild að ESB, er hann segir: ,,Það erum við sem erum að ganga í Evrópusambandið, ekki Evrópusambandið í okkur.“ Vonandi mun þjóðin afsanna að við séum að ganga í ESB. Og af þessu tilefni er rétt að minna á að í utanríkismálastefnu VG segir meðal annars:

,,Vinstrihreyfingin - grænt framboð leggur áherslu á að móta sjálfstæða íslenska utanríkis- og friðarstefnu. Ísland á að standa utan hernaðarbandalaga og hafna aukinni vígvæðingu. Íslendingar eru best settir án hers, hvort sem hann er innlendur eða erlendur. Brýnt er að friðlýsa landið og lögsögu þess fyrir kjarnorku- sýkla- og efnavopnum og banna umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Beina verður aukinni athygli að umhverfisöryggi og vernda hafið fyrir úrgangi frá kjarnorkuverum og herstöðvum.”

-AB


mbl.is ESB ekki að sækja um á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Af ofangreindu virðist ljóst að ef Ísland gengur í ESB þá er það að ganga í hernaðarbandalag og er ekki lengur hlutlaust ríki."

Hvaða endemisvitleysa er þetta hjá Frosta? Við erum í hernaðarbandalagi sem kallast NATO og erum því ekki hlutlaust ríki.

Úr því að við getum verið í hernaðarbandalagi án hermanna getum við örugglega verið í efnahagssambandi án hermanna.

Til að það verði alveg öruggt þarf að taka á því í samningum . Það er leyst með sérstökum ráðstöfunum, "special arrangements", í samningum.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 20:56

2 identicon

Does the Treaty create a European army?

No. Military capabilities remain in national hands. The Treaty foresees that Member States can make available civilian and military resources to the Union for the implementation of its Common Security and Defence operations. However, any Member State has the right to oppose such operations and all contributions to them will be always on a voluntary basis.

A group of Member States who are willing and have the necessary capability will be able to undertake disarmament operations, humanitarian and rescue tasks, military advice and peace-keeping tasks. No Member State can be forced to participate in such operations.

http://europa.eu/lisbon_treaty/faq/index_en.htm

Það liggur sem sagt fyrir að skv Lissabon-sáttmálanum þarf engin ESB-þjóð að taka þátt í herrekstri eða hernaði gegn eigin vilja. Það þarf því engar sérstakar ráðstafanir í samningum til að komast hjá herskydu Íslendinga. Lissabon-sáttmálinn nægir. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 22:48

3 identicon

Ásmundur texti Lissabonsáttmálans og kynningartexti um Lissabonsáttmálann er tvennt ólíkt.

Í kynningartextum ESB um evruna stóð t.d á sínum tíma að hún fæli ekki í sér neina ábyrgð myntbandalagsríkja á skuldum hvors annars.

Í Lissabonsáttmálanum eru lagaheimildir fyrir stofnun Evrópuhers að öllu nema nafninu til og forystumenn sambandsins, m.a Angela Merkel, hafa gert það ljóst að stofnun slíks hers er næst á dagskrá ef leysa tekst evrukrísuna.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 23:56

4 identicon

Hans, það er rétt að búast má við að stofnaður verði her í ESB eins og Lissabon-sáttmálinn kveður á um.

En eins og segir í kynningartextanum þá verður ekkert ESB-ríki neytt til að taka þátt í slíkum her. Ég sé ekki að neitt bendi til annars en að þessi afdráttarlausa yfirlýsing haldi, sérstaklega að því er varðar Ísland sem hefur engan her. 

Evruríkin eru ekki skuldbundin til að ábyrgjast skuldir hvers annars. Ekkert hefur breyst í þeim efnum.    

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 00:37

5 Smámynd: Björn Emilsson

Stór Þýskaland sér loks í fjarska margra ára draum um yfirráð á Atlantshafi. Island var nefnt Virkið í Norðri. Þeir sem því réðu hefðu yfirráð Norðurhafa. Keflavíkurflugvöllur er hið mesta djásn í þeirra augum. Auðvitað koma þeir til með að nýta völlinn. Skárra væri það nú. Island með öllum sínum gæðum er hreinn gimsteinn í samanburði við fátæk lönd Austur Evrópu, sem ekkert hafa til að bera nema örbirgð og vesaldóm. Skuldsettir þjóðverjar og frakkar sjá hönd sína útrétta, að taka til handa að nýta auðlindir þessa lands. Þá munar ekkert um það, eiga sennilega góssið nú þegar. Danmörk sem er lítill skagi í Evrópu hefur aldeilis fengið að kenna á því. Útlendingar hafa yfirtekið næstum öll fyrirtæki þeirra, svo sem Kastrup flugvöll. járnbrautarlestir, dagblöð og nefndu það bara. Sama verður uppi á tenigunum á Islandi ESB og Össurar og hans hyski..

Björn Emilsson, 13.1.2012 kl. 01:04

6 identicon

Björn, trúirðu svona yfirgengilegu bulli? Eða er þetta bara örvæntingarfullur blekkingaráróður vegna skorts á rökum gegn aðild.

Ofsóknarkenndir órar af þessu tagi geta ekki með nokkru móti staðist vegna þess hvernig ESB er byggt upp. Engin þjóð kemst þar upp með að sýna öðrum yfirgang. Allar geta þær sagt sig úr ESB hvenær sem er.

Auðlindir eru í eigu hverrar þjóðar fyrir sig og þær hafa af þeim allar tekjur. Einu hömlurnar sem geta orðið er að ESB-þjóðir fái á vissum tímum forgang á að kaupa orkuna umfram þjóðir utan ESB.

Ef innlendir aðilar eiga ekki fé til að reka fyrirtæki í landinu er mikill fengur í að útlendingar geri það. Reynslan af þessu vegna EES-samningsins hefur hins vegar verið á hinn veginn. Íslendingar hafa keypt erlend fyrirtæki í miklu meiri mæli en útlendingar íslensk fyrirtæki, og gera enn.

Hættan sem fylgir því að ganga ekki í ESB er miklu meiri en öfugt. Þá verðum við án bandamanna í heiminum. Það er helst að ÓRG horfi til Kína, Indlands og jafnvel Rússlands í því sambandi. Lýðræði og mannréttindi í þessum löndum er hins vegar með þeim hætti að það væri hreint brjálæði fyrir örríki að binda trúss sitt við þau.

Við erum ekki lengur undir verndarvæng Bandaríkjanna eftir brotthvarf hersins. Ríkisborgararéttur til Bobby Fischer og alvarleg móðgun forsetaembættisins við sendiherra Bandaríkjanna undirstrikaði enn frekar að við getum einskis vænst úr þeirri átt.

Einnig hefur reynslan sýnu að norðurlöndin taka hagsmuni ESB fram yfir hagsmuni okkar. Utan ESB erum við því ein í heiminum án stuðnings sem við þurfum þó sárlega á að halda.

Með krónu sem gjaldmiðil eru tveir kostir í stöðunni,  hver öðrum verri - króna með eða án gjaldeyrishafta. Gjaldeyrishöft valda spillingu og glæpastarfsemi sem kostar íslenskt þjóðfélag óhemjufé. Lífskjör fara því versnandi jafnt og þétt að örðu óbreyttu.

Af þessu höfum við reynslu frá því á árum áður. Afleiðingarnar verða þó miklu verri núna vegna alþjóðavæðingar. Sennilega eru þó gjaldeyrishöft nauðsynleg því að ekki tekur betra við ef þeim er sleppt. Gjaldeyrishöft til frambúðar samræmast ekki EES-samningnum.

Íslensk króna án gjaldeyrishafta er feigðarflan. Gunnar Tómasson hefur upplýst að hann skrifaði stjórnvöldum bréf 2001 til að vara þau við að setja krónuna á flot. Það gæti ekki endað nema með ósköpum. Með alþjóðavæðingunni er þetta orðið enn hættulegra en áður.

Örmynt eins og íslenska krónan hefur tilhneigingu til að sveiflast mikið í gengi. Þetta notfæra sér vogunarsjóðir, öðru nafni hrægammasjóðir. Þeir einbeita sér að því að skortselja sem þýðir að með því að skortselja krónur á niðurleið þá hagnast þeir á gengishruni krónunnar.

Með því að skortselja krónu eiga hrægammasjóðir auðvelt með að keyra gengi hennar niður úr öllu valdi vegna smæðar hennar. Með öðrum orðum geta þeir sett íslenskt þjóðfélag á hliðina. Næsta hrun yrði afdrifaríkara en 2008 vegna þess hve skuldir ríkisins eru nú miklar.

Nokkrum mánuðum fyrir hrun komu hingað fulltrúar bandarísks vogunarsjóðs. Einn þeirra lét hafa eftir sér, eftir því sem fjölmiðlar greindu frá, að hann ætlaði sér að verða frægur fyrir að hafa rústað íslensku krónunni.       

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 09:24

7 Smámynd: Elle_

Áfram Björn Emilsson hvað sem Ásmundur segir.  Hann kallar allt ´barnaskap, bull, paranoju, útlendingaphóbíu, rugl, vanmáttarkennd, vitleysu og örvæntingu´ (og enn verri orðum) sem fullveldissinnar voga sér að segja gegn evrópska bandalaginu UNDIR YFIRSTJÓRN FRAKKLANDS OG ÞÝSKALANDS.  

Elle_, 13.1.2012 kl. 12:04

8 identicon

Er málstaður andstæðinga ESB-aðildar Íslands svo veikur að þeir hafa ekkert fram að færa annað en innantóm slagorð, skæting, útúrsnúninga og persónulegar árásir á þá sem eru fylgjandi aðild?

Andstæðingarnir gera ekki einu sinni tilraun til að svara sterkum rökum þeirra sem eru fylgjandi aðild. Fylgjendur aðildar hafa meðal annars sýnt fram á eða fært sterkar líkur að því, að króna með gjaldeyrishöftum leiði til spillingar, glæpastarfsemi, alvarlegrar lífskjaraskerðingar og einangrunar.

Fylgjendur aðildar hafa einnig sýnt fram á eða fært sterkar líkur að því, að króna án gjaldeyrishafta sé dæmd til að leiða til nýs hruns sem verður miklu verra en 2008 vegna þess hve ríkið skuldar nú mikið.

Hafa andstæðingar aðildar engin svör við þessum og öðrum rökum fyrir aðild? Er andstaðan við aðild aðeins trúarbrögð byggð á fyrirframgefnum forsendum sem þola enga skoðun? Eiga ranghugmyndir byggðar á vanmáttarkennd Íslendinga gagnvart Evrópubúum að ráða úrslitum um að við göngum ekki í ESB?

Telja andstæðingar ESB-aðildar að Íslendingar séu ófærir um að starfa með Evrópubúum á jafnréttisgrundvelli og hljóti því að verða ofurliði bornir í slíku samstarfi?  

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 10:48

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Og hvers vegna komið þið aðildarsinnar þá ekki fram með einhver haldbær rök fyrir því að evran muni koma í veg fyrir annað hrun hérna, Ásmundur?

Ef hér verður annað hrun, sem stekar líkur eru á, verður það ekki vegna gjaldmiðilsins heldur aðgerða eða aðgerðaleysis stjórnvalda!

Gjaldmiðillinn getur aldrei valdið hruni eins né neins, en þið aðildarsinnar eruð duglegir við að reyna að telja fólki trú um slíkt bull. Gjaldmiðill hverrar þjóðar endurspegla hagstjórn viðkomandi lands. Breytir þar engu þó um sameiginlegan gjaldmiðil við aðrar þjóðir er að ræða, ef efnahagsstjórnin er ekki sameinuð um leið.

Það ætti auðvitað ekki að þurfa að tyggja þessa staðreynd í fólk, þetta kemur skýrt fram í löndum evrunar um þessar mundir og hefur verið um nokkurt skeið!!

Þeir sem gefa sér tíma til að líta örlítið í krigum sig og sjá hvað er að gerast í heiminum, hafa fyrir löngu áttað sig á þessu. Ykkur aðildarinnum væri hollt að færa rörið sem þið horfið í gegnum örlítið út fyrir Brussel. ESB er stærra en bara sú borg!!

Gunnar Heiðarsson, 14.1.2012 kl. 12:10

10 identicon

Gunnar, hvers vegna heldurðu að gjaldeyrishöftin séu? Jú, til að koma í veg fyrir að gengi krónunnar hrynji.

Hvað myndi það þýða ef gengið hryndi um helming?  Gjaldeyrir myndi þá kosta tvöfalt meira og erlendar skuldir ríkissjóðs og skuldir með ríkisábyrgð myndu tvöfaldast. Hætt er við að við myndum ekki þola það. Nýtt hrun myndi þá blasa við. 

Ríkisstjórnin er óvinsæl einmitt vegna aðgerða sem minnka líkur á nýju hruni. Samdráttur í þjónustu og skattahækkanir auka tekjur ríkissjóðs. Ekki veitir af til að greiða skuldir. Ekki hefur verið farið út í almennar skuldalækkanir sem hefðu hækkað skuldir ríkissjóðs um mörg hundruð milljarða.

Það má segja að ríkisstjórnin sá óvinsæl innanlands af nákvæmlega sömu ástæðum og hún hefur almennt fengið hrós fyrirí heimspressunni.     

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 02:30

11 identicon

Hrun á gengi krónunnar hefur ekki bara áhrif á greiðslugetu ríkissjóðs. Einstaklingar verða einnig unnvörpum gjaldþrota af völdum krónu eins og við höfum bitra reynslu af.

Erlendar skuldir einstaklinga tvöfaldast þegar gengið fellur um helming. Á sama tíma standa launin í stað en íbúðarverð lækkar mikið. Fólk sem átti mikið eigið fé í íbúðinni situr uppi með mun hærri áhvílandi skuldir en söluverð íbúðarinnar. Milljónaeign er orðin að engu. Í staðinn eru komnar skuldir umfram eignir.

Þetta á einnig við um verðtryggð íslensk lán. Gengisfall krónunnar leiðir til verðbólgu sem hækkar verðtryggð lán á sama tíma og laun standa í stað og íbúðarverð lækkar. Því miður er þetta veruleiki mjög margra í dag.

Þannig tapar almenningur gífurlegum fjárhæðum á gengisfalli krónunnar. Þeir sem hagnast eru þeir sem geta keypt eignir gjaldþrota fólks á lágmarksverði og selt þær með miklum hagnaði seinna.

Fleiri aðferðir eru til að hagnast á gengishruni krónu. Ein er að kaupa gjaldeyri þegar gengi krónunnar hefur hækkað mikið og selja hann aftur þegar hrunið er orðið að veruleika. Þannig fæst allt að 100% hagnaður ef gengi krónunnar fellur um 50%. 

Skortsala á krónum er leið vogunarsjóða til að hagnast á gengishruni krónunnar. Tap almennings fer þá úr landi og út úr íslensku hagkerfi.

Gjaldeyrishöft hafa þann tilgang að draga verulega úr þessum fjármagnstilfærslum. Þau eru þó einnig gróðavegur fyrir braskara þó með öðrum hætti sé. Gjaldeyrishöft hafa einnig hamlandi áhrif á viðskipti við útlönd og hafa því til lengdar alvarlega lífskjaraskerðingu í för með sér. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband