Þjónkun VG við Samfylkinguna í þágu ESB vekur ólgu víða um land

Megn óánægja ríkir meðal stuðningsmanna VG víða um land með brottrekstur Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn, en sú ákvörðun var tekin að kröfu Samfylkingarinnar. Steingrímur fórnaði þar biskupi fyrir peð, þ.e. þau Jóhanna losuðu sig við Árna Pál í leiðinni.

Afleiðingar þessara mannsfórna á taflborði ríkisstjórnarinnar birtast nú seinast í ályktun frá svæðisfélögum Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Húnaþingi og Skagafirði, sbr. frétt mbl.is., en þessi félög „hafa sent frá sér ályktun þar sem því er beint til formanns flokksins, Steingríms J. Sigfússonar, að hann íhugi alvarlega „stöðu sína sem formaður flokksins í ljósi atburða undanfarinna vikna." Er ennfremur varað við afleiðingum stefnu og framgöngu forystu VG á fylgi flokksins. Orðrétt segir í ályktuninni:

„Fundur Svæðisfélaga VG í Húnaþingi og Skagafirði, haldinn á Blönduósi 16. janúar 2012, beinir því til formanns flokksins, Steingríms J. Sigfússonar, að íhuga alvarlega stöðu sína sem formaður flokksins í ljósi atburða undanfarinna vikna. Stefna og athafnir flokksforystunnar eru að hrekja í burtu stóran hluta þeirra er kusu flokkinn í síðustu alþingiskosningum."


mbl.is Steingrímur íhugi stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er ekki kjósandi VG en ég er algjörlega sammála þessari ályktun, það er augljóst bara allt í kring um mann hvernig fólk talar að þarna er sannleikurinn einn á ferð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2012 kl. 13:06

2 identicon

Ótrúlega margir villikettir aðhyllast Vinstri græna. Flokknum væri hollast að losa sig við þá alla til að komast hjá upplausn.

Stjórnmálaflokkur með fólk innanborðs sem telur sér það til tekna að virða ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnar sem þeir þó styðja er dæmdur til að tapa miklu fylgi.

Það er alvarleg meinloka sem samræmist ekki þátttöku í stjórnmálastarfi að gera sér ekki grein fyrir að stjórnmálaflokkar verða að gefa eftir einhver stefnumál ef þeir vilja taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi.

Stjórnmálaflokkur sem neitar ávallt að gefa eftir verður alltaf í stjórnarandstöðu. Hann er dæmdur til áhrifaleysis og á því tæpast rétt á sér.

Í raun hafa Vinstri grænir þó ekki gefið neitt eftir að ráði. Að gefa þjóðinni kost á kjósa um aðild samræmist algjörlega því að vera á móti aðild. Þessi afstaða sýnir aðeins lýðræðislegan þroska.

Að krefjast þess að umsókn um aðild að ESB, sem hefur fengið lýðræðislega afgreiðslu, sé dregin tilbaka, er hins vegar tilraun til valdníðslu.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 08:26

3 Smámynd: Elle_

VIð viljum ekki sjá þetta nýlenduveldabandalag þitt þó þú náir ekki andandum verðir HELBLÁR í framan af yfirgangi.

Elle_, 18.1.2012 kl. 12:29

4 Smámynd: Elle_

Ótrúlega kemur hinn ´forherti´ Ásmundur núna með sömu ósvífnina og drottning Jóhönnuflokksins og líkir flokksmönnum og stuðningsmönnum VG við ´VILLIKETTI´ fyrir að vilja fara að stefnu flokksins en ekki landsölumanna.  Samt við þessu að búast frá honum. 

Hann kallar það ´LÝÐRÆÐISLEGAN ÞROSKA´ að Steingrímur og hjálparmenn hans skuli troða endalaust á yfirlýstri stefnu VG og hjálpi Samfylkingunni við að valta yfir stjórnarskrá landsins.  

Fyrir það fyrsta eru þau ekki ´KETTIR´ og hann er að fara flokkavillt því mest af villidýrunum hans hljóta að vera í Jóhönnuflokknum.   Hann ætti að gá vandlega. 

Í öðru lagi ættu stuðningsmenn VG að taka sig saman af alvöru og reka Steingrím með skömm úr flokknum áður en hann verður einn í honum með Árna Þór og Birni Val.  Þannig mun það verða ef hann færa að vaða áfram og þið klappið fyrir honum á fundum.  

Hvað ætlar innanríkisráðherrann að sætta sig við ofbeldið lengi??  

Elle_, 18.1.2012 kl. 17:01

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elle ég myndi ekki kalla flokksmenn Jóhnnu og Steingrím villiketti, villikettir eru dýr sem koma fyrir eins og þeir eru, minkar væri nær sem þó er líka ofsagt, því ég held að ekkert dýr sé eins undirförult og Jóhanna og Steingrímur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2012 kl. 18:02

6 Smámynd: Elle_

Nákvæmlega, en ég var bara að nota þeirra orð.  Og efast líka stórlega um að dýr og villidýr geti verið eins slóttug og undirförul. 

Eins og þú veist, Ásthildur, þýðir ekki neitt að rökræða við svona menn svo núorðið notum við bara stílinn þeirra á móti.  En þau þola ekki eigið meðal.

Elle_, 18.1.2012 kl. 19:20

7 identicon

Hafið þið tekið eftir því hve margir af andstæðingum ESB-aðildar eru búsettir í ESB-landi?

Þeir kjósa að búa í ESB-landi en vilja ekki að íbúar Íslands fái að njóta ESB aðildar. Er ekki eitthvað grunsamlegt við þetta?

Þeir gætu átt persónulegra hagsmuna að gæta og  verið  í kjöraðstæðum til að hagnast á gjaldeyrishöftum og/eða sveiflum á gengi krónunnar á kostnað íslensks almennings.

Það einkennir þessa andstæðinga að þeir eru mjög harðir andstæðingar rétt eins og þeirra persónulegu hagsmunir séu í húfi. Það styður grunsemdirnar enn frekar.

Elle Ericson er hvorki í þjóðskrá, símaskrá  né Íslendingabók. Það bendir til að hún sé ekki íslensk, búi ekki hér á landi og sé ekki af íslenskum uppruna. Hverra hagsmuna er hún að gæta?

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 20:03

8 identicon

Elle Ericson kýs að gefa ekki upp, allavega enn sem komið er,  hverra hagsmuna hún sé að gæta, hún sem er ekki í þjóðskrá, Íslendingabók né símaskránni.

Kannski að hún sé að gæta hagsmuna Norðmanna sem vilja alls ekki að Íslendingar gangi í ESB vegna þess að það veikir EES-samninginn.

Kannski að hún vilji koma í veg fyrir ESB-aðild Íslands til að taka upp náin tengsl við Rússland. Velvild hennar í garð Rússa hefur ítrekað komið fram í tilvitnunum í ummæli þeirra.

Velvild til Rússa vekur upp grun um  fyrirlitningu á lýðræði og mannréttindum. Það gæti skýrt andúð Elle Ericson á ESB því að lýðræði og mannréttindi eru þar í hávegum höfð.

Það gæti einnig verið skýring á andúð Elle Ericson á lýðræðislegum ákvörðunum Alþingis og stjórnmálaflokka og einræðistilburðum hennar.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband