Hefðarkonan skálar við gamla, fulla þjónninn

Um fátt er meira rætt um heim allan en um landfarsóttina sem herjar í efnahagslífi evruríkjanna. Óttast er að hún smiti út frá sér til fjármálafyrirtækja í öðrum heimsálfum. Þá gæti heimskreppan mikla 1930 endurtekið sig, sagði Christine Lagarde, forstjóri IMF, í ræðu 15. des s.l. Orð Liptons eru ítrekun á aðvörunarorðum forstjórans, Lagarde.

„Evrusvæðið er verst staddi sjúklingurinn í hagkerfi heimsins", skrifar Bjarni Jónsson s.l. laugardag á Evrópuvaktinni og spyr: „Hvers vegna er svona komið ? Margir stjórnmálamenn og hagfræðingar héldu því fram, að evran mundi tryggja stöðugleika í hagkerfi evrulandanna. Þessu reyndist þveröfugt farið. Í skjóli evrunnar viðgekkst agalaus hagstjórn í öllum evruríkjunum, nema Þýzkalandi, Hollandi og Finnlandi. Evran er þess vegna undirrót vandans.

Tennurnar voru dregnar úr seðlabönkum landanna og völdin færð til Seðlabanka ESB, ECB. Ríkissjóðirnir söfnuðu skuldum, húsnæðisbóla myndaðist vegna lágra vaxta, og verðbólga varð meiri en í kjölfestulandi evrunnar, Þýzkalandi. Þar með misstu löndin samkeppnihæfni, útflutningur dróst saman, atvinnuleysi jókst, og hagvöxtur varð sáralítill. Mikil hagræn og stjórnmálaleg spenna hefur myndazt á milli evrulandanna, enda næst ekki samstaða um neitt, nema málamyndaaðgerðir. Fjármálamarkaðurinn, sem er alþjóðlegur og spannar allan heiminn, sér í gegnum sjónhverfingar Merkozy.

Fundir þeirra Merkel og Sarkozy eru aumkvunarverðir og minna orðið á söguna um hefðarkonuna, sem orðin var níræð, og hélt enn áramótaboð fyrir alla vinina, sem þó voru horfnir úr jarðvist, en gamli þjónninn skálaði fyrir þá við þá gömlu og varð undir lokin anzi drukkinn. Það verður skipt um þennan þjón í sumar, og sú gamla gæti horfið af sviðinu á næsta ári.

Þetta er atburðarásin í evrulöndunum, sem nú eru annaðhvort í ruslflokki eða eru á leiðinni þangað. Þýzkaland ræður ekki við að stöðva þessa skriðu, og þess vegna erum við nú áhorfendur að enn einu miklu breytingaskeiði Evrópu..."
mbl.is Grípa verður til aðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

"Dinner for One" á You-tube, er sorgleg staðreynd.

Óska almenningi í Evrópu þess, að hætt verði að hlusta á óábyrga topp-titil-fólkið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.1.2012 kl. 14:17

2 identicon

Andstæðingar ESB-aðildar Íslands grípa hvert hálmstrá til að verja málstaðinn enda fátt bitastætt í boði.

Aljóðlegur skuldavandi er nú evrunni að kenna eða eins og Bjarni Jónsson orðaði það: Evran er því undirrót vandans. Hvernig stendur þá á því að að td Bretland og Bandaríkin eru í raun mun verr stödd en langflest evruríikin? 

Við ættum að vita það allra þjóða best að evruvandinn og skuldakreppan eru tvö óskylt mál enda höfðum við ekki evru þegar allt hrundi hér.

Hætt er við að þessar evruþjóðir væru miklu verr staddar ef þær hefðu haft eigin gjaldmiðil. Hann hefði hrunið eins og krónan og skuldir hækkað samsvarandi. Það hefði gert skuldavandann enn verri.

Léttir að geta kennt blásaklausri evru um skuldavandann úr því að annað er ekki í boði.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 16:13

3 Smámynd: Elle_

´Andstæðingar´ ´forðast alla rökhugsun´ en vér Brusseldýrkendur einir vitum.  Náum varla andanum lengur yfir eigin brenglunum og tökum engum rökum.  Vér viljum ekki persónuárásir en megum samt ´grípa til persónuárása´ og níða ykkur niður í skítinn. 

Hvað ætli sé langt í að þorpararnir sem þrýsta á að ræna okkur hin fullveldinu verði dregnir fyrir sakadóm?  Innanríkisráðuneytið ætti alvarlega að fara að skoða það og hætta meðvirkninni.  

Elle_, 16.1.2012 kl. 17:56

4 identicon

Nú á fyrsta degi eftir lækkun lánshæfismats S&P fyrir nokkur evruríki eru umtalsverðar hækkanir á hlutabréfum í Evrópu. Markaðir eru lokaðir í BNA.

Af stóru kauphöllunum er hækkunin minnst utan evrusvæðisins, í Bretlandi 0.37%. Hækkun varð upp á 0.89% í Frakklandi þrátt fyrir lækkun lánshæfismats og 1.25% í Þýskalandi. Gengi evru hækkar gagnavart bandaríkjadollar.

Það er því ekki að sjá að neinn taki mark á lækkun lánshæfismats S&P nema íslenskir nei-sinnar sem fagna eins og um stórsigur sé að ræða fyrir málstaðinn.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 18:30

5 identicon

Ásmundur lifir enn í veikri vonininni og grípur hvert hálmstráið sem gefst til þess að réttlæta ESB og EVRU trú sína.

Markaðirnir og helstu sérfræðingar heimsins eru samt á allt öðru máli. EVRU svæðið engist sundur og saman vegna EVRU krísunnar.

Markaðir á EVRU svæðinu hafa á flestum mörkuðum lækkað um tugir prósenta síðan í haust. Nú ræðir neyðarparið Merkozy helst um það að taka upp sérstakan fjármagnsflutninga skatt, sem má líkja við svipaðar þvinganir og gjaldeyrishöft.

Þessar tölur sem hann gefur svo upp hér eru flestar rangar, greinilega til að reyna að réttlæta ESB og EVRUNA.

Það varð nefnilega óveruleg hækkun á mörkuðum í Þýskalandi, Frakklandi og Lundúnum. Allsstaðar þó aðeins um eða innan við 0,5%. En hinns vegar varð talsverð lækkun í Mílanó eða -1,22% og -0,55% í Madrid.

Síðan varð ekki nein hækkun á Evrunni, eins og Ásmundur heldur hér fram, þvert á móti þá lækkaði hún aðeins gagnvart USD, miðað við hvernig hún stóð á föstudagskvöld og við lokun markaða nú síðdegis.

En ESB sinnar grípa einmitt oft til þess að segja ekki nema hálfan sannleikann eða jafnvel sleppa alveg að segja sannleikann ef hann passar illa þeirra pólitísku ESB ímynd, sem verulega hefur látið á sjá, þrátt fyrir stanslausa afneitun þeirra sjálfra.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 18:57

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Annað hvort er þessi Ásmundur grínisti að hræra í okkur, eða hann er á mála hjá ESBliðinu veit ekki hvort heldur er, en maðurinn virðist algjörlega dómgreindarlaus ef hann er virkilega að skrifa af eigin hvötum en ekki að djóka eða skrifa eftir pöntunum.   ÞEtta er auðvitað bara mitt mat.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2012 kl. 19:32

7 identicon

Þegar menn hafa ekki nein rök grípa menn í örvæntingu til ósanninda og bera jafnvel lygar upp á aðra. Hér má sjá að upplýsingar mínar um hækkanir á hlutabréfaverði í Evrópu í dag eru sannleikanum samkvæmar:

http://money.cnn.com/data/world_markets/europe/

Aðrar vefsíður staðfesta þessar hækkanir á hlutabréfum í Evrópu.

Og hér má sjá að gengi dollars lækkaði í dag gagnvart íslensku krónunni meðani evran hækkaði lítilsháttar. Það þarf ekki mikla ályktunarhæfni til að sjá að það þýðir að evran hefur hækkað gagnvart bandaríkjadollar.

http://www.islandsbanki.is/

Úr því að Gunnlaugur er upptekinn af þróun hlutabréfaverðs á evrusvæðinu undanfarið er vert að benda á að það er nú meira en 50% hærra í Þýskalandi og Frakklandi en fyrir tæplega þremur árum. Hækkunin er ekki minni en í Bretlandi sem er utan evrusvæðisins.

Evran hefur einnig sýnt mikinn styrk gagnvart bandaríkjadollar í sögulegu samhengi. Þannig hefur gengi evru hækkað um 23.5% gagnvart dollar frá upphafi aldarinnar.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 20:03

8 identicon

Ásthildur, þvílík örvænting sem hefur gripið þig.

Trúirðu sjálf ekki betur á málstaðinn en svo að þú  þurfir að einskorða þig við að höfða til fábjána til að leita stuðnings við hann.

Ég held að þú vitir það vel undir niðri að þetta er ekki boðlegur málflutningur fyrir viti borið fólk.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 20:10

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég veit að málflutningur þinn er ekki fyrir vitiborið fólk, það eru þrír Ásmundar Harðarsynir á landinu, það væri gaman að skoða hvort þú ert einn af þeim eða með tilbúið nafn.  Svona málflutningur rótar mér ekkert.  En dæmigertur fyrir fólk með vondan málstað. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2012 kl. 20:18

10 Smámynd: Elle_

Nú sakar forherðingin eitt okkar um að ´höfða til fjábjána´.  Hann kallar menn öllu illu endalaust en þolir ekki orð á móti. 

Fyrir skömmu kallaði hann ´fáfræði´ okkar Theódórs ´verulega pínlega´ og fór nánast yfirum þegar hann nánast missti andann af yfirgangi og kallaði okkur ´fáfróðra forhertra þjóðrembinga´.

Við Theódór erum ekki einu sinni þjóðernissinnuð að ég viti þó við viljum halda fullveldi landsins samkvæmt STJÓRNARSKRÁ.    

Persónulega finnst mér að ætti að loka þennan ´fáfróðra forhertra þjóðrembing´ (hans orð) Stór-Þýskalands og STÓLPA-KJAFT út úr Moggablogginu.   Og þó LÖNGU FYRR HEFÐI VERIÐ. 

EKKERT málefnalegt kemur úr hans öfugmælapenna.  EKKERT kemur nema blekkingar og brenglanir um aldýrð nýlenduveldabandalagsins (42% af Evrópu) og skítkast.  Það er orðið óþolandi að hafa þennan fáfróða rudda endalaust þarna kastandi skít.  

Elle_, 16.1.2012 kl. 21:30

11 Smámynd: Elle_

Eitt stærsta og versta málið við Ásmund þennann er að hann hikar ekki við að ljúga um dýrðarveldið OG fullveldissinna.  Eins og þarna gegn okkur Theódóri.  

Elle_, 16.1.2012 kl. 21:40

12 identicon

Örvænting andstæðinga ESB, sem skrifa athugasemdir hér á þessum vef, fer vaxandi.

Einkum fara athugasemdir með hlekkjum sem vísa í  sannanir fyrir innihaldinu fyrir brjóstið á þeim. Þeir hika ekki við að mótmæla öllu sem þar kemur fram og neita alveg að horfast í augu við staðreyndir.

Er þetta ekki hámark örvæntingarinnar?   

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 23:57

13 Smámynd: Elle_

Misstu ekki andann í þvælunni og örvæntingunni. 

Elle_, 17.1.2012 kl. 00:10

14 identicon

Eins og ég benti á í fyrri athugasemd hækkuðu hlutabréf í helstu kauphöllum Evrópu í gær sem var fyrsti dagurinn eftir lækkun S&P á lánshæfismati margra evruríkja

Eins og fyrr segir var lækkunin minnst í Bretlandi 0.37%, 0.89% í Frakklandi og 1.25% í Þýskalandi og eru þá aðeins taldar með þær þrjár vístölur Evrópu sem almennt eru birtar í fjármálafréttum heimsins.

Í fyrri athugasemd var ég með hlekk á þessar hækkanir. Þar sem þær hætta að birtast í fyrramálið þegar markaðir opna er ég her með annan hlekk á varanlegar upplýsingar um þessar hækkanir í dag.

En auðvitað munu andstæðingar ESB halda áfram að segja að þetta sé lygi. Ég er ekki að reyna að snúa þeim inn á veg sannleikans, tel það fullreynt. Ég er aðeins að upplýsa aðra sem lesa þennan vef.

http://money.cnn.com/2012/01/16/markets/world_markets/index.htm?iid=HP_LN

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 00:22

15 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ásmundur berst eins og rjúpan við staurinn.

OK það varð hækkun nú í morgu á öllum mörkuðum og líka í Evrópu. Reyndar er þessi hækkun á mörkuðum aðallega skýrð með því að góðar hagtölur birtust frá Kína yfir fjórða ársfjórðung s.l. árs.

En auðvitað má gera ráð fyrir að mest af áhrifum lækkunar lánshfismats 9 EVRU ríkja og nú sjálfs Neyðar björgunarsjóðsins hafi þegar komið fram þ.e. strax í desember s.l. þegar S&P setti þessa aðila á athugunarlista með neikvæðum horfum og sterkar líkur á lækkun.

Það breytir þó ekki því að þessi lækkun þýðir verulega veikingu EFSF sjóðsins til þess að taka á vandamálunum og einnig hækkandi lántöku- og vaxtakostnað þeirra og þeirra EVRU ríkja sem um ræðir.

Fróðlegt að sjá hvað Bandaríski Nóbelsverðlauna hafinn Joseph Stiglitz segir nú um EFSF Neyðarsjóðinn og hikandi og fálmkenndar aðgerðir ESB/ECB á EVRU svæðinu.

Hann lýsir þessum aðgerðum sem algerlega dauðadæmdum.

Hann segir líka að þessi Neyðaráætlun EFSF og sáttmáli EVRU ríkjanna sé eins og að skrifa undir sameiginlega ákvörðun um sameiginlegt sjálfsmorð !

Hann líkir þessum fálmkenndu efnahagslegu lækningaraðferðum þeirra við kukl og tilrauna lækningar frá miðöldum, þar sem sjúklingum var stanslaust tappað meira og meira blóð í ráðaleysi þess tíma. Þessar fornaldar lækninga aðferðir reyndust nær alltaf aðeins leiða til dauða sjúklingana !

En Ásmundur, með sína ótakmörkuðu ESB- barnatrú, skilur þetta allt saman öðruvísi og miklu betur en við og allir helstu og virrtustu fjármála sérfræðingar heimsins.

Þannig að við hérna sem reynum að opna augu Ásmundar í þessum efnum skulum ekkert kippa okkur upp við það þó það gangi alls ekkert !

Það er nefnilega margsannað að það er mjög erfitt að rökræða við fólk sem er heltekið af trú sinni, eins og Ásmundur Harðarson því miður virðist vera !

Gunnlaugur I., 17.1.2012 kl. 12:00

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Don´t feed the trolls stendur einhversstaðar, meinandi að tröll æsast upp við að þeim sé svarað. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2012 kl. 12:31

17 identicon

Örvænting leiðir til afneitunar. Mönnum hættir þá til að sjá ekki óþægilegar staðreyndir og sjá í staðinn eitthvað sem ekki er þar. Þegar örvæntingin er mikil nægja ekki pottþéttar sannanir til að fá menn til að sjá hlutina í réttu ljósi.

Föstudagurinn 13. janúar 2012 er svartasti dagurinn í sögu evrunnar, sagði Vinstrivaktin. Gunnlaugur tók undir fögnuðinn og beið spenntur eftir viðbrögðum ESB-sinna í stað þess að bíða eftir viðbrögðum markaðarins. Það er nefnilega auðveldara að loka augunum fyrir viðbrögðum hinna fyrrnefndu.

Dag eftir dag hefur hlutabréfaverð í stærstu kauphöllum evrusvæðisins hækkað. Gengi evrunnar hefur einnig hækkað. Daginn fyrir lækkun S&P fór fram skuldabréfaútbóð á Spáni og Ítalíu sem tókst mjög vel. En andstæðingar aðildar halda áfram að fagna lánshæfismatslækkunum S&P.

Hér er fróðleikur fyrir þá sem eru tilbúnir til að horfast í augu við staðreyndir:

http://www.youtube.com/watch?v=Bumfpo4FW0I

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 16:45

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

     

"Örvænting leiðir til afneitunar. Mönnum hættir þá til að sjá ekki óþægilegar staðreyndir og sjá í staðinn eitthvað sem ekki er þar. Þegar örvæntingin er mikil nægja ekki pottþéttar sannanir til að fá menn til að sjá hlutina í réttu ljósi. "

Nákvæmlega Ásmundur, hefurðu lesið það sem þú sjálfur skrifar?  Þetta er alveg rétt greining hjá þér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2012 kl. 18:10

19 identicon

Ásthildur, hefurðu engin áform um að rífa þig upp úr þessari lágkúru?

Hefurðu engan metnað lengur til að vanda málflutninginn og vera samherjum þínum góð fyrirmynd í stað þess að vera þeim til skammar?

Er þér orðið alveg sama um trúverðugleika þinn?

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 18:55

20 identicon

Skýrsla norskrar sérfræðinganefndar:Meira fullveldisafsal  vegna EES-samningsins en með ESB-aðild.Ég hef margsinnis haldið þessu fram og fært fyrir því rök ávallt fyrir daufum eyrum andstæðinga ESB-aðildar í afneitun. Hvað segja þeir núna þegar aðalröksemdarfærsla þeirra  gegn aðild hefur verið hrakin? Niðurstaða nefndarinnar er að með ESB-aðild endurheimtum við fullveldið að hluta.  

Spegillinn fjallaði um málið í kvöld.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 19:34

21 identicon

Meira fullveldisafsal vegna ESB-samningsins en með ESB-aðild.

http://jaisland.is/umraedan/ny-skyrsla-i-noregi-ees-samningurinn-meira-afsal-a-fullveldi-en-adild-ad-esb/#.TxaLI6VzpbY

Hafa andstæðingar ESB-aðildar Íslands ekkert um þetta að segja nú þegar aðalrök þeirra gegn aðild hafa verið hrakin. Þau rök að við missum yfirráð yfir auðlindum okkar hafa einnig verið hrakin meðal annars af Evu Joly þingmanni ESB og Jo Borg fyrrum sjávarútvegsstjóra ESB.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 09:13

22 Smámynd: Elle_

VIð viljum ekki sjá þetta nýlenduveldabandalag þitt þó þú verðir HELBLÁR í framan af yfirgangi.

Elle_, 18.1.2012 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband