Fjarar ört undan stuðningsliði ESB og dauðri aðildarumsókn

Ef landsfundur VG segir ekkert um hvert eigi að verða framhald aðildarumsóknar eftir kosningar er flokknum fórnað fyrir steindauðan málstað. Ný könnun sýnir að aðeins 24% landsmanna eru hlynnt inngöngu í ESB. Ætlar VG að fara að dæmi Bergþóru og brenna inni með Njáli bónda?

 

Meðvirkni VG með Samfylkingunni í ESB-málum hefur stefnt VG í voða. Í Njálsbrennu á Bergþóra að hafa sagt þegar henni var boðið líf: „Ég var ung gefin Njáli. Hefi ég því heitið honum að eitt skyldi ganga yfir okkur bæði.“ Hún brann síðan inni.

 

Það er enginn meirihluti á Alþingi fyrir inngöngu í ESB og öllum má ljóst vera að engar líkur eru á því að meirihluti verði fyrir aðild á næsta þingi. Samkvæmt nýjustu könnun MMR er nú aðeins fjórðungur þjóðarinnar sem vill inngöngu í ESB. Jafnframt er sérstaklega athyglisvert að meðal kjósenda almennt í yngsta aldurshópnum, 18-29 ára, er enn minni stuðningur við inngöngu í ESB en meðal þeirra eldri eða aðeins 15,6%.

 

Fylgi VG sem var tæp 22% í kosningunum 2009 virðist komið langt niður fyrir 10%, ekki síst vegna þess hve leiðitamur þingflokkurinn hefur verið við Samfylkinguna í þessu máli. Þrátt fyrir það er ekki annað að sjá en að flokkurinn ætli að ganga til kosninga með algerlega óljósa stefnu gagnvart aðildarumsókninni þegar flokkurinn þarf þvert á móti að segja það hreint út að aðildarferlinu sé nú lokið þegar kjörtímabilinu lýkur.

 

Í drögum að stjórnmálaályktun sem flokksforystan hefur birt og hyggst leggja fyrir landsfund VG um næstu helgi er ekki minnst einu orði á aðildarumsóknina. Hins vegar eru þar fáeinar línur um ESB, m.a. þessi setning:

 

„Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað.“

 

Tillögugreinin er efnisleg endurtekning á því sem landsfundir og flokksráðsfundir VG hafa sagt á hverju ári frá því að ríkisstjórnin var mynduð, þ.e. að aðild að ESB þjóni ekki hagsmunum Íslendinga. En úr því sem komið er nægir það ekki eitt og sér. Það sem spurt verður um í kosningabaráttunni er einfaldlega það hvort forystulið VG ætli að reyna að dragnast með steindauða aðildarumsókn á eftir sér inn í nýtt kjörtímabil.

 

Ískyggileg staða VG endurspeglast sem sagt í ljósi þeirrar staðreyndar að samkvæmt könnun MMR er innan við fjórðungur kjósenda VG hlynntur inngöngu í ESB. Þó hefur mikill fjöldi þeirra sem eru andvígir aðild þegar horfið frá stuðningi við flokkinn sem aftur sýnir að stuðningur við aðild hefur verið hlutfallslega enn minni, áður en sá hópur gafst upp á að styðja VG. Annað sýnishorn um erfiða stöðu VG um þessar mundir er nýlegt prófkjör í Norðvesturkjördæmi þar sem flokkurinn fékk rúm fjögur þúsund atkvæði í kosningunum 2009. Á kjörskrá í prófkjörinu voru 439 en greidd og gild atkvæði voru aðeins 83 en sá frambjóðandi sem flest atkvæði fékk var með 65.

Landsfundur VG verður að ganga hreint til verks að þessu sinni og segja landsmönnum afdráttarlaust að flokkurinn hafi afskrifað aðildarumsóknina. Flokkurinn getur ekki tregðast öllu lengur við að bjarga sjálfum sér út úr brennandi húsi, áður en það er um seinan af tómri tillitssemi við Samfylkinguna. Bergþóra átti þess kost að ganga út en kaus að brenna frekar inni í rekkjunni með bónda sínum. Varla ætlar VG að fara að dæmi hennar. - RA

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi könnun MMR hefur lítið gildi og er auk þess mjög villandi.

Þar kemur fram að 24.2% þeirra sem taka afstöðu séu hlynntir aðild en 63.3% á móti. Þetta eru samtals 87.5% en ekki 100%. Þarna eru því allir sem svöruðu könnuninni taldir taka afstöðu.

Hið rétta er að 27.7% þeirra sem tóku afstöðu voru hlynntir aðild en 72.3% á móti.

Það versta við könnunina er þó að þess er ekki getið hve margir voru spurðir. Aðeins er getið um fjölda svara. Svarhlutfallið vantar því alveg. Í nýlegri könnun Capacent var svarhlutfallið aðeins rúmlega helmingur.

Ef það hefur verið svipað í þessari könnun þá hafa um nálægt 40% aðspurðra greitt atkvæði gegn aðild.

Svona vinnubrögð vekja óhjákvæmilega upp grun um að óhreint mjöl sé í pokahorninu og að það sé vísvitandi verið að blekkja almenning.

Fyrir utan annmarka á könnuninni er könnun um afstöðu til samnings sem liggur ekki fyrir lítið marktæk. ÁÁ

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 13:34

2 identicon

Æ Mundi, ég veit að það er erfitt að vera í þínum sporum. Lífið gengur bara út á það að finna einhverja jákvæða punkta í dauðadæmdum málum.

Ef þér líður betur með það, þá er raunverulegur stuðningur við ESB á Íslandi er 108.2%, en spilltir fjölmiðlar, undir stjórn LÍÚ falsa allar kannanir. Það eru engir efnahagserfiðleikar í ESB, ekkert atvinnuleysi, engin spilling. Það er ekkert að ESB, nema þá kannski að heldur mikið smjör drýpur af hverju strái, þannig að fólki verður stundum fótaskortur.

Joe Borg, heiðursframkvæmdastjórinn sem enginn hefur heyrt minnst á og Össur, eiga eftir að veita LÍÚ, hinu illa bandalagi skrilljónamæringa sem vilja eiga Ísland útaf fyrir sig, banahöggið, og hið sanna á eftir að koma í ljós.

Hilmar (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 14:19

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það kemur ekki á óvart að þessi könnun MMR sýnir bara enn á ný að fylgið við ESB aðild er sáralítið og andstaðan við ESB aðild er gríðarlega sterk og stöðug.

Alltaf er Ásmundur samt eins, neitar alltaf að trúa þegar staðreyndirnar henta honum ekki.

Nú afneitar hann og gerir lítið úr þessari faglega unnu skoðanakönnun MMR.

Eins og fram kemur á heimasíðu MMR þá var þessi könnun unnin af spurningavagni þeirra og var mjög faglega unnin og niðurstöðurnar alveg skýrar og ótvíræðar, sama hvernig á málin er litið.

Þáttaka var mjög mikil og svarhlutfall hátt eða 86%.

Af þeim sem að náðist í og svöruðu voru fáir eða aðeins 12,5% sem voru hlutlausir eða töldu sig ekki geta svarað.

Þessi könnun MMR sýnir því enn á ný eins og reyndar allar aðrar kannanir hafa sýnt að ESB aðild nýtur sáralítils fylgis meðal þjóðarinnar og andstaðan við ESB aðild er gríðarlega sterk og virðist alveg stöðug eða lítið eitt vaxandi.

En alveg sama hvað þá trúir Ásmundur ESB sinni ekki einni einustu könnun og reynir alltaf að gera þær tortryggilegar !

Gunnlaugur I., 17.2.2013 kl. 14:48

4 identicon

Ef reiknað er út hlutfall þeirra sem eru andsnúnir ESB út frá þeim sem tóku afstöðu miðað við alla spurða, þá eru 57,2% af öllum í úttakinu andsnúnir ESB.

Þetta fæst þegar reiknað er með svarhlutfallinu 86% en ekki 50% sem Ásmundur vill að svarhlutfallið sé.

Heyrðu, Ásmundur: Hvað þýðir ÁÁ? Ásmundur Ásmundarson? Þóttist pabbi þinn líka heita Ásmundur?

Pétur (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 18:39

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hverjir eru brennumenn?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.2.2013 kl. 19:18

6 identicon

Það er allt of seint fyrir VG að bjarga sér út úr þessu brennandi húsi, því að VG stendur sjálft í ljósum logum. Að Katrín Jakobs og stuðningsmenn hennar halda að með enn einum ESB-sinnanum í forystu flokksins muni bjarga einhverju sýnir betur en nokkuð annað að þingflokkur VG sér ekki skóginn fyrir trjánum og á sér enga sjálfbæra stefnu, hvorki í efnahags-, utanríkis- né félags- og heilbrigðismálum. Sem fer að skipta ekki neinu máli úr þessu, því að flokkurinn mun aldrei framar komast í ríkisstjórn.

Pétur (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 19:49

7 identicon

Að setja Katrínu yfir VG, með Björn Val sem varaformann, er sem sagt hugmynd flokkseigandafélagsins um endurreisn.

Þetta er eins og að skipa flokknum slitastjórn. 

Seiken (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 20:15

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er þá augljóslega svokölluð ,,vinstri" vakt gegn ESB sem eru brennumenn í bandalagi við öfgahægri rugludalla.

það er nú ekki kræsilegt að samsama sig þeim mönnum er MESTA NÍÐINGSVERK HAFA UNNIÐ Í ALLRI ÍSLANDSSÖGUNNI!

Þeim brennumönnum. Er brendu inni spekinginn Njál og vitmanninn og konu hans Bergþóru og syni þeirra alla. Hina miklu garpa þá Grím, Héðinn og Helga.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.2.2013 kl. 20:23

9 identicon

Pétur hvernig færðu út 86% sem svarhlutfall? Það er hvergi talað um svarhlutfall né fjölda aðspurðra. Hins vegar er talað um að 86.1% hafi tekið afstöðu í könnuninni.

Það ekki það sama vegna þess að yfirleitt er ákveðin prósenta þeirra sem svara sem tekur ekki afstöðu.

50-60% svarhlutfall sem ég reiknaði með er svarhlutfallið í síðustu könnun Capacent.

Ef MMR á við að 86% sé svarhlutfallið þá er það allt of mikið frávik frá könnunum Capacent til að hægt sé að taka mark á því.

Reyndar sýna kannanir MMR alltaf mun minna fylgi við aðild en kannanir Capacent.

Kannanir um samning sem liggur ekki fyrir eru heldur ekki marktækar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 20:29

10 Smámynd: Gunnlaugur I.

"Hverjir eru brennumenn" ? Spyr Ómar Bjarki.

Sjálfur maðurinn sem barist hefur um á hæl og hnakka fyrir því að þjóðin yrði látin borga ICESAVE pakkann upp í topp með vöxtum, vaxtavöxtum og helst refsingum líka.

Ómar Bjarki og aðrir ICESAVE borgunarmenn eru sannkallaðir brennumenn Íslands, þeir eru í umsátrinu um sjálfsstæði og fullveldi þjóðarinnar, sem þeir vilja feigt og með öllum ráðum koma undir Brussel valdið.

Ef þjóðin hefði farið að leiðsögn þessara umsátursmanna og látið pína sig til að taka á sig ICESAVE klafann með vöxtum og vaxtavöxtum, þá hefði efnahagslegt sjálfsstæði þjóðarinnar brunnið út.

Það vill einhvern þannig til og er líklega ekki tilviljun að allir hörðustu ICESAVE borgunarmennirnir eins og Ómar Bjarki eru eimitt líka þeir sömu sem segja að þjóðin verði og eigi að ganga í ESB !

Sem betur fer þá trúði meirihluti þjóðarinnar ekki þeim umsátursmönnum í ICESAVE málinu og því tókst að hrinda umsátrinu og stöðva þau landráð. Enda kom það líka í ljós að þeir höfðu haft algerlega rangt fyrir sér á öllum sviðum, alls staðar og allan tímann.

Sama mun verða upp á teningnum í ESB málinu, þjóðin mun hrinda umsátrinu og stöðva þetta feigðarflan. Fyrr en seinna mun það einnig sannast að þar höfðu þessir sömu brennumenn líka algerlega rangt fyrir sér, flestir líklega vísvitandi.

Gunnlaugur I., 17.2.2013 kl. 21:03

11 identicon

Gunnlaugur upplýsir í #3:

"Þáttaka var mjög mikil og svarhlutfall hátt eða 86%."

Pétur (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 21:16

12 identicon

Líturðu á Gunnlaug sem trausta heimild eða trúverðugan úrskurðaraðila í þessu máli?

Skv MMR var þetta hlutfall þeirra sem tóku afstöðu. Þeir sem taka afstöðu eru annaðhvort með eða á móti aðild.

Annars eru greinileg hugtakabrengl í könnuninni svo að ég þvertek ekki fyrir að þetta geti verið rétt túlkun á röngu orðavali.

Kannanir um eitthvað sem enginn veit en verður ljóst áður en þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram eru ekki marktækar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 21:41

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Gunnlaugur, ekki munu mega orð þín því að þú ert annaðhvort hornkerling eða púta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.2.2013 kl. 21:46

14 identicon

Háværi minnihlutinn tapar öllum sínum orrustum. Icesave, Forsetakosningum og Esb líka...

GB (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 21:50

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Reynt mun slíkt verða, hver grjóti hleður að höfði öðrum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.2.2013 kl. 22:12

16 Smámynd: Elle_

Talandi um grjót í höfði.

Elle_, 17.2.2013 kl. 23:01

17 identicon

Hér segir greinarhöfundur hlutina umbúðalaus, og mun ekki af veita. – Það er með ólíkindum að forysta VG skuli, fyrir landsfund flokksins um næstu helgi, hafa sent frá sér ályktunardrög varðandi ESB þar sem ekki er vikið einu orði að yfirstandandi aðildarviðræðum en látið nægja að endurtaka með almennum orðum margyfirlýsta stefnu flokksins gegn aðild. – Var nokkur að tala um veruleikafirringu?

Það eina sem gæti forðað frekara fylgishruni flokksins í komandi kosningum er að landsfundurinn taki á málinu á þann hátt sem höfundur bendir á í niðurlagi greinar sinnar:

„Landsfundur VG verður að ganga hreint til verks að þessu sinni og segja landsmönnum afdráttarlaust að flokkurinn hafi afskrifað aðildarumsóknina.“

Gunnar Guttormsson (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 23:27

18 Smámynd: Gunnlaugur I.

Tek undir með greinarhöfundi að auðvitað væri eina leið VG að segja það skýrt og skorinort á sínum landsfundi að þau hafi loksins afskrifað ESB umsóknina og biðja um leið stuðningsfólk sitt og þjóðina afsökunar á að hafa leitt þennan ófögnuð yfir þjóðina.

En það verður auðvitað ekki. Enn ein ESB moðsuðan verður þarna borin á borð.

Ekki það að það breyti einu eða neinu hvað flokksforystan segir eða gerir úr þessu.

VG hefur fyrir löngu misst allan trúverðugleika og ekkert annað en afhroð býður þeirra.

Ef þeir þurkast ekki alveg út af þingi í næstu kosningum þá býður þeirra ekkert annað en eyðimerkurganga þar sem þeir verða lítill og áhrifalaus örflokkur vinstri sérvitringa.

......"hefnist þeim er svíkur sína huldumey........ honum verður erfiður dauðinn" !

Gunnlaugur I., 17.2.2013 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband