Vinnumarkaður evrusvæðisins fær falleinkunn og með evru yrði dregið úr kostum vinnumarkaðar á Íslandi

Það er tvennt sem er athyglisvert við niðurstöður nýlegrar gjaldmiðlaskýrslu Seðlabanka Íslands um vinnumarkaðsmál. Annars vegar segir í skýrslunni að vinnumarkaður evrusvæðisins sé mjög ósveigjanlegur og að þau fyrirheit um úrbætur sem boðuð voru með evrunni hafi að engu orðið. Hins vegar segir að vinnumarkaður á Ísland búi við ýmis jákvæð skilyrði og að hætta yrði á að þau myndu versna þannig að við gætum lent í svipaðri aðstöðu og Grikkir og Spánverjar ef við tækjum upp evru.

Eða eins og segir í skýrslunni í lok 14. kafla um sveigjanleika og stofnanaumhverfi vinnumarkaðar á blaðsíðu 361:

Að öllu samanteknu virðist sveigjanleikinn á íslenskum vinnumarkaði allnokkur í samanburði við önnur lönd stærra myntbandalags. Fyrirtæki hafa t.d. svigrúm til að bregðast fljótt við áföllum með breyttum vinnutíma, breyttu starfshlutfalli eða uppsögnum. Breytingar í atvinnuþátttöku og fólksflutningar hjálpa einnig til við aðlögun þjóðarbúsins eftir efnahagsskelli. Nafnlaun virðast hins vegar nokkuð tregbreytanleg niður á við, sem bendir til þess að erfitt gæti orðið að laga þjóðarbúskapinn að nýjum aðstæðum eftir stór efnahagsáföll með því að lækka almennt kostnaðarstig í landinu. Að sama skapi hefur launakostnaður kerfisbundið hækkað meira en sem nemur framleiðniaukningu vinnuaflsins en á móti hefur gengi krónunnar lækkað til að viðhalda samkeppnisstöðu atvinnuveganna. Innan myntbandalags er sá kostur ekki lengur fyrir hendi. Því myndi myntbandalagsaðild kalla á breytingar á ákvörðunum um nafnlaun hér á landi eigi samkeppnisstaða þjóðarbúsins ekki smám saman að veikjast sem gæti endað með alvarlegum vanda svipuðum þeim sem sum ríki á evrusvæðinu glíma nú við.

 Reynslan af evrusvæðinu sýnir að ekki er tryggt að myntbandalagsaðild knýi sjálfkrafa á um umbætur á vinnumarkaði. Vinnumarkaðir evrusvæðisins voru töluvert ósveigjanlegir fyrir stofnun myntbandalagsins og litlar breytingar hafa verið gerðar eftir að myntbandalagið tók til starfa, þótt sveigjanleiki hafi að einhverju leyti verið aukinn í sumum ríkjum með tvískiptingu vinnumarkaðar þar sem hluti hans nýtur lakari kjara og minni uppsagnarverndar. Nafnlaun á evrusvæðinu eru enn mjög ósveigjanleg og mismunur í þróun launakostnaðar milli evruríkja hefur jafnvel aukist eftir aðild. Fólksflutningar innan evrusvæðisins eru tiltölulega litlir og töluvert minni en t.d. innan Bandaríkjanna. Þessir fólksflutningar virðast ekki hafa aukist þrátt fyrir samninginn um frjálst flæði vinnuafls (samninginn um Evrópska efnahagssvæðið) og Schengen-samninginn, sem áttu að auðvelda hreyfanleika vinnuafls. Aðlögun á vinnumarkaði hefur því í auknum mæli þurft að eiga sér stað í gegnum sveiflur í atvinnu og atvinnuleysi með tilheyrandi efnahags- og félagslegum vandamálum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kemur hvergi fram í skýrslu seðlabankans að vinnumarkaður evrusvæðisins fái falleinkunn. Þetta er aðeins hlutdræg túlkun Vinstrivaktarinnar.

Sannleikurinn er sá að það sem Vinstrivaktin kallar "kosti vinnumarkaðar á Íslandi" er getan til að rýra lífskjör almennings með gengisfellingum og gera um leið auðmönnum kleift að hagnast á gengismuninum.

Það er því nær lagi að kalla þetta galla vinnumarkaðarins á Íslandi enda er afleiðingin mikil verðbólga og skortur á nauðsynlegum stöðugleika. Eins og kemur fram í skýrslu seðlabankans er krónan meira sveifluaukandi en sveiflujafnandi.

Með upptöku evru taka við vandaðri og réttlátari hagstjórnartæki en gengislækkanir. Flestum evruþjóðum hefur gengið vel að lifa við þær. Aðeins skussarnir eru í vanda.

Ásmundur (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 18:17

2 identicon

Æ.. hvað það er hjartnæmt Ómar Ásmundur, hversu mikla umhyggju þú berð fyrir "almenningi" gegn "auðmönnum".

Það gefur mér þá trú, að þú berjist gegn því að ruslatunnum verði læst, eftir að við höfum tekið upp evru, þannig að tryggður verði stöðugleiki í fæðuöflun almennings.

Annars ætti það að verða þér umhugsunarefni, að þú og "auðmennirnir" eruð hjartanlega sammála um evruna og ESB.

Auðmennirnir hérna vilja nefnilega líka geta flutt inn ódýrt vinnuafl í skjóli ESB.

Annars er það svolítið merkilegt, að það eru bara aumennirnir í Samfylkingu sem vilja geta boðið niður kjör almennings.

Hilmar (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 19:13

3 Smámynd: Þorsteinn V Sigurðsson

Allir þeir sem eitthvað hugsa málið vita að við öllum erfiðum aðstæðum þarf að bregðast, samanber það sem við höfum gert hér á Íslandi þ.e. fellt gengi krónunnar og búið þ.a.l. við verðbólgu, að vísu mismikla en ávallt of mikla.

Þessi verðbólguþáttur kemur síðan beint niður á rekstri bæði heimila og fyrirtækja.

Það sem mér finnst merkilegt og kemur fram í texta skýrslunnar hér að ofan er eftirfarandi:

Að sama skapi hefur launakostnaður kerfisbundið hækkað meira en sem nemur framleiðniaukningu vinnuaflsins en á móti hefur gengi krónunnar lækkað til að viðhalda samkeppnisstöðu atvinnuveganna.

Þetta er nokkuð sem við Íslendingar verðum að horfast í augu við og viðurkenna að framleiðni okkar er engan veginn að standast samanburð við nágrannalöndin, hver ástæðan er ætla ég ekki að segja til um, en vandinn er til staðar og hann er stór.

Þorsteinn V Sigurðsson, 10.10.2012 kl. 21:13

4 Smámynd: Elle_

Og OK, svo við horfumst í augu við það.  Meðan við erum fullvalda ríki. Punktur.

Elle_, 10.10.2012 kl. 21:55

5 Smámynd: Þorsteinn V Sigurðsson

Vandamálið er alveg jafnstórt hvort sem við erum fullvalda ríki eða ekki, mér finnst það ekki skipta höfuðmáli, það sem mér finnst skipta máli er sú staðreynd að til að lifa af sem þjóð þá þurfum við að framleiða vöru eða þjónustu sem þarf síðan að selja og meðan framleiðnin er ekki betri en þetta og í ofanálag flestar okkar vörur tollaðar inn til Evrópu að einhverju marki þá hlýtur að vera mikilvægt fyrir okkur sem þjóð að komast að með ótollaðar vörur  sem ætti þá að vera auðveldara að selja þar sem á endanum þær eru ódýarari til neytenda.

Frekar augljóst mál að mínu mati.

Þorsteinn V Sigurðsson, 10.10.2012 kl. 22:42

6 identicon

Efnahagsböl Íslendinga felst að miklu leyti í gjaldmiðlinum.

Þegar gengi hans hækkar td vegna stóriðju- eða virkjanaframkvæmda verður til efnahagsbóla vegna mikils innstreymis erlends gjaldeyris.

Afleiðing hennar er lántaka úr hófi fram og mikill innflutningur vegna hagstæðs gengis krónunnar. Hagstætt gengi fyrir innflutning er óhagstætt gengi fyrir útflutning sem þess vegna á í vök að verjast.

Efnahagsbólur springa alltaf að lokum enda getur engin þjóð búið við það til lengdar að innflutningur aukist á sama tíma og útflutningur minnkar. Augljóslega er þá verið að lifa um efni fram. Það kemur að skuldadögunum.

Þessi óstöðugleiki gerir flest íslensk fyrirtæki ósamkeppnishæf erlendis. Útilokað er að byggja upp markaði. Þó að vel gangi í dag verður allt annað upp á teningnum innan tíðar vegna óhagstæðs gengis.

Í grófum dráttum má segja að íslensk útflutningsfyrirtæki hafi tvo kosti: Að halda að sér höndum, búast við hinu versta og vera alltaf smá í sniðum, eða að láta slag standa og verða að lokum gjaldþrota. 

Með upptöku evru stækkar mögulegur markaður flestra íslenskra fyrirtækja úr 320,000 manns í nokkur hundruð milljónir. Hann meira en þúsundfaldast.

Þá er ég aðeins að tala um þjóðir með sama gjaldmiðil og við. Viðskipti við þær hafa ekki í för með sér neina gengisáhættu sem er sérstaklega mikil með krónu. 

Leiðin til að ná sömu landsframleiðslu og aðrar norðurlandaþjóðir og greiða niður skuldir svo að við getum náð sömu lífskjörum er því ESB-aðild og upptaka evru.

Við erum lánsöm að geta gengið í ESB. Það væri meiriháttar aulaháttur að láta það tækifæri sér úr greipum ganga.

Ásmundur (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 08:36

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Væri þessi fjandans umsókn í Esb ekki hangandi yfir okkur,hefðu við getað eflt viðskipti við aðra markaði,gengið hugsanlega í NAFTA. Evropa er smá bútur af heiminum.

Helga Kristjánsdóttir, 11.10.2012 kl. 09:12

8 identicon

Helga, það er ekki hægt að efla viðskipti við neina markaði meðan krónan er gjaldmiðillinn. Það sem er góður díll í dag getur orðið afleitur díll fyrr en varir.

Til að komast hjá þessum sveiflum þurfum við sama gjaldmiðil og helstu viðskiptalönd okkar. Hann fáum við með inngöngu í ESB og upptölu evru.

Við erum hluti af Evrópu og getum því gengið í ESB. Þar eru rætur okkar og þangað er styst að sækja. Hvernig dettur þér í hug að Ísland gangi í NAFTA sem er samband Norður-Ameríkuríkja?

Hvað fæst með inngöngu í NAFTA sem er meira virði en ESB-aðild? 

Ásmundur (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 09:54

9 identicon

Eini gallinn hjá þér, Ásmundur, er að þú hefur opinberað eigin geðheilsu, sem er augljóslega mjög sjúk, þannig að það tekur enginn mark á þér lengur.

Það breytir engu hversu oft þú afneitar þessu sjálfur, við hin erum ekki heilaþvegin þráhyggju sturluð eins og þú.

Sorry, truth hurts, bitch.

Farðu nú að drífa þig til geðlæknis áður en það verður of seint.

palli (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 11:11

10 identicon

Já, ég gleymdi auðvitað að minnast á þína opinberun um vitsmunina.

"evruríkin lenda aldrei í skorti á peningum, þau prenta bara meira"

Hahahaha...  og svo heldurðu að fólk líti ekki á þig sem fáráðlinginn sem þú ert.

Hahaha... þvílíkur fábjáni!!!

palli (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband