Hæpið að framlengja dauðastríð evrunnar, segir Nouriel Roubini

Ef upplausn evrusvæðisins er talin óhjákvæmileg fylgir því miklu meiri kostnaður að slá öllu á frest, segir Nouriel Roubini, sá sem heimsfrægð hlaut þegar hann sagði fyrir um fjármálakreppuna árið 2008 þegar fjármálakerfi Íslendinga hrundi.

 

Seðlabanki ESB hefur nú ákveðið að hefja kaup á ríkisbréfum nauðstaddra ríkja á evrusvæðinu með því skilyrði að þau óski formlega eftir hjálp og fallist á þau ströngu skilyrði sem björgunaraðgerðum fylgir. Fram að þessu hafa Spánverjar harðneitað að ganga svo langt og krefjast vægari meðferðar. Fjármálaráðherra Spánar lýsti því yfir s.l. fimmtudag að evran stæði eða félli með Spáni og vildi þannig þrýsta enn frekar á að Spánverjar yrðu ekki meðhöndlaðir eins og Grikkir heldur fengju sérmeðferð.

 

Margir telja að tilboð Seðlabanka ESB um kaup á ríkisskuldabréfum muni einungis verða til að fresta vandanum. Jeremy Warner hjá stórblaðinu The Telegraph telur að þessi umdeilda björgunartilraun ESB sé einungis „baunabyssuskot út í loftið“. Nouriel Roubini, sá sem sagði fyrir um kreppuna árið 2008, skrifaði fyrir skömmu:

 

„Ef evrusvæðið leystist nú upp yrði það afar kostnaðarsamt og myndi útheimta að efnt yrði til alþjóðlegrar skuldaráðstefnu, þar sem greint yrði á milli þeirra skulda sem minna máli skipta og hinna sem mestu skipta. En gerist það fljótlega gæti það orðið til þess að ESB og hinn sameiginlegi markaður þess lifði af“.

 

„Misheppnuð tilraun til að komast hjá upplausn evrusvæðisins, sem stæði í eitt eða tvö ár og fæli í sér að sóað væri milljón milljónum evra (trillions of euros) í enn frekari björgunaraðgerðir, myndi hafa í för með sér óskipuleg endalok og meðal annars þær afleiðingar að sameiginlegi markaðurinn yrði eyðilagður vegna þess að gripið yrði til haftastefnu í stórum stíl.

 

Ef upplausn evrusvæðisins er talin óhjákvæmileg fylgir því miklu meiri kostnaður að slá öllu á frest. Engu að síður virðist pólitísk óeining á evrusvæðinu koma í veg fyrir að menn velti fyrir sér upplausn evrunnar fyrst um sinn.“

 

Roubini sagði fyrir nokkrum dögum á alþjóðlegri ráðstefnu um efnahagsmál við Comovatn á vegum Ambrosetti Forum: „Aðgerðir Seðlabanka Evrópu breyta engu. Evrukreppan stendur enn yfir“. „Ef Evrópuríkin stöðva ekki samdráttarþróunina og gefa fólkinu í jaðarríkjunum einhverja von- ekki á næstu fimm árum heldur á næstu 12 mánuðum- verður hið pólitíska bakslag yfirþyrmandi, með verkföllum, óeirðum og falli veikra ríkisstjórna.“

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það er ekkert dauðastríð evrunnar í gangi. Aftur á móti dregst dauðastríð íslensku krónunar áfram og mun vara allt að áratug í viðbót.

Þökk sé andstæðingum ESB á Íslandi. Þeim er svo sem sama. Þar sem þeir senda reikninginn til almennings á Íslandi.

Jón Frímann Jónsson, 8.9.2012 kl. 13:55

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jón Frímann,skynsemi andstæðinga Evrunnar,bjarga okkur frá þrælahaldi ofur esbesins,samviskan liggur ekki þungt á þeim þótt deyði endanlega draumsýn þína,en ég get vel fundið til með þer að hanga svona á þessum órum.

Helga Kristjánsdóttir, 8.9.2012 kl. 14:12

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Helga, Hérna í Evrópusambandinu kannast enginn við þær fullyrðingar sem þú setur fram hérna.

Jón Frímann Jónsson, 8.9.2012 kl. 14:21

4 identicon

......enda lætur Helga ekki að sannleikann flækjast fyrir sér frekar en flestir aðrir andstæðingar aðildar. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 14:42

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Hinn mikli ESB/EVRU sérfræðingur Jón Frímann. Heldur hér enn og aftur áfram við að afneita EVRU krýsunni og því dauðastríði sem hún er í og leiðtogar ESB og EVRUNNAR hafa viðurkennt fyrir löngu og haldið tugi neyðarfunda. Kallað til Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn. Stofnað trilljónir Evru neyðarsjóði og skuldsett almenning EVRU landana fyrir öllum subbuskapnum. Helstu leiðtogar heimsins og alþjóðlegra fjármálastofnana segja að EVRU kreppann sé mestqa ógnin sem steðji að efnahag alls heimsins.

Vandinn er ekki bara EVRAN og skuldakreppann, heldur er vandinn líka pólitískt og félagslegs eðlis, þ.e. óeining og tortryggni sem gætir milli aðildarþjóðanna og hið gríðalega langvarandi og vaxandi atvinnuleysi sem ýtir undir fátækt félagslega firrringu og óánægju fólks.

Fyrrverandi forsætisráðherra Spánar Jose Maria Aznar sagði á alþjóðlegri fjármálaráðstefnu nú fyrir helgina.

"Að evrukreppan hefði eitrað öll samskipti ESB/EVRU þjóðana og að nú byggju þjóðir ESB við það að eitt ríki, ein þjóð réði öllu, þ.e. Þýskaland. Þetta er í fyrsta sinn frá lokum Síðari heimsstyrjaldarinnar sem að við stöndum andspænis slíkri stöðu"

Sagði Spænski forsætisráðherrann fyrrverandi.

Svo segir Jón Frímann þessi að allt sé í "goody" enginn sé kreppan, þó allir sem að þessum máli koma sjá og vita að kreppan er og hún er ekkert að fara. Sífelldar neyðaraðgerðir í gangi.

Lifðu bara í þessari afneitun og glópsku þinni Jón Frímann. Því að hún er bara hlægileg og hjálpar okkur ESB andstæðingum heilmikið í bara´ttunni gegn ESB þ.e. að geta bent á hversu ruglaður og rangur málflutningur sumra æstustu ESB/EVRU sinna eins og þinn er.

Gunnlaugur I., 8.9.2012 kl. 14:50

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I, Ég sagði aldrei að það væri ekki kreppa í Evrópu. Fullyrðing þín um að ég hafi sagt slíkt er ekkert nema þinn eigin lygi í minn garð. Þetta er bara ein af mörgum lygum þínum í minn garð á undanförnum mánuðum og árum.

Skuldakreppan hefur ekkert með evruna að gera. Þannig er það bara og hefur alltaf verið þannig.

Aftur á móti er staðan þessi hérna innan Evrópusambandsins. Víst að þú vilt endilega tala um það. Það er efnahagskreppa í gangi, en staðan fer hratt batnandi núna í dag. Þó svo að sveiflur eigi sér stað eins og eðlilegt er.

EU27 current account surplus 4.6 bn euro (annar hluti ársins 2012)

Þannig að það er engin gjaldeyriskreppa með evruna og sem gjaldmiðill þá er evran ekki að fara neitt.

Alveg þvert á heimsendaspánar sem ESB andstæðingar koma með hérna alla daga ársins.

Jón Frímann Jónsson, 8.9.2012 kl. 15:56

7 Smámynd: Gunnlaugur I.

Jón Frímann í einfeldni þinni og blindri ofurtrú þinni á ESB og EVRUNA þá rétt svo viðurkennir þú bara einhverja smávægilega "skuldakreppu" í Evrópusambandinu. Reyndar sögðu Össur Skarpi og helstu ESB/EVRU sinnar landsins það fyrir hálfu ári síðan að hú værileyst og búinn, basta ! Vissulega er djúp og langvinn skuldakreppa innan Evrópusambandsins og hún stendur enn og er ekkert að fara. En samhliða skuldakreppunni og ofan á það bætist líka stór alvarleg gjaldmiðilskreppa vegna stórgallaðs og illa hannaðs gjaldmiðils.

Þess vegna tala nú sífellt fleiri líka um EVRU kreppuna í Evrópu.

Það orð þolir þú ekki að leggja þér í munn.

En það þarf ekki bara einhverja vonda ESB andstæðinga eins og mig til þess að segja svo, því að meira að segja helstu forsvarsmenn ESB ríkjanna og sjálfs Evrópusambandsins og margir virrtustu hagfræðingar heims tala nú fullum hálsi um "EVRU KREPPUNA" - sem helstu ógninni við stöðugleika og efnahagshorfur alls heimsins !

Það þarf því ekki að ljúga neinu upp á þig og þína blindu og forstokkuðu ESB/EVRU hjátrú !

Þú verður bara áfram sjálfum þér og ofstopafullum málsstað þínum til æ meiri skammar.

Blessaður halltu því bara áfram að skammast út í mig og aðra ESB/EVRU andstæðinga og kalla okkur "fasista" og "vitleysinga" og öðrum ljótum nöfnum eins og þú hefur marg oft gert, því það virkar nefnilega alveg öfugt fyrir þig og þinn auma málsstað

Gunnlaugur I., 8.9.2012 kl. 17:39

8 identicon

Mjög athyglisverð þessi gögn Eurostat sem Jón Frímann er með hlekk á í #6.

Þar koma fram miklar efnahagslegar framfarir í ESB á öðrum ársfjórðungi 2012 í samanburði við  annan ársfjórðung 2011. Þetta á bæði við um evrusvæðið og ESB að öðru leyti.

Í svona samanburði verður að bera saman sama hluta ársins vegna árstíðabundinna sveiflna. Það verður spennandi að sjá sambærilegan samanburð fyrir þriðja ársfjórðung.

Eins og venjulega lokar Gunnlaugur augunum fyrir staðreyndum og lætur óskhyggjuna teyma sig i ógöngur.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 18:00

9 Smámynd: Elle_

HIGH FIVE, Gunnlaugur.  Við andstæðinga-fasistarnir og vitleysingarnir verðum enn um sinn víst að hlusta á Brusseldýrkendur blekkja og falsa og valta yfir lýðræðið.  Við lifum.  Þeirra falski málstaður er löngu orðinn of gegnglær. 

Elle_, 8.9.2012 kl. 18:26

10 Smámynd: Gunnlaugur I.

Takk fyrir Elle.

En við getum þó fagnað því að Bruxsel dýrkendunum fækkar nú stöðugt og svona fyrirbæri eins og Jón Frímann og hinn forritaði "Ásmundur" eru að verða svona "einstök afneitunar ofstopa fyrirbæri" í massívri afneitun á staðreyndir og þó mest á sannleikann!

Sunir af mínum bestu vinum og kunningjum sem eitt sinn voru frekar hallir undir ESB innlimun eru nú fyrir löngu langflestir algerlega gengnir af ESB trúnni.

En örfáir segja þó svona afsakandi þegar ESB berst í tal, "auðvitað vitum við það öll að þjóðin er alls ekkert á leiðinni inn í þetta ESB"

En vilja svo helst bara ræða eitthvað allt annað, eins og t.d veðrið eða laxveiðar !

En fyrirbærin Jón Frímann og Ásmundur þessi eru engum öðrum fyrirbærum líkir !

Kannski að þeir félagar opni sérstakar bloggsíður um veður og laxveiðar þegar þjóðin verður endanlega búin að koma þessari ESB umsókn fyrir kattarnef með einum eða öðrum hætti !

Gunnlaugur I., 8.9.2012 kl. 19:00

11 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það er áhugaverð staðreynd með málflutning Gunnars, Elle og Evrópuvaktarinnar (Björn og Styrmir) auk Vinstri Vaktarinnar gegn ESB að enginn af þessum aðilum hefur sýnt fram á gögn til þess að styðja þær fullyrðingar sem þeir setja fram um Evrópusambandið.

Það er ekki nóg að vitna í orð Seðlabankastjóra ECB og rangtúlka þau síðan eftir hentugleika til þess að styðja við þann áróður sem er verið að nota þá stundina.

Ég vísa alltaf í gögnin þegar ég finn þau, sem er alveg blússandi 99,98% tilvika hjá mér.

Þess má ennfremur geta að stýrivextir á evrusvæðinu eru 0,75%, verðbólgan er í kringum 2,6% núna um þessar mundir.  Á Íslandi eru stýrivextir hinsvegar 5,75% og verðbólgan er 4,1% og litlar líkur á því að verðbólgan eða stýrivextir lækki á næstunni. Eins og kemur vel fram á þessari vefsíður sem er með tölulegum upplýsingum um stöðu mála á Íslandi núna í dag.

Á meðan andstæðingar ESB á Íslandi geta ekki komið með haldbær gögn máli sínu til stuðnings. Þá er þetta bara kjaftavaðall hjá þeim og ekkert annað. Ég tek ekki mark á kjaftavaðali eins og þeim sem ESB andstæðingar nota.

Jón Frímann Jónsson, 8.9.2012 kl. 20:06

12 identicon

Gunnlaugur, hvers vegna kemurðu hér fram fullur örvæntingar ef stuðningur við ESB-aðild er hvort sem er sama og enginn?

Örvænting þín og afneitun sýna að þú ert logandi hræddur um að Íslendingar samþykki aðild þegar samningur liggur fyrir. Svo mikið virðist í húfi að þú vilt taka af þjóðinni loforð ríkisstjórnarinnar um að hún fái að kjósa þegar ljóst er hvað verður í boði.

Þetta er sérkennilegt í ljósi þess að mörg undanfarin ár hefur þú hvergi viljað búa nema í ESB-landi. Þú þekkir kosti þess. Samt sem áður ertu tilbúinn til að gera allt sem í þínu valdi stendur til að koma í veg fyrir að Íslendingar búsettir á Íslandi fái að njóta þessara kosta.

Hvað veldur? Græðirðu persónulega á því að Íslendingar standi utan ESB? Eða hvaða önnur ástæða er fyrir því að þú vilt fyrir alla muni koma í veg fyrir að Íslendingar njóti þess sem þú hefur sóst eftir að njóta í mörg ár?

Ásmundur (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 22:17

13 identicon

Allir meðalgreindir menn hafa fattað að evran er dauð.

Þeir sem ekki hafa fattað það, eru tveir vitleysingar sem heiðra þessa síðu með reglulegum heimsóknum.

Annar þeirra er andlegur öryrki sem aldrei hefur unnið, og veit ekki hvað það er. Hinn er andleg eyðimörk með greind á við rúsínu.

Það segir náttúrulega allt um evruna, að þetta skuli vera einu meðmælendurnir.

Hilmar (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 22:26

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ásmundur/Jón Frímann, sannleikurinn er einmitt sagna bestur mundu það og endilega haltu þér við hann. Þess vegna bar hennar háæruverðugu Jóhönnustjórn að leita álits allrar þjóðarinnar,er hún hugðist sækja um aðild að Esb,og segja allan sannleikann um apparatið. Var það gert? Var komið hreint fram í Icesave? Já þarna hnaut eg um ósannindi,sem eru ykkar sannleikur sem flækjast óvæginn fyrir mér og hafa andstæðingar og samherjar átt fullt í fangi með að reka oní ykkur.

Helga Kristjánsdóttir, 8.9.2012 kl. 22:36

15 identicon

Ég held að hvergi í netheimum sé umræðan á jafnlágu plani og hér á Vinstrivaktinni, jafnvel þó að palli og Hilmar væru undanskildir.

Það lítur helst út fyrir að málstaður andstæðinga aðildar sé svo slæmur að það sé ekki hægt að verja hann. Það er því ekki um annað að ræða en að gefast upp eða stunda lygar og blekkingar.

Jafvel tölulegar staðreyndir frá traustum aðilum á netinu eins og Eurostat eru hunsaðar og einfaldlega látið eins og þær séu ekki til eða séu rangar. Þannig er reynt að höfða til hálfvita. Aðrir sjá í gegnum ósköpin.

Æ fleiri átta sig á að það hlýtur að vera lélegur málstaður sem skrifum af þessu tagi er ætlað að verja.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 22:57

16 identicon

Helga, óskaplegt bull er þetta í þér. Þú ásakar menn um lygar en minnist ekki einu orði á í hverju þær eru fólgnar. Þetta er á lægsta plani hjá þér.

Allur sannleikurinn um ESB verður ekki ljós fyrr en samningur liggur fyrir. Einmitt þess vegna er fráleitt að kjósa fyrr en þar að kemur.

Eins og í öllum öðrum ESB-löndum var það þingið sem kaus um aðildarumsóknina. Það er ekkert við Jóhönnu að sakast í þeim efnum.

Það hefur verið komið mjög hreint fram í ESB-málinu af hálfu stjórnvalda. Vandamálið er hins vegar mikill blekkingaráróður ykkar andstæðinga aðildar.

Það var einnig komið mjög hreint fram í Icesave. En þjóðin kaus að hlusta ekki og hafnaði því góðum samningi og tók þá áhættu að þurfa að greiða margfalt meira. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 23:19

17 Smámynd: Elle_

Lygalaupurinn enn að tala um hvað ´verði í boði´ og ´samning´, undir pistli eftir pistil í Vinstrivaktinni kemur sama lygin.  Hann heldur víst að ef hann endurtaki það nógu oft fari fólk að trúa. 

Hann veit um lygina.  Hann veit það er ekkert ´í boði´ og enginn ´samningur´ verður nema sáttmáli um yfirtöku Brussel yfir landinu.  100 þúsund blaðsíður af erlendum lögum.  Lögum æðri lögum sambandsríkjanna. 

Og enn talar hann um góðan ´samning´ í kúguninni ICESAVE.  Hann er jafn ógeðfelldur og Jóhanna og Steingrímur og þeirra leppalið.

Helga, ´Ásmundur´er ekki Jón Frímann.  Munurinn er að ´Ásmundur´ er hættulegur lygalaupur sem vinnur fyrir Brussel og Samfylkinguna við að eyðileggja fullveldi landsins.  Jón Frímann hinsvegar veit ekkert hvað er í gangi.

Elle_, 8.9.2012 kl. 23:49

18 identicon

Andlegi öryrkinn og andlega eyðimörkin eru krabbamein netspjallsins. Erlendis hafa menn áhyggjur af því að svona vitleysingar séu að gera út um eðlilega umræðu, með innihaldslausu og heimskulegu spammi.

Elle, lyga-Mundi er ekki hættulegur. Það er ekkert mark tekið á svona fígúrum. Enda er ekki lengur nokkur heilbrigður maður sem leggur nafn sitt við upptöku evru.

Fólk eins og Stefán Ólafs og Egill Helga hafa alfarið hætt umræðu um evru og snúið sér að því að níða niður pólitíska andstæðinga. Aðrir Samspilltir þegja meira og minna.

Býst við því að Samspilltum þyki það óþægilegt að lesa andlegu eyðimörkina og andlega öryrkjann, sem gera lítið annað en að minna heilbrigt fólk á hina sjúku umræðu, þegar Samspilltir hver um annan þveran, töluðu niður krónuna og dásömuðu evruna.

Allir vita hver staðan er núna. Evran er krabbamein alheimsefnahags, en krónan lífselexír íslensku þjóðarinnar.

Verkefnið framundan er að drepa krabbameinið.

Hilmar (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 00:25

19 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Samningur?? - - - Þau eru þjóðhetjur Elle,Gunnlaugur,Hilmar og Kolbrún,(þau sem eg man eftir),að ég tali nú ekki um þá sem stýra,bloggsíðunni hér. Þetta fólk veit hvað það þýðir að eiga föðurland og fyrir það berjast þau. Það er aðdáunarvert að sjá þolinmæði þeirra við rangfærslum og afneitun þeirra fóstbræðra á hrikalegum vanda Esb. Nú seinast í dag er frasögn af ummælum Andrés Borg,þar sem segir að kreppan i Eu. eigi eftir að versna. Hann leiðir að því getum að vandamál Grikkja og Spánar verði til þess að minnsta kosti Grikkir losi sig við Evruna. Við bíðum eftir að losa okkur við þessa ríkisstjórn og skaðsemi hennar. Tölvan er óvenjuhægfara var það í fyrri færslum. Mér er það ljúft að nota tímann til að þakka Vinstrivaktinni fyrir að upplýsa okkur um allt sem er að gerast,talað og skrifað,í hinum ýmsu löndum Evrópu og eins og núna frá frægum hagfræðingi,sem sá þessa kreppu fyrir.Inn í þessa steypu vilja Esb.sinnar steypa okkur,þeim skal vera það um megn. Evrukreppan stendur enn þá yfir,engu breytir þessi aðgerðir seðlabanka Eu.

Helga Kristjánsdóttir, 9.9.2012 kl. 02:01

20 identicon

Elle, Hilmar og Helga staðfesta rækilega hve rétt ég hafði fyrir mér þegar ég benti á að mér vitanlega eru umræður í netheimum hvergi á lægra plani en á Vinstrivaktinni. Öll eru þau ómarktæk enda í afneitun gagnvart augljósum staðreyndum.

Hilmar er þó sér á báti því að hann sækist stöðugt eftir því að sökkva dýpra og dýpra niður í svaðið. Nú er hann mjög upptekinn af að draga athyglina frá eigin afglöpum með því að varpa þeim yfir á aðra. Lýsing Hilmars á mér er ágætis lýsing á honum sjálfum en á auðvitað ekkert skylt við mig.

Er það ekki dæmigert fyrir ástandið á Hilmari að þegar hann vill benda á sérstaklega hættulega Samfylkingarmenn bendir hann á hina mestu sómamenn sem eru ekki einu sinni í flokknum og hafa aldrei verið þar?

Elle, Hilmar og Helga verða að treysta á skáldskapargáfuna til að verja sinn málstað. En umræður um ESB snúast ekki um skáldskap heldur raunveruleikann. Og heldur er skáldskapargáfa þeirra af skornum skammti svo að ekki sé meira sagt. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 08:49

21 identicon

Það einkennir allan málflutning andstæðinga aðildar að þeir geta aldrei rökstutt mál sitt eða heimfært gagnrýni sína upp á raunveruleg tilvik.

Ef spurt er hvaða lygar þeir eru að tala um fást engin svör. Ef þeir eru beðnir um rökstuðning fyrir fullyrðingu fást engin svör. Undantekning er þegar elle var beðin um rök gegn ESB-aðild. Hún svaraði: Við viljum ekki aðild. Það eru okkar rök. Sem sagt engin rök.

Það stendur hins vegar ekki á mér að rökstyðja mál mitt enda geri ég þær kröfur til sjálfs mín að málflutningur minn sé málefnalegur og byggður á rökum.

Þeir sem geta ekki rökstutt mál sitt eru yfirleitt að bulla. Óákveðnir ættu að gera sér grein fyrir að málflutningur andstæðinganna er því að mestu ómarktækur.

Þess vegna vilja þeir banna Evrópustofu vegna þess að hún er aðeins með upplýsingar um staðreyndir. Það er hins vegar bráðnauðsynlegt að fólk hafi aðgang að réttum upplýsingum svo að það geti tekið upplýsta ákvörðun.

Andstæðingar aðildar mega hins vegar ekki til þess hugsa að upplýsingar frá Evrópustofu leiði í ljós að ekki stendur steinn yfir steini í málflutningi þeirra. Þess vegna vilja þeir banna hana.  

Það er augljóst hvers vegna andstæðingar aðildar krefjast þess að aðildarviðræðum verði slitið.

Þannig geta þeir gert sér vonir um að koma í veg fyrir aðild meðan blekkingaráróðurinn hefur enn ekki verið afhjúpaður.

Þeir eru mjög hræddir um að þjóðin velji aðild þegar samningur liggur.

Ásmundur (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 10:31

22 identicon

Það er ekki hægt að lýsa þinni veruleikafirringu í þúsund bókum, Ásmundur.

Þú blaðrar í fullkomnu ósamræmi við sjálft ESB, og vælir svo eins og stunginn grís um hvað þú sért málefnalegur. Sakar aðra um þína eigin örvæntingu og nauðgun á lýðræði.

Og, Ásmundur, þín þráhyggja og geðbilun sést best á því að þú blaðrar þennan delluáróður þinn hérna á þessari vefsíðu endalaust, þótt það sé augljóst að það hefur nákvæmlega engan tilgang.

Þótt þú hefðir rétt fyrir þér, þá er það alveg dagsljóst að þú ert ekki að sannfæra eina einustu sálu hérna inni. Er það ekki nokkuð auðséð? En samt heldurðu áfram og áfram og áfram, og gerir þínum bara ógreiða með þinum hroka og heimtufrekju.

Til hvers að halda áfram?? Þótt allt sem þú segðir væri satt og rétt, sem það er örugglega í þínum raunveruleika, þá ertu ekki að sannfæra neinn hérna inni.

Þetta er skýrt og stór merki um þráhyggju, ákveðna tegund af geðveiki. Þú heldur áfram að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur, en einhvernveginn býst við mismunandi niðurstöðu. Og ef þú býst ekki við mismunandi niðurstöðu, til hvers ertu þá að þessu yfirleitt??

Þú sérð auðvitað ekki geðbilunina í sjálfum þér, en allir aðrir sjá hana berum augum.

Og þá sjá allir hvað er í boði við ESBaðild, ef þeir vilja kynna sér það, og gleypa ekki við lygamöntrunum í þér og þínum.

Stærsti blekkingaráróðurinn er í þér sjálfum, og þú ert að blekkja sjálfan þig meira en nokkurn annan.

Góði besti, reyndu nú að ná smá tökum á eigin þráhyggju. Það er skelfilegt að horfa upp á þetta, sem og að það er óþolandi að hlusta á hrokabyttutalið í þér endalaust.

En samt, án þess að þú sjáir það auðvitað, þá ertu bara að opinbera eigið sálarástand í þessum áróðri sem vellur upp úr þér, og því hið besta mál að upplýsa fólk um hvernig þið ESBmunkar eru innbyggðir.

Án gríns, Ásmundur, spyrðu þig aldrei að tilganginum með þessum skrifum þínum??

Finnst þér þetta vera að hafa einhver áhrif?

Ef svarið er já, hvernig færðu það út miðað við móttökurnar sem þú færð frá öllum nema apabræðrunum þínum?

Ef svarið er nei, hvers vegna að halda áfram? Þarftu ekki að líta aðeins inná við og pæla aðeins í sjálfum þér?

Og það er til fullt af sérfræðingum sem geta hjálpað þér með þín vandamál. Ekki hika við að leita þér hjálpar, kallinn. Þú þarft á því að halda, sérstaklega þegar þessari dellu verður troðið ofan í kokið á þér og þínum innan skamms.

palli (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 11:28

23 Smámynd: Elle_

OK, sætti mig við þá skýringu, Hilmar.  Hann er ekki hættulegur.  Hvílíkur léttir.  Og takk Helga mín fyrir að kalla okkur þjóðhetjur.

En ´Ásmundur´, við þjóðhetjurnar tökum ekki mark á blekkingunum og lygunum.  Nú ef þú ert ekkert hættulegur, vesalingurinn, verður bullið þitt bara enn drephlægilegra.  Við tökum frekar mark á Helgu og Helga sagði að við værum þjóðhetjur.

Elle_, 9.9.2012 kl. 11:37

24 identicon

Hættulegur? Ásmundur?!?

Ekki hættulegri en grenjandi unglingsstelpa sem fær ekki sitt, og bendir puttum á alla aðra og vælir um hvað allir nema hún séu ómögulegir.

En óþolandi? Ójá. Óþolandi þessar lygar og möntrur og sérstaklega þessi viðbjóðslegi frekjuhroki.

Og bíðið bara, þetta á eftir að versna í honum á næstunni. Það verður samt fróðlegt að sjá hversu langt hann mun ganga í veruleikafirringuni, þ.e. áður en við hættum að heyra í honum.

palli (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 11:54

25 Smámynd: Elle_

Og ´Ásmundur´ segir umræðuna í Vinstrivaktinni vera á lágu plani.  Ekki bjóst hann við gáfulegum svörum við endalausum blekkingum og lygum og útúrsnúningum hans og fóstbræðranna.  Hann snýr út úr öllum rökum sem nokkur maður hefur nokkru sinni komið með gegn þessu brusselska yfirráðaveldi. 

Samt segir hann í sífellu að enginn andstæðingur hafi nokkru sinni komið með nein rök.  Það var og.  Það hafa bara allir gefist upp á nokkrum alvarlegum eða málefnalegum rökræðum við þessa vitringa.  Það er allt skotið niður og snúið út úr öllu frá okkur öllum.  Það er hinsvegar alveg nægilegt svar að vilja ekkert með þetta veldi hafa og þarf ekkert að rökstyðja það.

Elle_, 9.9.2012 kl. 12:00

26 identicon

Andstæðingar aðildar koma aldrei með nein mótrök gegn fullyrðingum um að íslenska krónan sé ónýt.

Þeir vilja bara halda í hana af hreinni þjóðrembu. Það skiptur þá engu máli þó að það kosti lífskjararýrnun og mikla hættu á nýju hruni á næstu árum .

Þjóðremban hefur forgang á allt annað. Heilbrigðri skynsemi er úthýst.

Nýlega rannsakaði frægur erlendur hagfræðiprófessor íslensku krónuna og komst að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að halda gengi hennar lágt skráðu til að koma í veg fyrir árásir vogunarsjóða og annarra fjárfesta.

Smæð krónunnar gerir hana berskjaldaða gagnvart ásásum stærri fjárfesta. Slíkar árásir valda hruni á gengi hennar niður úr öllu valdi og allsherjarhruni efnahagslífsins.

Andstæðingum aðildar finnst sem þeim komi þetta ekkert við. Þeir virðast ekki telja það réttlætanlegt að gefa eftir í þjóðrembunni til að komst hjá hruni þjóðfélagsins. 

Lágt gengi krónunnar þýðir verri lífskjör enda verða allar innfluttar vörur dýrari en ella. Auk þess verður greiðslubyrði erlendra lána þyngri. Það er því vafasamt hvort við getum staðið í skilum.

Hins vegar er það rétt að ef genginu er ekki markvisst haldið niðri myndast bóla sem endar að lokum með hruni.

Það er auðvitað rétt að meiri hætta er að öðru jöfnu á hruni þegar gengið er hátt skráð vegna þess að þá er eftir meiru að slægjast með því að ráðast á krónuna.

Það er hins vegar engin trygging fyrir því að krónan verði ekki fyrir árásum þó að gengi hennar sé lágt skráð þar sem mjög auðvelt er fyrir stóra aðila að keyra gengi hennar niður úr öllu valdi.

Næsta hrun verður miklu verra en 2008. Skuldir ríkisins voru engar þá en eru nú með því mesta sem gerist i heiminum.

Auk þess verða væntanlega miklu fleiri þjóðir þá í alvarlegum vanda en 2008. Þær munu eiga nóg með sig og sína nánustu bandamenn. Niðurstaðan getur orðið fullveldismissir.

Þannig getur þjóðremban ekki aðeins leitt yfir okkur sífellt versnandi lífskjör. Þjóðargjaldþrot gæti hæglega blasað við.

Parísarklúbburinn yrði þá væntanlega okkar eina athvarf en hann er ein versta matröð hverrar sjálfstæðrar þjóðar.     

Ásmundur (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 17:17

27 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sælt veri fólkið,Palli er einn af þjóðhetjunum, Elle ath.smd. þín #25 ,er akkurat laukrétt,eins og reyndar allt annað.Það nennir engin að endurtaka sí og æ,það á að vera nægjanlegt að koma með rökin 1 sinni. Það fara að byrja fréttir,en finnst Ásm. barnalegur í tilkynningu að ; Nýlega rannsakaði frægur erlendur hagfræðiprófessor íslensku krónuna osfrv,,,,,,, ekkert nafn eða hvenær,hvar ???? Við þurfum með t´manum erlenda mint etv.en það verður ekki dauð Evra.

Helga Kristjánsdóttir, 9.9.2012 kl. 18:11

28 identicon

Helga, þú kafar djúpt niður í svaðið í leit að þjóðhetjum. Gerðu ekki þjóðinni þessa skömm. Er þér nokkuð farið að förlast?

Ásmundur (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 20:07

29 identicon

Helga, þú verður að fylgjast með fréttum ef þú vilt vera gjaldgeng í umræðunni.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/09/04/islenska-hagkerfid-of-litid-til-ad-geta-varid-stodu-sterks-gjaldmidils/

Hvað segirðu við þessu? Sættir þú þig við lágt gengi krónunnar og versnandi lífskjör? Eða kemur þér það bara ekkert við?

Ásmundur (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 20:29

30 identicon

Það er aumt ástandið í stuðningsmannaliði Vinstrivaktarinnar.

Samfylkingin stjórnar sköðunum Hilmars ,eins og hann hefur sjálfur viðurkennt, og Hilmar stjórnar skoðunum elle. Hefur enginn í þessu liði eigin skoðanir?

Ásmundur (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 20:37

31 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hefurðu aldrei heyrt um samtakamátt,? Horfðu hlustaðu á höfuðpaurana í ríkisstjórn,skipta þau ekki með sér verkum,það má alveg kalla okkur útlagastjórn,sem er eins og nafnið bendir til valdalaus, er tekur til landsstjórnar. Við erum varnarlið og samþykkjum ekki að Jóhönnustjórn leggi íslenska þjóðríkið í rúst. Engar persónulegar spurningar góði það sætti ég mig ekki við. Reyndu nú að breyta eftir eigin siðareglum,hver er þessi ,útlenski frægi prófessor sem rannsakaði íslensku krónuna,?? Hvar,hvenær. Þú skalt hafa það í huga að við hugsum í mannauði,það er hann sem ríkistj. flæmir burtu erum ekki tilbúin að byggja velferð okkar á mútum,eða framselja fjármálastjórn okkar til Brussel,rétt eins og heimtað er af suður-Evropu löndunum.

Helga Kristjánsdóttir, 10.9.2012 kl. 00:08

32 identicon

Ásmundur, það er víst hægt að ganga inn á Geðdeild Landspítalans og biðja um að tala við lækni. Þú þarft ekki að panta tíma.

Gerðu sjálfum þér greiða og leitaðu þér hjálpar.

palli (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband