Pólverjum býður við því að þurfa að taka upp evru

Pólland er skuldbundið til að taka upp evru að uppfylltum ákveðnum skilyrðum samkvæmt aðildarsamningi við ESB. En Pólverjar fyllast ógleði við tilhugsunina og aðeins 12% þeirra vilja að evra verði tekin upp sem gjaldmiðil Póllands.

Þetta kemur ljóslega fram í nýrri skoðanakönnun sem gerð var af fyrirtækinu TNS Polska og birtar voru í pólska dagblaðinu Gazeta Wyborcza.

Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að samkvæmt þessari könnun séu 58% Pólverja andsnúnir upptöku evrunnar og þar af er þriðjungur sem telur að Pólland ætti aldrei að taka hana upp.

Þessi frétt rímar líka vel við þá staðreynd að ýmis ESB-ríki, svo sem Danmörk, Svíþjóð og Bretland, sem á seinasta áratug voru talin líkleg til að taka upp evru, hafa algerlega hafnað því og samkvæmt könnunum hafa þessar þjóðir aldrei verið ólíklegri til þess en einmitt nú. Norðmenn eru einnig fjær því en nokkru sinni fyrr að ganga í ESB eða að taka upp evru.

Í stuttu máli sagt er nú leitun að áköfum evru-dýrkendum í Evrópu, enda almennt viðurkennt að grundvöllur evrusamstarfsins sé stórgallaður og framtíð ESB og evru í mikilli óvissu. Leifar af evru-dýrkun er þó enn að finna á Íslandi og þá helst í forystu Samfylkingarinnar, ríkisstjórnarinnar og ASÍ. Það lið vill hvorki sjá né heyra það sem allir aðrir sjá að gjaldmiðill sem notaður er sameiginlega af mörgum þjóðum sem búa við mismunandi efnahagslegar aðstæður kallar fyrr eða síðar mikla ógæfu yfir þau ríki sem standa af einhverjum ástæðum verr að vígi í samkeppninni við stærstu og voldugustu ríkin í evrusamstarfinu, sbr. vandræðin í Grikklandi, Portúgal, Írlandi, Spáni og á Ítalíu.

Samkvæmt meðfylgjandi frétt hefur Björgvin G. Sigurðsson, sá sem var bankamálaráðherra í hrunstjórninni, þungar áhyggjur af því að áhuginn á ESB og evru sé að fjara út og þjóðin fái að kjósa um það hvort hún vill ganga í ESB, áður en formlegur samningur er gerður við 27 aðildarríki, enda vonast hann til að þá verði ekki aftur snúið.


mbl.is Höldum ró í aðildarsamningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athygli vekur hvað Vinstrivaktin á mikla samleið með Framsókn og Sjálfstæðisflokki í málflutningi sínum.

Sverrir Hjaltason (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 12:09

2 Smámynd: Elle_

Og?  Ætti allur málflutningur þeirra að vera samkvæmt helferðarflokki Jóhönnu eins og Steingrímur vill hafa það?  Vill Vinstrivaktin nokkuð valdníðslu þeirra?

Elle_, 8.6.2012 kl. 12:19

3 identicon

Ég skil nú satt best að segja ekki þetta komment Sverris Hjaltasonar hér að ofan. "Vinstri Vaktin gegn ESB" er bara sjálfri sér lík og þó þeir sem skrifi greinar Vinstri vaktarinnar séu flestir tengdir VG þá gagnrýna þeir þá ekki síður en aðra flokka eða stjórnmálamenn.

Ef eittthvað er þá speglar Vinstri Vaktin skoðanir mikils meirihluta þjóðarinnar með harðri andstöðu sinni við ESB aðild.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 15:13

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þeir eru fleiri en Sverrir sem telja einhvern fjórflokksins upphaf og endi allra skoðana.

Orðið "þverpólitísk" afstaða til mála er þeim óskiljanlegt.

Kolbrún Hilmars, 8.6.2012 kl. 16:00

5 Smámynd: Elle_

Já, það er skrítið að fólk skuli koma og skamma Vinstrivaktina fyrir að skrifa ekki eins þeir sjálfir halda að vinstrisinnaður flokkur ætti að skrifa.  Og sumir koma og skamma þá fyrir allt vinstrið eins og það leggur sig.  Hvorugur hópurinn tekur með reikninginn að Vinstrivaktin er ekki pólitískur flokkur.  Hvað er annars hægri og vinstri?  Svona eins og bankasinnaður og stórkapítalískur Jóhönnuflokkurinn með hjálp Steingríms?

Elle_, 8.6.2012 kl. 19:10

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einbeitum okkur að merkum tíðindum þessarar vefgreinar á Vinstrivaktinni, ekki að kjánalegu smjörklípu-innleggi Sverris þessa.

Jón Valur Jensson, 8.6.2012 kl. 19:29

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón, pistill Vinstrivaktarinnar stendur enn fyrir sínu þótt við sammála honum skjótum niður einn og einn andstæðing :)

Kolbrún Hilmars, 8.6.2012 kl. 22:33

8 Smámynd: Ómar Gíslason

Sjálfstæði og fullveldi hverrar þjóðar er ekki bara pólitík (eins og Sverrir heldur), heldur þá sem hana búa að þurfa ekki að vera í ánauð og ofríki annarra erlendra valdablokka. Við íslendingar könnumst við það hér á fyrr öldum.

Við þurfum að hugsa um inntak greinarinnar sem er ef veikur gjaldmiðil tekur upp sterkan gjaldmiðil, þá mun það enda eins og Grikkland og Portúgal og fleiri lönd sem þurfa núna að glíma við það vandamál sem ekki er hægt að leysa.

Ómar Gíslason, 9.6.2012 kl. 09:44

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

VINSTRIÐ er Í EÐLI SÍNU  MJÖG ALÞJÓÐASINNAÐ!  Andstætt mjög öllum þjóðlegum viðhorfum og gildum.  Þess vegna kom það ekki svo mikið á óvart að það skyldi vera HIN EINA OG SANNA  TÆRA ORGINAL VINSTRISTJÓRN  sem sótti um aðild Íslands að ESB! Fyrir tilstuðlan VINSTRI
grænna.

   Svo verður punkturinn settur yfir i-ið með samþykki Vinstri grænna á IPA-
styrkjunum. Sem gerir hann og ALLA þá þingmenn sem samþykkja IPA
að EINLÆGUM ESB-sinnum. KLÁRT OG KVÍTT!

   Já VINSTRIÐ er ætið samkvæmt sjálfu sér!  ÆTÍÐ!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.6.2012 kl. 16:58

10 Smámynd: Elle_

Jón, við metum okkar samræður og hvað vakir fyrir okkur.  Guðmundur, eins og þú veist hugsa ég eins/svipað og þú um núverandi stjórnarflokka.  Hina svokölluðu ´velferðarstjórn´ sem kallar sig víst ´hreina vinstri stjórn´??  Og hafa gjörsamlega trampað yfir lýðræði og velferð fólksins og rænt það ró og velferð og öllu öryggi.  Og ætla nú líka að ræna það fullveldi og sjálfstæði.  Vinstrivaktin gagnrýnir það líka harkalega.

Elle_, 9.6.2012 kl. 19:48

11 identicon

Samstarf við aðrar þjóðir á ákveðnu sviði er auðvitað ekki fullveldisafsal. ESB-þjóðirnar eru allar fullvalda ríki.

Aftur á móti misstum við fullveldið með EES-samningnum enda verðum við að taka við tilskipunum frá Brussel vegna hans án þess að hafa neitt um innihaldið að segja.

Við endurheimtum því fullveldið með inngöngu í ESB enda munum við þá aftur ráða yfir öllum okkar málum. Að hluta verður það í samstarfi við hinar ESB-þjóðirnar.

Vandamálin í Evrópu er skuldavandi fáeinna ríkja en ekki gjaldmiðilsvandi.

Fyrir utan íslenska andstæðinga ESB-aðildar eru það einkum Bretar og Bandaríkjamenn sem kenna evru um enda vilja þeir hana feiga af eigin hagsmunaástæðum.

Grikkir kenna hvorki ESB né evru um og vilja umfram allt halda í hvorutveggja.

Ásmundur (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 00:01

12 identicon

Ásmundur heldur áfram möntrunum sínum, þótt þær séu í engri tengingu við raunveruleikann.

Hversu heimskur þarf maður eiginlega að vera til að trúa þessu?? Þetta er beyond heilaþvottur, þetta er bara hreinræktun heimska.

Og Ásmundur, hvert mannbarn sér í gegnum þessa þvælu. Þú ert rakkaður niður af öllum hérna inni fyrir þinn trúarofstækisáróður.

Hvað heldurðu að þú græðir eiginlega á þessu? Er það gott fyrir málstaðinn þinn að opinbera eigin heimsku og heilaþvott? Heldurðu að allir séu eins og þú, ótrúlega auðveld fórnarlömb heilaþvottar?  ..bara að endurtaka þetta nógu oft og þá hljóti það að síast inn?

Sorry, Ásmundur, en fólk er ekki eins og þú. Langt því frá. Sem betur fer.

Þú getur gubbað þessari vitleysu út úr þér endalaust, þú skýtur þig bara í fótinn.

...sem er gott fyrir andstæðinga ESBaðildar. Auðvelt að opinbera ruglið í þér. Haltu þessu bara áfram, litla geðbilaða grey.

Já og 0,8% vægi Íslands í Brussel er ekki endurheimt á fullveldi, sama hvernig þú reynir að teygja það og beygja.

...en endilega reyndu áfram að sannfæra aðra um bullið í þér.

Það er greinilega fokið í öll skjól hjá ESBsinnum, þegar þeir allra vitlausustu og heilaþvegnustu eru komnir með svona heimskurök sem augljóslega er sett fram í örvæntingu yfir ástandinu.

Er til betri skilgreiningu á að "stinga hausnum í sandinn" en þetta raus og tuð í Ásmundi? Held ekki.

palli (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 09:07

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, hvernig útskýrir þú þá þversögn að skuldavandi þýska ríkisins er meiri en spánska ríkisins (miðað við landsframleiðslu), en samt þurfa spænskir tuga (ef ekki hundraða) milljarða evra neyðaraðstoð?

Snýst allt þetta ESB samstarfs bla-bla ef til vill aðeins um banka- og fjármagnseigendur?

Kolbrún Hilmars, 10.6.2012 kl. 14:11

14 identicon

Kolbrún, það er ekki rétt að orða það þannig að skuldavandi þýska ríkisins sé meiri en spánska ríkisins þó að skuldirnar séu hlutfallslega meiri.

Þýskaland er einfaldlega betur í stakk búið til að greiða sínar skuldir meðal annars vegna þess að það nýtur miklu betri vaxtakjara.

Auk þess er vandi Spánar ekki fyrst og fremst skuldir ríkisins heldur skuldir þjóðarbúsins. Skuldir þýska þjóðarbúsins eru hlutfallslega minni en spánska þjóðarbúsins.

Misskiptingin er einnig meiri á Spáni ekki síst vegna mikils atvinnuleysis. Bankarnir lenda í vandræðum þegar of margir geta ekki lengur staðið í skilum.

Þú þarft heldur betur að kynna þér hvað felst í ESB-aðild. Stöðugleikinn sem fæst með aðild og enn frekar með upptöku evru bætir mjög samkeppnishæfni Íslands og leiðir til aukinna viðskiptatækifæra, meiri atvinnu, meiri samkeppni, lægra vöruverðs og lægri vaxta.

Lánskjör stórbatna. Lántaka verður ekki lengur fjárhættuspil þar sem hægt er að tapa eign upp á margar milljónir á augabragði með hruni krónunnar. Slíkar kollsteypur verða liðin tíð. Gríðarlegur fengur er í því að vera laus við gjaldeyrishöftin í eitt skipti fyrir öll. 

Auk þess munu tollaívilnanir lækka vöruverð. Spilling mun minnka vegna miklu vandaðri laga á sviði fjármála. Meiri jöfnuður kemst á og lífskjör verða miklu betri og jafnari.

Ásmundur (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband