Evran, fræðin og trúin

Jón Daníelsson hagfræðingur og dósent við London school of economics hélt erindi á Iðnþingi í liðinni viku um kosti Íslands í gjaldmiðilsmálum. Hann benti þar á að Ísland hefði fjóra kosti.

Í fyrsta lagi að halda gjaldeyrishöftunum í óbreyttri mynd til langs tíma. Einnig kemur til greina að afnema gjöldin og halda krónunni. Í þriðja lagi að taka einhliða upp annan gjaldmiðil sem að mati Jóns er fráleitur kostur sem er dæmigerð þriðja heims lausn. Í fjórða lagi þá langtíma lausn að ganga í ESB og taka upp evru. (Af vef Samtaka iðnaðarins.)

Um evrulausnina benti hagfræðingurinn á að hún væri langt undan og vandi evrunnar væri heldur ekki að baki. Hann taldi líklegast að evrusamstarfið kæmist í gegnum núverandi vanda en sú leið yrði samt ekki hnökralaus. Lækningaaðferðirnar felist í smáskammtalækningum sem geti jafnvel til lengri tíma falið í sér eyðileggingu t.a.m. á gríska kerfinu. Evrópskir leiðtogar hafa ekki ráðfært sig við sérfræðinga í skuldavanda þjóða á borð við IMF, en grípa þess í stað til aðferða sem veikja hið evrópska hagkerfi.

Þá fjallaði Jón um stöðu Grikkja sem hann benti á að væri til muna verri en til dæmis staða Argentínu þegar þar var lýst yfir greiðsluþroti ríkisins. 

Af umræðu hagfræðinga víðsvegar um heiminn má merkja mjög breyttan tón frá því sem var fyrir heimskreppuna þegar allmargir töldu að heimurinn myndi jafnvel skiptast upp í fá stór myntsvæði. Viðvarandi hernaður evrunnar gegn jaðarríkjum Evrópu og hrun á fjármálamörkuðum hefur breytt heimsmyndinni.

En í pólitískri umræðu á Íslandi er drjúgur hópur trúmanna á myntsamstarf ESB sem ekkert þarf á því að halda að fylgjast með í umheiminum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Það er drjúgur hópur heilaþveginna ESB-ista sem þora ekki að koma fram undir réttu nafni sem í örvæntingu taparans reyna að spilla umræðu um mesta hagsmunamál Ísland.

Þetta auma fólk ætti að fara að gera sér grein fyrir því að þjóðin er ekki á leið í ESB og hvað þá að fara að taka upp skuldavafning sem gjaldmiðil.

Eggert Sigurbergsson, 18.3.2012 kl. 12:57

2 identicon

"Viðvarandi hernaður evrunnar gegn jaðarríkjum Evrópu og hrun á fjármálamörkuðum hefur breytt heimsmyndinni."

Í hverju er þessi hernaður fólginn?  Að sjálfsögðu er ekki um neinn slíkan hernað að ræða. Skuldavandinn herjar ekki heldur eingöngu á einhver jaðarríki. Ítalía og Spánn eru þriðja og fjórða stærstu ríki Evrópu.

Of mikil skuldsetning þessara ríkja getur ekki  haft neitt með evru að gera. Þvert á móti væru skuldir þessara ríkja miklu hærri ef þau hefðu haft eigin gjaldmiðil.

Hann hefði hrunið 2008. Erlendar skuldir hefðu þá hækkað upp úr öllu valdi. Hækkun á skuldum er ekki lausn á skuldavanda.

Flestum evruríkjum hefur gengið vel að aðlaga sig evru bæði jaðarríkjum og öðrum ríkjum.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 14:06

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Hvaða lausn vill Vinstrivaktin sjá?  Áframhaldandi höft ásamt þeirri spillingu, ívilnunum og gjöfum til auðmanna sem felst í núverandi útfærslu þeirra?

Lúðvík Júlíusson, 18.3.2012 kl. 14:56

4 identicon

Ásmundur!

Hernaðurinn er fólginn í því að ESB hefur krafist eyðileggingar á stórum hluta hins opinberra í Grikklandi. Hann er einnig fólginn í því að ESB hefur eyðilagt hluta af landbúnaðarhagkerfi Grikklands. Það má líka segja að hernaðurinn sé fólginn í því að evruaðild Grikkja plataði lánardrottna til að lána þeim mikið fé á allt of lágum vöxtum. Þetta er talsverður hernaður myndi ég segja.

Ítalía og Spánn eru í vissum skilningi jaðarríki í Evrópu, líkt og Portúgal, Grikkland og Írland. Það er ekki bara vegna þess að þau eru á jaðri Evrópu, heldur vegna þess að efnahagsþróun þar hefur verið með allt öðrum hætti en t.d. í Þýskalandi og fáeinum öðrum kjarnaríkjum. Spánn og Ítalía hafa dregist aftur úr í samkeppni vegna þess að launa og verðþróun hefur verið með öðrum hætti - og þessi ríki hafa safnað skuldum á meðan Þýskaland og fáein önnur kjarnaríki hafa safnað eignum. Lágir vextir í skjóli evrunnar og trausts markaða á Þýskaland hefur leitt til þess að skuldasöfnun allra þessara ríkja hefur verið meiri en ella. Ef þau hefðu haft eigin gjaldmiðil hefði verðmyndun á vöxtum (lánum) verið eðlilegri og skuldasöfnun minni.

Jaðarríkjunum hefur því gengið mjög erfiðlega að aðlaga sig evrunni. Ýmis kjarnaríki í Evrópu vilja ekki sjá evruna, svo sem Bretland, Svíþjóð, Danmörk, Tékkland og Pólland og fleiri og fleiri.

Því í ósköpunum skyldum við eiga að taka upp gjaldmiðil sem stór hluti álfunnar vill ekki sjá og sá hluti sem er með hana er í stökustu vandræðum með hana?

Stefán (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 14:58

5 identicon

Lúðvík.

Höftin verja almenning, venjulegt launafólk. Þeir fáu einstaklingar sem hafa lent í erfiðleikum vegna haftanna eru aðallega þeir sem hafa mikið umleikis og geta ekki spilað með féð á mörkuðum. Hinir örfáu venjulegu einstaklingar sem hafa lent í þrengingum eru geri ég ráð fyrir sárafáir.

Stefán (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 15:03

6 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Stefán minn, ef þú getur vitnað í heimildir þá trúi ég þér.  En þú hefur því miður rangt fyrir þér.

Stórfyrirtæki fá undanþágur samdægurs á meðan aðrir þurfa að bíða í yfir tvo mánuði!

Auðmenn þurfa ekki að skila erlendum fjármagnstekjum sínum til landsins vegna þess að þeir fá undanþágu í lögunum. Ef almenningur vill fá sambærileg réttindi þá þarf að sækja um undanþágu til Seðlabankans og ef hann er svo heppinn að fá undanþágu eftir tveggja mánaða bi, þá er hún háð meiri takmörkunum en auðmenn þurfa að þola.

Nú er Seðlabankinn að standa fyrir gjaldeyris- og krónuútboðum þar sem auðmönnum býðst að selja evrur sínar Seðlabankanum fyrir 240 krónur í stað þeirra 165 sem okkur almenningi býðst.  Þetta þýðir gríðarlega eignatilfærslu sem er skattlögð erlendis en ekki hér á landi.

Stefán, er ekki réttlátt og sanngjarnt og felst það ekki í hugsjónum félagshyggjufólks að allir eigi að vera jafnir?  Að fyrirtæki og auðmenn eigi ekki að hafa réttindi umfram venjulegan almenning?

Hvers vegna hef ég aldrei heyrt Vinstrivaktina eða félagshyggjufólk mótmæla því óréttlæti sem felst í gjaldeyrishöftunum.

Það er ekki nóg að segja að fyrst að meðaltalið sé í lagi að það eigi þá ekki að virða og hlutsa á fólk sem lendir illa í lagasetningum sem geta ekki verið nema ófullkomnar vegna þeirrar staðreyndar að þingmenn eru mannlegir og gera mistök eins og annað fólk og að engin lög ná fullkomlega að leysa úr jaðartilfellum.

Réttlæti felst í því að laga það sem er að en ekki að hundsa það.  Það þýðir ekkert að Haardera lengur... en ég hef það á tilfinningunni að Vinstrivaktin snúist fyrst og fremst um það að halda áfram að Haardera.

Lúðvík Júlíusson, 18.3.2012 kl. 15:26

7 identicon

Sæll Lúðvík.

Ég hef ekki persónulega reynslu af höftunum en ég geri ráð fyrir að sömu reglur gildi fyrir afgreiðslu undanþágna og þar sé tekið mið af því hvort undanþágur valdi skaða (óstöðugleika) eða ei. Auðvitað geta höft hægt á einhverju ferli og þau bitna á einhverjum sem getur ekki hegðað sér með sama hætti hvort sem það er umsvifalítill einstaklingur eða stórfyrirtæki í alþjóðabisness. Markmiðið hlýtur hins vegar að vera það að fá höftin til að stuðla að velferð fjöldans - og þegar slíkt er geta örfáir orðið að hægja eitthvað á sér - þannig er bara lífið.

Stefán (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 15:39

8 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Stefán, mér var sagt af starfsmönnum Seðlabankans að undanþágubeiðnir séu teknar eftir mikilvægi.  Það þýðir að stórir aðilar og auðmenn fá forgang á almenning.  Það sannaðist þegar Samherji fékk undanþágu samdægurs á sama tíma og ég þurfti t.d. að bíða í 75 daga!  Mín var upp á 7 cent og kostaði örugglega nokkra tugi þúsunda að afgreiða...

Stefán, hvað er markmið fjöldans?  Eru félagshyggjuöfl til sem vilja fórna hagsmunum þeirra sem ekki geta varið sig til að efla réttindi hinna?

Þarna fórstu alveg með trúverðugleika þinn í þessari umræðu.

Lúðvík Júlíusson, 18.3.2012 kl. 15:51

9 identicon

Lúðvík.

Er það sem ég sé að þú hafir sótt um undanþágu frá gjaldeyrishöftunum fyrir 7 cent. Eru það ekki bara fjárhæðir sem maður setur í söfnunarbauka fremur en að vera að koma einhverju undanþáguferli í gang?

Stefán (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 15:58

10 identicon

Ásmundur: Skuldsetning Spánar var og er minni en Þýskalands.

Spánverjar eru í vanda vegna þess að þeir eru með rangan gjaldmiðil og vaxtastig, ekki vega óstjórnar.

Annar veit maður ekki hvort það er fyndið eða sorglegt að Evrópusinnar skuli nota gamla fordóma gegn S-Evrópubúum sem sitt síðasta vígi.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 16:26

11 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

nei Stefán, ég fékk þetta í vexti á reikningi erlendis og því þarf ég að sækja um undanþágu.  Seðlabankinn vísaði henni ekki frá, gaf mér ekki leiðbeiningar um hvað ég gæti gert heldur tók hana til afgreiðslu.  Fyrst var henni hafnað en eftir kæruferli um alla stjórnsýsluna þá var hún samþykkt með takmörkunum. 

Gallinn við útfærslu gjaldeyrishaftanna er að Alþingi hefur veitt Seðlabankanum of mikil völd til geðþóttaákvarðana(matskenndra ákvarðana) sem byggðar eru á huglægu mati.  Miklu eðlilegra væri ef ákvarðanir Seðlabankans þyrftu að vera rökstuddar með vísunum í hlutlægar upplýsingar og færi eftir eðlilegum viðmiðum stjórnsýslulaga til að gæta jafnræðis.  Það er hins vegar ekki svo.  Stjórnsýslulögin ná ekki til matskenndra ákvarðana Seðlabankans enda enginn möguleiki að sýna fram á að ekki sé verið að gæta jafnréttis eða verið að taka íþyngjandi ákvörðun.  Hjá Seðlabankanum eru "af því bara" rök sem tekin eru gild.

Bara til að upplýsa þig og þá sem skrifa bloggið hér þá hef ég í meira en tvö ár barist gegn undanþágum og ívilnunum til auðmanna sem voru í reglunum og eru nú í lögunum!  Þetta er ekki bara eitthvað mál sem þingmenn og ráðherrar voru að fatta að væri vandamál síðasta mánudag.  Í tvö heil ár voru þessar undanþágur sem voru í lögunum réttlættar með því að ef þær væru afnumdar að þá myndi bankakerfið hrynja og fjölskyldur landsins verða gjaldþrota.

Þann 9. febrúar 2011 gaf Arionbanki út ítarlegar leiðbeiningar hvernig ætti að notafæra sér HFF14 í þeim tilgangi að nota heimildir í reglunum um gjaldeyrismál og síðar lögum um gjaldeyrismál.  Sérstakar heimildir sem Alþingi setti í reglurnar til að "bjarga heimilunum í landinu".

Áður en gjaldeyrishöftin voru lögfest síðastliðið haust þá grátbað ég þingnmenn Samfylkingar og Vinstri grænna um að skoða kostnaðinn við að lögfesta þessar undanþágur en þeim fannst það ekki nauðsynlegt.

Þessi leki sem m.a. Steingrímu J samþykkti þrátt fyrir ábendingar kostuðu okkur nokkra milljarða í gjaldeyri sem fóru í vasa auðmanna sem voru niðurgreiddir af almenningi vegna gjaldeyrishaftanna.

Mætti ég ekki bara biðja þingmenn um fagleg vinnubrögð?

Lúðvík Júlíusson, 18.3.2012 kl. 16:27

12 identicon

Hans, skuldir spánska þjóðarbúsins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu eru umtalsverðar og hærri en Þjóðverja þó að skuldir ríkisins séu lægri.

Þetta eru erlendar skuldir sem myndu hækka með lækkun á gengi gjaldmiðilsins.

Vandi Spánverja er vegna þess að þeir vanræktu að grípa til aðgerða eftir upptöku evru þegar vextir höfðu lækkað og bólan hófst. Vaxtalækkun getur í sjálfu sér ekki verið vandi heldur þvert á móti.

Evran er ekki allra meina bót. Hagstjórnartækjum þarf að beita þó að evra hafi verið tekin upp. Telurðu kannski að það mæli gegn upptöku evru á Íslandi að vextir munu stórlækka?  

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 18:15

13 identicon

Stefán, þessi svokallaði hernaður hefur ekkert með evruna að gera. Lestu grein Mikis Theodorakis undir Grísk reiði á bloggi söngvara. Hann er með skýringar á óförum Grikkja en kennir alls ekki evrunni um vandann.

Það er heldur ekki hægt að kenna ESB um það ef Grikkir hafa skorið niður á röngum stöðum vegna skilyrða ESB um fyrirgreiðslu. Niðurskurður var nauðsynlegur enda ekki verjandi að varpa vanda Grikkja í meiri mæli yfir á aðrar evruþjóðir.    

Ásmumdur Harðarson (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 18:30

14 identicon

Ásmundur: Þú verður að fræða Eurostat (hagstofu Evrópusambandsins) um þetta hið snarasta því þeir halda að skuldir þýska rískisins séu rúmlega 80% af þjóðarframleiðslu en hins spænska um 65%.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 23:30

15 identicon

Nei, Hans. Þú þarft bara að lesa athugasemd mína betur.

Þar kemur skýrt fram að ég er að tala um skuldir þjóðarbúsins. Ég árétta meira að segja sérstaklega að ég sé ekki að tala um skuldir ríkisins.

Hér geturðu séð að skuldir spánska þjóðarbúsins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu eru 154%. Sambærileg tala fyrir Þýskaland er 142%

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_external_debt  

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 01:17

16 identicon

Það er rétt hjá þér, þetta fór ekki alveg í gegn, eins og gjarnan vill vera þegar fólk segir eitthvað alveg absúrd.

Hugmyndin er sem sagt að mörkin milli feigs og ófeigs liggi þarna á þessu átta prósentustiga bili sem skilur að Spán og Þýskaland? Það er þá væntanlega gerð sérstök undantekning fyrir Frakkland með erlendar skuldir þjóðarbúsins upp á 182% af landsframleiðslu, Sviss með 229% og öll hin löndin sem passa ekki við þessar fáránlegu kenningu? Það þyrftu raunar að vera næstum öll lönd.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 02:45

17 identicon

Ha? Hvaða fáránlegu kenningu?

Fullyrðing mín um að skuldir spánska þjóðarbúsins væru meiri en skuldir þýska þjóðarbúsins sem hlutfall af landsframleiðslu er staðreynd, ef marka má Wikipedia, en ekki kenning.

Þetta var aðeins svar við  fullyrðingu þinni um að skuldir Þýskalands væru hærri en skuldir Spánar.  

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 08:20

18 identicon

Jón Daníelsson var í Silfri Egils í gær. Hann fordæmdi þar gjaldeyrishöftin harðlega. Hann telur að þau gefi þá mynd að Íslendingar hafi enga stjórn á efnahasmálum og að það stórskaði okkur. Þess vegna vill hann afnema gjaldeyrishöftin þó að það verði erfitt.

Aðspurður taldi Jón útilokað að Ísland fengi einhvers konar skjól hjá Seðlabanka Evrópu áður en að upptöku evru kemur enda væru engin fordæmi fyrir slíku.

Jón taldi hins vegar að ákvörðun um að ganga í ESB myndi gera mikið gagn og stórauka trúna á íslenskt efnahagslíf. Það tæki hins vegar  8-10 ár að taka upp evru.

Þarna skjátlast Jóni hrapallega varðandi fordæmin. Slóvenía fékk aðild að ESB 1. maí 2004 og að gengissamstarfi Evrópu tveimur mánuðum síðar, með möguleika á ±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tók upp evru tveimur og hálfu ári  síðar.

Malta og Kýpur fengu einnig aðild að ESB 1. maí 2004 og að gengissamstarfi Evrópu ári síðar með möguleika á ±15% frávikum frá gengi evrunnar. Þau tóku upp evru um tveimur og hálfu ári síðar.

ESB-aðild er hugsanleg eftir 1 1/2 ár. Fljótlega eftir það getum við etv fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu og verið komin með evru eftir 4-5 ár. Þetta er allt önnur sviðsmynd en Jón dregur upp.

Ef það er raunhæft að fordæmi þessara landa eigi við um okkur er mjög vafasamt að aflétta gjaldeyrishöftum núna enda er sú aðgerð hættuleg.

http://en.wikipedia.org/wiki/Economy_of_Slovenia

http://en.wikipedia.org/wiki/Economy_of_Malta

http://en.wikipedia.org/wiki/Economy_of_Cyprus

Í athugasemd minni #2 segi ég að Ítalía og Spánn séu þriðja og fjórða stærstu ríki Evrópu. Þar átti að standa að Ítalía og Spánn væru þriðja og fjórða stærstu ríki evrusvæðisins. Þau eru fjórða og fimmta stærstu ríki ESB og Evrópu.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 09:19

19 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ásmundur, Jón Daníelsson var að tala um að Seðlabanki Evrópu væri ólíklegur til að lána Seðlabanka Íslands fleiri hundruð milljarða króna(yfir 1.000 milljarða að mati Jóns) til að leysa aflandskrónueigendur og þrotabú bankanna út.

Það er óraunhæft að afnema höftin vegna þess að afleiðingarnar eru pólitískt slæmar til skemmri tíma.  Efnahagslegi ávinningurinn skilar sér til lengri tíma og svoleiðis hugsar enginn stjórnmálamaður.

Ég hef reynt ítrekað í yfir tvö ár að ræða gjaldeyrishöftin og útfærslu þeirra við núverandi stjórnvöld og Alþingismenn.  En þeir viðurkenna margir að þeir hafi ekki kynnt sér málið, lesið frumvöpin og útskýringar með þeim og síðan kosið með þeim hætti sem þeim var sagt að gera.

Lúðvík Júlíusson, 19.3.2012 kl. 09:47

20 identicon

Lúðvík, ég sé ekki alveg samhengið milli þessa svars þíns og athugasemdar minnar.

Áttu kannski við að afstaða Jóns þess efnis að ekki sé hægt að fá gengissamstarf við ESB áður en evra er tekin upp sé vegna haftanna?

Ef höftin verða afnumin að þá sé ekkert því til fyrirstöðu að fá gengissamstarf við ESB og þá taki jafnvel mun styttri tíma að taka upp evru?

Ef þetta var hans viðhorf hefði hann átt að tala skýrar sérstaklega vegna þess að hann leggur til að höftin verði afnumin. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 10:25

21 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ásmundur, ég útskýri þetta mjög vel hér að ofan.  Þú segir að Jóni skjátlist þegar hann segir að upptaka evru geti tekið 8-10 ár.  Þú segir að það geti tekið skemmri tíma og bendir á ríki sem það gerðu.  En þú veist sjálfur að þau voru ekki með gjaldeyrishöft og ekki heldur með 1.000 milljarða sem bíða eftir því að komast úr landi.

Jón rökstuddi þessi 8-10 ár vel með því að benda á að það þyrfti að leysa m.a. aflandskrónuvandann.  Jón sagði ólíklegt að ESB myndi kaupa aflandskrónurnar og eigur bankanna og því þyrftum við að leysa þann vanda sjálf.

Ísland getur hvorki tekið upp evru eða hafið samstarf við Seðlabanka Evrópu í ERMII án þess að vera búið að leysa þennan vanda.

Það er ekki einu sinni nóg að ganga í ESB og taka upp evru til að afnema gjaldeyrishöftin vegna þess að fjármagn mun samt fara úr landi sem mun minnka lausafjárhlutföll bankanna og orsaka bankakreppu ef ESB er ekki tilbúið að grípa inn í.

Lúðvík Júlíusson, 19.3.2012 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband