Jóhanna krafin sagna um samningsmarkmiðin

Í fréttum eftir fund Jóhönnu Sigurðardóttur og Merkel Þýskalandskanslara kom fram að hún hefði kynnt hinum þýska viðmælanda sínum samningsmarkmið Íslendinga í aðildarviðræðunum við ESB. Sagðist Jóhanna hafa farið sérstaklega yfir sjávarútvegs- og landbúnaðarmál á fundinum með kanslaranum. Með því hefði hún viljað sýna fram á sérstöðu Íslendinga. Jóhanna taldi sérstaklega mikilvægt að kynna stöðu mála fyrir Merkel vegna sterkrar stöðu Þýskalands innan ESB.

Í bréfi Bændasamtaka Íslands til Jóns Bjarnasonar af þessu tilefni segir meðal annars:

„Af fréttinni [um fundinn í Berlín] má ráða að forsætisráðherra hafi kynnt samningsmarkmið varðandi landbúnað en engin slík markmið hafa verið kynnt opinberlega á Íslandi. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur hins vegar tekið undir lágmarkskröfur Bændasamtakanna sem ályktað var um á sl. Búnaðarþingi og kynnt þær fyrir ríkisstjórn. Bændasamtökin óska eftir því við yður af þessu tilefni að þér aflið upplýsinga um hvaða stefnumarkmið forsætisráðherra kynnti kanslaranum á áðurnefndum fundi þeirra.“

Hinn 22. júní sl. ritaði Jón Bjarnason bréf til Bændasamtaka Íslands og lýsti yfir stuðningi við þá afstöðu þeirra að viðhalda bæri tollvernd fyrir íslenskan landbúnað. Yfirlýsingin gengur þvert á stefnu ESB í landbúnaðarmálum.

Á fundi 19. maí sl. í samninganefnd Íslands við ESB bókaði einn nefndarmanna að yrði haldið fast við kröfuna um tollvernd „ mætti [líta] svo á að með slíkri yfirlýsingu væri verið að stöðva viðræðurnar“.

Heimild: Evrópuvaktin 17. júlí 2011, evropuvaktin.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband