Furðuleg túlkun á hagsmunum Grikkja

Gylfi Magnússon prófessor og fyrrverandi ráðherra var í viðtali í fréttaþætti Ríkisútvarpsins nú á fimmtudagskvöldi þar sem hann ræddi fjárhagsvandræði grikkja. Ráðherranum var þar hugstætt hversu óréttlátt það væri að önnur evruríki eins og Þýskaland þyrftu ítrekað að hlaupa undir bagga með Grikklandi. Prófessorinn endurspeglar hér viðhorf sem eru nú mjög hávær í Þýskalandi og þróast nú í mjög ógeðfellda átt. Þar er að verða til hreyfing sem beitir sér gegn viðskiptum við gríska veitingastaði og verslanir undir slagorði um að ekki eigi að borga grískum tvisvar.

Bæði prófessornum og ergilegum þjóðverjum gleymist aftur á móti að áður en til nokkurrar fjárhagsaðstoðar við Grikkland kom hafði evran mergsogið grískt atvinnulíf. Íslendingar þekkja vel þá stöðu sem verðmætasköpun atvinnulífsins lendir í ef gjaldmiðillinn er of hátt skráður. Við slíkar aðstæður þrífst ekkert heilbrigt atvinnulíf og að sama skapi blómstra framleiðslu- og útflutningsatvinnuvegir ef gjaldmiðillinn er of lágt skráður.

Með sameiningu ESB landanna um einn gjaldmiðill varð til sú staða að þau sem framar stóðu í hagvexti fengu gjaldmiðil sem var heldur lægri en vera ætti miðað við ganghjól atvinnulífsins en þau sem aftar stóðu í þróun iðnaðar og hagvexti fengu gjaldmiðil sem þurrkaði hagkerfið smám og jók á innflutning frá hinum betur stæðu löndum. Í stuttu máli, gerði hið gamalkunna sem kapítalisminn kann besti; gerði þá ríku ríkari og þá fátæku fátækari.

Styrkjakerfi og okurlán skömmtuð úr hnefa hafa ekki orðið til annars en að auka á vesöld og vandræði Miðjarðarhafsríkjanna. Öfugt við það sem prófessorinn er það eina sem getur orðið hinum fátæku ESB ríkjum til bjargar er að losna undan klóm hins Norður-Evrópska gjaldmiðils eða þá að kljúfa evruna upp í tvo sjálfstæða gjaldmiðla sem fara hvor sína leið.

Fyrir þeim sem ekki sjá hið augljósa arðrán Norður Evrópu gagnvart suðurhlutanum blasir það eitt við að trúa gamalkunnum lygasögum að í vöggu heimsmenningarinnar við Miðjarðarhafið búi latir menn og dáðlausir. Ekkert er fjær sanni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú skrapar ESB og EVRU landið Grikkland botninn, nú er skultadryggingarálag Gríska Ríkissjóðsins fallið niður í CCC og er orðið langt undir svokölluðum ruslflokki.

ESB og EVRU ríkið Grikkland hefur nú slegið nýtt heimsmet á botninum og fátæku þróunarríkin, Pakistan, Equdor og Jamaíka sem áður vermdu botn sætin eru nú kominn upp fyrir Grikkland.

Alþjóðlega skuldatryggingarálagið fyrir Grikkland er líka vel yfir 1200 punktum.

ESB og EVRU landið Grikkland er nú alþjóðlega metið mörgum sinnum gjaldþrota og algerlega ógjaldfært.

Hinn heimsfrægi Bandaríski hagfræðiprófessor Nouriel Roubini spáir nú óhjákvæmilegu hruni Evru svæðisins í grein sinni í Financial Times.

Þetta sem að sögn ESB trúboðsins á Íslandi átti aldrei að geta skeð undir verndarvæng ESB apparatsins og hvað þá ef þjóðir væru í Evrusamstarfinu með EVRU sem gjaldmiðil líka.

En samt hefur þetta sem einmitt aldrei átti að geta skeð einmitt gerst og jafnvel með enn meiri hörmungum en nokkurn gat órað fyrir.

En ekki bara í Grikklandi heldur nú líka í Írlandi og nú síðast í Portúgal.

Í biðsal Evru dauðans og þeirra hörmunga bíða nú líka Spánn og Ítalía og jafnvel enn fleiri ríki.

Svo til að segja eitthvað þá segja ESB sinnarnir í íslenska ESB trúboðinu sem afhjúpaðir hafa verið með þessa lygaþvælu sína, að það sé nú einmitt að koma í ljós hvað mikið öryggi sé í ESB og Evrunni þegar svona hlutir sem aldrei áttu að ske gerast einhvernveginn samt alveg óvart að þeirra mati.

Því að þá komi hin allt um vefjandi ESB Elíta með svokallaða "Björgunarpakka" og björgunarlið á vettvang ! En það er nú síður en svo að þessir svokölluðu "björgunarpakkar" í boði ESB Elítunnar, ECB banka Evrópusambandsins og AGS klíkunnar séu að bjarga einhverju hjá þessum vesalings þjóðum eða almenningi þeirra .

Aldeilis ekki, þvert á móti þá eru þeir einmitt að kirkja þær og leggja skuldaklafa á okurvöxtum á almenning og alþýðu þessara landa í nokkrar kynslóðir.

Það á samkvæmt valdboði ESB Elítunnar að færa lífskjör almennings þessara landssvæða aftur um áratugi !

Og til hvers ?

Jú til þess eins að bjarga sjálfri Evrunni frá alþjóðlegu hruni, ECB banka Evrópusambandsins frá gjaldþroti og helstu einka-braskbönkum stór Evru svæðisins frá því að tapa einum einasta Evru-eyri á græðgi sinni og glannaskap vegna vandræða brask bankakerfis þessara þjóðríkja, sem þessir sömu aðilar komu þeim í !

Sérhver er nú björgunin eða öryggið, eða hitt þó heldur. Þessi ósvífni og yfirgangur er helstefna ESB Elítunnar í raun og unnin í nánu samstarfi við glæpa braskbankana og AGS Klíkuna !

Við skulum aldrei lúta forræði eða valdboði þessa ESB hyskis !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband