ESB-sinnar hangandi í hálmstrái

Áróður ESB-sinna í fjölmiðlum þessa dagana byggir á því einu að aðildarviðræðum við ESB þurfi að halda áfram svo að fá megi það á hreint hvað í boði sé fyrir Íslendinga af hálfu ESB. Þetta hálmstrá er nú að slitna því að löngu er ljóst hvað í boði er.

 

Það er fáránlegt að ætlast til þess af þeim stjórnmálaflokkum sem nú hafa myndað stjórn og hafa alls ekki á stefnuskrá sinni að Ísland gangi í ESB að þeir beiti sér fyrir því að umsóknin sem fráfarandi stjórn sendi til Brussel öðlist framhaldslíf. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, svaraði spurningum um þetta mál í sjónvarpsþætti Gísla Marteins Baldurssonar sunnudagsmorguninn 19. janúar og sagði þá m.a.:

 

 „Við sögðum að við myndum aldrei ganga í Evrópusambandið nema að undangenginni kosningu og við ætlum ekkert að ganga í Evrópusambandið. Þannig að það þarf enga kosningu.“

 

 „Ég sé ekki ástæðu til þess,“ svaraði Sigrún þegar spurt var hvort efna skyldi til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Hitt er svo allt annað mál að núverandi stjórnarflokkar hétu því að efna til þjóðaratkvæða­greiðslu ef til þess kæmi að stjórnin vildi endurvekja viðræðurnar við ESB. En það stendur sem sagt ekki til í bráð.

 

Dapurleg reynsla VG á liðnu kjörtímabili verður öðrum flokkum lærdómsrík í framtíðinni og kennir þeim að enginn stjórnmálaflokkur, sem er andvígur ESB-aðild, má láta hafa sig til að sækja um inngöngu með þeirri afsökun að flokkurinn ætli svo að fella fyrirhugaðan samning sem hann bæri þó augljóslega ábyrgð á að gerður yrði við ESB. Það var og er og verður mótsögn og tvöfeldni sem kemur viðkomandi flokk í koll fyrr en síðar, eins og reyndin hefur orðið hjá VG.

 

„Kíkja í pakkann-stefnan“ hefur beðið endanlegt skipbrot. Samfylkingin sem fór með utanríkismál í fráfarandi stjórn fékk fjögur ár til að sýna að eitthvað allt annað væri í pakkanum en lög og reglur ESB kveða á um. Niðurstaðan varð sú á þessum langa viðræðutíma að ekki fengust nein vilyrði um undanþágur á sviði sjávarútvegs- og landbúnaðarmála né á öðrum þeim sviðum sem mestu máli skipta fyrir íslenskt efnahagslíf.  - RA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Samt er hún býsna lífseig þessi mýta og engu líkara en að Esb. sinnar haldi henni við sem síðustu glætu. Hver hefur ekki lesið útgáfu ESB:”The term of negotiation can be misleading”þýtt á íslensku út um allt Mbl-blogg. En það lesa ekki allir blogg, Þyrfti etv. að senda eintak inn á hvert heimili.

Helga Kristjánsdóttir, 28.1.2014 kl. 18:09

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þeir einu sem eru að kíkja í einhverja pakka eru ESB andstæðingar eins og þeir sem finnast hérna á Vinstri Vaktin gegn ESB. Aðrir eru að huga að samningum og samningaviðræðum svo hægt sé að komast að því hvaða atriði er hægt að semja og hvaða lausnir er hægt að finna.

"Að kíka í pakkan" er eingöngu orðanotkun ESB andstæðinga (Google leit sýnir þetta og sannar á mjög einfaldann hátt) og engra annara.

Hálmstráin eru síðan eingöngu ESB andstæðinganna. Þar sem raunveruleikinn er allt annar en sá sem þeir nefna í sínum málflutningi og þannig hefur það alltaf verið.

Kreppan eykst hinsvegar á Íslandi í boði ESB andstæðinga. Með tilheyrandi auknu atvinnuleysi og fátækt.

Jón Frímann Jónsson, 28.1.2014 kl. 18:44

3 identicon

Það á eftir að opna tvo stærstu kaflana, þ.e. um sjávarútveg og landbúnað. Þangað til veit ENGINN, hvort sem fólk er JÁ eða NEI sinnað hvernig tilvonandi samningur lítur út. Allt annað eru tómar getgátur.

Kristinn Rósantsson (IP-tala skráð) 28.1.2014 kl. 18:59

4 Smámynd: Elle_

Hvaða samningur? Meinarðu plaggið með 100 þúsund blaðsíðum af óumsemjanlegum lögum hæstráðanda í dýrðarBrussel, ekki okkar, eins og í NOT NEGOTIABLE? Það væri galið að fara þannig með sjálfstætt ríki.

Elle_, 28.1.2014 kl. 20:29

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þegar Össur var á fullu að verjast fullkomnum rökum þeirra sem alls ekki vildu inn í yfirþjóðlega samband Esb. minnir mig að hann hefði fyrstur yprað á þessu kíkki í pakka. Það lá beint við að henda gaman að því,svo hlægilega ,,lokkandi,, sem það var. Fræðimenn okkar hafa mikla þekkingu,sem hefur opinberað almenningi hvernig Esb.og tagalhnýtingar þeirra vinna,alla vega hér.Það verða engir samningar við þá.-Svo rétt eins og Elle segir, það væri og er galið.

Helga Kristjánsdóttir, 29.1.2014 kl. 01:26

6 Smámynd: Elle_

Helga, ætli Brusselfarar fagni kærunni gegn genginu Jóhönnu og Össuri?: http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1349610/?fb=1

Elle_, 30.1.2014 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband