Hægri öfgastefna - mesta ógn við lýðræðið nú?

Brusselvaldið og Evrópuelítan vilja gera Evrópu að yfirþjóðlegri efnahagsblokk og risaríki sem getur keppt við Bandaríkin og Kína. Til þess þarf vægðarlausa samþjöppun efnahagslífs og stjórnmála. Til þess þarf útþurrkun landamæra. Til þess er allt efnahagslíf álfunnar sveigt að hagsmunum risaauðhringanna en atvinnullíf sem sniðið hefur verið að staðbundnum samfélögum og þörfum er rifið niður. Til þess er álfunni breytti í kjarna og jaðar, lánadrottna og skuldara. Til þess eru reglur hnattvæðingarinnar leiddar í lög - hjá ESB heita þær „fjórfrelsi".

Þegar kapítalísk kreppa sverfur að og endurreisa þarf gróða auðhringanna er öllu lýðræði vikið til hliðar. Þá tekur skrifræðisleg miðstjórn völdin, hin erópska elíta. Hún er ekki þjóðkjörin, hún er fulltrúi fjölþjóðlegs fjármaálavalds, hún er ópersónuleg, andlitslaus. Fremst í þeim flokki fer „Þríeykið", Framkvæmdastjórn ESB og Evrópski seðlabankinn að viðbættu AGS. Þríeykið setur sig nú ofar bæði þingi og ríkisstjórnum í þeim löndum Evrópu þar sem kreppan kemur harðast niður. Í stuttu máli: þessi auðræðiselíta afnemur þingræðið.

Við lærðum það upp úr 1930 að auðvaldskreppa er lýðræðinu æði háskasamleg. Svar auðvaldsins við innri átökum lýðræðis var þá víða að afnema lýðræðið. Og það er einmitt það sem við sjáum aftur í hinni dýpkandi kreppu okkar daga. En nú sem stendur stafar lýðræðinu í okkar heimshluta MEIRI ÓGN AF UMRÆDDRI AUÐRÆÐISELÍTU en af krúnurökuðum og svartstökkuðum öfgahægrimönnum.

Þetta er veruleikinn. Umræðan er allt annað. Í hinni ríkjandi umræðu er þetta afnám lýðræðis kallað „sparnaðaraðgerðir", „ögunaraðgerðir" „björgunarpakki", „samábyrgð um yfirþjóðlegan vanda" o.s.frv. Umrædd elíta stjórnar nefnilega umræðunni líka, alveg sérstaklega umræðunni um „evrópumálin".

Andstaðan við Evrópusamrunann er mikil, á Íslandi sem annars staðar. Grundvöllur hennar er alla jafna óskir um þjóðlegan sjálfsákvörðunarrétt, oft einhverjar tegundir þjóðernis- og þjóðfrelsishyggju, andstaða við markaðshyggju ESB eða bara óskir um vald nálægt fólkinu. Andstaðan við Evrópusamrunann hefur alltaf verið meiri meðal almennings en hjá samfélagselítunni.

Hinu skal ekki neitað að til eru einnig hægrimenn sem sjá í ESB ný Sovétríki og eitthvað sem þeir kalla sósíalisma, og eru þá oftar en ekki mjög langt til hægri. Evrópskir fasistar og fólk yst til hægri snýst gegn því hvernig kapítalísk hnattvæðing eyðir landamærum í Evrópu - en það hugsar órökrétt og kallar þetta sósíalsima.  

Evrópuelítan grípur þessa síðustu tilhneigingu á lofti og notar hana í stjórnun sinni á „evrópuumræðunni". Það er nefnilega eitt meginviðkvæði Brusselvaldsins í þeirri umræðu að skilgreina alla andstöðu við hinn skrifræðislega Evrópusamruna sem HÆGRI ÖFGASTEFNU. Þetta er ákveðin umræðutækni og ákveðin drottnunartækni um leið. Aðferðin er oftast sú að nota stimpilinn „þjóðernishyggja" á andstöðuna. Í þessari stimpilgjöf er öll þjóðernishyggja lögð að jöfnu, til dæmis er enginn greinarmunur gerður á herraþjóðarhyggju og þjóðfrelsishyggju, á Hitler og Ho Chi Minh.

Endurómur af þessari einkunnagjöf heyrist mjög hér á landi. Árni Þór Sigurðsson, þá þingflokksformaður VG, sagði vefmiðilinn Evrópuvaktina einkennast af„áróðri og árásum hægri öfgamanna undir forystu þeirra Björns Bjarnasonar og Styrmis Gunnarssonar. http://smugan.1984.is/?p=18215 Eftir að Framsóknarflokkurinn hvarf af Evrópubraut Halldórs og Valgerðar hafa Evrópusinnar fundið þénanlegt að kenna flokkinn við þjóðernishyggju. Eiríkur Bergmann, Evrópuprófessor á Bifröst, skrifaði:

„Í allra síðustu tíð hefur Framsóknarflokkurinn svo eilítið farið að daðra við þjóðernisstefnuna. Breytingar á merki flokksins vísar til að mynda í klassísk fasísk minni og áhersla hefur verið á að sýna þjóðleg gildi á fundum flokksins, svo sem glímusýningu undir blaktandi þjóðfánanum."

http://eyjan.pressan.is/frettir/2011/11/09/eirikur-bergmann-visar-asokunum-framsoknarthingmanna-a-bug/

Vigdís Hauksdóttir, sá þingmaður Framsóknarflokksins sem mest hefur látið til sín taka í andstöðu við ESB-umsókn Íslands, er lögð í einelti sem kunnugt er. Stimplarnir eru eins og við er að búast úr þessari átt, „þjóðernissinni og afturhaldspíka" er hún kölluð af manni sem notar skáldanafnið „Eirikur Magnússon". Taktu það ekki nærri þér, Vigdís, þessir stimplar eru bara endurómur þeirra tóna sem gefnir eru í Brussel.

ÞH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öfgahægristefna og öfgavinstristefna eru nú líkari en flestir á bæði hægri og vinstri vængnum eru tilbúnir að viðurkenna, báðar stefnurnar enda undantekningalítið í einsleitum einræðisfasisma eins og sagan hefur margsýnt.

Evrópusambandið sækir í átt að fasismanum með því að fara báðar leiðirnar, með opnara flæði fjármagns og fólks öðru megin frá og miðstýringu, valdasamþjöppun og útþurrkun séreinkenna þjóðríkja hinum megin frá.

Þetta mun takast vegna þess að vinstri og hægri fylkingarnar eru of uppteknar við að kenna hvorum öðrum um í staðinn fyrir að ráðast að hinum sameiginlega raunverulega óvini,  stofnanakerfinu.

Gulli (IP-tala skráð) 1.6.2013 kl. 17:39

2 Smámynd: Elle_

Eg verð að vera sammála Gulla.  Það er rangt að segja að hið svokallaða 'Evrópu'samband sé öfgahægri en ekki öfgavinstri.  Það er örugglega kommúnistalegt, sósíalistalegt á öfgalegan veg og stórkapítalískt á hinn öfgalega veginn.  Það er ekki órökrétt hugsað. 

Það er hinsvegar orðið ólýsanlega þreytandi að hlusta á ESB-sinna eins og fóstbræðurna 3, kalla fólk hægri-öfgamenn og þjóðernissinna fyrir að vilja ekki yfirtöku þessa ruglsambands.

Elle_, 1.6.2013 kl. 18:29

3 identicon

Mesta ógnun við lýðræðið er hvernig "óháðar" fréttastofur lauma áróðri í fréttaflutning sinn.

"Manning DREGINN fyrir herrétt á morgun", "Óttast er að lögreglan í Tyrklandi láti til skara skríða?", ´"Stjónarherinn dró sig til baka og tók vígatól sín með sér"

Grímur (IP-tala skráð) 2.6.2013 kl. 08:04

4 identicon

Menn ættu að hafa það í huga að fari þeir nógu og langt til hægri í pólitík koma þeir vinnstra megin að sjálfum sér og öfuggt. Þannig að vinstri öfgamennska og hægri öfgamennsa er í raun það sama... Það er bara baulað úr misjöfnum kjafti.

Maggi (IP-tala skráð) 2.6.2013 kl. 09:46

5 identicon

ESB er eitur í beinum öfgamanna einkum til  hægri. Rasistar á meginlandinu eru mest áberandi andstæðingar ESB.

Öfgastefnur þrífast þó innan ESB þó að þær eigi erfiðara uppdráttar eftir ESB-aðild viðkomandi þjóðar enda styður ESB lýðræði og stendur vörð um mannréttindi.

Mjög ólíkt er komið á með ESB-þjóðum hvað þetta varðar þó að munurinn hafi minnkað eftir aðild. Frjálshyggjan er td áberandi í Bretlandi og Ítalíu þar sem hún vinnur gegn jöfnuði

Norðurlöndin og jafnvel Þýskaland eru á hinum endanum með miklu meiri jöfnuð. Þar er ástandið harla gott.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 2.6.2013 kl. 10:15

6 Smámynd: Snorri Hansson

Það sem er að gerast í Evrópu  er samdauna því ástandi sem Samfylkingin skapaði með hjálp Vinstri grænna í síðustu ríkisstjórn.

Lítill hópur manna hamrar sömu setningarnar í síbylju. Flestar kolrangar, aðrar  með sannleiks broti. (Minnir sterklega á notkun Rauða kversins í Kínversku byltingunni.)

Síðan er kveðið undir. "Ef þú ert ekki sammála, þá ert þú ógeðslegur þjóðernissinni"

Mikið lifandis ósköp er gott að við erum búin að kjósa þessa óværu frá okkur.

Snorri Hansson, 2.6.2013 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband