Innantóm orð Össurar um aðstoð ESB við afnám gjaldeyrishafta
2.5.2012 | 11:32
Össur reynir nú í örvæntingu sinni vegna síminnkandi fylgis við ESB-aðild í skoðanakönnunum að telja fólki trú um að ESB muni frelsa landsmenn undan yfirvofandi 1000 milljarða snjóhengju í útlenskri eigu um leið og gjaldeyrishöftum verði aflétt.
Enginn getur þó svarað því hvers eðlis þessi björgunaraðgerð verði. Ljóst er að hugsanleg aðstoð ESB við afnám gjaldeyrishafta gæti ekki hafist fyrr en í fyrsta lagi tveimur mánuðum eftir að Ísland væri orðið formlegur aðili að ESB og þátttakandi í gjaldmiðilssamstarfinu ERM II, eins og reyndar kom berum orðum fram í ræðu ráðherrans á Alþingi. Hins vegar lét ráðherrann þess ekki getið að talsmenn ESB hafa beinlínis lýst því yfir að Ísland geti ekki gengið í ESB fyrr en EFTIR að gjaldeyrishöftin hafa verið afnumin. Hér rekur sig því hvað á annars horn.
Þessu til staðfestingar má benda á svonefnda framvinduskýrslu um aðildarumsókn Íslands sem birt var í mars, en þar er ítrekuð sú skoðun Evrópuþingsins að afnám gjaldeyrishafta sé skilyrði fyrir aðild að sambandinu og upptöku evru.
Eins og kunnugt er af fréttum gerðist Össur utanríkisráðherra mjög dramatískur í liðinni viku í skýrslu sinni til Alþingis um utanríkis- og alþjóðamál. Hann komst svo að orði í inngangsorðum:
Snjóhengja þúsund milljarða króna í útlenskri eigu hangir yfir efnahagskerfinu og vandann sem í henni felst þarf að leysa. Sérfræðingar Seðlabankans hafa sömuleiðis komist að þeirri fræðilegu niðurstöðu að krónan sé ekki bara fórnarlamb heldur líka uppspretta sveiflna. Ég tel að í gegnum samninga við Evrópusambandið sé hægt að stinga leið fyrir Ísland út úr höftum og inn í nýjan gjaldmiðil sem gæti skapað fjölmörgum heimilum og fyrirtækjum tryggari framtíð. Sumir halda því fram að það taki of langan tíma. Vandamálin sem tengjast gjaldmiðlinum verði að leysa fyrr. Staðreyndin er hins vegar sú, að fáum mánuðum eftir formlega aðild getur Ísland komið krónunni í skjól fram að upptöku evrunnar, með því að taka þátt í gjaldmiðilssamstarfinu ERM II með stuðningi Seðlabanka Evrópu. Um þetta þarf hins vegar að semja og þess vegna er nú nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að halda viðræðunum við Evrópusambandið áfram af fullum þrótti. Í því felast langtímahagsmunir Íslands.
Í hverju yrði svo hugsanlegt bjargráð ESB fólgið? Björgunin yrði annað hvort í formi láns eða bankalínu sem íslenska ríkið yrði að sjálfsögðu í ábyrgð fyrir. Þar með væri stefnt að því að veðsetja skattgreiðendur á Íslandi fyrir risastórri fjárhæð sem nýtt yrði til þess að erlendir verðbréfaeigendur, sem eiga fé hér á landi frá tímum jöklabréfa og gengisbrasks erlendra vogunarsjóða, geti breytt innistæðum sínum yfir í erlendan gjaldeyri og sloppið úr höftunum með allt sitt á þurru, á meðan verið væri að stinga leið fyrir Ísland út úr höftum og inn í nýjan gjaldmiðil, eins og Össur orðaði það.
Er þetta skynsamlegasta leiðin við afnám gjaldeyrishafta? Flestir minnast þess þegar um það var rætt í aðdraganda hrunsins að ríkið tæki risastórt lán erlendis til bjargar bönkunum. Íslands hamingju varð það að vopni að enginn vildi lána Íslendingum slíka fjárhæð. Nú getum við sannarlega glaðst yfir því að það risalán var aldrei tekið. Annars væri staða Íslands allt önnur og miklu verri í dag en raunin er.
Staðreyndin er líka sú að ríki, sem gengið hafa inn í ERM2, þ.e. gengissamstarf ESB-ríkja, til undirbúnings að upptöku evru, hafa þurft að eyða miklu fé til að halda gengi gjaldmiðils síns í tvö ár innan tilskilinna vikmarka í samstarfi við Evrópska seðlabankann.
Að lokum skal á það minnt að Seðlabanki Íslands hóf markvissar aðgerðir þegar á liðnu ári til að draga úr hættunni af snjóhengjunni í bankakerfinu. Það starf hefur þegar skilað nokkrum árangri. Munurinn er þó sá að þar hefur enginn áhætta verið tekin. Hitt er annað mál að þær aðgerðir taka talsverðan tíma og við munum sennilega ekki losna endanlega við þennan hluta af afleiðingum bankahrunsins fyrr en að nokkrum árum liðnum.
Leið Össurar felur hins vegar í sér gífurlega áhættu fyrir ríkissjóð og myndi ekki hefjast, eins og áður segir, fyrr en Ísland væri formlega gengið inn í ESB, þ.e. í fyrsta lagi að mörgum árum liðnum, þegar Íslendingar hefðu sjálfir byggt upp nægilega trausta "snjóflóðavörn" í bankakerfinu og þegar afnumið gjaldeyrishöftin.
Ragnar Arnalds
Athugasemdir
Ég er búinn að bíða í nokkurn tíma eftir stóru sprengjunni frá SF um gjaldeyrismál því ég hefði haldið að það væri það eina sem gæti forðað þeim flokki frá algjöru hruni í næstu kosningum.
Útspilið virðist vera komið og er samviskusamlega útskýrt af efnahagsráðgjafa flokksins á Eyjunni. Ef ég hefi ekki gjörsamlega miskilið þetta snjallræði þá virðist það vera á þá leið að Seðlabanki Íslands gerir 1000 milljarða snjóhengju að sínu vandamáli, leggur það vandamál sem skuld inn í Seðlabanka sambandisins (ECB) og þar hverfur það þegar Ísland tekur upp Evru. Volla!
Þessi lausn er af efnahagsráðgjafanum talin sú lang besta af 6-7 öðrum möguleikum í stöðunni. Það er bara eitt "smáatriði" útistandandi og það er að semja um það lítilræði við ECB að búa til handa okkur 5-7 milljarða Evra sem snjóhengjumennirnir geta farið með út úr landinu þegar þeir vilja án þess að það kosti skattgreiðendur nokkurn skapaðan hlut.
Ef ég væri í innsta kjarna samfylkingarinnar þá myndi ég halda að nú væri rétti tíminn til þess að segja: "Guð minn almáttugur!".
En bíðum við! Kannski er þetta akkúrat það sem við þurftum. Nú hefur efnahagsráðgjafinn verið manna ötulastur að telja fólki trú um að ekki sé hægt að galdra skuldir í burtu og svo framvegis. En ég sé ekki betur en að hann sé þarna búinn að finna lausn á skuldavanda heimilanna. Ef þessi leið er fær, hvað kemur þá í veg fyrir að þeir sem eiga skuldabréf á íslensk heimili í íslenskum krónum leggi þau bara inn í SÍ eins og snjóhengjuliðið gerir við sín bréf gegn loforði um að fá evrur til baka, allur skaflinn verði svo lagður inn í ECB þar sem hann bráðnar þegar búið er að taka upp Evru?
Seiken (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 12:38
Þetta er einfaldlega ekki rétt hjá þér.
Ástæðan fyrir því að þetta er ekki rétt er einföld. Það er verið að vísa í að ef það er mikið útflæði frá Íslandi (og Ísland með evru) þá fer það í gegnum Target2 kerfi evrópska seðlabankans þar sem það myndast mikil skuld hjá Seðlabanka Íslands til Target2 kerfisins(Seðlabanka Evrópu). En þetta hefur engin áhrif á ríkissjóð vegna þess að ef Ísland er með evru þá er ríkissjóður ekki ábyrgur fyrir tapi Seðlabanka Íslands né vaxtagreiðslum því efnahagsreikningur Seðlabanka Íslands verður hluti af ECB. Ríkissjóður þyrfti því ekkert að skipta sér að þessu.
Hérna er góð greining á misskilningi varðandi þetta Target2 kerfi og ábyrðir ríkissjóða (frá CitiGroup):
http://dl.dropbox.com/u/1700355/Buiter-%20ECB%20-Targeting%20the%20wrong%20villian.pdf
Útdráttur: "In the case of EA member states, NCB balance
sheets, even taking the steps of consolidation outlined above, are n...ot appropriate in order to estimate the exposure to risk and financial losses of the NCB and ultimately the sovereign. The reason is that in the Eurosystem profits and losses from most monetary policy operations are pooled and shared with the other EA NCBs
according to their respective ECB capital shares. These represent off-balance sheet contingent assets or liabilities, and are not included in any conventional presentation of the public sector (or the central bank’s) accounts.
The exposure to risk and possible losses of, say, the Bundesbank, as of any NCB, is thus given by the total exposure of the Eurosystem and the share of the Bundesbank in the ECB’s capital, currently just over 27 percent (see Figure 20). The balance sheet exposure is limited to the size of the Eurosystem balance sheet,
which stood at €1.9 trillion on May 27, 2011. Against that exposure, the ECB holds capital.19 The Bundesbank, as shareholder of the ECB, thus shares in the pooled profits or losses made by the entire Eurosystem (as long as these profits or losses were incurred as part of the normal monetary, liquidity and credit operations of the
ECB). Its exposure to losses therefore bears no relationship to the net credit position of the Bundesbank vis-a-vis Target2, and only moderate relation to the size of its own balance sheet. Target2 balances are remunerated at the refi rate, but as any resulting profits are shared within the Eurosystem (using the same key as for
the distribution of Eurosystem losses), it is to a first order irrelevant also for the financial surplus of the Bundesbank whether it had positive Target2 net claims or negative ones.
Similar considerations apply to the NCBs of the euro area periphery, including Ireland, Portugal and Greece. For these countries, too, the exposure of the sovereign to risk and potential losses from monetary policy operations is given by their respective adjusted ECB capital shares and the total exposure of the Eurosystem."
Egill (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 13:45
"Staðreyndin er líka sú að ríki, sem gengið hafa inn í ERM2, þ.e. gengissamstarf ESB-ríkja, til undirbúnings að upptöku evru, hafa þurft að eyða miklu fé til að halda gengi gjaldmiðils síns í tvö ár innan tilskilinna vikmarka í samstarfi við Evrópska seðlabankann."
Áttu einhverjar heimildir fyrir þessu. Staðreyndin er sú að þau lönd sem hafa tekið upp evru hafa gert það án mikilla áhrifa á ríkissjóð og áhrifin eru hvort eð er skuldajöfnuð eftir að evran er tekin upp. Því er endanlegur kostnaður nálægt núlli.
Egill (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 13:47
Ég ætla bara að benda á það einusinni enn að aflandskrónur eru mikið lægri netto en 1000 milljarðar. Hver byrjaði að tala um að það væri 1000 milljarða nettó snjóhengja sem við þurfum að greiða?
Hið opinbera skuldar um 550 milljarða í gjaldeyri. krónueignir útlendinga eru um 420 milljarðar. Nýju bankarnir þurfa að greiða þeim gömlu um 500 milljarða. Þetta gerir samtals um 1500 milljarða.
Seðlabankinn er með tæplega 1000 milljarða gjaldeyrisforða. Hluti af gjaldeyrisforða Seðlabankans eru eignir sem búið er að safna til þess að greiða upp í þessa 500 milljarða skuld við gömlu bankanna.
Ég mundi áætla að nettó eignir erlendra aðila sem vilja fara úr landi séu frekar milli 6-700 milljarðar og fara lækkandi.
Krónueign erlendra aðila var um 600 milljarðar fyrir 3 árum en er komin í 420 milljarða.
Það eru að koma um 80-90 milljarðar af gjaldeyri inn í landið á ári vegna jákvæðs viðskiptajöfnuðar. Við erum smá saman að laga gjaldeyrisstöðu landsins. Þetta tekur nokkur ár enn en kemur smá saman.
Það er búið að skrumskæla alla umræðu um aflandskrónur. Menn tala um að það vilji 1000 milljarðar fara úr landi en það er til mikið af gjaldeyri upp í þá tölu.
Það er verið að ýkja þessa svokölluðu snjóhengju til þess að kynda undir áróður um að við verðum að taka upp evru eða annan gjaldmiðil. Við erum með krónu og eigum að hafa hana áfram.
Það er til skammar hversu lélegt aðgengi er að tölum sem sína raunverulega efnahagsstöðu landsins. Vonandi lagast þetta þegar nýja Þjóðhagsstofnunin tekur til starfa. Í dag er verið að halda á lofti tölum í umræðunni sem eru beinlínis villandi eða jafnvél rangar.
Hér er ný skýrsla frá SÍ. Á bls 20 sést hver krónueign erlendra aðila er og hver hún hefur verið undanfarin ár.
http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=9568
Þórhallur Kristjánsson (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 14:14
Þetta eru ekki innantóm orð hjá Össuri. ESB mun taka sérstakt tillit til vandamála Íslendinga og það verður ekki í formi þúsund milljarða láns frá ECB.
Vilhjálmur Þorsteinsson hefur lýst því hvernig þetta gerist:
http://blog.eyjan.is/vthorsteinsson/
Þessi snjóhengja er ekki skuld ríkis eða þjóðarbús. Snjóhengjan er aðeins vandi tengdur krónunni. Þetta eru krónur sem menn vilja selja fyrir gjaldeyri. Um leið og traustur gjaldmiðill hefur tekið við af krónu er vandamálið úr sögunni.
Þess vegna ætti að vera auðsótt að semja við ESB um lausn málsins.
Þegar ESB-aðild hefur verið samþykkt mun snjóhengjan snarminnka vegna þess að traust á Íslandi eykst mikið. Margir sjá sér þá hag í að geyma fé hér áfram enda vextir hér hærri en á meginlandi Evrópu og skjól fyrir krónuna á næsta leyti.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 14:30
Þórhallur, tekurðu tillit til aukningarinnar sem varð þegar það varð ljóst að nokkur hundruð milljarðar af eignum þrotabúa bankanna myndu fara til erlendra kröfuhafa?
Ásmundur (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 14:45
Ásmundur, reyndu nú einu sinni að halda kjafti og leyfa öðrum að skiptast á skoðunum í friði fyrir tuðinu í þér.
palli (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 14:52
Hversu lágt getur þessi óforskammaði og fáliðaði ESB sértrúarsöfnuður eiginlega lagst.
Nú hótar Össur hinn "skarpi" sem allt í einu heldur að hann sé orðin einhver helsti "snjóflóðavarnar sérfræingur" landsins og teiknar nú í gríð og erg upp ógnvænlegar "snjóhengjur" sem vofi yfir þjóðinni.
Hann segir snjóhengjurnar svo hrikalegar að þær geti valdið gríðarlegum náttúruhamförum og búsifjum, ef ekki verði gengið að kröfum hans og ESB trúboðsins á Íslandi um tafarlausa inngöngu í ESB Stórríkjasambandið og svo upptöku skuldavafningsins EVRU !
"HOW LOW CAN YOU GO, ÖSSUR SNJÓFLÓÐAVARNAR- SÉRFRÆÐINGUR SKARPHÉÐINSSON"
Maðurinn sem sagði eiðsvarinn í Rannsóknarskýrslunni að hann hefði ekki hundsvit á efnahags- eða peningamálum, segist nú vita allt um þessi mál og þar að auki er hann eftir allt saman orðin helsti "snjóflóðavarnarsérfræðingur" landsins og tengir þessi fræði sín saman með einstaklega ósmekklegum og ógnvekjandi hætti !
EKKI MEIR, EKKI MEIR ÖSSUR !
Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 15:15
Ásmundur 2.5.2012 kl. 14:45
Já ég tek tillit til þess eins og fram kemur í innlegginu fyrir ofan. Hluti af gjaldeyrisforða Seðlabankans eru eignir sem fara til greiðsku þrotabúa gömlu bankanna.
Þórhallur Kristjánsson (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 15:32
Snjóhengjan er í raun mun meira en krónueignir útlendinga sem bíða færis að komast úr landi.
Íslendingar bíða einnig óþolinmóðir eftir að geta fjárfest erlendis, ekki síst lífeyrissjóðirnir.
Gunnlaugur, að sjálfsögðu eru þessar hugmyndir Össurar komnar frá sérfræðingum á hans vegum.
Ásmundur (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 16:38
Skiptigengisleiðin skapar samstöðu
apríl 29, 2012 by liljam
Eitt brýnast verkefnið í dag er að tryggja samstöðu meðal þjóðarinnar um leiðina fram á við. Leið sem mótast af almannahagsmunum en ekki sérhagsmunum eins og mörgum finnst hafa orðið ofan á eftir hrun. Fólk er reitt og í stað þess að beina reiðinni í uppbyggilegan farveg er alið á sundrungu með því að flokka fólk og fyrirtæki upp í þá sem eiga skilið aðstoð og hina sem eru sekir um óráðsíu. Við verðum að hætta að finna sökudólga og einbeita okkur að því að finna leiðir til að tryggja samfélag þar sem allir búa við húsnæðisöryggi, laun/bætur sem duga fyrir framfærslu og tækifæri til taka þátt í að móta samfélagið.
Snjóflóð eða skuldsetning
Stöðugt er verið að reyna að koma skuldum einkaaðila á skattgreiðendur. Nýjasta dæmið er snjóhengjan svokallaða en hún samanstendur af aflandskrónum sem komið var í skjól skattgreiðenda með neyðarlögunum að beiðni m.a. ESB og eignir kröfuhafa sem vogunarsjóðir hafa keypt af upphaflegum kröfuhöfum á broti af andvirði kröfunnar. „Snjóhengjan“ sem bíður eftir að ryðjast út úr hagkerfinu um leið og gjaldeyrishöftunum er aflétt er nú að andvirði um 1.000 milljarðar króna.
Umbreytist snjóhengjan í snjóflóð sem ryðst út úr hagkerfinu eins og margir forsystumenn Sjálfstæðismanna vilja, mun það leiða til sögulegs gengishruns, verðbólgubáls sem hvorki heimili né fyrirtæki munu lifa af. Hliðarráðstafanir eins og frysting verðtryggingar og matarskammtanir í götueldhúsum og skólum mun ekki afstýra harðindum þjóðarinnar verði þessi leið farin.
Utanríkisráðherra segir í nýlegri skýrslu um utanríkismál að með aðild að ESB yrði íslenska krónan komin í skjól með stuðningi Seðlabanka Evrópu. „Stuðningurinn“ er lán sem nota á til að greiða leið aflandskrónueigenda og vogungarsjóða út úr hagkerfinu á gengi sem er langt umfram raunvirði eigna þeirra. Lánið gæti numið 1.000 milljörðum og yrðu vaxtagreiðslur sem við skattgreiðendur yrðum að taka á okkur á bilinu 30-50 milljarðar. Afar þungar byrðar yrðu lagðar á þjóðina ef harðindaleiðin eða skuldsetningarleiðin yrði farin.
Skiptigengisleiðin
Sú leið sem SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðar vill að verði rædd og könnuð af yfirvegun er hin svokallaða Skiptigengisleið. Upptaka Nýkrónu með mismunandi skiptigengi mun ekki brjóta í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Eigendum snjóhengjunnar stæði til boða að fjárfesta innlands til mjög langs tíma áður en eignum þeirra yrði skipt yfir í Nýkrónu. Froðueignum á leið út úr landi yrði hins vegar skipt yfir í Nýkrónu þannig að 10 milljónir í gömlum krónum yrðu t.d. 2 milljónir í Nýkrónum. Launum fólks í landinu yrði breytt í Nýkrónur þannig að upphæð þeirra yrði óbreytt. Upptaka Nýkrónu myndi þannig laga ytra ójafnvægi hagkerfisins án þess að lífskjör yrðu skert verulega .
Jafnframt væri nauðsynlegt að nota upptöku Nýkrónunnar til að laga innra ójafnvægi hagkerfisins sem felst í því að sumir eiga alltof miklar eignir (fjármagnseigendur og lífeyrissjóðir) og aðrir eru of skuldsettir. Stöðugt fjölgar i hópi eignalausra í landinu á sama tíma og fjármagnseigendur leita logandi ljósi að fjárfestingatækifærum. Við upptöku Nýkrónunnar þyrfti að skrifa húsnæðisskuldir þannig að 10 milljón kr. lán í núverandi krónum yrði 8 milljónir í Nýkrónu og lækka eignir fjármagnseigenda til samræmis. Slík almenn leiðrétting mun fækka heimilum sem eiga við greiðsluvanda og skuldavanda að stríða um 15.000.
Upptaka Nýkrónu er ekki töfrabragð heldur nauðsynleg varnaraðgerð til að koma í veg fyrir aukna fátækt og stórfelldan landflótta á næstu árum."
------------------------------------------------
Allir vita að Lilja hefur hér lög að mæla,
nema gaddfreðnu allaballakommarnir og samfylkta helferðargengið
í nýfrjálshyggju blautum auðvalds ofur-bankamellu draumum sínum.
-----------------------------------------------
Augljóst: Sé x C (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 16:58
Er Samstaða eins konar múgsefjunarflokkur?
Mér dettur það helst í hug þegar ég les fyrirsögnina: "Skiptigengisleiðin skapar samstöðu". Hvernig á að verða samstaða um jafnóraunhæfa leið sem auk þess mismunar aðilum stórlega?
Lilja fullyrðir að þessi leið hennar sé ekki brot á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Hún veit auðvitað ekkert um það.
Ef ekki er hægt að slá því föstu að þetta sé slíkt brot munu dómstólar þurfa að skera úr um það. Það er ekki áhættunnar virði. Langlíklegast er að leiðin verði dæmd ólögleg og ríkið skaðabótaskylt.
Mig grunar að hér sé einnig á ferðinni ólögleg mismunun. Ég tel að það geti ekki gerst í lýðræðisríki að stjórnmálamenn geti af geðþótta ákveðið að skipta krónueignum og krónutekjum upp á nýtt.
Þessi tillaga er því að mínu mati barnaleg. Hún er lýðskrum.
Ásmundur (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 20:45
Mynstrið er alltaf það sama Ásmundur. Þið ráðist á þá sem þið óttist mest og það er fólkið sem ítrekað bendir á að keisarinn er berrassaður. Og svo sannarlega flettir Lilja ofan af ykkur aftur og aftur og aftur.
Og hvað eru menn eins og þú að tala um lýðskrum? Hverjir voru það sem lofuðu skjaldborg um heimilin til þess að ljúga sig í valdastólana? Það var hið eina sanna lýðskrum.
Staðreynd málsins er sú að þið eruð búnir að gera allt sem ESB hefur beðið ykkur um í 3 ár samfellt sem hefur trúlega kostað okkur á bilinu 2-300 milljarða nú þegar. En það er svo sem ekki eins og að það hafi skort á viðleitni ykkar til þess að valda okkur enn meira tjóni ESB til dýrðar. Ég minni á 3-500 milljarða skaða sem Icesave 1 hefði valdið okkur.
En eftir þessi 3 ár og allan þennan kostnað þá hafið þið ekkert í höndunum annað en einhverja von um að það verði hægt að semja um aðstoð við að losa okkur við jöklabréf og kröfuhafa. Og leyfðu mér að giska. Um þess aðstoð verður ekki hægt að semja nema að við föllumst á að ekki megi veiða makríl og að fallist verði á skilyrði Breta og Hollendinga um Icesave. Og ekki munuð þið liggja á liði ykkar við að selja þá hugmynd í gegnum þá fjölmiðla sem ykkur hefur tekist að hyskisvæða.
En segðu okkur nú eitt Ásmundur þar sem þú ert svona vel tengdur inni í flokkinn. Eru á meðal jöklabréfaeigenda og kröfuhafa bankana (sem svo sannarlega njóta góðs af baráttu ykkar) einhverjir aðilar sem styrkja eða hafa styrkt stjórnmálastarf samfylkingarinnar í gegnum tíðina?
Seiken (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 07:47
Selken, að koma með tillögur sem hugnast mörgum en engar líkur eru á að standist lög er lýðskrum. Eignatilfærslur eftir geðþótta stjórnmálamanna samræmast mjög óliklega eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar né jafnræðisreglu.
Ég er þeirrar skoðunar að ríkisstjórnin hafi miðað við aðstæður staðið sig vel í að mynda skjaldborg um heimilin. Hún beitti sér td með umtalsverðum árangri fyrir lækkunum lána í samráði við lánardrottna sem verða að samþykkja slíkar lækkanir. Hún hækkaði td vaxtabætur . Síðast en ekki síst voru lágmarksbætur Tryggingarstofnunar hækkaðar verulega.
Árangur af þessu öllu er að þrátt fyrir mesta hrun sögunnar varð aldrei neitt raunverulegt neyðarástand hér eins og í Finnlandi á tíunda áratugnum þegar fjöldi fólks svalt.
Það sem er að er ótrúlegt væl í fólki. Það er ekki í nokkru samræmi við tilefni. Ríkisstjórnin er kölluð versta ríkisstjórn allra tíma á sama tíma og henni er hrósað erlendis fyrir ótrúlega góðan árangur.
Ég veit ekki hvað þú ert að tala um þegar þú segir að Icesave hafi valdið okkur 300-500 milljarða tjóni. Ekki ber núverandi ríkisstjórn ábyrgð á Ivesave-skuldinni.
Hins vegar er ljóst að höfnun Ivesave hefur valdið okkur miklu tjóni. Með málið óleyst er traust á Íslandi verra en ella enda lækkaði lánshæfismat í ruslflokk. Við það glötuðust viðskiptatækifæri.
Við þurfum að greiða hærri vexti og gengi krónunnar er lægra en ella hefði verið. Þetta hefur valdið okkur miklu meira tjóni en það sem við hefðum þurft að greiða ef samningurinn hefði verið samþykktur. Það eru væntanlega eingöngu lágir vextir.
Svo verðum við að búast við að enn meira, hugsanlega miklu meira, geti bæst við tjónið þegar málaferlum vegna Icesave lýkur sennilega ekki fyrr en eftir mörg ár.
Makríldeilan og ESB-umsóknin eru tvö ólskyld mál. Þetta hafa forsvarsmenn ESB fullyrt þó að einstaka þingmenn þeirra hafi reynt að spyrða þessi mál saman án árangurs.
Ég er ekki í neinum stjórnmálaflokki og hef ekki ákveðið hvaða flokk ég kýs næst. Það skiptir hins vegar íslenskan almenning engu máli hverjir eiga jöklabréfin. Þó er kostur að Íslendingar séu þeirra á meðal vegna þess að þá eru minni líkur á að féð fari úr landi.
Snjóhengjuna þarf að losa sem fyrst alveg óháð því hverjir eru eigendur jöklabréfa eða kröfuhafar bankanna. Að gefa í skyn að sú aðgerð tengist því hverjir þessir aðilar eru er mjög langsótt.
Ásmundur (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 08:55
Það er illa komið fyrir samfylkingunni þegar jafnvel menn eins og þú Ásmundur eru farnir að afneita flokknum. Hverjir eru þá eftir innan þeirra raða?
Umræðunni um skjaldborgina er lokið. Hún kom aldrei. Þetta var stærsta lýðskrum í íslenskri pólitík fyrr og síðar. Þetta var lýgi sem sett var á svið til þess að komast til valda. Slíkt gera bara glórulausir öfgaflokkar sem eru andsnúnir lýðræðinu.
En að kalla það hins vegar lýðskrum þegar fólk er að berjast fyrir tilveru sinni með því að fara fram á réttláta úrvinnslu skuldamálana, hvers erfiða staða er til komin vegna þess að stjórnvöld (m.a. þið) misstu tök á bankakerfinu, er einfaldlega sérhverjum manni til minnkunnar.
Söngurinn um eignaréttarákvæði er auðvitað bara hlægilegur frá fólki sem stóð að setningu neyðarlaganna sem var ekkert annað en nokkur þúsund milljarða eignatilfærsla. Ítrekaðar árásir stjórnarinnar á heimili og fyrirtæki landsmanna eru til komnar vegna sleikjugangs við ESB og kröfuhafa en ekki vegna þess að ekki sé hægt að gera neitt.
Það er auðvitað þægilegt að skella ábyrgðinni á Icesave á sjallana en staðreyndin er sú að það mál er á ábyrgð hrunstjórnarinnar (SF og xD) og þeirra bankamanna sem til þessara skuldbindinga stofnuðu. Þið ákváðuð hins vegar að stefna að inngöngu í ESB og skilyrði fyrir inngöngu var að semja um það mál.
Fyrsti Icesave samningurinn hefði kostað okkur á bilinu 3-500 milljarða. Það segir manni bara að ykkur gæti ekki verið meira sama um afleiðingar gjörða ykkar fyrir land og þjóð. Það hefur aldrei verið til sú upphæð sem ESB sinnarnir á meðal okkar hafa ekki verið tilbúnir að borga (eða láta okkur hin borga) til þess að komast inn í sambandið.
Seiken (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 09:58
Einu sinni enn kemur ´Ásmundur´ með lygina hvað það hafi verið slæmt fyrir okkur að neita að borga lögleysusamninginn ICESAVE. Hann lætur eins og núverandi gjörðir ESA komið málinu við þegar það kemur ekkert neitum ísl. þjóðarinnar á ICESAVE við. ESA getur ekki dregið fullvalda ríki fyrir dómstóla fyrir að neita að semja við önnur ríki. Og um skuld sem við skuldum ekki í þokkabót. Hví fóru ekki Bretar og Hollendingar með okkur fyrir dómstóla?? NÚVERANDI ICESAVE-STJÓRN ber ábyrgð á kúguninni yfir skuld sem er ekki okkar og var aldrei okkar.
Elle_, 3.5.2012 kl. 12:58
Seiken, það segir auðvitað ekkert um Samfylkinguna þó að einn kjósandi sé ekki samfylkingarmaður og honum finnist að flokkurinn hafi staðið sig vel í ríkisstjórn.
Ertu virkilega að ætlast til að ríkisstjórnin setji neyðarlög til að hægt sé að fara út í almenna lækkun lána á kostnað almennings eða á kostnað elli- og örorkulífeyrisþega?
Það eru auðvitað engin rök fyrir því að þeir tekjulágu séu að greiða skuldir hinna efnameiri sem vel geta greitt sínar skuldir sjálfir. Það er auðvitað algjörlega fráleitt að setja neyðarlög til að gera það mögulegt.
Lyklafrumvarp Lilju er jafngalið. Þar er gert ráð fyrir að stórefnamenn geti skilað lykli þó að þeir geti auðveldlega greitt áhvílandi skuldir jafnvel staðgreitt þær. Slík lög geta ekki virkað aftur í tímann og myndu því aðeins eiga við um ný lán nema neyðarlög heimili annað.
Gallinn er bara sá að þetta er fjarri því að vera tilefni til að setja neyðarlög. Hvar er neyðin?
Lilja talar um sundrungu með því að flokka fólk og fyrirtæki þegar lækkun lána er annars vegar. Hins vegar er slík flokkun í góðu lagi þegar kemur að því að ákveða mismunandi skiptigengi á nýrri krónu.
Þetta er ekki trúverðugt. Það vekur upp spurningar um hvort Lilja sé fyrst og fremst að gæta eigin hagsmuna. Hún ætti að gera grein fyrir eignum sínum og skuldum.
Ásmundur (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 13:09
Elle, ESA er í málaferlum við Íslendinga svo að það er nokkuð seint að halda því fram að það geti það ekki.
Bretar og Hollendingar fara auðvitað ekki í mál við Íslendinga fyrr en niðurstaða liggur fyrir úr málaferlunum fyrir EFTA-dómstólnum.
Að þér finnist skuldin ekki vera okkar kemur málinu ekkert við. ESA er á öðru máli og EFTA-dómstólinn mun skerta úr um málið og fella sinn dóm.
Hins vegar er ljóst að kostnaður vegna höfnunar Icesave er miklu meiri en vextirnir sem við hefðum þurft að greiða ef við hefðum samþykkt samninginn.
Laskað traust á Íslandi, hærri vextir af lánum, lægra gengi á krónunni og glötuð viðskiptatækifæri hafa eflaust kostað okkur hundruð milljarða.
Ásmundur (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 13:27
Eg sagði að ESA málaferlin kæmu ekki neitt höfnun ísl. þjóðarinnar á ICESAVE við og snúðu ekki út úr orðum manns eins og þú gerir í 1. setningunni að ofan. En ESA nota aðrar forsendur en höfnun okkar á lögleysusamningi Jóhönnu og Steingríms og hefði getað gert það sama þó við hefðum sættst á hann. Eins og við bentum oft á meðan á kúgunarsamningunum stóð. ESA hefur alls ekki það vald að skipa fullvalda ríki að semja við önnur ríki. Og okkur er sama um alla útreiknuðu vextina ykkar af skuld sem við skuldum ekki. Geymið vextina ykkar ofan í skúffu eða borgið þá og skuldina sjálf. Málið er allt blekking ykkar Brusselfara sem vinnið á fullu við að skaða okkur sem mest í þágu Brussel og Jóhönnuflokksins. Þú ættir að steinhætta þessu kjaftæði um að ICESAVE hafi verið okkar skuld þar sem enginn dómur liggur fyrir um það og engin lög segja það. Það ætti að draga Jóhönnu og Steingrím og nánustu hjálparmenn fyrir dómstóla vegna ICESAVE.
Elle_, 3.5.2012 kl. 14:03
Og hafi maður mál að sækja fyrir dómstólum þá sækir maður það. Maður gerir það hinsvegar ekki ef um kúgun er að ræða. Glötuð tækifæri?? Síðan hvenær hefur það kallast TÆKIFÆRI að vera yfir sig skuldsettur? Skuldsettur upp fyrir haus og þræll vegna annarra manna skulda?? Svona blekkingar eru ekki í lagi. Þú verður sífellt hlægilegri í samfylkingarvinnunni þó þú neitir að ofan að hafa nokkuð með þann ömurlega flokk að gera.
Elle_, 3.5.2012 kl. 15:19
Þú sagðir orðrétt að "ESA geti ekki dregið fullvalda ríki fyrir dómstóla fyrir að neita að semja við önnur ríki" sem er ekki í mótsögn við það sem ég sagði.
Svo er það auðvitað alrangt að "ESA málaferlin komi ekki neitt höfnun ísl. þjóðarinnar á ICESAVE við". ESA lýsti því yfir fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna að ekki kæmi ekki til málaferla af hálfu hennar ef samkomulag næðist við Breta og Hollendinga um Icesave.
Þú ert aftur og aftur að ásaka fólk um lygar þegar það fer með rétt mál og kemur síðan með hverja rangfærsluna á fætur annarri. Lygarnar eru því allar þín megin.
Icesave gerði ekki íslenska ríkið yfir sig skuldsett. Þetta var smáræði miðað við margt annað. En hvort sem þetta var mikið eða lítið þá gera glötuð viðskiptatækifæri stöðuna að sjálfsögðu enn verri.
Ásmundur (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 18:15
Einu sinni enn: ESA getur ekki sótt fullvalda ríki fyrir að vilja ekki semja við önnur ríki. ´ESA lýsti yfir´ skiptir engu máli lagalega enda byggja þeir mál sitt á eftiráskýringum og pólitísku lofti, ekki lögum. EFTA dómstólinn er ekki heldur aðfararhæfur á Íslandi svo vinir ykkar Jóhönnu verða að fara fyrir ísl. dómstóla. Punktur. Haltu lygunum fyrir þig sjálfan. Við munum innan skamms losa okkur við ykkur.
Elle_, 3.5.2012 kl. 19:00
Elle, leitaðu þér hjálpar. Þú ert ekki í lagi.
Ásmundur (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 19:59
Heyrðu þú, ómerkilegi landsölumaður,´Ásmundur´, AKA Ómar Harðarson, Eurostat, EC Commision + Iceland Statistics. Ekki heldurðu að þú þaggir niður í manni með því að kalla mann ekki í lagi. Og þú telur þig líklega vera í lagi??? Haltu þig bara á mottunni, ómerkilegi forherðingur.
Elle_, 3.5.2012 kl. 20:20
Jájá, Ásmundur, er Elle ekki í lagi?
Svaraðu bara af hverju þú hengur hérna inn á þessari vefsíðu non-stop, og flytur þinn áróður, án þess að það sé að hafa nokkurn ávinning fyrir þína landráðastefnu?
Í alvöru, Ásmundur. Til hvers ertu að þessu? Það er ekki að hafa nein áhrif, eins og kemur í ljós aftur og aftur og aftur. Hver er tilgangurinn með þessu?
Þú ert kanski andstæðingur ESBaðildar, eftir allt saman?? Heldur uppi hrokaáróðri svo að fólk fái bara ógeð á þér??
Ef ekki, er þá ekki kominn tími til að endurskoða sjálfan þig aðeins? Hvað hefur áunnist á þessum mánuðum sem þú hefur haldið úti þessu áróðri? Nákvæmlega ekki neitt. Þér er sífellt sagt að hypja þig með þitt kjaftæði.
Þannig að hver er tilgangurinn?
Heldurðu að hlutirnir muni breytast út af því að þú vilt það bara svo mikið?? ...það er nefnilega geðsýki að endurtaka sama hlutinn endalaust en búast við mismunandi niðurstöðu... þannig að það eitt ætti að fá þig til að pæla í sjálfum þér.
...eða heldurðu því fram við sjálfan þig að þú sért að hafa einhver áhrif hérna inni, þótt þér sé sífellt sagt að hypja þig með þitt kjaftæði??
Hvort er það, Ásmundur? Það hlýtur að vera annað hvort.
Ekki að það breyti miklu hvers konar veruleikafirring nákvæmlega hrjáir þig. Þessi landráða lygaáróður er að enda kominn og þessi viðbjóðslega ríkisstjórn lifir ekki lengur en næstu kosningar.
Ég hef aldrei kosið sjálfstæðisflokkinn (fyrst þú sakar marga um það, Ásmundur), en hann er margfalt betri kostur en þessi Samspillingar-landráð.
Hahaha... það verður svo gaman að sjá þessu kjaftæði troðið ofan í kokið á þér. Ég get varla beðið.
En auðvitað læturðu þig hverfa með skömm... en hver veit. Hrokabyttur eins og þú eru auðvitað ekki eins og flest fólk. Endilega haltu áfram að ummælast svo ég getið hlegið áfram að þér.
Þú ert hlæilegasta fífl sem nokkru sinni hefur tjáð sig á íslensku, by far.
palli (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 06:57
Já, Ómar Harðarson (´Ásmundur´) sakar ýmsa sem mótmæla honum sjálfum og samfylkingarruglinu um að vera ´heilaþvegnir Sjálfstæðismenn´. Og bara svona út af engu. Síðast Birgi þarna þó nákvæmlega engin vísbending hafi verið um að hann væri heilaþveginn eða í Sjálfstæðisflokknum.
Elle_, 4.5.2012 kl. 07:55
Vinstrivaktin og þeir sem taka undir málflutning hans hljóta að hafa orðið fyrir áfalli með nýjustu könnun MMR.
Þar kemur fram að yfir 90% stuðningsmanna Vg styðja Steingrím J sem er miklu meiri stuðningur en aðrir formenn njóta meðal stuðningsmanna sinna flokka.
Þetta gerist þrátt fyrir að sundrungin er langmest í Vinstri grænum. Þetta eru ánægjuleg tíðindi vegna þess að þau sýna að lýðskrumið er ekki að virka.
http://ordid.eyjan.is/
Eftir hrun verða menn að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart lýðskrumurum. Í stjórnarandstöðu er mjög auðvelt að beita fyrir sig lýðskrumi ef menn eru nógu óheiðarlegir til þess.
Margir kjósendur eru grunlausir og átta sig ekki á þegar lýðskrumarar tala gegn betri vitund. Sumum lýðskrumurum tekst jafnvel að blekkja sjálfa sig. 
Mestu lýðskrumarar á þingi hafa að mínu mati verið Sigmundur Davíð, Lilja Mósesdóttir og Þór Saari.
Ásmundur (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 09:11
Alltaf það sama, Ásmundur. Væl væl væl, eins og grátandi táningsstelpa bendandi putta.
Hvernig er Samspilling að mælast annars, og þessi viðbjóðslega ríkisstjórn?
Er ekki kominn tími til að hringja á vælubílinn fyrir þig?
palli (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 09:49
Hvernig heldurðu annars að þinn árangur á þessari vefsíðu myndi annars mælast?
Þú ert þráhyggju-sturlaður og vitstola einstaklingur, eins og sést langar leiðir.
palli (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.