Færsluflokkur: Evrópumál
Þrúgandi þögn VG um aðildarviðræður
29.8.2011 | 15:54
ESB-viðræður voru ekki á dagskrá flokksráðsfundar VG nú um helgina og engin ályktun gerð um það mál. Undir niðri er þó mikil ólga og óánægja í flokknum með afskiptaleysi flokksforystunnar sem lætur Össur einan um að ráðskast með þetta örlagaríkasta mál...
Ásmundur: Vaxandi spenna milli ráðuneyta Össurar og Jóns Bjarnasonar
28.8.2011 | 17:02
„Því hefur verið haldið fram af Samfylkingunni að mikilvægt sé að sækja um aðild að ESB til að sjá hvað sé í boði. Nú er staðreyndin að koma í ljós og auðvitað er ekkert í boði nema regluverk ESB og umsóknarferlið tekur mið af því, segir Ásmundur...
Vaxandi ólga á Evru-svæðinu, ekki síst í Þýskalandi
27.8.2011 | 16:07
Á sama tíma og Össur Skarphéðinsson, Þorsteinn Pálsson og ýmsir minni spámenn reyna að réttlæta áframhaldandi aðildarviðræður Íslands við ESB vex óvissan um framtíð Evrusvæðisins og deilur fara vaxandi milli aðildarríkja um björgunaraðgerðir. Ljóst er að...
VG hottar á ESB-hrossið sem Samfylkingin teymir!
26.8.2011 | 15:31
Í tilefni af flokksráðsfundi VG sem haldinn er nú um helgina og hefst í kvöld skrifaði Anna Ólafsdóttir Björnsson á bloggsíðu sína: „Flokkurinn sem ætti að leiða andstöðuna gegn ESB er enn að hotta á ESB-hrossið sem Samfylkingin hefur í taumi. Rök...
„ESB-kerfið er sjúki maðurinn í Evrópu. Og svo er að sjá að enginn viti hvernig við getum komið honum úr bælinu!“ Þetta er kjarninn í grein Rees-Mogg, eins helsta stjórnmálagreinis The Times um langt árabil, í styttri endursögn. Einar Kr....
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lykilspurning: Um hvað ber að kjósa? Um það hvort við viljum í ESB – eða um fullfrágenginn aðildarsamning?
25.8.2011 | 12:17
Er eðlilegt að þjóðin fái þá fyrst að taka afstöðu til ESB-aðildar eftir að 27 aðildarríki ásamt leiðtogaráði og þingi ESB hafa blessað fullfrágenginn samning ríkisstjórnarinnar við ESB, nú þegar fyrir liggur að mikill meiri hluti þjóðarinnar er andvígur...
Sænskir jafnaðarmenn hafna evrunni!
24.8.2011 | 15:31
Það eru óneitanlega stórmerkileg tíðindi þegar talsmaður sænskra jafnaðarmanna í efnahagsmálum lýsir því yfir "að hann útiloki að Svíar taki þátt í evrusamstarfinu á meðan hann lifir. Þessa frétt hefur mbl.is eftir vefnum europaportalen.se. Fréttina...
Margrét Tryggva afhjúpar innantómt lýðskrum Jóhönnu Sigurðardóttur
23.8.2011 | 14:54
S.l. föstudag birtist grein á Pressunni þar sem Jóhanna Sigurðardóttir sagðist vera að vinna gegn verðtryggingunni. Að sínu mati og Samfylkingarinnar væri eðlilegasta, auðveldasta og hagkvæmasta leiðin að afnámi verðtryggingar á Íslandi sú að ganga í ESB...
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skrautlegur pakki - en innihaldið ekkert
22.8.2011 | 16:44
Dönsk kona boðar okkur fagnaðarerindið í Fréttablaðinu í morgun, mánudag. Hún segir að þar sem Íslendingar eigi nú von í miklum styrkjum frá ESB til byggðamála sé gott að huga strax að því hvernig heppilegast sé að útdeila þessu fé. Best sé að sérstök...
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Már Guðmundsson fjallar um hina miklu óvissu sem er á evrusvæðinu í svari til Evrópuvaktarinnar í Morgunblaðinu í dag. Már segist vilja leiðrétta þann misskilning að hann hafi spáð því á fundi þingnefndar að þessi vandræði tæki fljótt af. Það stæðist...
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)