Lykilspurning: Um hvað ber að kjósa? Um það hvort við viljum í ESB – eða um fullfrágenginn aðildarsamning?

Er eðlilegt að þjóðin fái þá fyrst að taka afstöðu til ESB-aðildar eftir að 27 aðildarríki ásamt leiðtogaráði og þingi ESB hafa blessað fullfrágenginn samning ríkisstjórnarinnar við ESB, nú þegar fyrir liggur að mikill meiri hluti þjóðarinnar er andvígur inngöngu í ESB? Þetta er þó einmitt sú “lýðræðislega málsmeðferð” sem ESB-sinnar tala um sí og æ.

Að sjálfsögðu er það eitt lýðræðislegt í þessu máli að þjóðin sé spurð hvort hún vilji gera aðildarsamning við ESB áður en samningurinn er fullfrágenginn. Eins og fram kom í skjali sem við birtum hér á síðunni 3. ágúst s.l. og utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér er það ætlun Össurar og Samfylkingarinnar að þjóðin fái enga aðkomu að þessu máli fyrr en allt er fullfrágengið og þjóðin stendur frammi fyrir gerðum hlut. Þá fyrst – á seinustu stundu - gefst henni kostur á að ýta á neyðarhnappinn.

Páll Vilhjálmsson víkur að þessu og þó sérstaklega að aðlögunarferlinu á bloggi sínu í dag:“Laumuaðildarsinnar og sumir sem temja sér valkvæðan einfeldningshátt í afstöðu til opinberra mála segjast hvorki vera með né á móti aðild að Evrópusambandinu. Þeir vilji bara fá að kjósa um SAMNINGINN. Evrópusambandið sjálft hefur útilokað þessa leið. Það er einfaldlega ekki hægt að fá samning um aðild að Evrópusambandinu án þess að hafa aðlagað sig áður að sambandinu.Aðeins ein leið er inn í Evrópusambandið og það er leið aðlögunar. Eins og segir í útgáfu Evrópusambandsins, bls. 9 efst til hægri:

“First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable.”

Hér segir Evrópusambandið skýrt og skorinort að orðið ,,viðræður" geti valdið misskilningi þar sem ferlið er aðlögun og viðræður snúist um tímasetningar á stjórnkerfisbreytingum. Í aðlöguninni felst að umsóknarríki taki upp 90 þúsund blaðsíður af ESB-reglum og þær eru ekki umsemjanlegar.

Kosningar í lok aðlögunarferlis eru aðeins hugsaðar sem öryggisventill, ekki sem raunverulegt val kjósenda. Evrópusambandið gerir ráð fyrir að þjóð sem sækir um aðild geri það af einbeittum vilja og yfirlýstum ásetningi að verða aðili að Evrópusambandinu.Laumuaðildarsinnarnir og valkvæðu einfeldningarnir verða að finna sér aðra afsökun fyrir afstöðu sinni en lýðræðisást.”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég óska ykkur þjóðernissósíalistum til hamingju með þessa síðu. Það kemst ekki hnífurinn á mill orðanna í málflutningi ykkar og Heimssýnar. Sama staglið um að verja slit á aðildarviðræðum einsog að það sé af lýðræðisást. Vinstri gegn ESB er álíka vitlaust og vinstri gegn ASÍ eða vinstri gegn kosningarétti. Það er ekki vinstri stjórnmál að vera harður þjóðernissinni með innlendu auðvaldi einsog þið eruð að gera í raun. Þið gefið fullkominn skít í að alþýða manna hefur réttindi í sjálfu sér að bindast öðrum þjóðum sterkari böndum til að tryggja velferð sína. Einangrunarhyggja vinstri manna eru kenningar Stalíns um sósíalisma í einu landi. Eða hefur vinstri ekkert með sósíalisma að gera í dag? Þið gefið fullkominn skít í að umhverfismál eru alþjóðleg en ekki þjóðleg í eðli sínu.

Viðskipti eru líka alþjóðleg og engin þjóð kemst lengur upp með að skifta bara við sjálfa sig. Þið rekið villandi áróður um stöðu íslands og íslendinga sem eiga engra annara kosta völ en að stunda viðskifti á sem víðustum grunni og með sterkri neytendavernd. ESB snýst um þetta vegna þess að þjóðir evrópu ráða ekki hver um sig við þetta gríðarverkefni. Þannig lenda þær síður í átöku sín á milli. Það er friðarhugsjón vinstri hreyfinga í verki. Ef þið væruð á móti ESB vegna þess að kapítalisminn ræður þar ríkjum myndi maður skilja að þið hefðuð glóru í höfðinu.

Vinsti gegn ESB er rökvilla í sjálfu sér. Hægri gegn ESB sömuleiðis. Finnið ykkur annað rétnefni og móðgið ekki vinstri menn sem hafa ennþá smá hugmynd um hvað barátta vinstriafla hefur þýtt og verður að þýða framvegis og vinstri plattformið vill gjarnan bindast öðrum þjóðum og öðrum vinstri flokkum annara þjóða. það er eðli málsins samkvæmt.

Gísli Ingvarsson, 25.8.2011 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband