Hvar ætla þau Össur og Jóhanna helst að hola okkur niður ef ESB klofnar í þrennt?

„ESB-kerfið er sjúki maðurinn í Evrópu. Og svo er að sjá að enginn viti hvernig við getum komið honum úr bælinu!“  Þetta er kjarninn í grein Rees-Mogg, eins helsta stjórnmálagreinis  The Times um langt árabil, í styttri endursögn.

Einar Kr. Guðfinnsson, þingmaður, vakti athygli á þessari grein á bloggi sínu fyrir nokkrum dögum en þar heldur  Rees-Mogg því fram að takist ESB ekki að leysa vandræði sín geti svo farið að það klofni í þrjá parta:  

„Í fyrsta lagi Skandinavísku löndin, Bretland og Írland. Í öðru lagi hin sterku ríki Mið Evrópu og í þriðja lagi hin veikari hagkerfi í ríkjum við Miðjarðarhafið.“

 

„Kostir þessa fyrir Evrópusamstarfið,“ segir hinn gamli ritstjóri, að geti verið margháttaðir. „Norðurlöndin, Bretland og Írland gætu fengið tækifæri til þess að ráða sínum eigin málum í samræmi við aðstæður ríkjanna. Gömul og söguleg hefð sé að baki samstarfi þessara ríkja, sem meðal annars megi skýra með tilvísun til sameiginlegrar menningararfleifðar.

 

Þessu gætu líka fylgt kostir fyrir Frakka og Þjóðverja, sem þá gætu þróað evrusamstarfið að eigin vild, án þess að taka á sig mögulegrar byrðar vegna vandræða annars staðar á evrusvæðinu. Og loks  væri hægt að þróa stuðning við Miðjarðarhafsríkin án þess að það setti mögulega efnahagsstöðu annarra ríkja í uppnám.“

 

 Það gæti orðið samviskuspurning fyrir Össur og Jóhönnu hvar þau myndu helst vilja holu okkur Íslendingum niður í ákafa sínum við að koma okkur undir erlenda stjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Miðað við efnahagsstjórn þeirra væri það líklegast þarna við miðjarðarhafið. Annars hefur evrópa löngum skipst í slíkar samvinnublokkir, svo það er óþarfi að tala um ESB lengur sem einhvern þríeinan óskapnað.  Þett þýddi nefnilega bara back to normal.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.8.2011 kl. 23:01

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Flott hjá Vinstri vaktinni að vakta ummæli Sjálfstæðismannsins Einars kvótamálgagns. Það er einsog Björn Bjarnason skrifi fyrir Vinstri vaktina. Einar vitnar síðan í "gamlan ritstjóra" íhaldsmanna í Bretlandi sem sjálfur kemst ekki fram úr rúminu bráðum. Þetta eru framtíðarsýnir Vinstri vaktarinnar: Hægri gamlir skröggar. Frábært. Og hvað gera svo Jóhanna og Össur? Ætli þau fari ekki bara framúr rúminu sínu á hverjum morgni og bursti tennurnar. Hvar lenda Íslendingar í þríklofnu klofi ESB? Þeir verða áfram þar sem þeir eru vonandi. Hætta menn að skifta við Spán og Portugal? Eða hætta menn að gera út frá Þýskalandi? Hætta menn að selja á Bretlandsmarkað? Af því að þeir vita ekki hvar þeir lenda á endanum? Ef allt fer á versta veg so be it. Lifið núna.

Gísli Ingvarsson, 26.8.2011 kl. 10:07

3 Smámynd: Elle_

Já, hola okkur niður.  Málið hlýtur að snúast um að forða okkur frá hættulegum stjórnmálamönnum, þeim sjálfum.  Get ekki fundið neina aðra skýringu á ofsanum við að koma okkur þangað gegn okkar vilja.  Við getum nú samt fundið nærtækari leið til að losna við þau.

Elle_, 26.8.2011 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband